Morgunblaðið - 14.02.1993, Síða 26
il
ÆSKUMYNDIN. . .
ER AFÁRNA ÍSAKSSYNIVEIÐIMÁLASTJÓRA
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIP SUNNU1)AGUK
14. FEBRUAR 1993
ÚR MYNDASAFNINU.
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
Handóðasta
bamið
í bænum
Æskumyndin að þessu sinni er af Árna ísaks-
syni veiðimálastjóra. Hann er sonur hjónanna
Ragnheiðar Árnadóttur og ísaks Sigurgeirs-
sonar, fæddur 26. nóvember 1943 í Reykjavík.
Árni er elstur fjögurra systkina, næstur er
Jón, síðan systurnar Bryndís og Ragnheiður.
Hógværð og hlédrægni eru rík í fari Árna í
dag, en hann ber við hinu gagnstæða fyrstu
ár þvinnar. „Eg var fremur ódæll fyrstu árin,
en svo róaðist ég verulega."
GuUfoss kenwr
Island fagnaði nýjum Gullfossi af
heilum hug þegar hann sigldi
inn á Reykjavíkurhöfn í maí 1950.
Tugþúsundir Reykvíkinga tóku arf-
taka gamla Gullfoss
fagnandi í blíðskapar-
veðri og hafði fólk safn-
ast saman frá Örfirisey
og hafnarmynninu allt
í kringum höfnina.
Skipið, sem var tæp-
ar 4.000 smálestir,
rúmaði 210 farþega og
60 manna áhöfn og var
hin glæsilegasta smíð. Gullfoss var
beðið með eftirvæntingu og þegar
hann nálgaðist landið tóku á móti
honum fjórir „Fossar“ Eimskipafé-
lagsins; Goðafoss, Brúarfoss, Fjall-
foss o g Selfoss. Þá flaug skymaster-
vél Flugfélags íslands, Gullfaxi, og
fjöldi einkaflugvéla til móts við
Gullfoss.
Fyrstu myndina af Gullfossi tók
Ólafur K. Magnússon ljósmyndari
sem flaug ásamt blaðamanni til
móts við skipið að morgni laugar-
dagsins 20. maí. Myndaði
hann skipið við Garðs-
skaga þar sem það sigldi
á hægri ferð enda hafði
ferðin sóst svo vel að sýnt
þótti að yrði keyrt á fullri
ferð yrði skipið langt á
undan áætlun. Sóluðu far-
þegar frá Kaupmanna-
höfn sig í blíðviðrinu á
dekki. Þrátt fyrir að veður hafi
ekki alltaf verið eins gott og í jómfr-
úrferðinni eiga fjölmargir Islend-
ingar góðar minningar um ferðir
með Gullfossi, sem var í siglingum
allt fram til ársins 1973 en þá höfðu
farþegaflugvélar fyrir löngu tekið
yfir farþegaflutninga á milli landa.
Móðir hans, Ragnheiður, tekur
í sama streng og segir helstu
lesti drengsins fyrstu tvö til þijú
árin hafa verið handæði og sprett-
hraða, einkum þegar þetta tvennt
fór saman. „Hann var svo snögg-
ur, að maður mátti aldrei af honum
líta, þá var hann horfinn fyrir
hom og út á götu ef því var að
skipta. Hann var einnig skæður
heima við, átti það til að hrifsa í
borðdúka og þeyta öllu á gólfið.
Þannig fór fyrir mörgum krystals-
skálum og fleiru. Það var svona á
mörkunum að hægt væri að fara
með hann í annarra hús á þessum
tíma og kona ein sem við heimsótt-
um stundum sagði það vart ofsög-
um sagt að Árni væri handóðasta
bam í bænum!
-Þetta tók nú svolítið á, en strax
og fyrsta systkin hans fæddist,
róaðist hann mjög. Hann gerðist
hiédrægur, jafnvei feiminn, en
hann þurfti þó alltaf að hafa eitt-
hvað fyrir stafni. Eitt af hans
helstu áhugamálum var að sjálf-
mennta sig á hljóðfæri. Fyrst á
harmónikku, síðan á píanó. Hann
var naskur að þessu og dundaði
við þetta sér til hugarhægðar.
Árni tekur undir þetta og bætir
við að minnistætt frá þessum tíma
Þegar Gullfoss kom til Kaupmannahafnar beið jafnan stór hópur
komu hans, íslendingar sem áttu von á ættingjum og vinum, og
þeir sem vildu halda í tengslin við heimalandið. Myndin er tekin við
bryggju í Kaupmannahöfn, við komu eða brottför Gullfoss, síðla
sumars 1950.
Ami Isaksson ungur og eldri.
hafi verið tíð skólaskipti. „Ég var
víða í skóla án þess að um stans-
lausa flutninga væri að ræða.
Svona var þetta bara í þá daga.
Lengst af bjuggum við þó í Bú-
staðahverfinu. Eg var í Víkingi,
en það varð ekkert úr knattspu-
ymuframa því ég var í sveit að
Skörðum í Reykjahverfí á hveiju
sumri frá 7 til 15 ára aldurs. Þar
kynntist ég sveitastörfum og
sveitasælunni. Fjölskyldan átti
einnig sumarbústað austur á Þing-
völlum og þar var ég oft að veiða
murtu og bieikju. Krókurinn
beygðist því snemma," segir veiði-
málastjórinn. Og við endum þetta
spjall á þessum orðum móður
hans: „Það sem maður man
kannski einna best frá þessum
ámm var hvað átti til að detta út
úr honum svona 2 til 4 ára gam-
all. Það var fyndið þá en kannski
ekki svo síðar meir. Eitt dæmi var
athugasemd hans við faðirvorið,
þar sem hann spurði mig einu sinni
hvort ekki mætti fremur segja
„gef oss í dag vorar daglegu kóti-
lettur" í staðinn fyrir „daglegt
brauð“
l
ÉG HEITI...
HREINN ÓMAR SIGTR YGGSSON
Hreinn Ómar Sigtryggsson þvottavélaviðgerðarmaður hefur fengið
að heyra óteljandi athugasemdir um nafnið sitt í gegnum tíðina.
Viðskiptavinir hans hafa jafnan veitt því athygli og þótt tengingin
við starfið augljós og ákaflega fyndin. Það hefur svo orðið til þess
að eigendur þeirra þvottavéla sem Hreinn hefur handleikið, gleyma
honum ekki.
afnið Hreinn á hins vegar lítið
skylt við hreinlæti, þvi það
hefur sömu merkingu og dýrsheitið
hreinn, eða hreindýr. Hreinsnafnið
kemur fyrir í Landnámu og Lax-
dæla sögu, Sturlungu og fomsög-
unum. Það var hins vegar sára-
sjaldgæft fram á síðari hluta þess-
arar aldar en nú eru nafnberar um
300.
Flestir þeir sem heita Hreinn
þekkja það hvernig snúið er út úr
nafninu á alla mögulega vegu, ekki
síst á barnaskólaárunum og er
Hreinn Ómar þar engin undantekn-
ing. Með því að velja sér þvottavéla-
viðgerðir sem starfsvettvang kom
hann hins vegar endanlega í veg
fyrir að stríðninni linnti. En það
er á fleiri stöðum en í vinnu og
skóla sem sérkennilegar uppákom-
ur verða. „Fyrir nokkrum árum var
ég staddur í banka og var að sækja
reiknisyfirlit. Afgreiðslustúlkan lít-
ur upp og segir grafalvarleg: „Eruð
þér Hreinn?" og ég svaraði; Já, ég
var það að minnsta kosti þegar ég
vaknaði í morgun.“ Þetta þótti svo
gott tilsvar að það var tekið upp á
árshátíð bankans."
Hreinn er sjöundi í röð ellefu
systkina og segir foreldrana hafa
valið nafnið út í bláinn, enda hafi
verið búið að skíra eldri systkinin
þeim nöfnum sem foreldramir
höfðu hugsað sér. Hvaðan hug-
myndin sé komin hafi hann ekki
Morgunblaðið/Sverrir
Þvottavélaviðgerðarmaðurinn
Hreinn.
hugmynd, hann giski helst á það
að hann hafí verið svo tandurhreint
barn!
ÞANNIG ...
HÓFST SAFNAÐARSTARF í KRISTALSDÓMKIRKJUNNI
Guðsorð í
glerhúsi
ROBERT Schuller heitir amerískur prestur sem
þrumar ræður sinar yfir jarðarbúum í orðsins fyllstu
merkingu. Hann er með sjónvarpsþátt sem heitir
Orkustund (Hour ofPower) og er varpað um gervi-
hnetti til allra heimsálfa. Séra Robert kappkostar
að vera jákvæður kennimaður og segir aldrei neitt
neikvætt úr ræðustólnum. Synd, glötun og önnur
slík leiðindamál ber sjaldan á góma, þess meira er
talað um velgengni, heilbrigði og framgang á öllum
sviðum.
Kirkja Roberts Schuller heitir Kristalsdómkirkjan
(Crystal Cathedral) og þykir með merkari bygging-
um í sinni sveit, Garden Grove í Orange-sýslu í Kalifor-
níu. Þetta glerhús Guði til dýrðar var reist úr 10.660
rúðum og stáli þegar söfnuður Schullers ákvað að eign-
ast sinn helgidóm. Kirkjan kostaði litlar 16 milljónir
bandaríkjadala, sem svarar til eins milljarðs íslenskra
króna. Rúmar dómkirkjan á fjórðaþúsund gesta í sæti.
Þegar Robert Sculler lauk prestaskóla fann hann sig
af Guði kallaðan til að boða íbúum Orange-sýslu fagnað-
arerindið. Robert var ungur og áræðinn, hafði allt að
vinna og engu að tapa. Hann hóf að plægja sinn and-
lega akur með því að vísitera heimamenn og gera könn-
un á trúrækni og trúarlífi. Niðurstaðan var sú að marg-
ir höfðu áhuga á meiri trúrækni og vildu gjarnan stunda
helgihald af einhveiju tagi en fundu sig ekki heima í
þeim kirkjum sem fyrir voru. Sculler fann ráð sem dugði.
Hann fékk lánað útibíó og hóf þar guðsþjónustuhald á
sunnudagsmorgnum. Sóknarbömin óku til messu, lögðu
heimilisbifreiðinni fyrir altari og kveiktu á útvarpstæk-
inu. Út um framgluggann mátti líta séra Sculler og
kórinn, í útvarpinu hljómaði sálmasöngur og guðsorð.
Á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí, dugir
ekki minna en tæplega 30 metra síður fáni til að
skreyta Kristalsdómkirkjuna.
Söng svo hver með sínu nefi í sínum bíl. Þessi nýbreytni
í helgihaldi mæltist vel fyrir og fjölgaði bílum og sóknar-
bömum hratt í söfnuðinum. Nú telur söfnuðurinn í Krist-
alsdómkirkjunni yfír 10.000 safnaðarböm og er kirkju-
sókn slík að margmessað er á helgidögum.
Séra Schuller hefur ekki gleymt upphafsárum safnað-
arstarfsins og er því enn rúm fyrir þá sem ekki vilja
mjaka sér úr heimilisbílnum inn í glerhúsið glæsta. Þeg-
ar Schuller stígur í stólinn opnast tveir 30 metra breið-
ir glerveggir svo samkomugestir, sem sitja í bifreiðum
sínum fyrir utan Kristalsdómkirkjuna, geti meðtekið já-
kvæðan fagnaðarboðskapinn og litið séra Schuller eigin
augum. Gegnum glerið að sjálfsögðu.