Morgunblaðið - 14.04.1993, Side 22

Morgunblaðið - 14.04.1993, Side 22
22_______________MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993 Nýsköpun í fram- leiðslu sjónvarpsefnis Nokkur orð um hlutverk Menningarsjóðs útvarpsstöðva eftir Önnu Th. Rögnvaldsdóttur Lágt hlutfall innlends efnis í sjón- varpi var síðast til alvarlegrar um- ræðu þegar útvarpslögunum var breytt 1985. Þá var settur á stofn sérstakur sjóður, Menningarsjóður útvarpsstöðva, í því skyni að efla innlenda dagskrárgerð. Var honum útvegaður mjög þokkalegur tekju- stofn og er hann næstum jafnstór Kvikmyndasjóði íslands. Það er skemmst frá því að segja að Menningarsjóður hefur haft sára- litla sem enga þýðingu til eflingar innlendri dagskrárgerð, af orsökum sem verður vikið að síðar. I þessari grein er ætlunin að benda á að þenn- an sjóð er hægt að virkja mun bet- ur. En til þess að svo megi verða þarf að breyta lögum og reglugerð um sjóðinn, það þarf að reka hann á sambærilegan og svipaðan hátt og evrópska sjóði og með hliðsjón af stefnu Evrópubandalagsins til eflingar kvikmynda- og sjónvarps- iðnaði. Höfuðmáli skiptir í þessu sambandi að Menningarsjóður veiti ekki styrki til sjónvarpsstöðva heldur óháðra framleiðenda. Ennfremur að sjóðurinn starfí sjálfstætt, þ.e. að sjónvarpsstöðvarnar hafi ekki ítök í sjóðsstjórninni. Málamiðlanir stjórn- málamanna Áður en ráðist er í aðalefni þess- arar greinar, eflingu óháðra fram- leiðenda, verður ekki hjá því komist að minnast á tvo alvarlega ann- marka á Menningarsjóði útvarps- stöðva, annmarka sem einir sér nægja til að veikja stöðu hans tilfinn- anlega. Fyrst er að nefna að rúmlega helmingur sjóðsfjárins rennur til sinfóníuhljómsveitarirmar. Þetta er að sönnu verðugt verkefni, en alls óviðkomandi markmiðum sjóðsins, þ.e. eflingu innlendrar dagskrár- gerðar. I annan stað er Menningarsjóði gert að styrkja dagskrárgerð í sjón- varpi og útvarpi. Það er harla fátt sameiginíegt með framleiðslu sjón- varpsefnis og framleiðslu útvarps- efnis og ekkert sem mælir með því að spyrða þetta tvennt saman. Það er reyndar afar óheppilegt að sjón- varpsmál og útvarpsmál skulu ein- lægt vera skoðuð sem ein órofa heild og án tillits til kvikmyndamála, t.d. við endurskoðun laga. Þróunin í Evrópu á undanfömum 10-15 árum hefur leitt til þess að kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn er orðinn samtvinnaðri en nokkru sinni fyrr í þessum heimshluta, bæði í fjárhags- legu og listrænu tilliti. Hlutverk óháðra framleiðenda í upphafi og lengst framan af veitti Menningarsjóður útvarps- stöðva einvörðungu styrki til sjón- varpsstöðvanna sjálfra (og útvarps- stöðvanna, að sjálfsögðu, en þær verða alveg Iátnar liggja á milli hluta í þessari grein). Sjónvarpsstöðvarnar fjármögnuðu sjóðinn með því að greiða til hans sérstakt gjald. Síðan var þessu fé veitt aftur til stöðvanna í formi framlaga til ákveðinna verk- efna. Þessi tilhögun gerði það að verkum að Menningarsjóður var til- gangslítill milliliður. Það ávinnst ekkert með því að setja á stofn sjóð sem þennan nema að hann geti virkað sem aflgjafi; hann þarf bæði að leggja fram fjár- magn og hvetja til þess að styrkþeg- ar afli meira fjármagns, helst fjár- magns sem ella myndi ekki renna til framleiðslu innlends sjónvarps- efnis. Til að skýra þetta betur er bent á að sjóðir sem þessi fjármagna ekki verkefni að fullu, heldur veita til þeirra hluta af heildarframleiðslu- kostnaði — 25%, 30%, 40%, eftir aðstæðum. Þeir gera jafnframt þær kröfur til styrkþega að þeir afli þess ijár sem á vantar. Þegar sjónvarps- stöðvarnar fá styrki úr Menningar- sjóði ættu þær ekki að vera í vand- ræðum með að leggja fram þjð sem á vantar (íslensku stöðvarnar tvær velta yfir milljarði á ári hvor). Gall- inn er sá að þær grípa til þess íjár sem hvort eð er myndi renna til dagskrárgerðar eða annarra verk- efna á þeirra vegum. Óháðir fram- leiðendur eiga hinsvegar lítið sem ekkert fé til að leggja fram sjálfir og verða þar af Ieiðandi að leita fanga víða til að afla þess. Þannig eru óháðir framleiðendur mikilvægir ijármagnendur fyrir innlenda dag- skrárgerð. Fjáröflunarleiðir Vönduð og metnaðarfull sjón- varpsverk eru dýr í framleiðslu og æskilegt er að eigi færri en þrír aðilar standi í sameiningu að íj'ár- mögnun þeirra, helst fleiri. Óháðir framleiðendur eru á allan hátt betur í stakk búnir til þess að gangast fyrir samijármögnun en sjónvarps- stöðvarnar sjálfar. Þó er skilyrði að þeir geti leitað beint til Menning- arsjóðs um ijárframlög til þess að tryggja eigin hlut í framleiðslunni. Einnig er nauðsynlegt að þeir selji sýningarréttinn að efninu fyrirfram annarri tveggja íslensku sjónvarps- stöðvanna sem myndu þá leggja fram einhvern tiltekinn hluta heild- arframleiðslukostnaðar. Með framlag úr Menningarsjóði og þátttöku einnar innlendrar sjón- varpsstöðvar er eftirleikurinn auð- veldari. Framleiðendur geta t.d. leit- að tíl kostunaraðila, einkum ef lög- um um skattaívilnanir yrði komið á. Þeir geta einnig sótt um framlög til Kvikmyndasjóðs, a.m.k. í sumum tilfellum. 30% af úthlutunarfé Kvik- myndasjóðs rennur til kvikmynda- verka annarra en bíómynda (heim- ildarmynda, stuttra leikinna mynda og teiknimynda), þ.e. mynda sem algengast er að dreift sé í sjónvarpi fremur en bíóhúsum. Þá eru ótaldar íjármögnunarleiðir erlendis. íslendingar eiga aðild að tveimur erlendum kvikmynda- og sjónvarpssjóðum svo og MEDIA, áætlun Evrópubandalagsins til efl- ingar evrópskum kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði. Sjóðir þessir og áhættulánakerfi styrkja óháða fram- leiðendur en ekki sjónvarpsstöðvar. Þeir hafa veitt hundruðum miljóna króna til íslenskrar kvikmyndagerð- ar (og orðið til þess, með beinum og óbeinum hætti, að íslenskar bíó- myndir eru seldar til sjónvarpsstöðva og kvikmyndahúsa um gjörvalla Evrópu). Framleiðendur sjónvarps- efnis á Islandi hafa hinsvegar lítið gagn haft af þessum sjóðum. Ástæð- an er sú að óháðir framleiðendur hafa engan fjárhagslegan bakhjarl, þeir eiga ekkert fé sem þeir geta kallað sitt eigið og eru þar af leið- andi ekki gjaldgengir umsækjendur. Með því að veita framlög til óháðra framleiðenda gerír Menning- arsjóður þeim kleift að nýta sér er- lenda sjóði, stofna til samframleiðslu með erlendum aðilum og þjóna sem milliliðir sjónvarpsstöðva í mismun- andi löndum um samijármögnun sjónvarpsefnis. Um útboðsstefnuna Sumar þær aðgerðir sem erlendar þjóðir hafa gripið til í því skyni að efla óháða framleiðendur og draga úr þenslu og umsvifum sjónvarps- stöðvanna á framleiðslusviðinu myndu þykja æði gerræðislegar, ef þeim yrði beitt hér á landi. Þá er einkum átt við ýmiss konar lagaboð sem knýja sjónvarpsstöðvar til þess að kaupa efni af óháðum framleið- endum eða taka þátt í samfram- leiðslu með þeim. Sums staðar eru sjónvarpsleyfi veitt með því skilyrði að stöðvarnar framleiði ekkert sjálf- ar. Ríkisafskipti af sjónvarpsrekstri eru hvergi minni en hér á landi. Hér á Iandi eru tvær leiðir raun- hæfastar til þess að efla óháða ís- lenska framleiðendur: Annars vegar að veita til þeirra framlögum (eins og hér hefur verið íjallað ítarlega um), hins vegar að hvetja til þess að sjónvarpsstöðvarnar bjóði út framieiðslu dagskrárefnis í mun Anna Th. Rögnvaldsdóttir „Menningarsjóð út- varpsstsöðva verður að reka á svipaðan hátt og sambærilega evrópska sjóði. Hann þarf að starfa sjálfstætt, þ.e. án íhlutunar frá sjónvarps- stöðvunum, og veita framlög til óháðra fram- leiðenda einvörðungu.“ meira mæli en nú er. Ljóst er að útboð, einkum ef vel er að þeim stað- ið, munu styrkja stöðu framleiðsiu- fyrirtækja. Hinsvegar er ástæða til að benda á að útboðsstefna ein sér er ekki líkleg til þess að renna stoð- um undir sjálfstæðan innlendan kvikmynda- og sjónvarpsiðnað. Framleiðslufyrirtæki sem taka að sér verk fyrir sjónvarpsstöðvarnar sjá oftast nær um framleiðslu- og framkvæmdahliðina eingöngu. Sjón- varpsstöðvarnar hafa eftir sem áður frumkvæðið að gerð sjónvarpsverka, þær ráða mestu um efni, handrit, snið og kostnaðarramma. Verkin eru ijármögnuð af stöðvunum og þar af leiðandi alfarið í þeirra eigu. Við þetta má bæta að tilgangurinn með útboðum er fyrst og fremst sá að ná niður kostnaði og stuðla að hagkvæmni. Útboðsstefna er ekki í sjálfu sér hvatning til framleiðslu á vönduðu efni, hún hefur tilhneigingu til að virka þveröfugt. Óháðir framleiðendur eru ekki „óháðir“ nema þeir eigi þess kost að hafa sjálfir frumkvæði að gerð sjónvarpsefnis, njóti sjálfstæðis við þróun þeirra, hafi forgöngu um fjár- mögnun, forræði yfir framleiðslunni og eigi hlut í verkunum sem þeir framleiða þannig að þeir geti sjálfir hagnast af sölu og dreifingu, t.d. erlendis. Þetta sjálfstæði geta fram- leiðendur ekki öðlast nema þeir leggi sjálfir til íjármagn til framleiðslunn- ar. Tekjur Menningarsjóðs Menningarsjóður gæti orðið mjög mikilvægur fyrir innlendan kvik- mynda- og sjónvarpsiðnað og því væri æskilegt að finna honum fleiri en einn tekjustofn. Núna greiða sjónvarpsstöðvarnar 10% af auglýsingatekjum sínum til sjóðsins. Það hefur sýnt sig að þetta er ekki æskileg viðmiðun. Eðlilegra væri að stöðvarnar greiddu leigu fyrir afnot af sjónvarpsrásunum, enda er það gert víða erlendis. Stjórnvöld hafa þegar úthlutað öllum rásunum til sjónvarpsstöðvanna tveggja endurgjaldslaust og verður það að teljast mikil rausn. Ljósvak- inn er samfélagseign og sjálfsagt er að stjórnvöld gæti hagsmuna al- mennings og taki gjald af stöðvunum fyrir að hagnýta sér rásirnar. Gjald- ið yrði síðan látið renna óskert í Menningarsjóð til þess að stuðla að nýsköpun í dagskrárgerð. Beinast liggur við að miða gjaldið út frá heildartekjum stöðvanna (t.d. 5%), því heildartekjur gefa sterka vísbendingu um áhorfendafjölda og áhorfendafjöldi er mælikvarði á það að hvaða marki sjónvarpsstöðvarnar hagnýta sér rásirnar. Sjónvarpsstöðvarnar eru öflug fyrirtæki Margir virðast álíta að hart sé gengið að sjónvarpsstöðvunum með því að láta þær greiða gjald til þess að íjármagna sjóð sem þær hafa svo engin ítök í og einvörðungu veitir framlög til óháðra framleiðenda. Þetta er þó ekki sá afarkostur sem leikmönnum kann að virðast. Staða sjónvarpsstöðvanna er og verður sterk vegna þess að þær eru einu kaupendur og dreifendur sjónvarps- efnis á íslandi. Það kæmi tæpast til greina (eða ætti ekki að koma til greina) að Menningarsjóður veitti framleiðslustyrk til verkefnis nema önnur tveggja íslensku sjónvarps- stöðvanna hafí lýst sig reiðubúna til að taka það til sýninga og fjár- magna að hluta. Hversu sjálfstæður sem sjóðurinn er hafa sjónvarps- stöðvarnar veruleg áhrif á ákvarðnir sjóðsstjórnar, þótt með óbeinum hætti sé. Lokaorð Hér hefur einkum verið rætt um ijárhagslega þáttinn og sýnt fram á að Menningarsjóður gæti gegnt afar mikilvægu hlutverki í fjármögnun sjónvarpsverka ef hann veitti fram- lög til óháðra framleiðenda, og þá m.a. sem lykill að erlendum sjóðum. Menningarleg þýðing sjóðsins er þó ekki síður mikilvæg þótt lítið ráðrúm hafi gefist til þess að gera þeim þætti verðug skil hér. Þó er ekki hægt að skiljast við þetta efni án þess að minna á að sjónvarp er öflugasti fjölmiðill nútímans. Áfar brýnt er að koma í veg fyrir að of mikil völd safnist til þeirra sem stjórna þessum miðlum. Gildi Menn- ingarsjóðs útvarpsstöðva felst ekki síst í því að hann dreifir þessu valdi að nokkru með því að efia fjárhags- legt og listrænt sjálfstæði óháðra framleiðenda. Höfundur er varaformaður Félags ísl. kvikmyndagerðarmanna. Skarlatssóttin ekki í rénun í Reykjavík SKARLATSSÓTTARFARALDURINN sem nú herjar á Iands- menn virðist sambærilegur við faraldra sem geisuðu um 1943 og 1963. Skarlatssóttartilfelli hafa greinst um allt land en minnst hefur borið á sjúkdómnum á Austfjörðum. Skarlatssótt kemur í kjölfarið á hálsbólgu og getur orðið alvarlegur sjúkdómur og er rétt að leita læknis ef hún kemur upp. Fjölmörg skarlatssóttartilfelli hafa greinst í Reykjavík frá því í janúar, að sögn Heimis Bjarnasonar aðstoðarhéraðslæknis og virðist far- aldurínn ekki í rénun. Tilfelli um allt land Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir sagði að skarlatssótin hefði náð hámarki á landsbyggðinni í mars. Hann sagði að svo virtist sem mun minna hefði borðið á far- aldrinum á Austurlandi en annars staðar á landinu. Annars hefði sjúk- dómurinn náð sér upp um allt land og lagst mest á börn. Matthías sagði að í yfirgnæfandi meirihluta tilfella gengi sjúkdómurinn yfir án þess að Skarlatssótt í Reykjavík 1941-79 Tilfelli tilkynnt til læknis á hverja 100.000 íbúa 500...................................... Veikindi vegna hálsbólgu af völdum sýkia í Reykjavík 1990-93 (skarlatssótt getur fýlgt) Tilfelli tilkynnt lækni (skv. tilk. 4 heilsugæslustöðva, Læknavaktarinnar s.f. o.fl.) Heimild: Héraðslæknirinn i Reykjavík hafa í för með sér alvarlega fylgi- kvilla. Heimir sagði að skarlats- sótt kæmi í kjölfar hálsbólgu sem keðjusýklar valda. Sýking af völdum þessara keðjusýkla gæti haft alvar- legar afleiðingar í för með sér, s.s. gigtsótt og sýkingu í nýrum, og rétt væri að leita læknis. Sjúklingar með skarlatssótt fá útbrot um líkam- ann og tungan líkist yfirborði jarðár- beija. Sagði Heimir að viðeigandi sýklalyf ynnu vel á sjúkdómnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.