Morgunblaðið - 14.04.1993, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993
Mikilvægi tung’umála-
kunnáttu í stjómsýslunni
eftir Berglind
Asgeirsdóttur
í grein þessari mun ég leitast við
að skýra þýðingu tungumálakunn-
áttu fyrir störf í stjórnarráðinu. Ég
tel hins vegar að slíkt mat hljóti að
vera nokkuð persónubundið og byggi
þá á reynslu hvers og eins.
Ég hef nú á 15. ár starfað í stjóm-
arráðinu. Fyrstu tíu árin starfaði ég
hjá utanríkisráðuneytinu og síðan hjá
félagsmálaráðuneytinu. Ef litið er
burt frá sérstökum þörfum utanríkis-
þjónustunnar fyrir starfsfólk með
tungumálakunnáttu má spyija hver
sé þörfin fyrir slíkt í öðrum ráðuneyt-
um. Að mínum dómi er hún verulega
mikil og eru ástæðurnar einkum eft-
irfarandi: íslendingar eru fámenn
þjóð í harðbýlu landi, sem hefur á
þessari öld náð að skipa sér á bekk
meðal þeirra þjóða sem búa við besta
afkomu. Þetta hefur byggst á sjávar-
útveginum og þeim utanríkisvið-
skiptum, sem hann hefur gert okkur
kleift að stunda. Viðskipti okkar
hafa byggst á því að við gætum
gert hagkvæma viðskiptasamninga.
Tungumálakunnátta og þekking á
aðstæðum þess fólks sem verið er
að semja við eni lykilatriði.
Um þessar mundir göngum við
íslendingar í gegnum efnahagslega
lægð. Ef okkur á að takast að auka
velmegun á ný verðum við að fá
betra verð fyrir framleiðsluvörurnar,
því ekki lítur út fyrir að heildarafla-
magn aukist á næstunni. Sá mark-
aðsaðgangur sem við leitumst við að
tryggja í gegnum samninga við Evr-
ópubandalagið um Evrópskt efna-
hagssvæði byggist á nær algeru toll-
frelsi fyrir unnar sjávarafurðir. Þeg-
ar þessi möguleiki opnast með Evr-
ópsku efnahagssvæði verður að
fylgja honum eftir með markvissari
markaðssetningu. Forsenda þess er
að við höfum á að skipa fólki, sem
getur komið á framfæri okkar vör-
um. Við megum ekki gleyma því að
það er miklu erfíðara að keppa á
markaði með unnar vörur en að selja
hráefni. Mikilvægi tungumálakunn-
áttu mun því að mínum dómi vaxa
með Evrópsku efnahagssvæði. I kjöl-
far þess kunnum við að leita inn á
nýja markaði þar sem notuð eru
önnur tungumál en við beitum mest
í dag.
Vegna fámennis íslensku þjóðar-
innar höfum við sótt mikið í reynslu
annaira þjóða á hinum ýmsu sviðum.
Við íslendingar höfum einfaldlega
ekki efni á því að þróa sjálfír ýmis-
legt af því sem við þurfum á að lialda.
Aðrar þjóðir og þá sérstaklega Norð-
urlandaþjóðirnar hafa verið tilbúnar
til að láta okkur í té rannsóknarnið-
urstöður sínar á fjölmörgum sviðum.
Tungumálakunnátta er forsenda
þess að geta notfært sér þessa leið.
Erlend samskipti ráðuneyta
í stjómarráðinu fer fram undir-
búningur að samningu frumvarpa og
reglugerða. Algengt er að í greinar-
gerðum með frumvörpum sé að fínna
lýsingu á löggjöf í öðrum löndum.
Þeir starfsmenn í stjórnarráðinu sem
koma að þessum verkefnum verða
því að vera færir um að óska eftir
viðeigandi upplýsingum erlendis frá
og að geta unnið úr þeim.
Við Islendingar megum hins vegar
gæta okkar á því að vera ekki aðeins
þiggjendur í erlendum samskiptum.
Við verðum einnig að taka þátt í
samningu alþjóðlegra reglna og
samninga og sjá síðan um að þeim
sé framfylgt. Ráðuneytin taka öll
þátt í erlendum samskiptum og ég
get nefnt dæmi um það hvemig þeim
er háttað hjá félagsmálaráðuneytinu.
Starfsmenn ráðuneytisins eða undir-
stofnana þess taka þátt í norrænu
samstarfí á eftirtöldum sviðum:
Vinnumarkaðsmálum og vinnuvernd,
húsnæðismálum, jafnréttismálum,
„Sá markaðsaðgangur
sem við leitumst við að
tryggja í gegnum samn-
inga við Evrópubanda-
lagið um Evrópskt
efnahagssvæði byggist
á nær algeru tollfrelsi
fyrir unnar sjávaraf-
urðir. Þegar þessi
möguleiki opnast með
Evrópsku efnahags-
svæði verður að fylgja
honum eftir með mark-
vissari markaðssetn-
ingu.“
félags- og heilbrigðismálum, sveitar-
stjómarmálum. Aður en komið var
á fót sérstöku umhverfisráðuneyti
annaðist félagsmálaráðuneytið nor-
rænt samstarf á sviði umhverfismála.
Félagsmálaráðuneytið annast
framkvæmd á félagssáttmála Evr-
ópuráðsins og málefni Alþjóðavinnu-
málastofnunarinnar (ILO) heyra
undir það.
Ráðuneytið hefur tekið þátt í und-
irbúningi og síðan samningaviðræð-
um við Evrópubandalagið um Evr-
ópskt efnahagssvæði allt frá árinu
1989. Það hefur verið á sviði at-
vinnu- og búsetufrelsis auk félags-
mála.
Það sem ég hef tilgreint hér að
framan eru hin föstu og formlegu
samskipti sem eiga sér stað reglu-
lega. Þar fyrir utan koma iðulega
upp önnur erlend samskipti. Sú
breyting sem orðið hefur í Austur-
Evrópu á allra síðustu árum og vax-
andi tengsl okkar við Eystrasaltsrík-
in kalla á annars konar erlend sam-
skipti en við áttum áður við þessi
svæði. Þetta birtjst til dæmis í því
að ísland er farið að senda fólk utan
til að miðla reynslu á ýmsum sviðum.
Starfsmaður félagsmálaráðuneytis-
ins sótti ráðstefnu í Moskvu til að
kynna fyrirkomulag félagslegrar
þjónustu á íslandi. Vinnu- og velferð-
armálaráðherra Lettlands sótti ís-
Iand heim til að kynna sér fyrirkomu-
lega félags- og heilbrigðismála. Þess-
ar miklu breytingar í Austur-Evrópu
fela tvímælalaust í sér aukin sam-
skipti af íslands hálfu. Enska nýtist
ekki jafnvel í Eystrasaltsríkjunum
og Austur-Evrópu eins og í Vestur-
Berglind Ásgeirsdóttir
Evrópu og þýska fær aukið vægi.
Það er greinilegt að sérstaklega í
Eystrasaltsríkjunum eru miklar
væntingar um stuðning frá Norður-
löndunum við enduruppbyggingu
þessara landa.
Ýmsir þeir sem lítinn áhuga hafa
á tungumálanámi líta svo á að þýð-
endur taki af þeim ómakið. Það er
hins vegar tvennt ólíkt, það sem
þýðendur og túlkar fást við og svo
þær aðstæður sem krefjast beinnar
og milliliðalausrar þátttöku. Þörfín
fyrir túlka fer mjög vaxandi með
aukinni áherslu á ráðstefnuhald og
almennri eflingu ferðaþjónustu. Þeg-
ar stjómarráðið á í hlut kemur þetta
hvort tveggja til. Þar eru mikil not
fyrir þýðingar á skjölum og þess
háttar og oft er þörf fyrir túlkuií á
Hvalavemd í ljósi Ríó-ráðstefnu
Seinni hluti
eftir Eddu
Bjarnadóttur
og Jórunni Sörensen
Þeir sem eru hlynntir hvalveiðum
halda því stundum fram að sérhver
hreyfing hvalsins eftir að skutullinn
hefur hæft hann séu taugakippir
og að hvalurinn þjáist ekki því hann
sé orðinn meðvitundarlaus. Slíkar
staðhæfmgar eru vafasamar. Taka
má dæmi úr almennum dýralæknis-
störfum. Ef dýr sýnir ákveðna
taugakippi fyrir læknisaðgerð er
strax gefið meira svæfilyf til að
tryggja algjört meðvitundarleysi.
Þegar húsdýr eru deydd er ekki
neitt talið viðunandi annað en að
dýrið sé skotið í heilann. Það sama
gildir um sjávarspendýr þar sem lög
um dýravemd eiga einnig við um
þau.
Á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins
1991 var samþykkt, þrátt fyrir
UPPLYSINGASTEFNA -
ÖRLA6AVALDUR FYRIRT/EKJA!
Upplýsingatæknin hefur meiri áhrif á skipulag, sam-
skipti, starfsfólk og störf en nokkur annar þáttur í
starfsemi fyrirtækja.
Ef fyrirtæki tekur ranga ákvörðun um hagnýtingu
upplýsingatækninnar, situr það uppi með þessa
röngu ákvörðun og afleiðingar hennar í langan tíma.
Morgunverðarfundur Félags við- r”' —
skiptafræðinga og hagfræðinga,
fimmtudaginn 15. apríl nk.,
kl. 8.00-9.30 á Hótel Holiday Inn.
Erindi flytur og svarar
fyrirspurnum
Guðjón Guðmundsson, lektor
og rekstrarráðgjafi.
Félagar FVH og aðrir
áhugamenn um efnið eru
hvattir til að mæta.
FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA
OG HAGFRÆÐINGA
mótmæli hvalveiðiþjóða, að koma á
laggimar vinnuhópi til að kanna
drápsaðferðir á hvölum fyrir næsta
fund ráðsins. Vinnuhópnum var
ætlað að athuga aðferðirnar sem
eru notaðar og meta hvort framfar-
ir hefðu orðið síðan síðasti vinnu-
fundur var haldinn um þetta mál
árið 1980.
Vinnuhópurinn kom saman í
Glasgow 20.-22. júní 1992. Þátt-
takendur vom fulltrúar frá eftir-
töldum löndum: Ástralíu, Dan-
mörku, íslandi, Japan, Nýja Sjá-
landi, Noregi, Bretlandi og Banda-
ríkjunum auk sérfræðings, sem var
gestur hópsins. Þar að auki voru
viðstaddir nokkrir áheyrnarfulltrú-
ar. Það er athyglisvert að þrátt
fyrir að samþykkt hafi verið á und-
irbúningsfundi að öll gögn ættu að
liggja frammi 20. maí þannig að
þátttakendum gæfíst nægur tími
til að kynna sér þau, voru það að-
eins Bretar sem lögðu sín gögn
fram í tæka tíð. Gögn annarra voru
ekki lögð fram fyrr en í fundarbyij-
un.
Sumir fulltrúar á vegum hval-
veiðiþjóðanna mótmæltu gögnum
sem sýndu greinilega hve grimmúð-
leg hvaladrápin eru og staðhæfðu
að aðferðirnar væru mannúðlegar.
Þessu héldu þeir fram þótt þeirra
eigin gögn sýndu að u.þ.b. helming-
ur hvalanna drapst ekki innan mín-
útu. Þeir lögðu áherslu á meðaldán-
artímann þegar það sem skiptir
máli er fjöldi þeirra hvala sem ekki
drepst samstundis eða innan nokk-
urra sekúndna eftir að hafa fengið
sprengiskutulinn í sig. Það er einn-
ig ljóst að hvalir, eins og önnur
spendýr, missa ekki meðvitund þótt
þeir verði fyrir skoti nema að
sprengjan verði mjög nálægt heilan-
um og sé nægilega öflug til þess
að skekja heilann í höfuðkúpunni
eða að brot úr sprengjunni fari inn
í hann.
Fulltrúar hvalveiðiþjóðanna við-
urkenndu að aðalvandamálið væri
að hæfa hvalinn þannig að skutull-
inn skemmdi heilann eða spryngi í
efri hluta bijóstholsins. Jafnvel skot
beint í bijóstholið orsakar ekki taf-
arlaust meðvitundarleysi vegna
hæfileika hvalsins til að lifa langan
tíma án þess að anda. Heili hvalsins
er umluktur æðakerfí sem getur séð
honum fyrir súrefni í margar mínút-
ur eftir að blóðstreymi frá hjartanu
er hætt. Hjá hvölum er aðalblóð-
streymi til heilans ekki frá slagæð-
um í hálsi eins og gerist í landspen-
dýnim heldur um æðar í mænunni.
Á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins
1992 var samþykkt tveggja blað-
síðna ályktun um drápsaðferðir. Þar
er skorað á allar aðildarþjóðir Al-
þjóða hvalveiðiráðsins að stuðla að
þróun á mannúðlegum drápsaðferð-
um og safna upplýsingum um öll
sjónarhorn varðandi dráp á hvölum.
Éftir stendur sú staðreynd að enn
hefur ekki verið fundin upp nein
leið til að drepa hvali á mannúðleg-
an hátt, jafnvel þótt hvalveiðimað-
urinn sé allur af vilja gerður, fær
í sínu fagi og búinn „bestu“ vopnum
— og ekki er fyrirsjáanlegt að sú
aðferð fínnist. Siðferðilega er þvi
ekki hægt að réttlæta dráp þeirra.
Þegar bráðin er svoná miklu stærri
en veiðimaðurinn og bæði eru á
hreyfingu er útilokað, með þeirri
tækni sem nú þekkist, að drepa dýr
úr mikilli fjarlægð á mannúðlegan
hátt.
Það er athyglisvert á tímum
fijálsrar fjölmiðlunar að þessar
umræður frá fundi Alþjóða hval-
veiðiráðsins voru ekki tíundaðar í
íslenskum fjölmiðlum þegar sagt
var frá fundinum. Á hinn bóginn
hafa yfirvöld ekki legið á liði sínu
við að sannfæra þjóðina um hve
gagnlegt og nauðsynlegt sé að veiða
hvali og hve heimskulegt sé að
standa gegn því.
Ráðherrann færir þau rök fyrir
því að við eigum að hefja hvalveið-
ar að nýju að íbúum jarðar fjölgi
um 260 þúsund á hveijum sólar-
hring, fimmtungur jarðarbúa lifí við
fátækt og hungur og því verði að
auka matvælaframleiðslu í veröld-
inni. Á því eru hins vegar þeir ann-
markar að sögn ráðherrans að „mis-
kunnarlaus stórrekstur í landbúnaði
hefur allt of víða gengið of nærri
lífríkinu og valdið margháttuðum
umhverfisskaða". Ráðherrann
skoðar nautakjötsframleiðslu
Bandaríkjamanna og segir orðrétt:
„Ef eggjahvítuefni framleidd á landi
ættu að koma í stað þeirra sem
koma úr sjó þyrftu Bandaríkjamenn
að nífalda nautakjötsframleiðslu
sína og fjölga nautgripum um 200
milljónir."
í þessu sambandi er rétt að skoða
hvað nautakjötsframleiðsla Banda-
ríkjamanna og annarra gerir heim-
inum í dag. Á jörðinni eru nú um
það bil 1,28 milljarðar nautgripa.
Edda Bjarnadóttir og Jórunn
Sörensen.
„Eftir stendur sú stað-
reynd að enn hefur ekki
verið fundin upp nein
leið til að drepa hvali á
mannúðlegan hátt.“
Þeir nota nærri 24 prósent af rækt-
uðu landi jarðarinnar og éta korn
sem myndi nægja til að fæða millj-
ónir manna. Nautgripir eru einnig
ein meginorsök gróðurhúsaáhrifa
jarðar með því að framleiða metan.
Nautgripir og annar búpeningur
étur yfir 70 prósent af öllu korni
sem framleitt er í Bandaríkjunum.
Núna fer um einn þriðji af allri
komuppskeru heimsins í að fóðra
nautgripi og annan búpening á
meðan milljónir manna svelta.
í þróunarríkjunum er fjöldi smá-
bænda neyddur til að yfirgefa lönd
feðra sinna til þess að auka rými
fyrir akra til ræktunar korns til
fóðurmjölsframleiðslu. Á meðan
hundruð milljóna manna í þróunar-
ríkjunum svelta vegna skorts á
korni á kjötát af dýrum, sem fóðruð
eru á korni, þátt í sjúkdómum og
dauða ótölulegs fjölda manna í hin-
um iðnvædddu ríkjum.
Það er einnig fróðlegt þegar
rætt er um matvælaframleiðslu og
hvernig ríkar þjóðir fara með mat
í sveltandi heimi að EB-ríkin eiga
svo miklar kornbirgðir að þau borga