Morgunblaðið - 14.04.1993, Side 1

Morgunblaðið - 14.04.1993, Side 1
80 SIÐUR B/C/D/E 83.tbl. 81. árg. Danmörk Sjómenn ennekkií sáttahug Kaupmannahöfn. Frá Sigfrúnu Davíðsdótt- ur, fréttaritara Morgunblaðsins. AÐFARANÓTT þriðjudags náð- ist samkomulag í deilu danskra sjómanna og sjávarútvegsráð- herra. Fulltrúar sjómanna segja lausnina aðeins duga til að leysa brýnasta fjárhagsvanda sjó- manna en til að koma fótunum undir þá verði að leggja kvóta- kerfið til hliðar. Svo virtist síð- degis í gær sem mikill meirihluti sjómanna teldi samkomulagið ófullnægjandi. Tilboð Björns Wesths sjávarút- vegsráðherra til sjómanna felur í sér aðstoð við að hætta sjómennsku og skuldbreytingu og samtals verð- ur varið upphæð sem svarar til milljarðs íslenskra króna til aðstoð- ar við sjómenn á þessu ári. Sjómenn fóru upphaflega fram á tólf millj- arða. Sjómenn sem orðnir eru 55 ára eiga að geta fengið fjárhagsað- stoð upp á sem samsvarar níu hundruð þúsund krónum fram að 65 ára aldri. Forsvarsmenn sjómanna segja að þetta sé spor í rétta átt en sjó- mennskan geti ekki orðið arðbær fyrr en þeir fái að veiða meira en kvótakerfið heimilar. Þeir hafa lagt til að í stað kvótakerfis komi ákvæði um fjölda veiðidaga og möskva- stærð til að vernda smáfiskinn. Fyrstu viðbrögð sjómanna bentu til að þeir ætluðu að fara að orðum forsvarsmanna sinna og halda á ný til veiða. Þetta breyttist er líða tók á daginn í gær. I stóru höfnunum á Jótlandi virtist svo sem yfirgnæf- andi meirihluti sjómanna ætlaði ekki aftur til veiða. ----♦ ♦ ♦-- Evrópuviðskipti Undirboð ekki liðin UNDIRBOÐ frá Austur-Evrópu verða ekki liðin en Evrópubanda- lagið, EB, mun ekki grípa til verndaraðgerða þrátt fyrir sam- drátt í efnahagslífinu. Kom þetta fram á fundi, sem aðildarríki EB og EFTA, Fríverslunarsamtaka’ Evrópu, og II fyrrverandi kommúnistaríki í Evrópu halda nú í Kaupmannahöfn. Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráð- herra situr fundinn fyrir íslands hönd. Það var Sir Leon Brittan, sem fer með utanríkisviðskiptamál fyrir EB, sem lýsti þessu yfir í gær en fundinum á að ljúka í dag með svo- kallaðri „Kaupmannahafnaryfirlýs- ingu“ um viðskipti milli Evrópuríkj- anna. Athygli vöktu þær upplýs- ingar, að nýfengið frelsi Austur- Evrópuríkjanna hefur orðið til að bæta viðskiptajöfnuð EB-ríkjanna gagnvart þeim. Áður var hann jafn- an óhagstæður en er nú hagstæður. STOFNAÐ 1913 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Morgunblaðið/RAX Nýtt Morgxmblaðshús í notkun í Kringlunni 1 MORGUNBLAÐIÐ hefur flutt alla starfsemi sína úr Aðalstræti 6 í nýtt hús sem byggt hefur verið við hlið prentsmiðju Morgun- blaðsins í Kringlunni 1. Morgunblaðið í dag er fyrsta tölublaðið sem unnið er í nýja húsinu. Starfsfólk blaðsins fær góða vinnu- aðstöðu í nýja húsinu, vinnsla blaðsins mun í framtíðinni taka skemmri tíma og hægt verður að bæta þjónustuna við viðskiptavini. Gunnar Hansson arkitekt teiknaði frumgerð Morgunblaðshússins og að honum látnum tók dóttir hans, Helga Gunnarsdóttir, við hönnun þess. Samið var við verktakafyrirtækið Istak hf. um bygginguna og hófust framkvæmdir í desember 1991. Hefur það því tekið urn 16 mánuði að reisa húsið. Húsið er 4.750 fermetr- ar, á fimm hæðum og endanlegur kostnaður við bygginguna og frágang lóðar verður um 500 milljónir kr., að sögn Haraldar Sveinsson- ar, framkvæmdastjóra Morgunblaðsins. Stefnt er að því að húsið verði fullbúið 2. nóvember næstkomandi, þegar 80 ár eru liðin frá stofnun Morgunblaðsins. Ritsljórnarvinnsla á einni hæð Helga Gunnarsdóttir arkitekt segir að leitast hafi verið við að nota náttúruleg efni við bygg- ingu hússins í þeim tilgangi að reyna að koma í veg fyrir fylgikvilla húsbygginga, eins og húsasótt. Hún segir að við hönnun þess hafi verið horft til þeirrar eindregnu óskar að rit- stjórn blaðsins og öll vinnsla ritstjórnarefnis yrði á einni hæð. Jafnframt hafi verið ákveðið að hafa þann sal, sem er á annarri hæð húss- ins, opinn til að hægt væri að koma við nýjum vinnuaðferðum við vinnsluna. Unnið var við flutningana úr Aðalstræti 6 og ritstjórnarskrifstofunum í Hafnarstræti 20 og Hverfisgötu 6 í Kringluna 1 svo og uppröð- un húsgagna og tengingu tækja alla frídagana um páskana. Gengu flutningarnir vel og voru áfallalausir. Morgunblaðinu og starfsfólki þess barst í gær mikill fjöldi heillaóska og blómasendinga í tilefni dagsins og fjölmargir heimsóttu blaðið í hið nýja hús. Eru öllum þessum aðilum færð- ar alúðarþakkir fyrir hlýhug í garð blaðsins. Sjá aukablað, bls. 1-4C, og leiðara bls. 28. Bosníu-Serbar létu sprengjunum rigna yfir Srebrenica Hundruðum manna bjargað Sunijevo. Reuter. BÍLALEST á vegum Sameinuðu þjóðanna sótti í gær 800 flóttamenn til borgarinnar Sre- brenica í Bosníu. Til stendur að hefja flug með neyðaraðstoð til Saravejo á fimmtudag. Á mánudag gerðu Serbar liðlega klukkustund- arlanga stórskotaliðsárás á Srebrenica sem kost- aði 56 manns lífið. Tugir til viðbótar særðust. Var árásin gerð nokkrum mínútum eftir að eftir- litsflug NATO yfir Bosníu hófst. Árásin hefur verið harðlega fordæmd á alþjóða- vettvangi og embættismenn SÞ voru ómyrkir í máli. „Eg vona að sá sem fyrirskipaði þessa árás muni verða steiktur yfir hægum eldi í víti,“ sagði Larry Hollingworth, sem stjórnar Flóttamanna- hjálp SÞ í Sarajevo. Milan Gvero, yfirmaður hersveita Bosníu- Serba, sakaði hins vegar hina múslimsku íbúa Srebrenica um að setja árásina á svið. Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, lýsti í gær yfir ánægju með, að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna skyldi fresta atkvæðagreiðslu um harð- ari refsiaðgerðir gegn Serbíu. Var það gert að ósk rússneskra stjórnvalda. Hefur það raunar verið gagnrýnt, að rússnesk innanríkismál skuli þannig hafa verið tekin fram yfir hagsmuni þeirra, sem búa við hörmungarnar í Bosníu. Sjá „NATO ..." á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.