Morgunblaðið - 14.02.1993, Side 7

Morgunblaðið - 14.02.1993, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1993 ------------ttt".— "'rlAi.’j/'T'rnr,’------------------ B 7 SIÐFR/EÐI/Er sjálfselskulaus breytni mögulegf ÓEIGINGJÖRN FÓRN Björgunarsveitir vinna oft erfitt og óeigingjamt starf við björgun mannslífa. PISTILLINN snýst annars veg- ar um að varpa ljósi á 1. og 2. stigs sjálfsást og hins vegar að glíma við fullyrðinguna „ Allir menn eru sjálfselskir í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur.“ Istig. Sjálfsást er lífsnauðsyn. • Manneskja verður ekki sjálf- stæð og herra yfir sjálfri sér nema hún hafi jákvæða sjálfsmynd og áhuga á sjálfri sér. Hún reynir ekki að þroska vitsmuni sína og tilfinningar nema hún elski sig sjálfa. Sjálfsástin er gjöf náttúrunn- ar til að auka líkur á vænlegu lífi. Og sá sem elskar ekki sjálfan sig getur heldur ekki elskað aðra. Jesú sagði „Þú skalt elska ná- unga þinn eins og sjálfan þig.“ Hin siðferðilega krafa er ekki að menn elski aðra meira en sjálfa sig. Sjálfsþroski felst í því að elska aðra jafnmikið og ef menn gerðu það væri heiminum sennilega borg- ið, því þá myndi gullna reglan „Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra,“ virka. Hjálpsemi er góð. Hún slær á sársaukann í heiminum og skapar ánægju. Sjálfsástin er oftlega ástæða hjálpsemi fremur en um- hyggjan fyrir öðrum. Það merkir þó ekki að rætur hjálpseminnar séu fúnar, því afleiðingin er yfírleitt góð. Manneskja getur ákveðið að hjálpa til, til að friða eigin sam- visku, fá hrós eða öðlast þakklæti. Að elska náung- ann eins og sjálf- an sig er hálft í hvoru að sækjast eftir ánægjunni sem af því hlýst og hálfvegis er um að ræða löng- un til að láta öðr- um líða vel. Það er því ekkert rangt eða falskt við fyrsta stigs sjálfsást, því náungakærleikurinn rúmast innan hennar. Réttlæti sem felst í því að allir sitji við sama borð er ekki heldur útilokað. 2. stig: Hér hefur kenningunni „elskaðu náunga þinn eins og sjálf- an þig“, verið hafnað. Ekki er gert ráð fyrir því að gæðum jarðarinnar megi skipta á þann hátt að flestum líði vel. Annað lífsviðhorf er uppi á teningnum. Fólk með 2. stigs sjálfsást, ef svo má segja, lítur á mannlífið sem keppni um veraldleg gæði og að sérhver maður verði að ota sínum tota til að komast áfram. Reiknað er mað að eigin gróði hljóti að vera á kostnað ná- ungans. Græðgin hefur tekið sér bólfestu í hjartanu og sá er öfunds- verðastur sem kann listina best að tryggja eigin hag. Það er m.ö.o. traðkað á öðrum til að ná markmið- unum sínum. Dæmi: Starf aðstoð- arforstjóra í fyrirtæki er laust. Tveir koma til greina. Þeir eru samstarfsmenn og góðir félagar. Annar tekur að bera lygasögur á hinn. Hann ætlar sér að fá starfið og telur að beita megi öllum brögðum til að tryggja sér það. Sjálfást hans er blind og náungakærleikann skortir. Fólk, haldið blindri sjálfs- ást, telur að réttlætið sé háð þeirra eigin persónu og hagsmununum. Það sem kemur því vel er rétt, það sem kemur því illa er rangt. Annars stigs sjálfsást ásamt viðhorfinu, að mannlífið sé keppni (annað hvort verð ég ofan á eða undir), ræð- ur e.t.v. rangala mannkynssögunnar. Hyggjum nú að fullyrðingunni „Allir menn eru sjálfselskir í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur.“ Þetta er tilgáta um mannlega hegðun og til að afsanna hana þarf að finna dæmi um óeigin- gjarna fórn. Sjálfselskan á sér djúpar rætur í manninum og fom- ar. Hún er samofin viljanum til að tryggja eigin velferð. En sá, sem getur sett sig í spor annarra, þekk- ir eðli mannlegra tilfinninga og skilur að óhagstæðar aðstæður leiða til sálarkvala, kannast við samúðartilfinninguna. Hann getur borið saman eigin aðstæður og lakari aðstæður annars manns. Hann hefur e.t.v. þá hugsjón að allir eigi að sitja við sama borð. Og hann gæti hugsað sér að fóma eigin hagsmununum til að rétta hlut annars manns. Nú vaknar spurningin: Em til raunveruleg dæmi sem afsanna sjálfselskutil- gátuna? Á íslandi eru til fræg dæmi um sjómenn sem hafa lagt líf sitt og limi í hættu til að bjarga félögum sínum úr háska. Vissulega hafa þeir fært óeigingjarna fórn því sumir hafa misst lífið eða orðið öryrkjar eftir tilraun til björgunar. Ekkert nema björgun félagans frá dmkknun kemst að í huga þeirra. Þeir hreinlega gleyma bæði sjálfun sér og eigin hagsmunum. Það er samúðin sem fær þá til að stökkva á eftir félaga sínum, ekki eigin- hagsmunir, ekki mannleg verðlaun og heldur ekki vonin um guðleg laun. Og það sem þeir upplifa eft- ir giftusamlega björgun er gleði og hún er fullnægjandi. Að breyta sjálfselskulaust er að færa fórn sem gagnast náungan- um án þess að gera ráð fyrir ein- hvers konar launum, hvorki frá guði né mönnum. Hjartagleðin er endurgjaldið og sú gleði hlýtur að vera sönn. Sjálfselskan er rót allra annarra fórna. Sá sem fórnar eigin hasmunum með það í huga að verða síðar verðlaunaður af tnönn- um gerir það af sjálfselsku. Og sá sem fómar sér fyrir náunga sinn í þeirri von um að guð umbuni honum í paradís gerir það líka af sjálfselsku. En sá sem fórnar eigin hagsmunum einungis vegna þess að hann veit að það kemur náunga hans vel og að honum finnst það sjálfum gott, gerir það sjálfelsku- laust. Gleðin ein stenst sjálfselsku- prófíð. Einhver tilfinning hlaut að gera það, því dýjalind mannlegrar viðleitni er tilfinningaleg og kald- lynd fómfysi er mótsögn. eftir Gunnar Hersvein Speki: Mannleg fullkomnun er hvorki falin í eftirsókn eft- ir mannlegri né guðlegri hyllingu í fölskvalausri gleði yfir eigin ágæti. HEFUR ÞIG DREYMT UM AÐ EIGNAST Miele ÞVOTTAVÉL? MIELEW701: VINDUHRAÐI600-1200 SN, MIELEGÆÐI. tp1 TILBOÐSVERÐ: 99.108,- KR. VEN JULEGT VERÐ: 117. w W Jóhann SHNDABOKC) IÁ Opnunartími Lokað á laugardögu *Verð miðast við EES OG ÍSLENSKIR VERKFRÆÐIN G AR. Enn er óvíst hvenær samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tekur gildi, en er ekki kominn tími tii að kynna sér málin? Verkfræðingafélag íslands heldur kynningarfund um EES þriðjudaginn 16. febrúar nk. í Verkfræðingahúsinu að Engjateigi 9. Frummæiendur verða: Finnbogi Rútur Arnarson frá viðskiptaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins fjallar um hin almennu atriði samn- ingsins. Gunnar Sigurðsson frá félagsmálaráðuneytinu og Sól- rún Jensdóttir frá menntamálaráðuneytinu flytja síðan stutt erindi um starfs- og búseturéttindi og viðurkenn- ingu prófa. Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins segir frá staðlamálum. Svavar Jónatansson, framkvæmdastjóri Almennu verk- fræðistofunnar og stjórnarformaður Virkis-Orkint, ræð- ir m.a. hugsanleg áhrif EES á möguleika til útflutnings á tækniþekkingu. Fundarstjóri verður Guðmundur G. Þórarinsson, vara- formaður Verkfræðingafélagsins. Frummælendur munu síðan sitja fyrir svörum og er allt áhugafólk um málefnið velkomið. NÝTT KORTATÍMABIL (EF ÞÚVILT) VO* VO* ^ OPIÐ KL. 9-16 .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.