Morgunblaðið - 14.02.1993, Page 17

Morgunblaðið - 14.02.1993, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRUAR 1993 B 17 anlega samstarfsaðila, sem voru stöðugt í heimsókn í Hellusundi að hjálpa honum við gerð texta, tón- listar og tónvinnslu. Nefnir þar dr. Kristján Eldjárn, dr. Sigurð Þórar- insson, prófessor Þórhall Vilmund- arson, dr. Finn Guðmundsson, tón- skáldið Magnús Blöndal, að ógleymdum Jóhanni Siguijónssyni sýningarmanni í Trípólíbíó, sem sá um tónblöndun. Þessar stundir og viðkynning við þessa aðila eru hon- um mjög dýrmætar í minningunni. Tvítugur fór Vilhjálmur til náms í kvikmyndagerð til London. „Breyttist við það öll vinnsla kvik- mynda okkar og eftir það sá ég um allt skipulag tæknivinnu við kvik- myndir föður míns, frágang frum- mynda og umsjón með þeim þau ellefu ár sem hann átti ólifað. Fað- ir minn hafði hug á að eftirláta ís- lenska ríkinu þessi menningarverð- mæti að honum látnum, en ég hafði hann ofan af því vegna þess að hér var engin stofnun eða þekking í landinu til að viðhalda þessum myndum. Ég var í rauninni sá eini sem vissi nokkuð um þessar frum- myndir. Hann féllst á það. Fyrsta kvikmyndin, sem ég hafði umsjón með að ljúka í London, var ein þekktasta mynd hans: Sveitin milli sanda. Sigurður Þórarinson las textann á segulband í Hellusundi. Faðir minn og Magnús Blöndal Jó- hannsson tónskáld gerðu ákveðið vinnsluskipulag. Þeir sendu mér svo allt efnið til London og ég gekk frá því á kvikmyndastofu þar. í fýrsta skipti gátum við staðsett tal og tónlist nákvæmlega og byggt upp tónrásir. Þeir komu svo til London í nokkra daga og voru viðstaddir tónblöndun. Það var stór stund.“ Sýningar um landið Næstu tíu árin gekk Vilhjálmur frá öllum þekktustu myndum Ós- valdar, tónvinnslu, frummynda- klippingum og ýmsum tilfærslum, kortum o.fl. Með námi hans kom sú þekking í Hellusundið að sam- ræma tal og mynd. Var nú hægt að festa á filmu ýmsa merkismenn þar sem þeir sáust og heyrðust tala. Fyrstu talmyndimar vom nú fram- leiddar í Hellusundi. „Þar sem ég kunni þá tækni sá ég eðlilega um þann hluta verksins og fékk að mynda heilu kaflana í alls konar kvikmyndum föður míns. Sá jafn- framt um ýmiskonar tæknivanda. Gerði meðal annars abstrakt kafl- ann undir ræðu Halldórs Kiljans þegar hann tók við Nóbelsverðlaun- unum.“ Hve tíðarandinn hefur breyst má sjá á því að nafn Vil- hjálms kom þama ekki fram á þess- um kvikmyndum. „ Mér fannst það ekki viðeigandi heldur, þetta vora ekki mínar kvikmyndir. Þetta vora kvikmyndir föður míns. Fólk á ís- landi vissi ekkert hvernig kvik- myndagerð fór fram. Það hefði bara virkað tilgerðarlega að segja að þessi hefði klippt kvikmyndina eða verið auka kvikmyndatökumaður. Einfaldiega var notað: „Ósvaldur Knudsen gerði kvikmyndina." Ég var alveg sáttur við það,“ segir Vilhjálmur og bætir við: „Faðir minn vann alla tíð að menningar- starfsemi fyrir eigið fé. Með sparn- aði í heimilishaldi og með mikilli vinnu tókst honum að vinna alveg einstakt afrek í menningarsögu landsins." Árið 1961 hófust sýningar á heimildarkvikmyndunum i Gamla bíói og sá Vilhjálmur síðan um sýn- ingar kvikmyndanna út um allt land, þá aðeins 17 ára gamall. í fyrstu með aðstoð Þráins Guð- mundssonar kennara, síðar forseta skáksambandins. „Þetta var í fyrsta skipti sem einhver peningur kom inn á þessar myndir. Faðir minn var dálítið óframfærinn og illa við opinberar sýningar. Fyrir þessa peninga voru gerðar nýjar heimild- arkvikmyndir og sýndi ég svona kvikmyndasyrpur út um allt land á áranum 1963 og 1965. En með til- komu sjónvarpsins árið 1966 hvarf markaðurinn. Enginn nennti á bíó lengur til að sjá heimildarmyndir. Sýning okkar í Gamla bíói 1967 kolféll. Við höfðum ekki einu sinni fyrir því að fara í sýningarferðalag út um land. Sjónvarpið var orðið Vilhjálmur Knudsen kvik- myndagerðar- maður og Ósvald- ur faðir hans hafa í 46 ár tekið heim- r' ildarmyndir á Is- landi og varðveitt ómetanleg verð- mæti. Morgun- blaðið heimsótti Vilhjálm í Hellu- sund, nýkominn af sjúkrahúsi eftir stórbruna í vinnu- stofunni samkeppnisaðili, sem við réðum ekki við. Þeir fengu undanþágur á innflutningi tækja, voru með einok- un og við urðum að greiða 200% toll, sem við gátum auðvitað ekki.“ Surtseyjargosið sem hófst 1963 skapaði ákveðinn fjárhagsgrundvöll fyrir áframhaldandi starfsemi og síðan hin tíðu eldgos, sem Vilhjálm- ur segir að hafi verið þeirra lifi- brauð eftir það, ef svo mætti að orði komast. „Kvikmyndun Surts- eyjargossins 1963 til 1967 kostaði gífurlegt fé. Þá var ekki hægt að gera þetta í hjáverkum. Faðir minn hætti að starfa við málningarfyrir- tæki sitt til að helga sig þessu á sjötugsaldri og fékk Kristján Guð- laugsson málarameistara til að ann- ast daglegan rekstur. Ég fór á vett- vang með föður mínum strax á fyrsta degi gossins til að kvik- mynda, þá 19 ára gamall,“ segir hann. „Við höfðum ekki efni á að greiða 200% tolla af tækjum og urðum að fá hina og þessa skip- verja í utanlandssiglingum til að smygla aðföngum til landsins til að hægt væri að gera þetta eins vel og kostur var. Á sama tíma gat hvaða útlending- ur sem var komið til landsins með alls konar forláta tæki og þá iðu- lega frítt með ís- lensku flugfélög- unum og með alls kyns fyrir- greiðslu, fríðindi og peningastyrki frá íslenskum stjórnvöldum." Eldgosamynd- irnar margverðlaun- aðar Fólk á íslandi gerði sér litla grein fyrir því hvað þama var . um að vera. Osvaldur Knudsen byijaði að taka heimildarmyndu- 1947 og festi af Myndimar fóru að mddu kappi á filmu heimildir um starfshætti, eldgos og fólk meðan fá verðlaun. Und- honum entist líf. irrituðum blaða- manni er ipjög minnisstætt er hann stóð á palli á heimssýningunni í Montreal 1967 og tók fyrir hönd Ósvaldar Knudsens við verðlaunum fyrir Surtseyjarmynd hans, sem hafði sigrað í keppi tuga heimildar- mynda víðs vegar að úr heiminum. Kvikmyndin Eldur í Eyjum varð ein mest verðlaunaða heimildar- mynd í heiminum árið 1975 og við spyijum Vilhjálm um hana. „Síð- ustu tvö árin sem faðir minn lifði var ég loksins orðinn fullgildur að- ili að starfseminni í Hellusundi og nafn mitt farið að birtast í titlum kvikmyndanna. Við voram opinber- lega orðnir samstarfsaðilar. Við gerðum saman þessa kvikmyndir um Vestmannaeyjagosið: „Eldur í Eyjum“ sem fékk mörg verðlaun. Einnig gerðum við kvikmynd um þjóðhátíðina á Þingvöllum 1974. Báðar þessar kvikmyndir vora kost- aðar jafnt af okkur báðum.“ Sumarið 1975, að Ósvaldi Knud- sen látnum, hóf Vilhjálmur sonur hans kvikmyndasýningar á mynd- um þeirra í vinnustofunni í Hellu- sundi fyrir erlenda ferðamenn. Þessar sýningar hafa verið nokkuð vinsælar og gefið nokkrar tekjur til að halda starfínu áfram, að því er Vilhjálmur segir. Árið 1975 hófst gos við Mývatn sem hefur staðið fram undir þennan dag og allan tímann hefurVilhjálm- ur vakað yfír því. „Fæstir íslending- ar gera sér grein fyrir hvað í raun- inni hefur verið að gerast þama. Þetta er einn merkasti jarðfræðivið- burður í heiminum á þessari öld,“ segir hann. „Ég hefí vaktað þessa atburði nú í sautján ár. Ef ég hef ekki verið á jörðu niðri þá hef ég eða myndatökumenn á mínum veg- um verið komnir á staðinn innan hálftíma. Það geta allir leikið sér með tölur um hvað slík vakt hefur kostað.“ Frummyndir týnast erlendis En hvað með varðveislu á þessum menningarverðmætum, hvernig er að því staðið? „Frummyndir okkar eru geymdar í tveimur geymslum í Hellusundi og síðan er ákveðinn hluti geymdur hjá ýmsum kvik- myndavinnslufyrirtækjum í Lond- on, Kaupmannahöfn og New York. Vegna myndbandabyltingarinnar hafa mörg slík fyrirtæki verið að fara á hausinn og hefur það kostað margskonar ferðalög á þessa staði til að koma frammyndum undan og á nýja geymslustaði. Þetta hefur stundum verið dálítill eltingaleik- ur“, útskýrir Vilhjálmur Knudsen. „Minnisstæðast var er allt fram- myndaefni Surtseyjargossins týnd- ist í meira en hálft ár vegna gjald- þrots slíks fyrirtækis og frummynd- ir allar höfðu verið fluttar eitthvert annað. Þetta vora óhugnanleg tíð- indi. Það var hálfs árs vinna að reyna með einhveijum hætti að fmna út hvað hefði orðið af þessu efni. Ég dvaldist mánuðum saman í London við að rekja alls konar skýrslur og blöð og reyna að finna út úr þessu máli, sem ekki átti að geta gerst. Sex mánuðum síðar fann ég allt frammyndaefn- ið. Það var mikil fagnaðarstund.“ Framundan er á að giska tíu milljóna króna aðgerð til við- halds á þessum frummyndum öllum. „Ég var einmitt að skipu- leggja slíka nokkurra ára áætlun viku áður en braninn varð. Og ég var á leið- inni til London vegna eins gjald- þrotsins enn í kvikmynda- vinnslufyrirtæki til þess að koma frammyndum föður míns undan. Á síðasta ári varð ég að fara tvær slíkar ferðir til London og kom þá meðal annars undan hinni þekktu heimildarkvikmynd hans um Hom- strandir, sem ég leyfði síðan Friðrik Þór að nota að hluta í kvikmynd hans „Böm náttúrunnar". Vilhjálmur segir vandræðin í sambandi við fílmurnar séu þau að Kodak hefur verið að breyta filmu- tegund, sem kallar á breytingu á frameintökunum yfir í „gervi-fram- eintök“. Gamlar myndir Knudsens- feðga voru positivar og þarf að gera þær upp negativar. Þetta verð ur að gera að því er Vilhjálmur telur, ekki af því að í því liggi nein- ir tekjumöguleikar, heldur af því að þama liggja á filmu svo ómetan- leg menningarverðmæti. Til dæmis era til festir á filmu margir af merkustu mönnum þjóðarinnar og fleiri en þegar hefur verið komið í kvikmynd. Vilhjálmur hefur áhyggjur af þessu, hafði einmitt verið að gera sér grein fyrir kostn- aði við þetta og í tölvunni hans stendur niðurstöðutalan 10 milljónir króna. En það er ein ástæðan fyrir því að gamlar myndir hafa verið geymdar í þar til gerðum geymslum erlendis. Hai.n hefur ekki af örygg- isástæðum viljað flytja frammynd- imar að óþörfu milli landa og látið þær sumar bíða þess hvort úr þessu máli rætist, sem ekki verður séð fram úr eins og er. Ný íslandskvikmynd Vilhjálms Knudsens hlaut óvænt alþjóðlega viðurkenningu á Ítalíu í nóvember sl., er kokkur í Vatíkaninu kom henni á framfæri. Hún hefur fengið frábærar viðtökur erlendis. Fyrir fáum dögum fékk Vilhjálmur bréf frá Frakklandi, frá aðila sem keypti eintak af myndinni á myndbandi. Hann kveðst vera nýbúinn að skoða þessa klukkutíma mynd sjö sinnum og finnist hún enn frábær. Jafn- framt séu allir kunningjar hans búnir að skoða myndina margsinnis og allir séu þeir að dást að þessu rosalega menningarlandi, segir í bréfinu. Aftur sýningar í mars Mikill áhugi hefur verið erlendis á Mývatnseldakvikmynd Vilhjálms, þeirri sem hann var að vinna að og ætlaði að ljúka í vor. Fyrstu pantanir tóku að berast fyrir níu áram og nema nú hundruðum. For- svarsmenn erlendra kvikmyndahá- tíða hafa komið í Hellusund og beð- ið um myndina. „Ég vil hinsvegar ekki ljúka henni nema hún sé eins og ég vil hafa hana og þetta mikla tjón, sem ég hef nú orðið fyrir, kann að valda töfum. Lokavinnslan ein kostar svona 5 milljónir," segir Vilhjálmur. Hann kveðst ekki fara fram á neina styrki, en væri þakk- látur ef yfírvöld færa að virða út- lagðan kostnað vegna þessarar starfsemi í Hellusundi. Húsið í Hellusundi er u-laga bygging með torfþaki, sem Ósvald- ur Knudsen byggði. Vinnustofan þar sem kvikmyndasýningar fara fram er í annarri álmunni, en í hinni býr Vilhjálmur með konu sinni, Lynn, og bömum. Gegn um milli- bygginguna liggur gangur með svefnherbergjum og var mesta mildi að eldurinn fór ekki inn í íbúðarál- muna. Þegar við litum þar inn voru smiðir önnum kafnir við endurbygg- ingu vinnustofunnar og Vilhjálmur kveðst ætla að hefja þar sýningar í mars. Franskur og enskur ferða- mannahópar höfðu pantað sýningar og hótelin eru að spyijast fyrir hvort þau geti vísað ferðafólki á íslensku kvikmyndimar. Á vetram eru áhorfendur mjög fáir í einu og kveðst Vilhjálmur til bráðabirgða v geta sýnt þær, þeim sem þess óska, í bílskúmum. í brananum eyðilögð- ust fjórar sýningarvélar, en í bíl- skúmum átti hanri eina videovél, sem hægt er að nota til að brúa bilið. Aragrúi af sýningareintökum myndanna eyðilagðist, en í sama bílskúr átti hann einhver eintök, sem hann getur nú notað. Pöntunar- Gildir út febrúar bls. 59 mynd 3 peysubolir £ 16,99 um 2311 ísl. kr. PANTIÐ: BI0829-GULUR BI0830-FERSKJU BI0831 -LJÓSBLÁR BI0832-LILLA BI0833-SVARTUR BI0834-H VÍTU R ^5^ Sumarlistinn er yfir 1000 siður, verð kr. 400 án bgj. B. MAGNÚSSON HF. Grillsteikumar hjá larlinum: Mest seldu steikur á Islandi NAUTAGRlLLSTEIK, SIRLOIN.kr. 690 LAMBAGRILLSTEIK, FILLET.kr. 750 SVÍNAGRILLSTEIK, HNAKKI.kr. 690 Sprengisandi - Kringlunni w Jarttmt '■ V E ITINGASTOFA-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.