Morgunblaðið - 14.04.1993, Side 12

Morgunblaðið - 14.04.1993, Side 12
12—- MORGUNBIAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993 H-moll messan _________Tónlist_____________ Jón Asgeirsson H-moll messan eftir J.S. Bach er stórbrotifi tónsmíð, þrátt fyrir að einn þriðji hluti verksins sé saminn upp úr eldri verkum. Það mun hafa verið ætlun höfundar að krækja í betra embætti. en hann hafði og það við kaþólska kirkju, Saxnesku konugskapell- una og því samið þessa kaþólsku messu. Formskipan og t.d. nið- urröðun einsöngsþáttanna hefur þótt bera þess merki, að efni til verksins var dregið saman með nokkrum flýti en þar í móti kem- ur meistarlega unnið tónlist, perluband fegurðar og háleitrar trúar en bæði þessi atriði eru sam- stofna og ekki til sem aðgreind fyrirbæri í verkum meistarans. Þeir sem stóðu að flutningi H-moll messunnar að þessu sinni var Kór Langholtskirkju, ein- söngvararnir Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir, Signý Sæmundsdóttir, Eisa Waage, Michael Goldthorpe, Kristinn Sigmundsson og kamm- ersveit, undir stjórn Jóns Stefáns- sonar. Kórinn var mjög góður en á honum mæðir mest, því af 27 atriðum syngur hann 18 og og sum þeirra eru viðamestu hlutar verksins. Það þarf vart að tíunda neitt sérstakt en Crusifixus og confiteor kaflarnir voru einstak- lega fallega fluttir og ekki skorti á reisn og tilþrif í öðrum þáttum verksins. Ólöf Kolbrún átti hlut að fallega fluttum dúettum, Christe Eleison með Signýju og Et in unum Dominum, með Elsu Waage, en Elsa átti tvær aríur að auki, Qui sedes og Agnus Dei aríuna frægu. Elsa hefur góða rödd en var stundum svolítið hik- andi. Sópranarían Laudamus te var sungin mjög vel af Signýju Sæmundsdóttur. Kristinn söng tvær aríur Quoniam tu solus og Et in Spirtum Sanctum og voru báðar glæsilega fluttar, þó sú fyrri væri alveg sérstaklega vel mótuð á allan máta. Goldthorpe söng einn dúett og aríuna Benedictu og þar mátti heyra þennan snilld- arsöngvara fara á kostum. Hljómsveitin var í heild mjög góð og einstaka hljóðfæraleikara áttu oft fallega útfærðan einleik, eins t.d. konsertmeistarinn Júl- íana Kjartansdóttir í Laudamus te og Benedictus, Bernhard Wilk- insson í Bcmini Deus, Kristján Þ. Stephensen í Qui sedes og ásamt Daða Kolbeinssyni í bassa- aríunni Et in Spiritum Sanctum og Joseph Ognibene í Quoniam tu solus. Það sem finna mætti að, var að stjórnandinn náði ekki að finna rétt jafnvægi milli radda hljómsveitarinnar, því oft áttu strengirnir erfitt með að halda í við blásarana, sem um má kenna sterkri enduróman kirkjunnar. Þetta þyngdi og nokkuð fyrir ein- söngvurunum og jafnvel kórnum á köflum, þegar öll hljómsveitin lék með fullum hljómi. Allt um það, þá voru þetta glæsilegir tón- leikar, enda hvergi í kot vísað, þar sem Jóhann Sebastían Bach heldur boð inni fyrir gesti sína. Frá flutningi H-moll messunnar eftir J.S. Bach í Langholtskirkju, Málmblásarar í Hafnarborg MÁLMBLÁSARAR komu sam- an á tónleikum í Hafnarborg fyrir páska, nánar tiltekið á skírdag og léku tónverk eftir G. Gabrieli, þann er fyrstur samdi fyrir hljómsveit, madrig- ala tónskáldið góða, John Wilbye og stóran hóp nútíma- tónskálda með Wallingford Ri- egger og Karel Husa þar fremsta í flokki. Tónleikarnir hófust á „Canzon septimi octavi toni a 12“. Þessi sjötta kansóna á áttunda tóni, fyrir tólf hljóðfæraleikara, er ein af mörgum kansónum er Giovanni Gabrieli (1517-1621) samdi fyrir ýmsar samsetningar hljóðfæra. Verk þessi voru gefin út 1615 og er talið að hann hafi lokið við þau 1612. Hljóðfæraskipan var breyti- leg og háraddirnar ýmist fyrir „cornetto", sem var tréblásturs- hljóðfæri og lágfiðlur (Fjólur) en lágraddirnar oftast fyrir básúnur. Formeinkenni verkanna birtast í flokkaskipan hljóðfæranna, sem rakið er til tveggja palla fyrir hljóðfæraleikara og söngvara i Markúsarkirkjunni í Feneyjum. Tveggja og þriggja kóra samskip- anin er talin vera fyrirmynd kon- sertsins. Þessi fallega tónlist var mjög vel leikin af þremur kórum, en í hveijum voru tveir trompett- ar, horn og básúna. Þrír madrigalar eftir John Wilbye voru næst á efnisskránni og er hér um að ræða umritanir, því Wilbye samdi mjög fá verk ög aðeins fyrir söng en þykir þar ekki síðri en sjálfur Thomas Mor- ley. Af þeim nútímaverkum sem á eftir komu og nokkurt bragð var af, mætti Nonet eftir Riegger og Divertimento eftir Karel Husa en hann nam tónsmíði í París hjá Honegger og Nadiu Boulanger og hljómsveitarstjórn hjá Fournet, Bigot og Cluytens. Önnur verk voru ágætlega samin fyrir málm- blásara en bragðdauf að efnisinni- haldi þó þau væru í heild vel leik- in. Þegar vel er leikið á Iúðra er samhljómurinn sem af „gulli sleg- inn“ og það gat oft að heyra á þessum skemmtilegu tónleikum málmblásaranna í Hafnarborg. Fagott og fleira í Listasafni Sigurjóns ______________Tónlist_________________ Ragnar Björnsson FAGOTT er ekki það einleikshljóð- færi sem maður oftast hlustar á í því hlutverki. Ekki síður forvitnilegt var að heyra íslending í einleikara- hlutverkinu og auk þess kominn alla leið frá Hong Kong, þar sem hann starfar sem fagottleikari. Islendingur þessi er Kristín Mjöll Jakobs- dóttir, sem svo langt hefur teygt sig eftir ævintýrinu. Ekki er fráleitt að tala um Stamitz-ættina og Bach-ættina í sömu andr- ánni. Svo mikil áhrif hafði Jóhann Wenzel á tónlistarform og tónlistarflutning í Þýska- landi og víðar og kenna rná við svokallaðan Mannheimer-skóla. Báðir, Bach og Stamitz, taldir þýskir, en ættir beggja aðfluttar. Synir beggja risanna urðu þekktir tónlistarmenn og allt tengist þetta átjándu öldinni, þótt rúmlega hálf öld skilji að J.S. Bach og J.W. Stamitz. Carl Stamitz, elsti sonur J.W. Stamitz, var eins- konar umferðartónlistarmaður, ferðaðist um mestalla Evrópu, þ.á m. um Rússland, sem einleikari, hljómsveitarstjóri, kennari og skrifaði heil býsn af músík, þ.á m. fag- ottkonsert og verkið sem við heyrðum nú, Kvartett fyrir fagott og strengjatríó op. 19. Verkið er eðlilega afkvæmi síns tíma. Þættirnir þrír, Allegro, Rondo og Presto, renna fram eðlilega f einskonar rokokko stfl, alvaran ekki yfirþyrmandi, en „brillj- ans“ Mannheimersskólans ekki fjarri. Nokk- urn tí/na tók þau Hildigunni Halldórsdótt- ur, fiðla, Gunnhildi Höllu Guðmundsdóttur, selló og Guðmund Kristinsson, víóla, ásamt Kristínu Mjöll að spila sig saman og nokk- urra óhreininda gætti í tónmyndun strengj- anna og var kannski örlítið mest áberandi hjá efstu röddinni og síðasti þátturinn var of hægur, náði ekki að vera prestó okkar tíma, a.m.k. Auðheyrt var strax að Kristín er góður fagottleikari, hún hefur fallegan tón (lærði hjá Sigurði Markússyni) og sýndi strax mikið öryggi, tónninn líklega ekki mikill. reyndi a.m.k. aldrei að yfirspila hljóð- færið. Sarabande et Cortége eftir Frakkann Henri Dutilleux, (sá hlaut hin merku Róm- arverðlaun). Sarabandan er í þrem mjög vel skrifuðum þáttum, þó ekki flóknum, fyrir píanó og fagott og settist nú David Knowles á píanóbekkinn. David er öruggur meðleikari á píanóið og hógværðin er dyggð, ef hún gengur ekki of langt. Sérlega var einleikur Kristínar fallegur í síðasta þætti Saraböndunnar. Francois Devienne (f. 1759) er þekktastur fyrir framlag sitt í þágu blásturshljóðfæra- leiks. Eftir hann var flutt Sónata í g-moll op. 24 fyrir fagott og „basse continuo“ og bættist Gunnhildur Halla við með sellóið. Generalbass-stíllinn var hér áberandi og hefði píanóið mátt nýta sér tækifærið og leyfa sér smá leikaraskap. Sónatan fyrir fagott og píanó eftir Hindemith, var kannski hápunktur tónleikanna fyrir fagottleikarann Kristínu Mjöll. Þetta frábærlega vel skrifaða verk lék Kristín mjög vel og fylgdi David henni vel á píanóið. Þarna þurfti Kristín að þenja sig yfir allt tónsvið fagottsins og sýndi að „reg- Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari. istrið“ allt er mjög jafnt. (Aðeins eitt, punkt- eringarnar í marsinum þurfa að vera skarp- ari.) Öll, ásamt Einari Sigurðssyni á bassa, luku þau tónleikunum með Divertissement eftir háðfuglinn í músík, Jean Francaix (f. 1912). Nokkuð vantaði hér á franskan „elegans“ og léttleika, kannski var spilið of háð þýskum leikstíl?. Ólafur Jóhann Sigurðsson ------j-------------—--- Sagnaúr- val gefið út í Baiida- ríkjunum NÝLEGA var gefið út hjá Louis- iana State University Press í Bandarikjunum úrval sagna eftir Olaf Jóhann Sigurðsson. í bók- inni, sem nefnist „The Stars of Constantinopel", er að finna tíu smásögur ög auk þess tvær lengri sögur, Bréf séra Böðvars og Lit- brigði jarðarinnar, í þýðingu Al- ans Bouchers. Bókin hefur fengið góðar viðtök- ur. Alan Cheuse, prófessor við Ge- orge Mason University, sagði í um- fjöllun sinni á útvarpsstöðinni WNYC í New York: „Þú gleymir aldrei ís- landi eftir að hafa lesið Ólaf Jóhann Sigurðsson, vegna þess að þú gleym- ir aldrei sumum hrífandi sögum hans ... Úr skapfestu ungra sögupersóna Ólafs Jóhanns og hrikalegri fegurð landsins sem þær sem setja mark sitt á, er ofinn ljóðrænn og ákaflega vandaður skáldskapur." í Library Journal sagði meðal annars: „Sig- urðsson dregur upp mynd af lífsins sorgum og harðri og óvæginni nátt- úru sem réttlætir þýðinguna fullkom- lega og verðskuidar athygii enskra lesenda." í febrúarhefti tímaritsins Choice segir D.A. Hill frá University of Wisconsins-Madison: „Textinn í þessu safni gefur glögga mynd af Íitbrigðum íslenskrar náttúru, fugla- lífí, jarðfræði, veðurfari og fólkinu í landinu ... Þetta eru vel skrifaðar, heillandi sögur sem veita ánægjulega innsýn inn í lítt þekktar bókmenntir." Jón Reykdai hannað kápumynd bókarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.