Morgunblaðið - 14.02.1993, Síða 18

Morgunblaðið - 14.02.1993, Síða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1993 t I ! ! i I BjjDDAN Við, verðlags- eftirlitið NEYTENDUR í Þýskalandi þurfa ekki á verðlagseftirliti að halda því þeir eru sjálfir verðlagseftirlitið. Ef vörur hækka þusa þeir ekki hver í sínu horni eins og íslendingar og kaupa síðan vöruna með ólundarsvip, heldur láta í sér heyra hvar sem er og hvenær sem er og detta fyrr dauðir niður en að borga of hátt verð fyrir vöru. Ef tilboð eru auglýst fara þeir bæinn á enda til að versla, ekki aðeins til að spara, heldur einnig til að sýna hug sinn í neytendamálum. Þess vegna eru þeir núna ríkasta þjóðin í Evrópu. Húsmæður í Þýskalandi heila- þvoðu mig á níunda áratugnum. Að vísu hafði ég lent í höndum þeirra á ungdómsárum og feng- ið smjörþefinn, en hafði í milli- tíðinni gleymt öllu sem hét að- hald og spamaður enda undir sterkum áhrifum íslenskrar eyðslusemi og óhagsýni. Þegar ég kom inn í samfélag þýskra húsmæðra í seinna skipt- ið reyndi ég að haga mér í öllu eins og þær hvað snerti frístundir, uppeldi og innkaup. Samt var ég alltaf hálf utangátta og öðruvísi fyrstu mánuðina. Ef við í frúarleikfíminni fórum til dæmis út að borða saman, keypti ég ætíð hið dýrasta og borg- aði mest, og ef við fórum í hjólatúr eyddu þær ekki marki en ég kom með tóma buddu heim. Ég var ekkert að æsa mig yfir þessu, vissi auðvit- að að ég var eðlileg en þær forhertir nískupúkar eins og öll þeirra ætt og þjóð. Svo nískar að ríkar þjóðir eins og við íslendingar gerðum bara gys að þeim. Einn daginn gengu þær svo alveg fram af mér. Var ég á leiðinni út í bakaríið eldsnemma einn morguninn þegar ég sá hvar stór hópur kvenna stóð þar fyrir utan og var hávær mjög. Þarna stóðu þær sem sagt Frau Meyer, kona forstjórans í vill- unni, Frau Schramm eigandi ballettskólans, Frau Knoblauch stærðfræðikennari, Frau König sem átti rauðu Porschuna og margar fleiri sem ég þekkti ekki, og kölluðu æstar hver upp í aðra. Ég efaðist ekki eitt andartak um að morð hefði verið framið í bakaríinu. Brá skjótt við og hljóp til hópsins ef vera skyldi að ég gæti gefið lögreglunni leiðbeiningar. Eftir að hafa troð- ist og kallað um stund eins og þær, komst ég að því hvað hafði gerst. Rúnnstykkin höfðu hækkað um þrjú Pfennig. Það er líklega svipað og ef heilhveitibrauð hefði hækkað um krónu hér. Eftir að hafa jafnað mig eftir vonbrigðin og vorkennt sjálfri mér nógu lengi fyrir að þurfa að umgangast þessa nirfla, sá ég auðvitað spaugilegu hliðina á málinu og hringdi mörg símtöl til íslands til að lýsa þessum atburði. Grét í símanum af hlátri. En viti menn. Ekki liðu nema fjórir dagar þar til rúnnstykkin lækkuðu aftur. Samtök bakara- meistara höfðu ekki þolað þrýst- ing hins eina og sanna verðlag- seftirlits. Rúnnstykkin voru nefnilega ekki keypt á háa verð- inu. Þetta var fyrsta stig hins þýska heilaþvotts. Ég skildi loks að málið snerist ekki um nísku, heldur um „prinsipp" og sjálfs- virðingu neytandans. Slíkt og annað eins gæti ekki gerst á íslandi og þess vegna kostar þvottavél 80 þúsund, ull- arkápa 30 þúsund, gleraugu 20 þúsund og lambalæri 2 þúsund. Það hefur aldrei verið rannsakað hvers vegna íslendingar kaupa vörur á okurverði möglunar- laust. Hvers vegna þeir setja upp þennan íslenska sauðasvip og borga þegjandi þótt þeir viti innst inni að það er verið að hafa þá að fíflum. Kunningjakona mín sagðist hafa farið út í búð um daginn ásamt stálpaðri dóttur sinni. Hún leit á okurverðið á álegginu og sagði sem svona: Þetta er alltof dýrt, ég held ég sé ekkert að kaupa þetta. Þá sagði dóttir- in hneyksluð: Mamma, þú lætur eins og fátæklingur! Kannski er þetta ein skýring- in. íslendingar kæra sig ekkert um að vera álitnir fátæklingar og þaðan af síður nískupúkar. Hér tala margir og hegða sér eins og ríkisbubbar. Fólk sem á í erfíðleikum með afborganir og á ekki fyrir krítarkortinu talar fjálglega um væntanlegt sum- arfrí sitt til Ameríku eða París- ar. Maður verður alveg ruglað- ur. Einnig gæti hér verið um al- varleg Dallaseinkenni að ræða sem lýsa sér í því að fólk neiti að horfast í augu við þá stað- reynd að það heitir ekki J.R. eða Súellen, heldur Jón og Sigga og er komið af íslenskum sjómönn- um og bændum. Þriðja skýringin gæti verið kaupæði. Það mun vera nokkuð einkennileg sýki sem Gerhard Scherhom próféssor í neyslu- fræði og neytendamálum við Háskólann í Hohenheim í Þýska- landi hefur rannsakað. Segir prófessorinn það vera sýki þegar menn kaupa stöðugt hluti þótt þeir eigi kannski ekki fyrir þeim, og þegar þeir kaupa sér hluti til að bæta upp ákveðna vöntun. Þessu fólki fínnist það sjálft ekki mikils virði, heldur séu það hlutirnir sem öllu máli skipti. En vissulega myndu ýmsir hlutir lækka ef íslenskir neyt- endur tækju sjálfír að sér verð- lagseftirlitið. Kristín Maija Baldursdóttir TÍMAMÓT Cher kúvendir lífi sínu Leik- og söngkonan Cher hefur nú látið í veðri vaka að hún ætli að hægja ferðina á frama- brautinni og eignast mann og börn. Cher er 46 ára og á þeim aldri fer hver að verða síðastur að eiga börn, en Cher er ákveðinn og ekki þarf að eyða dýr- mætum tíma í að leita maka. Hann er fyrir hendi, ungmenni að nafni Rob Camiletti. Þau voru lengi saman fyrir nokkrum árum síðan, það slitnaði upp úr hjá þeim, en nú eru þau tekin saman að nýju. Cher gefur einnig í skin að brúðkaupsbjöllur hringi í fjarska og þaun bönd verði treyst með vorinu. Það er haft fyrir satt, að slík sé einurð Cher í þessum efnum, að hún hafi sjálf beðið Rob, í stað þess að bíða þess Cher og Rob, saman á ný og fjölskyldulíf framundan að hann byði sín. Það gerðist um síðustu jól og er sagt að það hafi komið verulega á hinn 28 ára gamla bakara. En það stóð þó ekki lengi á svar- inu. Cher sagði nýverið í viðtali að ef í ljós kæmi að hún væri komin úr bameign myndu þau Rob ættleiða bam. Fyrir á Cher tvö böm frá fyrri sam- böndum. Kynni Cher og Robs Camiletti tókust árið 1986 og stóð samband þeirra til ársins 1989, en þá lét Rob Cher róa, var orðinn þreyttur á því að vera þekktur sem „Herra Cher“, eða „þessi sem er með Cher“. Cher var þá á mikilli hraðferð í rokkinu og naut meiri hylli en nokkm sinni fyrr. Nú hef- ur hún nánast látið af rokksöng og leikur aðeins í kvikmyndum endmm og sinnum. Það kann hinn jarðbundni Camiletti betur við. Jarlinn BAKKFIRÐINGAR Þorrablót verður haldið í Brautarholti 26 laugardaginn 20. febrúar kl. 20.00. Hljómsveit Ingvars Jónassonar frá Bakkafirði leikurfyrirdansi. Tilkynnið þátttöku í síma 681417, 79483 og 666675. Undirbúningsnefnd. Starfsemi útibús íslandsbanka flyst frá Grensásvegi 13 í Kringluna 7 Frá og meb mánudeginum 15. febrúar, flyst öll starfsemi útibús íslandsbanka viö Grensásveg 7 3 yfir í Kringluna 7. í Kringlunni 7 er öll aöstaöa til fyrirmyndar til aö veita góöa þjónustu og nœg bíla- stœöi eru viö húsiö aö vestanveröu. í tilefni flutninganna veröur boöiö upp á kaffi og meölœti alla nœstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.