Morgunblaðið - 14.02.1993, Page 11

Morgunblaðið - 14.02.1993, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1993 B 11 hennar fram, svo hún þýddi það bara á ensku) og Daniellu (frá Þýskalandi) í hjóla- skautahöllina. Það fyrsta sem ég gerði var að detta og detta en svo lagaðist það og ég fór að finna jafnvægið. Hjóla- skautahöllin er alveg eins og í bíómyndunum, stór salur í miðjunni og allir skauta í sömu átt. Fyrir utan grind- verkið eru sæti og þar er hægt að fá sér kók og fleira. í bíó og keilu um risa, risa stóran popp- kornspoka. Sætin í bíóinu voru skrýtin. Þegar við sett- umst niður hallaðist sætið aftur á bak. Bíóið er óttalega gamalt, aðeins einn salur og ekkert THX. Næstum alla myndina var ég að bíða eftir blessuðu hléinu, sem kom þó aldrei. Það eru víst aldrei hlé í bíóum héma nema myndin sé 3ja klukkustunda löng. Svo fórum við í keilu. Við fórum í tvo leiki, Dawn vann annan en ég hinn. Svo um ellefuleytið komu Mark og Lori að sækja okkur. Þau höfðu farið út að borða og til „Shooters Saloon". Dawn gisti hjá mér og við spiluðum kasínu fram á rauða nótt og töluðum blöndu af ensku, dönsku og íslensku. Það er svo fyndið .að ef ég eða Dawn vitum ekki eitthvað á ensku, svakalega stórt og þú hefur það á tilfinningunni að þú sért á staðnum. Einnig fómm við á Aztekasýningu og í „Pla- netarium" sem er eins konar kúluhús þar sem maður liggur eiginlega í sætunum. Þar horfðum við á „Aztek Skyw- atchers" en það var um að hvernig Aztekarnir töldu dag- ana og fleira. Klappstýrur og drottningar Mikð var að gera í skólan- um þegar „Homecoming" vik- an var, en svo kallast vikan þegar skólafólk snýr aftur í skólann. Fyrsta daginn var plakatsamkeppni, allir klúbb- amir gerðu plaköt og svo var valið besta plakatið. Næsta var hattadagur og allir áttu að vera með skrýtinn hatt á hausnum. Þetta var stór dag- ur fyrir þá sem em mikið fyr- ir að vera með hatta því yfir- leitt er bannað að vera með hatt í skólanum. Daginn eftir var „svart og hvítt“ dagur og þá áttu allir að vera í svörtum og hvítum fötum. Á fimmtu- deginum var allur skólinn kallaður í íþróttasalinn og stelpurnar sem kepptu um tit- ilinn „Homcoming drottning 1993“ komu fram. Klappstýr- urnar vora líka þarna með smáupphitun fyrir leikinn daginn eftir. Svo kusum við „Homecoming11 drottninguna. Þegar ég kom heim bakaði ég saltkringlur (pretzels), sem eru einskonar saltstengur fyr- ir þýskutímann daginn eftir en þá var einskonar „október- fest“ og allir komu með salt- kringlur og við borðuðum og dmkkum rótarbjór með en það er óáfengt gos líkt malti á bragðið en bara sætara. Þegar ég var búin að baka saltkringlurnar fórum við Lori að horfa á krýninguna á „Homecoming" drottningunni og það var alveg rosalega fínt. Stelpurnar í glitrandi kjólum og strákarnir í smókingum. Hver- klúbbur útnefnir einn keppanda fýrir „Homecom- ing“ drottningu og reynir að auglýsa sína drottningu eins mikið og hann getur. Drottn- ingin að þessu sinni var úr Klappstýraklúbbnum og það ætti að segja mestalla sög- una. Á föstudeginum var brenna fyrir fótboltaieikinn og eftir hann var „Homecom- ing“ dansleikurinn. Hrekkjavakan Fyrir nokkru var Kólum- busardagurinn en það var ekkert um að vera í Larmie af því tilefni en í Denver var haldin skrúðganga. í sjón- varpinu var fólk varað við að fara þangað út af óeirðum sem sem bratust út í fyrra, því eftir að Kristófer Kólum- bus fann Ameríku, var með- ferð hvíta mannsins á indján- um svo hræðileg að þeir era- andvígir því að haldið sé upp á Kólumbusardag. Á hrekkjavökunni svoköll- uðu (Hailoween), var partí heima hjá okkur (mér, Mark og Lori). Ég var trúður, Lori var galdrakerling og Mark var róni. Allir skiptinemarnir í Laramie og fjölskyldur þeirra komu og við skemmtum okkur mjög vel. Drakkum Galdra- seyði, Hi-C með þurrís, svo það var alveg eins og í kvik- myndum, fórum í leikinn kafa eftir eplum, þar sem kafað er ofan í ískalt vatn og reyna að bíta í epli, fórum í anda- glas og fleira. Við spurðum hver yrði næsti forseti og glasið sagði að það yrði Clint- on. Merkilegt, ekki satt. Við borðuðum ýmislegt góðgæti, mestmegnis sælgæti. Fyrir partíið skárum við út grasker og það var svaka fjör. Mest vör við Sykurmolana Áður en ég kom hingað hélt ég að það eina sem mundi minna mig á ísland væri öll bréfin sem ég fengi. Það var sko fjarri sanni. Eg hef séð myndir frá íslandi tvisvar sinnum í sjónvarpinu (Einvíg- ið milli Fischers og Spassky 1972). Heyrt í Sykurmolunum á „MTV“. Meira að segja var lagið þeirra „Hit“ notað sem undirspil á úrklippum um kosningabaráttu Bill Clintons í þættinum „Rock The Vote“ á MTV. Irauninni hef ég orðið mest vör við Sykur- molana. Geisladiskur- inn þeirra „Stick Ar- onund for Joy“ er í öllum hljómplötuversiunum sem ég hef komið í. í nóvember héldu þeir tónleika með U2 í Den- ver, sem er um eins og hálfs klukkutíma keyrslu héðan og næstum því hálfur skólinn fór þangað. Daginn eftir voru all- ir að spyija mig hvort ég kannaðist nokkuð við hljóm- sveitina Sykurmolana, þannig að ég mundi segja að þeir séu mikil landkynning fyrir ís- land. Það furðulegasta af öllu er samt það að einn vinur minn fór á bókamarkað hér í Laramie og keypti bók um Reykjavík á íslensku. 'Ég er ennþá að furða mig á því hvernig hún komst þangað. Á þakkargjörðardaginn, fórum við á hlaðborð á Holiday Inn. Þar vora seldir minjagripir. Ég var að skoða lukkutröll (litlu dúkkumar með allskonar litað hár út í loftið) og þar var eitt lukku- tröll sem var kallað íslenskt tröll. Það var klætt eins og eskimói og ég var nú ekki alveg nógu ánægð með það, en svona er lífið. Um daginn var mikil umræða í þýskubekknum um hvort við ættum að horfa á „The Wall“. Kennslukonan hélt að hún væri alltof ógeðsleg fyrir okk- ur og þegar ég sagði henni að ég hefði séð hana fyrir tveimur áram ofbauð henni algjörlega. Ef ég hefði sagt henni frá íslendingasögunum sem við lásum í sjöunda bekk og kvikmyndinni um Gísla Súrsson sem við sáum um sama leyti, að ekki sé nú tal- að um kvikmyndina Sjáðu sæta naflann minn sem við sáum í dönskutíma, þá er ég viss um að það hefði liðið yfir hana. Ég hef verið að reyna að koma fólki héma í skilning um að jólasveinninn eigi heima á íslandi. Fólk heldur að ég sé að fylla það af skrök- sögum þegar ég segi því að á Islandi séu 13 jólasveinar, Grýla og Leppalúði og jóla- kötturinn. Og að jólafjölskyld- an eigi heima í helli í fjöllun- um á íslandi og að jólasvein- arnir hafi einu sinni verið ræningjar og prakkarar. Á forsíðu dagblaðsins hérna „The Boomerang" era taldir niður dagarnir til jóla. Ekki með sætum jólasveinum heldur er það hreint og beint ,,23 verslunardagar til jóla“. Ég er alveg yfir mig hneyksl- uð. Ég á aldrei eftir að sjá eft- ir að hafa gerst skiptinemi, því þó ég hafi aðeins verið hérna í nokkra mánuði hef ég öðlast mikla lífsreynslu. Ég skora á alla sem geta að taka þátt í því mikla ævintýri sem það er að vera skipti- nemi, fara í skóla og taka þátt í hversdagslífinu. Þannig fínnur maður hjartslátt lands- ins með allt öðram hætti en að fara bara í tvær vikur og búa á hóteli allan tímann. Við Dawn eram oft saman. Hún er 16 ára og 180 sm á hæð með stuttklippt hár. Um daginn fórum við í bíó og keilu. Við sáum myndina „The Rivers Runs Through It“. Það var svaka gaman, við keypt- Bill og Dianne klædd eins og leikendur úr Operudraugnum. Dianne er 25 ára og Bill 40 ára. Dianne vinnur hjá dagblaðinu Boomering Laramie en Bill er lög- reglu- mað- ur. þá snúum við okkur bara að dönskunni. Skoðunarferðir sem ég hef farið með jarðfræðihópnum hafa margar verið skemmti- legar. Einu sinni fórum við í kolanámur sem era hérna rétt hjá. Þar keyrðum við um og skoðuðum setlög í jörðinni þar sem hafði verið grafið. Einnig skoðuðum við vinnutækin og þau voru sko í tröllastærð. Við fórum líka í jarðfræði- safnið hjá Wyoming háskóla og skoðuðum beinagrindur af risaeðlu og kameldýram sem lifðu hérna þegar allar heims- álfurnar vora samankomnar í einni álfu. Svo fóram við líka Jelm stjörnufræðimiðstöðina að sjá þriðja stærsta innrauða stjörnulíki í heimi. Og til Denver fór- um við og þar sáum við fyrst myndina „Ring of Fire“ í IMEX. Tjaldið er Vorrállup ; Súrsætap pækjur Súpsætup fiskur Diautakjöt m/gpæometi Hafðu veisluna þína öðnuvísi en aliar tiinar og bjóúdu gestunum upp á mapgpótta tllefni dagsins. J Þú veiup einn af þpemup matseðlum sem víð höfum upp á að bjóða og við 'K sendum þóp matin á velslustað pjúkandl heitan, þép að kostnaðaplausu. Vlð lánum þép hitaplötup, Súpsætap pæHjup Kiúkiíngup m/cashew Lamúakjöt m/lauk Nautakföt m/BPæmneö Lambakjöt m/Hoi Sin sósu 5-40 manns kp. 25-40 numns kr. 1.290.- pp. mann 40-70 manns Kp. 1.190.- pp. maim Dæmi um vepð: 10-80 manns kr. 1.890.- pp mann 50-80 marais kr. 1.090.- pr. raann ÚKEYPIS HEHVISGNDSVGARÞJÓNUS'm Hrísgrjón, salat og sósur fylgja meö öllum réttum. Einnig útbúum við matseðla eftir ykkar óskum. skálar og önnur matarílát ef þú þarft þeirra meö. MÝft b/gUR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.