Morgunblaðið - 14.04.1993, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.04.1993, Qupperneq 10
FÉLAG ITfASTEIGNASAL AIOKGUXBLADID MIDVIKUDACUK 14. APRÍL, 1993 EIGIMASALAM REYKJAVIK SAMTENGD SÖLUSKRÁ ÁSBVRGI [ICIMASMAN Símar 19540 -19191 Yfir 35 ára reynsla tryggir öryggi þjónustunnar SÓLVALLAGATA - 2JA OG 3JA HERB. Höfum í sölu og til afh. strax góðar 2ja og 3ja herb. íb. í steinh. á góðum stað v. Sólvallagötu. íb. eru til afh. nú þegar. Við sýnum íb. næstu daga. KAPLASKJÓLSVEGUR - 4RA - LAUS FUÓTL. 4ra herb. ib. a 1. hæö i fjölb. (rauöa blokkin á mótl KR-heimil- inu). Skiptist í 2 stofur og 2 svefn- herb. m.m. (geta verið 3 svefn- herb.). Að agki fylgír gott íbherb. í kj. íb. er öll í góðu ástandi. Parket á góifum. Góð sameign. Áhv. um 4,5 mílíj. í hagst. lónum. Laus 1. maí nk. í MIÐBORGINNI - HÆÐ OGRIS-LAUS 6-7 herb. efri hæð og ris í tvíb. (steinh.) á ról. stað rétt v. miðb. íb. er um 125 fm. Snyrtil. eign m. sérinng. Til afh. nú þegar. ÓSKAST f HRAUNBÆ Höfum kaupanda að góðri 2ja herb. íb. v. Hraunbæ eða Rofabæ. Góð útb. í boði f. rétta eign. SELJENDUR ATH. Okkur vantar allar gerðir fast- eigna á söluskrá. Skoðum og verðmetum samdægurs. EIGNASALAIM REYKJAVIK Ingólfsstræti 8 Sími 19540 og 19191 Magnús Einarsson, lögg. fastsali, Eggert Elíasson, hs. 77789, Svavar Jónsson, hs. 657596. BORGAREIGN fasteignasala Suðurlandsbraut 14 s 678221 fax: 678289 Vegna góðrar sölu vantar góðar eignir á skrá. Erum með fjölda ákveð- inna kaupenda. 3ja-5 herb. Kríuhólar - 3ja Góð 79 fm íb. á mjög góðum kjörum m. góðum lánum. Verö 5,8 millj. Asparfell - 5 herb. Góð 130 fm tveggja hæða íb. Góð lán. Verð: Tilboð. Einbýlis- og raðhús Vesturhús Vel hannað nýl. hús m. góðum innr. Mjög rúmg. bílskúr, auk einstaklíb. Stór- kostl. útsýni. Hagstæö lán. Suðurhlíðar Kóp. Nýtt glæsilegt parhús 181 fm ásamt 27 fm bílskúr. Hús og lóð að fullu frág. 3-4 svefnherb. Skipti á ódýrari koma til greina. Verð 14,5 millj. Einkasala. Alhliða ráðgjöf - ábyrg þjónusta Guömundur Sigþórsson sölustjóri, Skúli H. Gislason sölumaöur, Kjartan Ragnars hrl. Þú svalar lestrarhiirf dagsins á^iVium Moggans! Islenski dansflokkurinn og Listdansskóli Islands HEILLANDICOPPELIA __________Ballett_______________ Ólafur Ólafsson Coppelia, ballett í þremur þátt- um. Uppsetning: Eva Evdokimova, byggð á dönsum Arthurs Saint- Léons og Marius Petipa. Tónlist: Léo Delibes. Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir. Ljósahönnun: Lárus Björnsson. ■ Aðstoð við uppsetningu: María Gísladóttir, Alan Howards. Æfjngar á barnadönsum: Nanna Olafsdóttir, Margrét Gísladóttir. Sýningarsljóri: Guðmundur Guð- mundsson. Hljómsveitarstjóri: Örn Oskars- son. Frumsýning í Borgarleikhúsinu, 7. apríl 1993. Það var ráðist í stórvirki á sviði Borgarleikhússins hinn 7. apríl, þegar íslenski dansflokkurinn, ásamt Listdansskólanum, frum- sýndi Coppeliu, rómantískan gam- anballett við tónlist Léos Delibes. Coppelia telst til hefðbundinna klassískra ballettverka, þar sem látbragðsleikur, ræður miklu. Bal- lettinn var fyrst sýndur í París árið 1870, en tekið breytingum í meðför- um ýmissa danshöfunda. Dansgerð- in, sem hér er sýnd, byggir á kóreó- grafíu Saint-Léons og Marius Petipa. Stjórnandinn núna, Eva Evdokimova, hefur aðlagað verkið að sinni uppfærslu og gefið verkinu sinn persónulega blæ. Söguþráður- inn er glettinn, rómantísk ástarsaga Svanhildar og Frans, þar sem af- brýðisemi Svanhildar útí brúðuna Coppeliu setur strik í reikninginn. Þegar misskilningi hefur verið eytt, sættast allir og sagan fær farsælan endi. Það er ekkert sjálfgefið, að viða- mikil ballettsýning, eins og Coppel- ia er, takist í uppsetningu ballett- flokks, sem lítið sem ekkert hefur tekist á við klassísk verk uppá síð- kastið. Þeim mun ánægjulegra er til þess að vita., að sýningin er mik- ill sigur fyrir íslenska dansflokkinn, stjórnendur hans, leikstjórann og dansarana sjálfa. Sýningin er bæði falleg _og góð. Á þessu starfsári hefur íslenski dansflokkurinn verið að fíkra sig yfir á klassískari braut- ir, en farnar hafa verið á undanförn- um starfsárum. Þar er á ferðinni ákveðin stefnumörkun listdans- stjóra flokksins, Maríu Gísladóttur. Listdansskóli íslands (áður List- dansskóli Þjóðleikhússins) tekur einnig myndarlega þátt í sýning- unni. Það er ekki síður um að ræða sigur fyrir skólann í heild, auk fjölda persónulegra sigra. Án þeirra nemenda skólans, sem lengst eru komnir, hefði sýningin aldrei orðið að veruleika. Greinilegt er, að þar er á ferðinni efnilegur hópur nem- enda, sem notið hefur góðs af leið- sögn Alans Howards. Eva Evdokimova er eitt af skær- ustu nöfnunum í ballettheiminum á undanförnum árum. Hún stendur nú á krossgötum á Iistabraut sinni. Hún er að snúa sér meira að upp- setningu balletta og er það bæði fengur og heiður af því, að slíkur listamaður fáist til að setja upp verk á Islandi. Um sviðssetninguna er það að segja, að hún velur ein- læga, létta og áferðarfallega leið, þar sem alit látbragð er svo tært, að það er öllum skiljanlegt. Það er birta og glettni, sem ræður ríkjum og hún er hefðum verksins trú. Danslega virðist sýningin hnökra- laus, nema helst í valsi í upphafi 3. þáttar, sem of mikið er að gerast í einu. Eva Evdokimova hefur sett sitt persónulega mark á sýninguna, sem heillar áhorfandann með sér. Hljómsveit leikur nieð á sýning- unum (Hljómsveit íslenska dans- flokksins, 23 hljóðfæraleikarar.) og gefur það sýningunni gríðarlegt gildi. Allt of algengt er að hljómlist sé leikin af bandi, jafnt á ballettsýn- ingum sem á leiksýningum. Ekki er það mitt að meta frammistöðu hljóðfæraleikaranna, en mér er til efs að í annan tíma hafi jafnvel tekist til með samstarf stjórnanda og dansara, því næmi hljómsveitar- stjórans fyrir „tempói“ dansaranna var áberandi. Lifandi tónlist og stjórnandinn, Örn Óskarsson, fá hér mörg prik. Búningar Hlínar Gunnarsdóttur eru hreinasta augnayndi og svo virðist, sem hægt sé að dansa í þeim, en það er ekkert sjálfgefið með búninga. Leikmyndin er ein- föld, en gefur sýningunni hlýlegan blæ, án þess að þrengja að dönsur- unum á nokkurn hátt. Ljósahönnun (Lárus Björnsson) er snar þáttur hverrar sýningar, en hliðarlýsing í 1. og 3. þætti var oft þannig, að dansarar á sviðinu, þorpsbúar og börn, stóðu með upp- ljómað bak og vörpuðu skugga á húsveggi andspænis á sviðinu. Eins var eltiljós á Svanhildi i 2. þætti of þröngt, eða að heildarlýsing var of dauf og við lá, að stór hluti lát- bragðs Svanhildar og vinkvenna hennar færi forgörðum af þeim sökum. Lára Stefánsdóttir dansaði hlut- verk Svanhildar á frumsýningu. Þetta er langstærsta hlutverk Láru á dansferlinum og vinnur hún þar stóran sigur. Strax í upphafsdansin- um nær hún sterkum tökum á hlut- verkinu og sleppir þeim aldrei. Hvort sem það er látbragðið og glettnin, mýktin í dansinum með kornaxið, spastískar hreyfingar dúkkunnar eða seiðandi spánskur dans - allt gerir hún jafnvel. Tví- dansar og sólódansar í 3. þætti Eva Evdokimova leiðbeinir dönsurum á æfingu. Fyrsti ballettmeistari Þjóðleik- hússins hitti „stelpumar sínar“ ÞAÐ var glatt á hjalla á Vest- urgötunni á skírdag, þar sem fyrstu nemendur Listdans- skóla Þjöðleikhússins voru saman komnir heima hjá Bryndísi Schram, fyrrverandi ballerínu og eiginmanni henn- ar Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra. Gestirnir voru boðnir á heimili þeirra hjóna til þess að hitta og heiðra fyrsta ballettmeistara Þjóðleikhússins sem jafnframt var fyrsti skólastjóri Listdans- skólans, Erik Bisted. Hann og kona hans Eise, voru boðin hingað til lands hátíðarsýn- ingu dansflokksins á Coppelíu í Borgarleikhúsinu. Það mátti vart á miili sjá hver glaðastur var yfír endurfundunum, en líklega hafði þó hinn virðulegi, roskni Dani, Erik Bisted vinninginn, en þó var svo mjótt á mununum að ekkert skal hér um það fullyrt. Það er með ólíkindum að Bisted skuli vera 77 ára gamall. Hreyfingar hans eru fjaðurmagnaðar og öruggar, og hvergi gætir fums. Hann er farinn Morgunblaðið/Sverrir Það var glæsilegur hópur fyrrum ballerína og starfsmanna Þjóðleikhússins sem stillti sér upp fyrir Ijósmyndara í stofunni hjá Bryndísi og Jóni Baldvin, með fyrsta ballettmeistara Þjóðleikhússins, Erik Bisted (fimmti frá vinstri). að tapa sjón, en þegar hann var kom- inn í návígi við ballerínurnar sínar, sem hann stjómaði af mikilli festu fyrir 40 árum, þá ávarpaði hann hveija og eina með nafni, og allar voru þær „elsku stelpurnar mínar“, eins og hann orðaði það svo hlýlega. Blaðamaður Morgunblaðsins gat ekki annað en dáðst að Bisted, þeg- ar tækifæri gafst á þessari gleði- stund til þess að spyrja hann nokk- urra spurninga, því viðtalið fór að mestu leyti fram á íslensku, með einstaka dönskuslettu. „Auðvitað er það afskaplega ánægjulegt fyrir mig og konu mína, Elsu, að vera boðin hingað til lands, á þessum merku tímamótum íslensks

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.