Morgunblaðið - 14.04.1993, Blaðsíða 27
MQRQUN£LAÐIÐ MIÐVJKUDAGUR 1.4. APRÍL 1993
27
Plastið
stenst
kiamorku-
eld
BRESKUR rakari hefur snúið
sér að uppfinningum með góðum
árangri því hann hefur gert vís-
indamenn og fulltrúa hermálayf-
irvalda forviða með því að finna
upp plasttegund sem er það
harðger að hún stenst hita frá
kjarnorkusprengingu, að sögn
tímaritsins Intemational De-
fence Review. Umfangsmiklar
tilraunir í rannsóknarstofum
bresku og bandarísku varnar-
málaráðuneytanna hafa leitt í
ljós að vart sér á plastinu þó
beint sé að því rúmlega 10.000
gráðu heitum blossa. Talið er
að efnið hafi mikið notagildi.
Norðmenn
hefja hval-
veiðar
NORÐMENN hefja hvalveiðar í
vísindaskyni í þessari viku og
er ætlunin að veiða 136 hrefnur
að þessu sinni. Að sögn sjávar-
útvegsráðuneytisins í Ósló fara
fjórir hvalbátar til veiða í þess-
ari viku í Barentshafi en í örygg-
isskyni var ekki gefið upp hve-
nær þeir létu úr höfn. Norskir
fjölmiðlar sögðu að þeir myndu
sigla í dag, miðvikudag. Búist
er við að skip strandgæslunnar
fylgi þeim til að koma í veg fyr-
ir að umhverfisverndarsinnar
trufli veiðarnar.
Genmð hreint
tilverks
ATHAFNASAMIR þjófar í Bret-
landi tóku sig nýlega til og
tæmdu flest lauslegt úr glæsi-
villu meðan eigandinn var í lejríi
eftir að hafa þurft að dvelja í
sex mánuði á spítala vegna
hjartaáfalls. Fátt stóð eftir nema
sjálfir veggirnir enda er talið að
þjófarnir hafi farið fleiri en eina
ferð á vettvang. Þeir tóku eld-
húsinnréttingu, innréttingu af
baðherbergjum með salernis-
skálum, fótlaugum og mið-
stöðvarofnum, jafnvel hurðir
voru bomar á brott. Eigandinn
hafði látið taka þjófavarnarbún-
að úr sambandi vegna kvartana
frá nágrönnum en búnaðurinn
mun hafa vakið þá að næturlagi
án þess að innbrotsþjófar væru
á ferð.
Japanir
stefna að tvö-
f öldun hag-
vaxtar
STJ ÓRNARFLOKKURINN í
Japan, Fijálslyndi demókrata-
flokkurinn, kynnti í gær tillögu
um að veija 13,2 billjónum jena
(7.500 milljörðum króna), meiri
fjárhæð en nokkru sinni fyrr, til
að blása lífi í efnahaginn. Verði
þessar tillögur samþykktar á
þinginu er áætlað að hagvöxtur-
inn tvöfaldist á næsta flárhags-
ári, sem hófst í mánuðinum,
verði 3,5%. í tillögunni er meðal
annars gert ráð fyrir 10,6 billjón-
um jena í opinberar frainkvæmd-
ir, meðal annars í byggingu
skóla og sjúkrahúsa. Japönsk
hlutabréf hækkuðu mjög í verði
eftir að tillagan var kynnt en
dollarinn snarlækkaði og gengi
hans hefur aldrei verið jafn lágt
miðað við jenið.
Frakkar
lækka for-
vexti
FRANSKI seðlabankinn lækkaði
í gær millibankavexti úr 12% í
10%. Var það gert vegna já-
kvæðra viðbragða ijármagns-
markaða við valdatöku stjórnar
Edouards Balladur forsætisráð-
herra.
Frönsk þota hrapar á fyrsta degi eftirlitsflugs yfir Bosníu
NATO-sveitir taka þátt í
aðgerðum í fyrsta sinn
Sarajevo, Vicenza á Ítaiíu. Reuter.
BANDARÍSKAR, franskar og hollenskar orr-
ustuþotur héldu í gær áfram eftirlitsferðum
yfir Bosníu til að tryggja að flugbanni Samein-
uðu þjóðanna sé framfylgt. Eftirlitsflugið hófst
á hádegi á mánudag og skýrði Jim Mitchell,
talsmaður Atlantshafsbandalagsins (NATO),
frá því að flognar hefðu verið 30 eftirlitsferð-
ir fyrstu tólf klukkustundirnar. Þetta er fyrsta
hernaðaraðgerðin á vegum bandalagsins frá
því það var stofnað árið 1949.
Flugmennirnir urðu ekki varir við neinar aðrar
flugvélar yfir Bosníu og ekki var skotið á NATO-
vélarnar af jörðu niðri líkt og óttast hafði verið.
Það varpaði hins vegar skugga á aðgerðina að
frönsk Mirage 2000 orrustuþota hrapaði í Adría-
haf á mánudagskvöld í kjölfar þess að hreyfíll
vélarinn bilaði skömmu eftir flugtak frá Cervia-
herstöðinni á Italíu.
Emil Sabathe hershöfðingi sagði að flugmann-
inum hefði tekist að skjóta sér út úr vélinni í fall-
hlíf í tæka tíð og hefði honum verið bjargað af
þyrlu af franska herskipinu Cassard. Hann væri
heill á húfi og myndi innan skamms taka þátt í
aðgerðunum að nýju.
Þátttaka Þjóðverja
Ratsjárvélar frá þýska flughernum taka þátt í
eftirlitsflugi NATO í kjölfar þess að þýski stjórn-
lagadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu fyrir
síðustu helgi að slíkt bryti ekki í bága við stjórnar-
skrá landsins. Er þetta í fyrsta skipti í um 50 ár
sem þýski flugherinn, Luftwaffe, tekur þátt í hern-
aðaraðgerðum. Frá lokum síðari heimsstyrjaldar-
innar hefur þýski heraflinn einskorðað sig við
varnaraðgerðir innan landamæra Þýskalands.
Stjórnmálaskýrendur í Þýskalandi hafi flestir
lýst yfir ánægju með að Þjóðveijar hafi ákveðið
að aðstoða vestræna bandamenn sína við að fram-
fylgja flugbanni SÞ yfir Bosníu. „Mikilvægasti
lærdómurinn sem við getum dregið af sögu Þýska-
lands er að við megum aldrei aftur ijúfa okkur
frá samfélagi vestrænna ríkja og við eigum ávallt
að reyna að ná sem víðtækastri samstöðu með
þeim,“ sagði dagblaðið Siiddeutsche Zeitung.
Síðdegisblaðið Bild sagði ekki vera ástæðu til
að halda sérstaklega upp á þessi tímamót. Þegar
hinn fijálsi heimur þarfnaðist framlags Þjóðveija
yrðu þeir hins vegar að leggja sitt af mörkum.
Efnt var til mótmælaaðgerða víðs vegar um
Þýskaland um páskana vegna þátttöku þýska flug-
hersins í aðgerðum NATO. Er talið að alls hafi
um 70 þúsund manns tekið þátt í mótmælafundum
í fjórtán borgum.
Bosníu-Serbar bíða
TVEIR LIÐSMENN úr herafla Bosníu-Serba drepa tímann með því að lesa bók og hreinsa vopn þegar
hlé varð á bardögum við borgina Srebrenica.
„Kvenleg-
ir“ bassar
Sydney. Reuter.
ÁSTRALSKIR vísindamenn
hafa komist að því, að konur
eru nú miklu djúpraddaðri
en fyrir 50 árum. Rekja þeir
það til breytinga á stöðu
kvenna í samfélaginu.
„Munurinn er geysimikill,
kvenröddin nú er almennt á
miklu lægri nótum en var árið
1945,“ segir raddsérfræð-
ingurinn Cecilia Pembeiton í
fréttabréfi Flinders-háskóla í
Suður-Ástralíu. Við saman-
burðarrannsóknirnar voru not-
aðar segulbandsupptökur með
röddum kvenna á aldrinum
18-25 ára frá 1945 og segir
Pemberton, að kvenröddin hafi
þá verið miklu „kvenlegri“.
„Á sínum tíma var Marilyn
Monroe fyrirmynd allra ungra
kvenna en nú eru það blaða-
menn, stjórnmálamenn, lög-
fræðingar og aðrir, sem eru í
sviðsljósinu, og oftast eru það
karlmenn," segir Pemberton.
Rússnesk skýrsla um yfirvofandi geislamengun í Norðurhöfum
„Islenskt hafsvæði og
fískimið í lítilli hættu“
- segir Svend Aage Malmberg haffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun
„ÞAR sem kafbáturinn er á miklu dýpi og
vegna seinvirks samgangs milli djúpsjávar- og
yfirborðslaga, þar sem áratugir geta liðið áður
en geislunin nær upp undir yfir yfirborðið,
verður að telja litla hættu á ferðum hvað varð-
ar íslenska hafsvæðið og fiskimiðin okkar,“
sagði Svend Aage Malmberg, haffræðingur
hjá Hafrannsóknastofnun er Morgunblaðið
innti hann álits á fréttum þess efnis að innan
þriggja ára hefjist hraðvirkur og stjórnlaus
plútoníumleki frá sovéska kafbátnum Kom-
somolets, sem sökk 500 kílómetra norður af
Noregi árið 1989 eftir eldsvoða um borð.
Breska blaðið Observer birti á sunnudag frétt
um yfirvofandi geislamengun í Norðurhöfum sem
byggð er á skýrslu sem unnin var á vegum rúss-
neskrar stjórnarnefndar sem Alexej Jablokov
umhverfismálaráðgjafi Borís Jeltsíns Rússlands-
forseta veitti forystu. í skýrslunni er viðurkennt
að Sovétríkin fyrrverandi hafi þverbrotið alþjóða-
samninga um bann við losun kjarnorkuúrgangs í
sjó. Þar segir hins vegar að Rússar eigi ekki ann-
arra kosta völ en halda áfram losun geislavirks
úrgangs í sjó, að minnsta kosti til ársins 1997
er endurvinnslustöðvar fyrir úrgang af þessu tagi
he§a starfrækslu.
I skýrslunni, sem skrifstofu Greenpeace-sam-
takanna í Moskvu var látin í té, segir að sovésk
skip hafi varpað 20 kjarnaofnum í sjó í Norðurhöf-
um og mengun frá þeim, svo og plútoníum-meng-
un frá aflóga kjarnorkusprengjum, kunni að stofna
dýralífi á þessum slóðum í hættu. Þar segir enn-
fremur að svo mikið sé geymt af geislavirkum
úrgangi í kjamorkukafbátum Rússa að öryggi
þeirra sé ábótavant og þeir séu í raun fljótandi
geymslutankar.
Stjórnlaus plútoníumleki
Að sögn skýrsluhöfunda er mikil hætta á að
geislun í sjávarfangi á fiskimiðum undan Noregs-
ströndum verði komin langt yfir hættumörk innan
fárra ára. Kafbáturinn Komsomolets liðist hratt í
sundur og innan þriggja ára byiji „skjótur og
stjórnlaus" plútoníumleki úr kjarnorkusprengjum
sem voru um borð er hann sökk.
I skýrslunni er gefin upp nákvæm staðsetning
20 kjarnorkuofna sem varpað hefur verið í sjó
norður af Rússlandsströndum og í norðanverðu
Kyrrahafi eftir 1965. Átta þeirra liggja á aðeins
18 metra dýpi í Abrosímova-flóa við Novaja
Zemlja. Margir ofnanna eru fullir af kjarnorkuelds-
neyti. Að sögn Observer segir í skýrslu rússnesku
stjórnarnefndarinnar að í nokkrum tilvikum hafí
verið skotið á stáltunnur með geislavirkum úr-
gangi til þess að flýta fyrir því að þær sykkju. í
henni er áætlað að frá árinu 1959 hafi á vegum
Sovétríkjanna sálugu og Rússlands verið varpað
í sjó sem nemur 12 þúsund milljörðum becquerel
af geislun, en becquerel er alþjóðleg mælieining
fyrir geislavirkni.
Loks kemur fram í rússnesku skýrslunni að
Rússar hafi dregið úr losun geislavirks úrgangs
í sjó. Vegna vandamála sem tengjast kjarnorku-
flota þeirra og þar sem Rússar geti ekki nýtt
úrganginn með neinurn hætti verði hins vegar
ekki hætt að fleygja honum í sjó fyrr en í fyrsta
lagi eftir fjögur ár. í kjarnorkuflota Rússa eru
235 kjarnaknúnir kafbátar sem í er að finna 407
kjarnaofna sem skilja eftir sig um 28.000 tonn
af geislavirkum úrgangi á ári.