Morgunblaðið - 14.04.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.04.1993, Blaðsíða 33
MQRGU>ÍBLA£>IÐ MIÐVIKUDAQUR 14. APRIL 1993 33 Styrktarfélag vangefinna og For- eldrafélag barna með sérþarfir Starfsmaður ráðinn til að aðstoða foreldra fatlaðra SVANFRÍÐUR Larsen hefur verið ráðin starfsmaður Styrktarfélags vangefinna á Norðurlandi og Foreldrafélags barna með sérþarfir á Akureyri, en félögin njóta til þess styrks frá Akureyrarbæ. Starfsmaður félaganna hefur það hlutverk að aðstoða foreldra fatl- aðra m.a. við að fá upplýsingar um rétt sinn, að fá yfirsýn yfir ýmiss konar aðstoð og þjónustu sem sam- félagið veitir þeim og börnum þeirra og að vinna með þeim að úrbótum á því sviði. Starfsmaðurinn stendur utan þjónustkerfanna og vinnur sjálf- stætt í samráði við félögin. Hann kynnir foreldrum foreldrastarf og hagsmunasamtök fatlaðra og skap- ar tengsl við foreldra sem reynslu hafa af umönnun fatlaðs barns og eins getur hann útvegað margs konar fræðsluefni ef óskað er. Þessi þjónusta stendur öllum for- eldrum fatlaðra til boða óháð því hvort þeir eru félagar í ofangreind- um samtökum. Starfsmaðurinn hefur aðsetur í húsnæði félaganna í Stórholti 1 og tekur þar á móti foreldrum eða heimsækir þá, allt eftir óskum þeirra. Svanfríður er á skrifstofunni í Stórholti 1 mánudaga til miðviku- daga frá kl. 10 til 12. Morgunblaðið/Rúnar Þór. Svellalög SVELL liggja viða yfir túnum við utanverðan Eyjafjörð og í Fnjóska- dal og er veruleg hætta á kali í vor. Þessi mynd er tekin heim að bæjunum Víðivöllum og Víðifelli í Fnjóskadal þar sem gífurleg svellalög hafa verið í vetur. Veruleg hætta á kalskemmdum Ytn-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit. EINSTÖK veðurblíða hefur verið hér undanfarnar vikur og eru tún að byrja að taka lit. Farfuglar láta nú sjá sig hver af öðrum, svo sem þrestir, grágæs og tjaldur og síðan en ekki síst er blessuð lóan farin að kveða sitt undurfagra stef „dýrðin, dýrðin". Jörð hefur verið lengi auð hér um slóðir og engin hætta á kali hér í Eyjafjarðarsveit, en öllu verra út- lit er í útsveitum héraðsins og í Fnjóskadal þar sem svell hafa legið á túnum mjög lengi í vetur. Áhyggjur af kali Að sögn Ólafs G. Vagnssonar ráðunautar hjá Búnaðarfélagi Eyja- fjarðar hefur Bjarni Guðleifsson kalsérfræðingur á Möðruvöllum verið að taka torfusýni úr túnum og sýr.du þær rannsóknir að allt var í lagi fram til 10. mars, en þar sem svell lágu á túnum fram yfir síðustu mánaðamót, það er að segja mars/apríl, hefur Bjarni verulegar áhyggjur af kali. Álfhildur Jónsdóttir á Víðifelli í Fnjóskadal sagði að gífurleg svella- lög hefðu verið á túnum í vetur, en þau væru rétt að koma upp úr þessa dagana. Erfitt væri að sjá hvort mikið kal yrði í vor, en það fer að töluverðu leyti eftir veðráttu á næstunni, hvort mikil frost yrðu um nætur eða tíð héldist mild áfram. Nú líður að því að kartöflubænd- ur fari að setja útsæði í spírum og má búast við snemma verði sett niður í vor eftir útlitinu nú. Tölu- verð eftirspurn er eftir góðu útsæði og ætti því verðið að haldast vel uppi. Benjamín MYNDLISTASKÓLINN Á AKUREYRI Kaupvangsstræti 16 auglýsir inntöku nýrra nemenda ífornámsdeild, málun- ardeild og grafíska hönnun veturinn 1993-1994. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans, Kaupvangsstræti 16. Allar nánari upplýsingar veitfar í síma 96-24958. Umsóknarfrestur ertil 15. maí. Skólastjóri. Morgunblaðið/Rúnar Þór Snædrottningar VINKONURNAR íris Kara og Snædís hvíla lúin bein í Hlíðarfjalli, en þar var mikið fjölmenni alla páskadagana. Um tíu þúsund manns í Hlíðarfjalli um páskana TALIÐ er að um 10 þúsund manns hafi komið í Hlíðarfjall um páskana, en að jafnaði voru frá um 2.000 og upp í um 2.500 manns þar daglega. Mikil veðurblíða var alla dagana, sólskin og logn. Mikið var um aðkomufólk í Hlíðarfjalli og greini- legt að margir lögðu land undir fót til að renna sér þar í brekkunum. Pyngjan þyngdist ívar Sigmundsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, sagði að páskarnir nú hefði verið ákaflega góðir, en sjaldgæft væri að einmuna veðurblíða héldist svona marga daga íröð. í kjölfar þess að mikill fjöldi fólks var á svæðinu páskadagana hefði pyngjan þyngst verulega, en fram að páskum hefði skíðavert- íðin ekki gengið sem best, m.a. vegna tíðarfars sem var rysjótt frá áramótum. „Þessir dagar bjarga ekki allri vertíðinni, en það hefði orðið gífurlegt áfall ef þeir hefðu orðið ónýtir eins og í fyrra,“ sagði Ivar. Gott skíðafæri Ivar sagði sem dæmi um hversu vel gengið hefði, þrátt fyrir mikinn mannfjölda, að aldrei hefði þurft að kalla til sjúkrabíl, en slíkt væri ekki óeðlilegt þar sem svo margt fólk er saman komið til skíðaiðkun- ar. Þá hefði ekki orðið vart bilana í tækjum og allt því gengið snurðulaust fyrir sig. Skíðafæri er gott í Hlíðarfjalli og nægur snjór, en um næstu helgi verður haldið þar alþjóðiegt skiða- mót með um 70 þátttakendum og er um helmingur þeirra frá útlöndum. í næstu viku verða Andrésar andar-leikarnir haldnir með þátttöku um 800 barna víðs vegar af landinu, en ívar sagðist hafa trú á því að fljótlega eftir leikana myndi skíðavertíðinni ljúka. Menningarhátíð í Eyj afj arðarsveit Ljóðakvöld, hestaíþróttir tónleikar og leiksýningar MENNINGARHÁTÍÐ hefst í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 17. apríl næstkomandi og stendur hún til sunnudagsins 25. apríl. Þetta er £ fyrsta sinn sem efnt er til menningarhátíðar í Eyjafjarðarsveit og er dagskráin fjölbreytt; tónlist, leiklist, myndlist og andans orð. „Hugmyndin hefur verið að geij- ast í nokkurn tíma, en það er ár frá því ákveðið var að efna til þessarar menningarhátíðar nú í vor. Heima- fólk kemur mikið við sögu, við viss- um af því að fólk stundar listalíf í frístundum, málar eða yrkir eða eitt- hvað þess háttar og menningarhátíð- inni er ætlað að gefa fólki tækifæri til að koma list sinni á framfæri og við höfum hvatt menn til að draga upp úr pokahorninu það sem það hefur fram að færa. Síðan höfum við fengið ýmsa utansveitar til að krydda dagskrána, þannig að hér verður á boðstólum fjölbreytt efni,“ Flugfélag Norðurlands Gæsir skemmdu hreyfil Metró-skrúfuþotunnar VONAST er til að hægt verði að fljúga skrúfuþotu Flugfelags Norð- urlands, Metro Fairchild, að nýju um næstu helgi, en nýr hreyfili í vélina er á leið til landsins. Gæsir lentu í hreyfli vélarinnar síðastlið- inn laugardag. Flugvélin kom inn til iendingar á Akureyrarflugvelli um kl. 18 á laugardag þegar þtjár gæsir flugu í veg fyrir hana og lentu á henni, en talið er að ein þeirra hafi sogast inn í hreyfilinn. Sigurður Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri Flugfélags Norður- lands sagði að búið væri að taka hreyfilinn af vélinni og yrði hann sendur til viðgerðar til Bandaríkj- anna í verksmiðjuna þar sein vélin var smíðuð. Reiknaði hann með að hreyfillinn sem félagið fær verði kominn til landsins um næstu helgi. Mikið tjón Ekki er vitað hversu mikið tjón hlaust af óhappinu, en nýr hreyfill kostar um 20 milljónir króna. Sig- urður sagði að aðrar vélar félagsins hefðu verið notaðar á innanlands- leiðum og útlit væri fyrir að féiagið missti ekki af verkefnum erlendis þrátt fyrir óhappið. sagði Leifur Guðmundsson, formað- ur menningarmálanefndar Eyja- fjarðarsveitar. Ljóðakvöld Hátíðin verður sett næsta laugar- dag í Vín, þann dag verða einnig haldnir tónleikar og harmonikku- dansleikur í Laugarborg. Dagur barnanna verður haldinn í íþrótta- húsinu á Hrafnagili á sunnudag og þá verða blústónleikar í Vín. Ljóða- kvöld verður haldið í Vín á mánu- dagskvöldið 19. apríl og á þriðjudag verður leik- og tónlistardagskrá í Freyvangi þar sem unglingar, Félag aldraðra og Freyvangsleikhúsið sjá um dagskrá. Hestaíþróttamót Jasskvöld verður haldið í Vín á miðvikudagskvöld og á fimmtudag, sem er sumardgurinn fyrsti, verður hestaíþróttamót Funa haldið á Mel- gerðismelum, kaþóisk messa verður á Munkaþverá og tónleikar Tónlist- arskóla Eyjafjarðar í Sólgarði, en Leikfélag Vopnafjarðar sýnir Músa- gildruna í Laugarborg. Freyvangs- leikhúsið sýnir Ljón í síðbuxum ,í Freyvangi á föstudag og rokktón- leikar verða fyrir yngra fólkið í Laugarborg. Laugardag 24. apríl verður söng- dagskrá í Laugarborg og dansleikur og á sunnudag verður helgistund í Grundarkirkju þar sein Jón Þor- steinsson og Gígja Kjartansdóttir syngja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.