Morgunblaðið - 14.04.1993, Page 56

Morgunblaðið - 14.04.1993, Page 56
óska>1lífeyrir ««ð l>ínu vnli! m Sími 91-692500 / MOllGUNBLAVIfí, KRINGLAN 1 108 REYKJA VÍK SÍMI 691100, StMBRÉF 691181, PÓSTUÓLF 1655 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Akranes kyrrsett í Noregi UMBOÐSMAÐUR alþjóða flutningaverkamannasam- bandsins í Noregi hefur sett siglingabann á flutninga- skipið Akranes sem þar er statt uns gengið hefur verið frá kjarabót rússneskra og pólskra starfsmanna um borð. Birgir Björgvinsson, starfs- maður Sjómannafélags Reykjavíkur, sagði að ástæða kyrrsetningarinnar væri sú að mennirnir fengju aðeins um 500 dollara á mánuði í laun en lágmarkslaunataxti alþjóða flutningaverkamannasam- bandsins væri rúmir 1.000 dollarar á mánuði. Hann sagði að öðru flutningaskipi, Úran- usi í leigu hjá Samskipum, hefði verið veitt viðvörun í Reykjavíkurhöfn af sömu ástæðu á miðvikudag. Birgir 'segir að eftirlit með skipum sem sigli undir þæg- indafánum verði hert á næst- unni enda veiti ekki af með tilliti til atvinnuleysis meðal starfsmanna á Islandi. Aðalátökin um gildis- töku 14% vsk. á matvæli Tímabundin hækkun skattfrelsismarka eða auknar niðurgreiðslum land- búnaðarvara boðnar í viðræðum ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðar Á milli funda Morgunblaðiö/Kristmn BENEpiKT Davíðsson, forseti ASÍ og Magnús Gunnarsson, formað- ur VSÍ, halda af fundi með ráðherrum seint í gærkvöldi. Að loknum þessum fundi var haldinn fundur í stóru samninganefnd Alþýðusam- bandsins. Þá kom í gærkvöldi bakslag í viðræður um lausn á kjara- deilunni í Straumsvík, og ágreiningsatriði sem margir töldu frágeng- in, komu upp á borðið á ný. LAUNÞEGAHREYFINGIN gerði ríkisstjórninni í gærkvöld tilboð um að gildistaka 14% virðisaukaskatts á matvæli yrði frá 1. nóvember nk. en ekki frá 1. september eins og áður hafði verið gerð krafa um. Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra funduðu með formanni Vinnu- veitendasambands Islands og forseta Alþýðusambands íslands og lauk fundinum um klukkan 23 í gærkvöldi. Þar reifaði ríkisstjórnin viðbótar- hugmyndir til að hægt væri að ná saman kjarasamningum. Ríkissljórn- in gerði þar launþegahreyfingunni gagntilboð um að hún veldi annað tveggja frá 1. nóvember til ársloka: Hækkun skattfrelsismarka, eða auknar niðurgreiðslur Iandbúnaðarvara sem hefði í för með sér 0,5% lækkun framfærsluvísitölu. Þessu höfnuðu fulltrúar launþegahreyfing- arinnar í fyrstu en eftir að fram kom tilboð um að allar veiðiheimild- ir Hagræðingarsjóðs kæmu endurgjaldslaust í hlut útgerðarinnar breyttist afstaða fulltrúa VSÍ. Ríkisstjórnin gekk samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins frá samningstilboði sínu til aðila vinnu- markaðarins sl. fimmtudag, það er skírdag, og þeir Davíð Oddsson for- sætisráðherra og Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra fengu umboð ríkisstjórnarinnar til þess að Ijúka samningum á grundvelli þess tilboðs. Aðilum vinnumarkaðarins voru í gærmorgun kynntar tillögur ríkisstjórnarinnar. Launþegahreyfingin gerði kröfu til þess allt þar til í gærkvöldi að lækkun virðisaukaskatts á matvæli tæki gildi 1. september nk. en ríkis- stjórnin hefur litið þannig á að það hafi verið fastmælum bundið að slík tilhögun tæki ekki gildi fyrr en um áramót 1993-1994. Vfldngur meistari iviurguuuia,uiu/tjuiius VÍKINGUR tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna annað ári í röð með sigri á Stjörnunni, 21:12, í fjórða úrslitaleik liðanna í Garðabæ í gærkvöldi. Víkingsstúlkur töpuðu ekki leik í deildarkeppn- inni í vetur. Hér fagna þær eftir að sigurinn var í höfn í gærkvöldi. Ljóst mun talið að ef gengið yrði frá samningum á þeim nótum sem aðilar vinnumarkaðarins gera kröfur um yrði halli fjárlaga þessa árs að minnsta kosti 13 milljarðar króna. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er talið útilokað að ganga til slíkra samninga án þess að stór- auka erlendar lántökur ríkissjóðs, sem hefði það aftur í för með sér að öll áform um raunvaxtalækkun væru að engu orðin. í svari ríkisstjórnarinnar á skírdag er gert ráð fyrir að aflétta 2,5% tryggingargjaldi af útflutningsgrein- um og er það talið kosta um 800-900 milljónir á heilu ári. í svarinu er samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins ennfremur gert ráð fyrir lækkun hafnargjalda og að þorskígildum í hagræðingarsjóði yrði úthlutað end- urgjaldslaust. Lækkun virðisauka- skatts á matvælum er talin kosta um þijá milljarða króna, en verð sælgætis og gosdrykkja verður óbreytt og er því náð fram með hækkun vörugjalda. Til að mæta tekjutapinu er gert ráð fyrir átagn- ing^u 10% flats skatts á ijármagns- tekjur og er það talið gefa 700-1.000 milljónir í tekjur. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, sagði eftir fundinn í gærkvöldi að hann væri orðinn ákaflega óþolin- móður eftir niðurstöðu. _ Magnús Gunnarsson, formaður VSI, sagðist vera bjartsýnni eftir fundinn. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sagði eftir fundinn að ríkisstjórnin legði mikla áherslu á að lækkun virð- isaukaskatts á matvöru kæmi ekki til framkvæmda fyrr en um áramót. Þeir óttuðust að ef það væri gert fyrr myndi það auðvelda undandrátt og skattsvik. Aðspurður sagðist hann telja líklegt að staða samningamál- anna myndi skýrast í dag. Sjá einnig fréttir á miðsíðu. íslenska Járnblendifélagið á Grundartanga Nokkur hagnaður á síðustu mánuðum LÍTILS háttar hagnaður varð af rekstri íslenska járnblendifélags- ins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Að sögn Björns Friðfínnssonar, ráðuneytisstjóra í iðnaðarráðu- iieytinu, hefur kostnaðarlækkun sem gripið var til skilað árangri auk þess sem dollarinn hefur styrkst en ennþá skortir fjármagn til að standa undir fastakostnaði og er beðið svars frá Elkem í Noregi um hvort framlög fást til að styrkja eiginfjárstöðu félags- ins. Er svars að vænta fyrir lok þessarar viku. Að sögn Jóns Sigurðssonar, forstjóra íslenska járnblendifé- lagsins, eru langtímavandamál félagsins enn óleyst þrátt fyrir að afkoman hafi verið réttu megin við strikið fyrstu mánuði þessa árs. „Við lítum svo á að við verð- um að fá botn í það í þessum mánuði, hvað eigendurnir ætla að gera í okkar málum,“ sagði hann. Þorskafli á þessu ári gæti orðið um 230.000 tonn Aflinn 40 þúsund t umfram tillögur? ÞORSKAFLINN á þessu ári gæti orðið 230.000 tonn, sem er 40.000 tonnum meira en fiskifræðingar lögðu til. Stjórnvöld ákváðu 205.000 tonna afla, en möguleg aukning stafar af millifærslu milli ára og tegunda, tvöföldunar á línu yfir veturinn og auknum afla smábáta. Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, segir að stofnunin sé á kafi í úttekt á fiski- stofnum og því verði að bíða með ályktanir, þar til þeirri vinnu verði lokið. Hann vildi því ekki tjá sig um það, hvort svo mikill afli nú yrði til þess að Hafrannsóknastofn- un legði til enn minni afla fyrir næsta ár, en nú var gert. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, sagði á aðalfundi Isl. sjávarafurða fyrir nokkru að svo mikill afli hafi að sjálfsögðu nei- kvæð áhrif á þróun þorskstofnsins og dragi úr líkum á að hægt verði að auka aflann á næstu árum. Sjá nánar í Úr verinu bls. B2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.