Morgunblaðið - 14.02.1993, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRETTUM SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1993
B 19
Ingimundur Jónsson átti 40 ára leikaraafmæli og þakkaði Þor-
kell Björnsson honum fyrir hönd Leikfélagsins fyrir gott og
mikið starf í þágu félagsins. Fyrsta hlutverk Ingimundar var
Gvendur smali í Skugga-Sveini, í leikstjórn Júlíusar Havsteen
sýslumanns, árið 1953.
LEIKSÝNING
Ronia á Húsavík
Leikfélag Húsavíkur frum-
sýndi síðastliðinn laugar-
dag sjónleikinn Ronju í ræn-
ingjahöndum eftir Astrid Lind-
gren í þýðingu Einars Njálsson-
ar. Brynja Benediktsdóttir hefur
vandað mjög til sýningarinnar
bæði með leikstjórn og leik-
mynd, sem hún gerði ásamt
Manfreð Lemke.
Tónlistin var frumsamin af
Helga Péturssyni, sem annaðist
jafnframt undirleik, en söng-
textar voru samdir af Friðrik
Steingrímssyni. Aðrir sem komu
við sögu voru Jón Arnkelsson,
Einar H. Einarsson, Helga Am-
alds, Agga Olsen og Rink
Egede.
Ronju og Birki leika Júlía
Sigurðardóttir og Eiður Péturs-
son. Á þetta unga par hrós skil-
ið fyrir frammistöðu sína eins
og aðrir aðalleikendur, Anna
Ragnarsdóttir, Ingimundur
Jónsson, Guðný Þorgeirsdóttir,
Þorkell Björnsson og Bjarni Sig-
uijónsson.
í leikslok voru leikarar og
leikstjóri ákaft hylltir með löngu
og miklu lófataki og blómaregni.
Fréttaritari
Morgunblaðið/Silli
Leikstjórn Brynju Benedikts-
dóttur þótti sérstaklega góð
og var henni þakkað með lófa-
taki og blómum. „Það er ekki
erfitt að ná árangri með svona
góðu fólki, en það þarf eðlilega
sinn tíma,“ sagði hún.
Paul Mercurio er eitt aðal-
kvennagullið þessa dagana.
FRÆGÐ
Fylgifiskar
frægðarinnar
lítt eftirsókn-
arverðir
Kvikmyndin „Strictly Ballroom"
hefur notið gríðarlegra vin-
sælda meðal ungs fólks beggja
vegna Atlantsála hin seinni misseri.
Sagt er að mynd þessi sé í anda
„Grease“ og „Dirty Dancing" þó
ekki væri fyrir aðrar sakir en að í
henni er teflt fram voldugum og
snjöllum danskappa. í fyrrnefndu
myndunum voru það John Travolta
og Patrick Swayze, en í „Strictly
Ballroom" kemur fram nýtt dans-
tröll, hinn 29 ára gamli Paul Merc-
urio.
Vinsældir Mercurio eru gífurlegar
og hann getur vart um fijálst höfuð
strokið. Hvarvetna sitja fyrir honum
yfir sig hrifnar yngismeyjar sem
þrábiðja hann um eiginhandaráritun
eða eitthvað miklu meira. Hann hef-
ur engan frið. Hitt er svo annað
mál, að Mercurio er ekkert yfir sig
hrifinn af Mercurio-æðinu sem
brostið er á. Hann segir, að vissu-
lega vilji hann frama í starfi og frá
þeim bæjardyrum geti hann ekki
verið ánægðari með viðtökurnar á
kvikmyndinni. Það sem fylgi frægð-
inni sé hins vegar lítt eftirsóknar-
vert og eftir sem áður þá sé hann
jarðbundinn fjölskyldumaður sem
ekki sé á leið út í hið ljúfa líf. í lok
hvers vinnudags hlakki hann mest
til þess að hraða sér heim og skipta
um bleyjur á dætrum sínum.
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut^
Kopavogi, sími
671800
Talsverð hreyfing
Vantar góða bíla á
sýningarsvæðið
Opið sunnud. kl. 14 - 18.
Húsbréf
Innlausnarverð
húsbréfa í
1. flokki 1989
1. flokki 1990
2. flokki 1990
2. flokki 1991
Innlausnardagur 15. febrúar 1993.
1. flokkur 1989 Nafnverð: 5.000 50.000 500.000 Innlausnarverð: 7.265 72.654 726.544
1. flokkur 1990 Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000 6.414
50.000 64.145
500.000 641.449
2. flokkur 1990 Nafnverð: Innlausnarverð:
10.000 12.662
100.000 126.620
1.000.000 1.266203
2. flokkur 1991 Nafnverð: Innlausnarverð:
10.000 11.770
100.000 117.697
1.000.000 1.176.966
Innlausnarstaður:
Veðdeild Landsbanka íslands
Sudurlandsbraut 24.
áfa HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
LJ HÚSBRÉFAOEILD SU0URLAN0S8RAUT 24 108 RFYKJAViK SlMI 696900
1
| Góðan daginn!
Marky og Donnie Mark ætla að rappa fyrir New York-búa.
TÓNLIST
Rappaða
Yngri bróðir Donnies í hljóm-
sveitinni New Kids On The
Block, Marky Mark, er mikill
áhugamaður um rapp eins og bróð-
ir hans. Því hafa þeir ákveðið að
opna saman diskótek í New York.
diskóteki
Og getið þið bara hvað? Þar verða
eingöngu spiluð rapplög. Þeir voru
lengi að finna staðinn sem hent-
aði, en nú er hann fundinn og
reikna þeir með að opna diskótekið
í mars.
TIL LEIGU
í HEKLUHÚSINU LAUGAVEGI 170
Áannarri hæð: Skrifstofuhúsnæði, ca. 400 m2 auk sameiginlegs.
7—p—p—p--—d—p—rr
HEKLA
Húsnæðið leigist helst í einu lagi. Mörg bílastæði. Góð
aðstaða fyrir umferð að og frá húsinu.
Einn þekktasti staðurinn á Reykjavíkursvæðinu.
Upplýsingar gefur Sigurður Gunnarsson alla virka daga
frá kl. 9.00 - 18.00 í síma 695500.