Morgunblaðið - 14.04.1993, Síða 42

Morgunblaðið - 14.04.1993, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993 Guðmundur Jóns- son - Minning Fæddur 3. september 1903 Dáin 3. apríl 1993 Okkur langar til að minnast afa okkar Guðmundar Jónssonar fv. lög- regluvarðstjóra, sem lést hinn 3. apríl sl. Afi var fæddur í Hafnarfirði 3. september 1903, sonur hjónanna Jóns Jónssonar, sjómanns frá Deild á Álftanesi, og Þorbjargar Magnús- dóttur frá Dysjum í Garðahverfi. Hann var áttundi í röð ellefu barna þeirra hjóna. Foreldrar afa fluttust til Hafnarfjarðar um aldamótin. Af tíu systkinum hans komust aðeins fimm til fullorðinsára, en þau voru auk Guðmundar Olafur Valdimar, fiskmatsmaður og um tíma formaður verkamannafélagsins Hlífar í Hafn- arfirði, Jón sjómaður og síðar iðn- verkamaður, Anna húsmóðir og Guðfinna húsmóðir. Öll bjuggu þau í Hafnarfirði. Systkinin voru kennd við Deildj en eru nú öll látin. Jón, Guðfinna og afi hafa öll látist í hárri elli á síðustu þremur árum. Afi missti ungur föður sinn, en systkinin hjálpuðu móður sinni við að halda heimili. Hann fór snemma að vinna ýmsa verkamannavinnu, en öðlaðist ökuréttindi 1923. Þá fór hann að vinna við akstur vörubif- reiða, fyrst hjá útgerðarfélagi Flyg- enrings í Hafnarfirði. Árið 1929 keypti hann sér vörubifreið og starf- aði við akstur í nokkur ár eftir það. Ok hann aðallega með kol og salt suður í Hafnir og til Grindavíkur, en fiski var ekið til baka. í Höfnum kynntist afi ungri konu, Þóru Magn- úsdóttur frá Staðarhóli, dóttur hjón- anna Magnúsar Waage Pálssonar, útvegsbónda og hreppstjóra og Kristínar Jósefsdóttur ljósmóður. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband 11. nóvember 1934. Hófu þau búskap sinn í Hafnarfirði, en 1936 fluttust þau til Reykjavíkur. Sú ákvörðun hefur verið tekin eftir að afi hætti bifreiðaakstrinum og hafði fengið starf sem lögregluþjónn í Reykjavík. Störf lögregluþjóna eru alltaf erf- ið, en á þeim árum, þ.e. skömmu fyrir stríð og á stríðsárunum, þurftu þeir sem við löggæsluna störfuðu að takast á við mörg erfið mál sem reyndu á þor þeirra og kjark. Afi starfaði óslitið í lögreglunni, fyrst sem lögregluþjónn, en síðar sem varðstjóri. Þegar hann var sjötugur lét hann af störfum eftir 37 ára gifturíkt starf. Fyrst eftir að afi og amma flutt- ust til Reykjavíkur leigðu þau hús- næði í Vesturbænum. Að nokkrum árum liðnum réðust þau í að byggja sér hús í Laugarneshverfi, sem þá var nánast sveit. Fluttust þau í nýja húsið 1945, en þar fæddist yngsta barnið. Börn afa og ömmu eru Krist- ín lyfjatæknir, gift Valsteini V. Guð- jónssyni stýrimanni, Ólafur Valdi- mar, löggiltur rafverktaki, kvæntur Guðnýju Steingrímsdóttur húsmóð- ur, Guðmundur Magnús starfs- mannastjóri, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur ritara, og Þorbjörg hjúkr- unarfræðingur, gift Jónasi Hvann- berg hótelstjóra. Áður hafði amma átt einn son Þórð Helgason vél- stjóra, kvæntur Huldu Þórðardóttur verslunarmanni. Sameiginlegt áhugamál afa og ömmu var garðrækt, eyddu þau öll- um stundum í garðinum við húsið • sitt. Fengu þau oft viðurkenningu fyrir garðinn og eitt árið var hann valinn fegursti garður Reykjavíkur. Þóra amma okkar lést 1976 og var það honum mikið áfall. Hann bjó einn í húsinu á meðan hann hafði heilsu til, en hann veiktist og flutt- ist í framhaldi af því til okkar í Blá- skógana. Þegar hann bjó í sambýli við okk- ur kynntumst við vel nákvæmni hans, snyrtimennsku, umhyggju og áhuga fyrir allri fjölskyldu sinni. Hann vandaði hvert verk sem hann vann og ekki skrifaði hann einn staf án þess að vanda sig, enda var skrift hans og allt handbragð geysifallegt. Hann var líka vandaður til orðs og æðis, umburðarlyndur og orðvar og talaði alltaf máli þeirra sem minna máttu sín. Eftir að hafa búið í rúm 10 ár hjá okkur fluttist hann í þjónustu- íbúð aldraðra við Dalbraut. Þar þekkti hann vel til enda hafði hann verið þar á dagdeildinni í nokkur ár. Á Dalbrautinni leið honum vel og átti hann þar góð ár, þrátt fyrir að hann hafði orðið fyrir mörgum áföll- um heilsufarslega. Hann var að hluta lamaður í sextán ár og síðustu vik- urnar bundinn hjólastól. Þrátt fyrir veikindi sín kvartaði hann ekki og lét aldrei í Ijós að hann væri ósáttur við hlutskipti sitt. Vildi hann vera sjálfum sér nógur að flestu leyti, svo rík var sjálfsbjargarviðleitni hans. Ef hann þurfti á hjálp að halda var farið fram á h'ana af mikilli hógværð. Afi var áhugasamur um flesta hluti og hafði gott minni, las dag- blöðin spjaldanna á milli, fylgdist með fréttum og íþróttum í sjón- varpi. Á seinni árum fékk hann mik- inn áhuga á knattspyrnu, en sú íþrþtt hafði ekki heillað hann áður. Gat hann sagt okkur hvernig marg- ir leikir höfðu farið í ensku knatt- spyrnunni. Hann hafði iíka gaman af tónlist, enda hafði hann spilað á slagverk í lúðrasveit er hann var ungur. Þegar afi lést var hann orðinn þreyttur, þrekið var búið en hann hélt reisn sinni til hinstu stundar. Við þökkum Guði l'yrir góðan og grandvaran afa sem með lífi sínu kenndi okkur heiðarleika, trú- mennsku og umburðarlyndi. Við kveðjum hann með orðum úr Bibl- íunni: „Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists, sem eftir mikilli miskunn sinni hefir endur- fætt oss til lifandi vonar fyrir upp- risu Jesú Krists frá dauðum.“ 1. Pét. 1.3. Magnús, Fjalar, Fjölnir og Erna. Guðmundur Jónsson fyrrverandi starfsfélagi minn og góður vinur er látinn eftir 20 ára vanheilsu og lö- mun. Leiðir okkar lágu saman er við gerðumst báðir lögreglumenn í Reykjavík árið 1937 eftir þriggja mánaða námskeið fyrir verðandi lög- reglumenn. Kynni okkar urðu nán- ari er við störfuðum á sömu lögreglu- vakt. Guðmundur var Hafnfirðingur og var kenndur við Deild, sem var heim- ili hans þar í bæ. Áður en Guðmund- ur gerðist lögreglumaður stundaði hann bifreiðastjórn og ók lengi gam- alli vörubifreið fyrir fyrirtæki Flyg- enrings í Hafnarfirði og síðar sinni eigin bifreið. Hann annaðist þá aðal- lega akstur suður á Reykjanesskagaj þar sem vegir voru víða illfærir. I þessu starfi vann hann sér álit sem ökumaður og hjálparhella íbúanná þar (samanber Bjössa á mjólkurbíln- um). Oft sagði hann mér sögur af þeim ferðum sínum, sem máttu kallast svaðilfarir á slæmum vegum og veg- leysum. Ekki var þó ailt slæmt við ferðir þessar, að hans sögn, því að eitt sinn ók hann suður í Hafnir á Reykjanesi og kom að lokuðu hliði. Sá hann þá hvar kom aðsvífandi ung og falleg stúlka, sem opnaði hliðið. Ekki gat hann hætt að hugsa um þetta atvik, sem endaði með því að stúlka þessi varð eiginkona hans og hamingjuvaldur í hans lífi. Hún hét Þóra Magnúsdóttir og var frá Höfn- um á Reykjanesi. Hjónaband þeirra var farsælt, og eignuðust þau fjögur börn, sem öll eru fyrirmyndarfólk og má segja um þau að „eplin falla sjaldan langt frá eikinni". Börnin eru: Kristín hús- freyja, elst, gift Valsteini Guðjóns- syni skipstjóra; Ólafur Valdimar, rafvirkjameistari, giftur Guðnýju Steingrímsdóttur; Guðmundur Magnús ráðningarstjóri hjá lög- regluembættinu í Reykjavík, giftur Guðnýju Jónsdóttur; Þorbjörg hjúkr- unarfræðingur, gift Jónasi Hvann- berg hótelstjóra. Guðmundur var fyrirmyndar lög- reglumaður, samviskusamur og sómi sinnar stéttar. Hann var hvers manns hugljúfi enda kallaður „Guð- mundur góði“ á meðal okkar félag- anna. Hann hafði ekki verið lengi lögreglumaður, er hann var ráðinn aðstoðarvarðstjóri og síðar varð- stjóri. Eftir að hann hætti störfum sem lögreglumaður gerðist hann þing- vörður á Alþingi í nokkur ár þar til heilsan gaf sig. Guðmundur lamaðist hægra meginög átti mjög erfitt með hreyfingar. En ávallt sýndi hann afburða þrautseigju og bar sjúkleika sinn af slíkri ró að aðdáunarvert var og aldrei heyrðist hann kvarta, þó að hann yrði fyrir mörgum áföllum vegna lömunar. Guðmundur missti sína góðu konu á besta aldri árið 1976. Var það að sjálfsögðu mikið áfall fyrir hann og fjölskylduna. Nokkrum árum síðar flutti hann sitt fallega heimili frá Otrateigi 3, þar sem þau hjónin höfðu ræktað fallegan verðlauna- garð. Hann fluttist í nýbyggt hús Guðmundar sonar síns og eignaðist kjallarann og naut aðstoðar fjöl- skyldu sonar síns. Er sjúkleiki hans ágerðist fluttist hann á sjúkraheimil- ið á Dalbraut 27, og bjó þar uns hann var fluttur á sjúkradeild að Hátúni 10, þar sem hann andaðist eftir stutta legu, nærri 90 ára gam- all. Ég á margar góðar minningar frá samverustundum okkar á heimili hans og fjölskyldu hans á Otrateigi 3. Ég rétti honum oft hjálparhönd er húsið var í byggingu. Oft fórum við saman til silungsveiða ásamt Jakobi heitnum Jónssyni samstarfs- manni okkar. Einnig unnum við þrír oft saman í fríum okkar og vorum því kallaðir „Bakkabræður" af félög- um okkar. Allar þessar stundir eru mér minnisstæðar. Við Guðmundur höfðum oft sam- band í síma á síðari árum, og oft kom hann í heimsókn til okkar hjóna á meðan hann var ferðafær, og var honum ávallt vel fagnað. Það kom í ljós nokkru áður en Þóra kona hans dó að hún og Guðrún kona mín voru allmikið skyldar, og vakti það ánægju okkar eftir svo löng kynni. Ég sakna samskipta við vin minn Guðmund, en „eitt sinn skal hver deyja“. Við hjónin sendum börnum hans og nánustu ættingjum okkar hugheilustu samúðarkveðjur. Lengi munum við minnast góðs drengs. Blessuð_ sé minning hans. Ólafur Guðmundsson. Tengdafaðir minn Guðmundur Jónsson lést laugardaginn 3. apríl, eftir stutta en erfiða legu. Guðmundur fæddist í Hafnarfirði 3. september 1903. Hann var sonur hjónanna Þorbjargar Magnúsdóttur frá Dysjum og Jóns Jónssonar sjó- manns frá Deild á Álftanesi. Þeim varð 11 barna auðið, en aðeins fjög- ur komust til fullorðinsára auk Guð- mundar, en þau voru Ólafur, Jón, Anna og Guðfinna, sem nú eru öll látin. Guðmundur kvæntist Þóru J. Magnúsdóttur 11. nóvember 1934. Hún var fædd 9. ágúst 1910, en lést um aldur fram 7. febrúar 1976. Þau hófu búskap sinn í Hafnarfirði og eignuðust fjögur börn, sem eru Kristín, gift undirrituðum og eiga þau eina dóttur, Ólafur Valdimar, kvæntur Guðnýju Steingrímsdóttur, þau eiga þrjá syni og dóttur misstu þau unga, Guðmundur Magnús kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur, eiga þau tvo syni, og eina dóttur og Þor- björg, gift Jónasi Hvannberg, þau eiga tvo syni. Einn son átti Þóra áður, Þórð, kvæntur Huldu Þórðar- dóttur og eiga þau ljóra syni og eina dóttur. Guðmundur vann við bif- reiðaakstur framan af, en árið 1937 hóf hann störf hjá Lögreglunni í Reykjavík og varð það hans ævi- starf, sem hann stundaði af mikilli samviskusemi til ársins 1973, en þá hóf hann starf sem þingvörður á Alþingi um tíma eða þar til heilsu tók að hnigna. Kynni okkar hófust er ég kvænt- ist dóttur hans Kristínu, en þá var heimili Guðmundar og Þóru á Otra- teigi, en það heimili var annálað fyrir hlýleika og gestrisni, enda snyrtimennska í fyrirrúmi úti sem inni. Þau eyddu mörgum frístundum saman við að fegra og rækta garð- inn sinn, sem bar þeim báðum fag- urt vitni, enda hlaut hann verðlaun og viðurkenningar oftar en einu sinni. Guðmundur tengdafaðir minn var glæsilegur á velli, hjartahlýr og góð- ur maður, enda varð ég oft var við það að ef eitthvað bjátaði á, þá var hann sá sterki og þann styrk hafði hann til hinstu stundar. Guðmundur hafði fleiri áhugamál en garðrækt. Hann hafði gaman af að renna fyrir fisk, íþróttir áttu hug hans líka og þá sérstaklega frjálsar íþróttir og enska knattspyrnan. Einnig hafði hann yndi af tónlist. Þau voru góð heim að sækja, Guðmundur og Þóra. Ég segi þau, því að vart er hægt að nefna annað, án þess að nafn hins fylgi með, svo nátengd eru þau í huga mínum. Við sem eftir stöndum, megum ekki gleyma birtunni sem hann færði okkur í lifandi lífi. Með það að leiðar- ljósi kveð ég elskulegan tengdaföður minn og þakka honum fyrir sam- fylgdina. + Elsku litli sonur okkar og barnabarn, ANDRI GUÐMUNDSSON, m «* sem fæddist 29. mars 1993, lést þann 31. mars. fk Útförin hefur farið fram. Þökkum öllum þeim, sem hafa veitt okkur stuðning og sýnt okkur hlýhug. i * t‘". k ' ■-■■ Guðmundur Bjarni Jósepsson, Rósa Steingrímsdóttir, Jósep Guðmundsson, Steingrimur Benediktsson, Ólöf Björg Karlsdóttir, Þórey Ásmundsdóttir. Guð blessi minningu Guðmundar Jónssonar. Valsteinn V. Guðjónsson. Laugardaginn 3. apríl hringdu foreldrar mínir í mig hingað til Grikklands og sögðu mér að afi væri dáinn. Eg var hálfvegis búin að búast við þessari frétt í nokkurn tíma, en ég vonaði þó innst í hjarta mínu að hann næði sér upp úr veik- indunum og að ég fengi að sjá hann í sumar þegar að ég kæmi heim til íslands ásamt börnunum mínum tveimur. Helst hefði ég viljað sjá hann níræðan en Guð hafði ætlað honum annan næturstað ogtók hann til sín, þreyttan eftir langa ævi. Ástkær afi minn var sonur hjón- anna Jóns Jónssonar frá Deild og Þorbjargar Magnúsdóttur frá Dysj- um. Eignuðust þau 11 börn, en að- eins fimm þeirra komust til fullorð- insára. Voru það þau Ólafur, Anna, Guðfinna og Jón ásamt afa mínum, en hann var sá síðasti af þessum stóra systkinahópi er kvaddi þennan heim. Hann ólst upp í Hafnarfirði og bjó þar þegar hann gekk að eiga ömmu mína Þóru Magnúsdóttur hinn 11. nóvember 1934. 54 árum seinna gekk ég í hjónaband þennan sama dag sem alltaf hefur verið sérstakur í augum fjölskyldunnar. Afi og amma eignuðust fjögur börn, þau Kristínu, móður mína, Ólaf, Guð- mund og Þorbjörgu. Leiðin lá nú til Reykjavíkur, fyrst vestur á Seljaveg, en á stríðsárunum hóf afi byggingu á húsi uppi í sveit, eða nánar tiltekið í Laugarnesinu sem þá þótti góðan spöl í burtu frá miðbæ höfuðborgar- innar. Á Otrateignum bjó hann til ársins 1976, en þá var húsið selt eftir lát ömmu minnar við mikinn og sáran söknuð allra þeirra, sem höfðu átt þar margar og góðar sam- verustundir í félagsskap ömmu og afa. Afi.fór þá til Guðmundar sonar síns uppi í Breiðholti og bjó þar til ársins 1988, en þá fluttist hann aft- ur á gamlar slóðir eða í þjónustuíbúð við Dalbraut þar sem hann bjó til dauðadags. Afi minn var sístarfandi og mjög duglegur maður. Árið 1937 hóf hann störf hjá Lögreglunni í Reykjavík eftir að hafa verið vörubílstjóri í Hafnarfirði um tíma. Hjá lögregl- unni var hann þangað til að hann komst á aldur, en eftir það vann hann um nokkurt skeið sem þing- vörður á Alþingi. Þar sem að faðir minn var á sjó og móðir mín í vinnu, þá ólst ég upp að miklu leyti hjá afa mínum og ömmu og veit ég það í dag,' að það er engan veginn sjálfsagt að hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að alast upp hjá svona góðu fólki. Þau dekruðu kannski of mikið við mig, en þau lásu mér líka lífsreglurn- ar sem síðar urðu mér haldreipi í amstri daganna. Hugurinn hvarflar til baka og ég minnist þess er ég var í leikskólanum Tjarnarborg. Ég beið þess ávallt með óþreyju að afi kæmi að sækja mig. Þegar hatturinn hans sást við enda Tjarnargötunnar var ég send til móts við hann og oftast hljóp ég alla leið vegna þess að ég átti í vændum að fá að fara í strætó með afa mínum sem var lögga og auk þess vissi ég að hann átti alltaf eitthvað í pokahorninu handa mér og suma dagana fékk ég jafnvel ís. Ég minnist líka margra góðra stunda í garðinum hans afa og oftar en ekki sat ég inni í skúr hjá honum þar sem að hann var að laga og smíða og gera við gömul húsgögn og spjölluðum við þá um heima og geima. Afi minn var strangur, vilja- sterkur og eitilharður á sínum skoð- unum, en undir hrjúfu yfirborði sló hjarta úr gulli. Þessum innra manni hans fékk ég að kynnast og þakka ég honum fyrir það. Elsku afi, mér þykir sárt að hafa ekki fengið að sjá þig einu sinni enn. Mér þykir líka sárt að þurfa að kveðja þig héðan úr suðrinu, en það er huggun í því að ég veit að núna ertu komin til ömmu og að saman njótið þið þess sem góðu fólki hlotnast hjá Guði. Far þú í friði Friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Þóra Björk Valsteinsdóttir Grikklandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.