Morgunblaðið - 14.02.1993, Side 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1993
Vilhjálmur að kvikmynda við
Kröflu, en í 18 ár vaktaði hann
gosið. Myndin átti að vera tilbúin
í vor, en í brunanum eyðilögðust
allar kopíurnar sem hann var að
klippa og vinna með.
GEYMR OMETANLEG
MENNINGAR VERÐMÆTl
eftir Elínu Pálmadóttur
Eftir stórbruna í kvikmynda-
vinnustofu og sýningarsalnum í
Hellusundi 6a hinn 17. janúar sl.
hafa fjölmargir aðilar haft sam-
band við Vilhjálm Knudsen á
Landspítalanum og lýst hryggð
og áhyggjum um afdrif frum-
kvikmynda hans og Ósvaldar föð-
ur hans. „Margt af þessu fólki
þekkti ég alls ekki. Þvi síður
gerði ég mér grein fyrir að svo
mörgum voru ljós þau menning-
arverðmæti sem við höfum verið
að reyna að halda saman síðustu
46 árin,“ sagði Vilhjálmur, sem
er nýkominn heim af sjúkrahús-
inu. Auk þess sem hann brennd-
ist talsvert varð hann fyrir reyk-
eitrun og er nú að ná sér. Vil-
hjálmur kvaðst hafa orðið fyrir
gífurlegu tjóni á handritum,
vinnukopíum, sýningareintökum,
tungumálaútgáfum, tækjum og
öðrum verðmætum. T.d. yfir
milljón króna virði I kopíum af
Kröflumyndinni, sem hann var
að klippa óg vinna að. En fyrir
mestu sé að frummyndimar em
heilar. Samt muni kosta margra
' ára vinnu að koma þessu í fyrra
horf.
Morgunblaðið/Sverrir
Vilhjálmur er kominn heim af spítala eftir reykeitrun og brunasár og er hér með fjölskyldu sinni,
Lynn konu sinni, dótturinni Elínu og syninum Vilhjálmi. Soninn Ósvald vantar, en hann er við nám í
Bandaríkjunum
Vlhjálmur var heldur
tregur til að ræða um
þetta umfram það að
koma á framfæri
þakklæti til slökkvi-
liðs og lögreglu og
þeirra flölmörgu sem
komu á vettvang eftir brunann til
að hjálpa við að hreinsa til og koma
verðmætum í örugga geymslu, svo
og hjúkrunarfólki á Landspítala
' sem kom honum sjálfum á réttan
kjöl. Hann segir að Húsatryggingar
Reykjavíkur hafi einnig brugðist
slqótt við og hafíð endurbyggingu
húsnæðisins. „Það hefur aldrei bor-
ið mikið á þessari starfsemi okkar
í Hellusundi," segir hann og bætir
svo við: „ Ég og faðir minn vorum
famir að endurnýja eldra fmm-
myndaefni áður en hann dó og ég
hefí haldið því starfí áfram. Þetta
hefur kostað gífurlega peninga í
útlögðum kostnaði, en vegna þess
að enginn veit í rauninni hvaða starf
er unnið hér í Hellusundi hefur mér
gengið mjög erfiðlega að fá skatta-
yfírvöld til að viðurkenna þetta sem
útlagðan kostnað. Þeir, eins og
fleiri, virðast halda að ég hreinlega
lifí góðu lífí á eldri kvikmyndum
föður míns og framtalinn útlagður
kostnaður séu kjánalegir tilburðir
til að korrta einkaneyslu og
skemmtiferðum til útlanda til frá-
dráttar til skatts. Þau 18 ár síðan
faðir minn dó hefí ég kvikmyndað
öll umbrot í Kröflu, Vatnajökli og
Heklu og kvikmyndað ýmislegt
annað líka, sem þeir virðast telja
til skemmtiferða. Faðir minn stóð
í slíku stappi líka þau 3 og hálft
ár sem hann vaktaði Surtsey og
reyndar alla tíð með alla sína starf-
semi. Hann hreinlega. varaði mig
við,“ segir Vilhjálmur. Þetta verður
til þess að við leggjum enn harðar
að honum að segja nú svolítið frá
þessari starfsemi þeirra feðga í ára-
tugi, án opinbers stuðnings.
Menningarsagan til á filmu
„Faðir minn hóf gerð heimildar-
kvikmynda á íslandi árið 1947, á
47. aldursári. Fyrsta kvikmynd
hans var um Heklugosið 1947-8.
Mér skilst að vinur hans, Guðmund-
ur Einarsson frá Miðdal, hafi drifíð
hann út í þetta. Faðir minn hafði
tekið mikið af ljósmyndum af landi
og þjóð frá 13 ára aldri. Hann gerði
sér grein fyrir breytingum sem urðu
á íslandi og í kvikmyndum sínum
náði hann með hörku og ósérhlífni
að festa á fílmu mjög mikilvægt
tímabil í sögu íslensku þjóðarinnar.
Þessi seigla hans hefur ávallt verið
mér fyrirmynd," hóf Vilhjálmur frá-
sögnina. Sjálfur var Vilhjálmur al-
inn upp við þessa starfsemi í Hellu-
sundi og hefur raunar unnið heil-
mikið að flestum þessum myndum,
auk þess sem hann hefur staðið
fyrir sýningum á myndum Ósvaldar
út um allt land og ætíð haldið nafni
hans á lofti, m.a. með því að halda
vinnustofu hans opinni frá andláti
hans og gefíð fólki kost á að sjá
myndirnar. En var sjálfgefið að
sonurinn tæki við kyndlinum?
„Ég hóf ungur að árum að taka
þátt í þessari starfsemi, hvort sem
mér líkaði betur eða verr. Ég var
aðeins 13 ára gamall árið 1957
þegar ég í fyrsta skipti kvikmynd-
aði fyrir hann. Hann var að kvik-
mynda listakonuna Júlíönu Sveins-
dóttir á sýningu í Þjóðminjasafninu
og bráðvantaði fjærmynd af lista-
konunni að ganga upp tröppur
safnsins meðan hann var að kvik-
mynda nærmyndir frá öðru sjónar-
horni. Ég missti við það af mikil-
vægum úrslitaleik í Reykjavíkur-
mótinu í knattspyrnu í fíórða flokki,
þar sem ég átti á sama tíma að
leika í markinu hjá Fram á móti
Þrótti, að mig minnir. Ég var nú
ekki sérlega ánægður með það. En
faðir minn var óstöðvandi. Síðar var
ég viðstaddur kvikmyndatökur á
alls konar listafólki, Asgrími Jóns-
syni, Jóni Stefánssyni, Halldóri Kilj-
an Laxness, Páli ísólfssyni og
mörgum fleirum. Ég bað þá oft um
leyfi til að taka alls konar nær-
myndir af hinu og þessu til innklipp-
ingar og voru þær myndir iðulega
notaðar. Oft varð ég að beijast fyr-
ir að fá að taka ýmsar myndir sem
faðir minn taldi útilokað að nota
vegna birtuskilyrða, en þá var notuð
mjög lítið ljósnæm Kodachrome
kvikmyndafilma. Sautján ára gam-
all var ég farinn að berjast fyrir
því að hann breytti um aðferð við
ljósamælingar, mældi ljósmagnið
en ekki endurkastið. Það urðu
tveggja ára átök milli okkar,“ segir
Vilhjálmur.
Kvikmyndavinnslan fór fram við
mjög frumstæðar aðstæður og kvik-
myndirnar voru tónsettar í Hellu-
sundi. Vilhjálmur minnist þess að
faðir hans var með marga ógleym-
I