Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23, MAÍ 1993 B 3 Halldór sá mig þama í nýju ljósi og alltaf þannig eftir það.“ Úrelt verk? „Það hafði talsverð áhrif á okkur Halldór þegar Ragnar í Smára veikt- ist. Hann var ekki aðeins forleggjari Halldórs, heldur líka ráðhollur vinur. Halldór gat ekki lengur leitað til hans. Um það leyti sem Ragnar dó var útgáfan á verkum Halldórs orðin nokkuð stöðnuð. Ég man að hann sagði við mig: „Já, ætli þessar bæk- ur mínar _séu ekki orðnar úreltar?" Svo tók Ólafur Ragnarsson við út- gáfu verka hans og það var Halldóri til gæfu. Hann hefur komið hér reglulega til að spjalla við Halldór og fann þessa dagbók úr klaustrinu sem fyrr var minnst á. Hann hefur gefið Halldóri andlegan styrk og trú á lífið seinni árin.“ Ætlarðu að skrifa bók? „Líf okkar Halldórs hefur tekið miklum breytingum frá því að ævi- saga mín og síðasta bók hans komu út. Einmitt um það leyti fóru veik- indi hans að láta á sér bera. Hann vildi að ég skrifaði ævisögu mína. Þegar Edda Andrésdóttir hafði sam- band við mig hvöttu bæði hann og dæturnar mig til þess að gera þetta. „Nú skrifa ég ekki meira, þú getur afskapiega vel skrifað bók,“ sagði Halldór. Við vorum að fara til út- landa þegar þetta var og ég undirrit- aði í flýti samning um útgáfu þessar- ar bókar fýrir næstu jól. Við fórum til Sviss. Við borðuðum með vinkonu okkar í Zúrich. Hún bjó í Lugano og bauð okkar þangað í heimsókn. „Nei, ég má ekkert vera að því, ég er að fara að skrifa bók,“ sagði Halldór. Það hrapaði í mér hjartað. „Ertu að segja satt, ætlarðu að skrifa bók?“ spurði ég. „Heldur þú að ég hætti bara að skrifa,“ svaraði hann, sem hann var þó nýbúinn að segja að hann ætlaði að gera. Þetta var hreint reiðarslag fyrir mig. Ég þótt- ist vita að ég myndi þurfa að hjálpa honum alla daga og vissi ekki hvern- ig ég ætti að fara að með mína bók. Við komum heim í lok maí. Það fór eins og ég vissi, ég var alla daga að hjálpa Halldóri en mína bók skrif- aði ég sitjandi uppi í rúmi frá klukk- an 6 til 8 á morgnana, þ.e. þann hluta sem ég skrifaði sjálf. Þegar ég les þessa bók núna sé ég vel van- kanta á henni, þá helst hve fljótfærn- isleg hún er. Þegar ég tautaði yfir því að ég myndi enda á taugahæli sagði Halldór hinn rólegasti: „Hva, þú getur bara skrifað þína bók fyrir næstu jól.“ En þetta gekk allt vonum framar, ævisaga mín og síðasta bók Halldórs, Og árin líða, komu báðar út á tilsettum tíma.“ Ég réði hér öllu ,,„Þú ert farin að ráða við hann Halldór eftir að hann veiktist," sagði kona við mig um daginn. Mér fannst þetta hvorki rétt né vel sagt. Sann- leikurinn er sá að ég réði hér alltaf öllu innan stokks sem utan. Ég hef líklega farið rækilega eftir ráði Sig- ríðar og snúist og snúist þar til völd- in voru mín. En auðvitað réði Hall- dór sjálfum sér. Hann fór sinna ferða og það var oft mikil fart á honum. En hann tók jafnan fullt tillit til orða minna. Þannig var það frá upphafi. Þegar við vorum nýlega byijuð að vera saman kom ég í útgáfufyrirtæk- ið Heimskringlu. Þar var málverk af Halldóri eftir Ásgeir Bjamþórs- son. Mér fannst Halldór eins og lík á myndinni og sagði honum frá því. Hann lét fjarlægja myndina. Seinna sá ég mynd af honum á vaxmynda- safni hér og líkaði hún illa. Hann lét líka fjarlægja hana. í síðustu bók sinni talar Halldór um að mynd eftir Ásgeir Bjarnþórsson sé góð. „Hve- nær sást þú þessa mynd,“ spurði ég hann. „Þú sagðir mér frá henni, ég treysti þér miklu betur en mér hvað myndlistina snertir," svaraði hann. Halldór hafði margt eftir mér, þótt enginn vissi það. Þótt Halldór væri um margt óvenjulega áhrifamikill maður gekk mér vel að varðveita einstaklinginn í mér og lét Halldór ekki ráða um of skoðunum mínum. Ef konur 'vilja vera sjálfstæðar þá geta þær það.“ Dýrmæt ár „Þótt Halldór hafi tapað sér nokk- uð seinni árin hefur hann eigi að síður jafnan látið mig finna hve vænt honum þykir um mig. Kysst á hönd mína þegar ég leiði hann niður stiga og mælt til mín fallegum orð- um. Mér voru dýrmæt þau ár sem við áttum saman eftir að hann dró sig í að mestu í hlé en var samt sem áður enn við sæmilega heilsu. Þá sagði hann mér svo margt sem hann hafði aldrei áður minnst á. Fullorðið fólk talar um aðra hluti en þegar það er yngra. Ég hef vissulega verið mikið innilokuð síðustu árin, en ég hef sætt mig við það og liðið ágæt- lega. Ég hef ferðast mikið og notið margs um dagana, einmitt þess vegna hef ég sætt mig vel við þessar breyttu kringumstæður." Ævintýraferð „Ferðin til Rúðuborgar var mér dýrmætt ævintýri. Mér fínnst tii um framtak þessarar konu, Isabelle Du- ault, sem bauð mér á Festival Du Cinema Nordique. Það er stórkost- legt að hún skuli halda slíka hátíð. Enn stórkostlegra fannst mér að sjá fullt bíó af fólki þegar verið var að sýna þessar gömlu myndir, t.d. Sölku Völku. Halldór var nú, ekki fremur en margir aðrir, vel ánægður með þá mynd, einkum þótti aðalleikkonan ekki nógu Sölkuleg og gamla fólkið ekki trúverðugt. Fólk eldist allt öðru- vísi í Svíþjóð en hér. Ef maður aftur á móti stígur upp í strætisvagn í smábæ á Englandi þá er engu líkara en maður sé staddur á íslandi, svo likir eru gamjir Englendingar öldr- uðu fólki á íslandi. Eigi að síður þótti mér gaman að sjá þessa mynd á ný. Margareta Krog, sem leikur Sigurlínu, er mjög góð, og Steinþór var stórkostlegur. Eftir sýninguna á Sölku Völku hélt Régis Boyer fýrirlestur um Hall- dór og Island og svaraði að því loknu fyrirspumum. Mig furðaði á því að sjá allt þetta fólk sitja þama rólegt og hlusta og spyija í einn og hálfan klukkutíma. Áð því loknu horfði það á Kristnihald undir Jökli. Forsprakki alls þessa, Isabelle, er af norskum ættum, sem skýrir áhuga hennar á norrænum bókmenntum. Hún er sál- fræðingur að mennt, blátt áfram og sívinnandi kona og góður skipuleggj- andi. Það hefur þýðingu að í tengsl- um við þessa hátíð hittist norrænt kvikmyndafólk og raunar fleira fólk. Við hittum t.d. aðalfréttaritara í París frá stóru hollensku blaði. Hann sagðist alltaf fara á þessa hátíð, sem væri mjög merkileg. Isabelle sagði mér að hún óttaðist að styrkir frá Norðurlöndum til þessarar hátíðar myndu lækka, ég vona að svo verði ekki, það væri mikið menningarslys. í þakklætisskyni fyrir boð hennar hef ég sent henni Gerplu á frönsku. Þótt ekki sé vel um Norðmenn talað þar, eru 60 blaðsíður um Rouen.“ I Frakklandi mun hafa verið sagt um Gerplu í ritdómi, þegar hún var nýkomin út, að hún væri eina sígilda bókmenntaverkið sem komið hefði út á þessari öld. Við skulum gera lokaorð þeirrar bókar að lokaorðum þessarar greinar: „Styttu nú stundir kon- úngi þínum, skúld, segir Ólafur Haraldsson og flyt hér gerplu þína undir hörginum í nótt. Skdldið svarar og nokkuð dræmt: Nú kem eg eigi leingur fyrir mig því kvæði, segir hann, og stendur upp sein- lega, og haltrar brott við lurk sinn, og er horfinn bak hörginum. Þú var túngl geingið undir og fel- ur nóttin dal og hól að Stiklarstöðum, og svo hinn síðfrjóva hegg.u Miðjan! LANDFRÆÐILEG MIÐJA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS. Miðjan í Smárahvammslandi er á höfuðborgar- svæðinu miðju. Þaðan tekur örskamma stund að aka eftir hraðbrautum Reykjanesbrautar, Arnar- nesvegar og Hafnarfjarðarvegar til miðbæjar- kjarna sveitarfélaganna á svæðinu. Þannig tekur aðeins um 10 mínútur að aka að Lækjartorgi, 3 mínútur að Garðatorgi og 5 mínútur að Strand- götu í Hafnarfirði. Enn styttra er í fjölmennar íbúabyggðir Breið- holtshverfa,Kópavogs, Garðabæjar og norðurbæjar Hafnarfjarðar. FRAMTIÐARSVÆÐI FYRIR NÚTÍMA FJÁRFESTA [E í MIÐJUNNI hefur verið skipulagt nýtt hverfi skrifstofu-, þjónustu- og verslunarhúsa með hag- kvæmni, gæði og fjölþætta nýtingu að leiðarljósi. Fyrsta húsið er nú fullbyggt og sala húsnæðis þar hafin. Það býðst fyrirtækjum og stofnunum, stór- um sem smáum á afar hagkvæmu verði. Leitið frekari upplýsinga. Frjálst framtak ÁRMÚLA 18, SÍMI 81 23 00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.