Morgunblaðið - 14.04.1993, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIUVIKL'DAGUR 14.,AERIL ,1993
ráðstefnum sem gengist er fyrir af
hálfu ráðuneytanna. Starfsmenn
ráðuneytanna verða hins vegar að
taka beinan þátt í fundum og ráð-
stefnum til að við getum á hverjum
tíma verið virk við ákvörðunartöku.
Þá fara bein samskipti á tölvum vax-
•andi og þar verður ekki komið við
aðstoð þýðenda þar sem samskiptin
fara fram með svo miklum hraða.
Hér áður fyrr gátu starfsmenn í
stjórnarráðinu samið sín bréf, sem
senda átti til útlanda, og sett þau í
hendur þýðanda sem hafði einhverja
daga til stefnu. Það má hins vegar
segja að bætt fjarskipti, mikil notkun
síma og tölvusamskipti, t.d. í formi
tölvupósts, hafi gert það að verkum
að sérfræðingar sem ráðnir eru í
stjórnarráðið verði að hafa góða
tungumálakunnáttu.
Það er því niðurstaða mín að mikil-
vægi tungumálakunnáttu fyrir
stjórnarráðið hafi aldrei verið meiri
en nú. Samskipti hafa aukist milli
landa, ekki síst með hruni jámtjalds-
ins. Austur-Evrópa hefur bæst við í
samskiptanet okkar Islendinga með
nýjum hætti. Samningar íslands og
annarra EFTA-ríkja, að Sviss undan-
skildu, við Evrópubandalagið, hafa
kallað á mikla vinnu í öllum ráðu-
neytum. Komið hefur verið á fót sér-
stakri þýðingarmiðstöð á vegum
Orðabókar Háskólans til að annast
þýðingu á samningnum og fylgiskjöl-
um hans. Slíkt var nauðsynlegt með-
al annars til að tryggja samræmdan
texta í þessu stærsta þýðingarverk-
efni sem ráðist hefur verið í hérlend-
is. Allar þýðingamar hafa hins vegar
farið til yfirlesturs hjá viðkomandi
sérfræðingi. Það undirstrikar hversu
mikilvægt er að embættismenn og
bændum fyrir að takmarka fram-
leiðslu og mikið magn er eyðilagt
árlega til þess að koma í veg fyrir
að verð falli. Það er heldur ekki
langt síðan við sjálf hentum kjöti á
haugana. Ráðherrann gerir sér
einnig grein fyrir þessari sóun því
hann bendir á að það sé „ekki gott
til afspurnar, að frá frystitogurum
okkar fari ekki nema (sic!) helming-
ur þess sem um borð kemur aftur
í sjóinn.“
Og svo segir umhverfisráðherr-
ann okkar blákalt: „Við höfum góð-
an málstað sem er auðvelt að veija.“
Þetta er óskhyggja. Málið kynni að
líta öðru vísi út ef hvalveiðar væru
lífsviðurværi fólks sem hefði ekki
annarra kosta völ. Hvalkjöt er hins-
vegar munaðarvara sem er neytt í
örfáum auðugum ríkjum. Mikill
hluti hvalsins fer í mjöl sem er not-
að sem dýrafóður eða jafnvel áburð-
ur. Það þarf ekki að fara mörgum
orðum um þá sóun sem á sér stað
við svo öfuga tilfærslu í fæðukeðj-
unni. Því er það hræsni hjá ráðherr-
anum að halda því fram að hvalkjöt
verði nýtt til að seðja hungraðan
heirn.
í greinarlok leggur ráðherrann
áherslu á að undirbúnings sé þörf
áður en við heijum hvalveiðar á ný,
sem felst í því að kynna umheimin-
um það sem hann kallar „stað-
reyndir málsins“. Hvaða staðreynd-
ir? Tekjur okkar af hvalveiðum?
Hve mörgum þær veittu atvinnu?
Þegar hvalveiðar okkar voru í há-
marki fóru þær ekki upp fyrir 1%
af þjóðartekjum og veittu aðeins
örfáum tímabundna vinnu. Höfum
við efni á því að kosta stórfé til að
reyna að breyta viðhorfi heims-
byggðarinnar til hvalveiða þegar
útséð er að það mun aldrei takast?
Þrjóskan hefur svo gjörsamlega
blindað íslenska ráðamenn að þeir
sjá ekki það sem blasir við. Hvalur-
inn er hluti af lífríki jarðarinnar
allrar en ekki prívat auðlind eins
né neins. Fólk um víða veröld hefur
samúð með hvölum og sættir sig
ekki lengur við að þeim sé miskunn-
arlaust slátrað að nauðsynjalausu.
ímynd íslands hefur farið batn-
andi á sviði umhverfismála. Nú
gerist sjálfur umhverfisráðherra
hvatamaður þess að sú ímynd verði
eyðilögð. Viljum við fórna öllu fyrir
hvalveiðar?
Edda erhópsijóri Skuldar,
vinnuhóps Sambands dýravernd-
arfélaga íslands til vemdar
villtum dýrum ogJómnn er
formaður Sambands dýravernd-
arfélaga íslands.
sérfræðingar hafi gott vald á hugtök-
um sem notuð eru á viðkomandi sviði.
Það er ekki hægt að ætlast til þess
að þýðendur hafi á valdi sínu öll blæ-
brigði einstakra sérgreina í viðkom-
andi tungumáli.
Tungumálanám hefjist fyrr
Ég vil hvetja til þess að hvergi
verði slakað á tungumálakennslu,
það er nauðsynlegt ef við ætlum að
tryggja áframhaldandi uppbyggingu
og þróun hér á landi. Áherslur kunna
hins vegar að þurfa að breytast í átt
til aukinnar sérhæfingar þegar ofar
dregur í skólakerfinu.
Ég tel til dæmis að í iðnskóla og
í einstökum greinum sem kenndar
eru á háskólastigi þurfi að kenna
algengustu hugtök á erlendum
tungumálum innan viðkomandi sviðs.
Oft og tíðum eru þessi hugtök svipuð
á mismunandi tungumálum. Almenn
kunnátta í erlendu tungumáli dugar
oft ekki þegar kemur að því að nota
þetta mál í sérhæfðum viðskiptum
eða þegar til dæmis fræðimenn eru
að fjalla um sitt svið. í byggingariðn-
aði er, svo dæmi sé tekið, notað
mikið af efnum og tækjum sem flutt
eru til landsins. Það er langt í frá
að þeim fylgi öllum leiðbeiningar á
íslensku. Þeir sem nota þessi efni og
tæki þurfa því að þekkja viðkomandi
fagmál. Ég tel því að við ættum að
leggja aukna áherslu á tungumála-
námskeið á einstökum fagsviðum.
Það er vert að rifja upp hér að
þar til fyrir áratug eða svo var mik-
ið um að iðn- og menntaskólar not-
uðu kennslubækur á erlendum mál-
um. Mikið var einnig um slíkt í há-
skólanum og er enn á vissum sviðum.
í lagadeild var til dæmis mikið um
bækur á norðurlandamálum. Það er
auðvitað fagnaðarefni að úrval ís-
lenskra kennslubóka fari vaxandi,
en þá eykst samtímis nauðsyn sér-
hæfðrar tungumálakennslu.
Að lokum langar mig að koma því
á framfæri að tungumálakennsla
hefjist fyrr en nú er. Eg er sannfærð
um að börn hafa þegar misst hluta
af hæfileikum sínum til tungumála-
náms þegar kennsla hefst við 11 ára
aldur. Ég teldi æskilegra að kennsla
hæfist 1-2 árum fyrr en nú tíðkast.
Með því móti ætti að vera hægt að
bjóða upp á sérhæfðara tungumála-
nám þegar í framhaldsskóla. Ég tel
að þetta verði að fara saman því
ekki þýðir að bjóða upp á „fagtungu-
málakennslu" ef grunnkennslan hef-
ur ekki skilað sér. Grunnurinn verður
að vera traustur til að hægt sé að
byggja ofan á hann.
Höfundur er ráðuneytisstjóri í
félagsmálardðuneyti.
______________________1Q
Þýðendakvöld
á Fógetanum
FIMMTA þýðendakvöldið í vetur
verður á Háalofti Fógetans
fimmtudaginn 15. apríl kl. 20.30.
Kvöldið verður helgað ljóðum frá
fyrri tið.
Eftirtaldir þýðendur lesa úr eigin
þýðingum: Helgi Hálfdanarson,
Karl Guðmundsson, Kristján Árna-
son og Óskar Ingimarsson. Að lok-
um les Helga Bachmann úr þýðing-
um Þorsteins Gylfasonar.
(Fréttatilkynning)
Metsölubladá hverjum degi!
Hagkvæmt bflalán!
Xfl.
lófl
Staágreióslulán er heildarlausn viá kaup á nýjum bíl
Þúfærð staógreiðsluafsláttinn
Þegar þú kaupir þér nýjan bíl, greiðir Glitnir það sem á vantar. Þannig er hægt að
nýta staðgreiðsluafsláttinn og fá bíl á bestu fáanlegu kjörum.
Lánstími allt að 3 ár
Nú býðst verðtryggt Staðgreiðslulán til 3ja ára sem gefur þér kost á léttari
greiðslubyrði. Ef þú vilt greiða lánið hraðar niður er í boði óverðtryggt lán til allt
að 30 mánaða.
Þú velur tryggingarfélagið
Tryggja þarf bílinn með kaskótryggingu á lánstímanum og að sjálfsögðu
ræður þú hvar hann er tryggður.
r
Oskertir lánamöguleikar
Þú rýrir ekki lánamöguleika í bankanum þínum sem er afar heppilegt ef þú þarft
að mæta óvæntum útgjöldum á lánstímanum.
Aiit að 100% Jjármögnun kaupverðs
Lánshlutfall getur orðið 100% af staðgreiðsluverði bíls fyrir allt að 24 mánaða
lánstíma.
Kynntu pér hagstœð kjör Staðgreiðslulána og gerðu jafnframt
samanburð á peim lánsformum sem bjóðast. Sölufulltrúar bifreiða-
umboðanna veita pér nánari upplýsingar og útbúa tilheyrandi
skjöl á skjótan og einfaldan hátt.
DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA
Ármúla 7 108 Reykjavík
Sími 608800 Myndsendir 608810