Morgunblaðið - 23.05.1993, Page 4

Morgunblaðið - 23.05.1993, Page 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23- MAI 1993 eftir Bergljótu Ingólfsdóttur FYRIR nokkru kom út í Bandaríkjunum bókin Hollywood gegn Bandaríkjunum, „Hollywood versus America“, eftir kvik- myndagagnrýnandann Michael Medved og er óhætt að segja, að hún hafí vakið feikna athygli innan kvikmyndaheimsins sem utan. f bókinni segir höfundurinn kvikmyndaframleiðendum í Hollywood til syndanna, segir þá bjóða upp á fátt annað en hið illa og afskræmda í myndum sínum. Hann segir menn löngu búna að fá sig fullsadda af morðum, nauðgunum og öðr- um misþyrmingum á hvíta tjaldinu, fram- leiðendum ætti enda að vera það ljóst vegna sífækkandi áhorfenda í kvikmyndahúsum. Kvikmyndagagnrýnandinn og rithöfundurinn Michael Medved flytur máli sitt á málþinginu „Hollywood gegn siðmenningunni". GEGN SIÐMENNINGUNNI Höfundur bendir á, að menn keppist við að gera myndir um fjöldamorðingja, sad- ista, misindismenn af öllum gráðum og sálsjúka öfugugga. Honum fínnst sem fleirum, að með ólíkind- um sé að áhorfendum skuli boðið upp á það versta og ómennskasta, sem mannskepnan tekur sér fyrir hendur, sem afþreyingarefni í kvik- myndum. Það nægi að vita að slík- ir menn séu til án þess að illvirki þeirra séu innihald í hverri kvik- myndinni á eftir annarri og í ótöld- urn sjónvarpsþáttum. Máli sínu til stuðnings bendir Medved á tilnefningu til Óskars- verðlauna á síðasta ári. Þrír af fimm karlmönnum, sem til greina komu sem bestu leikarar í aðalhlutverk- um, voru í hlutverkum fjöldamorð- ingja og kolruglaðra siðblindingja, þ.e. Anthony Hopkins í „The Silence of the Lambs“, Warren Beatty í „Bugsy" og Robert De Niro í „Cape Fear“. Bretinn Anthony Hopkins fékk þau eftirsóttu verðlaun, eins og kunnugt er. Medved segir því ekki undarlegt, að þegar gerð var úttekt á myndum ársins 1991 hafi verið skrifað í tímaritið US magazine: Að hið illa væri allsráðandi í Hollywood, hið góða ætti þar ekki upp á pallborðið. Hann telur kvikmyndaframleið- endur í Hollywood misbjóða siðgæð- isvitund hins almenna Bandaríkja- manns með því að ráðast á og af- skræma allt það sem sé honum ein- hvers virði. Hann nefnir trúarbrögð, hjónaband, fjölskyldulíf, þegn- skyldu og drengskap. Medved telur engan vafa leika á því, að allt það ofbeldi sem við- gengst hefur, jafnt þó myndimar séu auglýstar sem fjölskyldumynd- ir, hafi skaðleg áhrif þegar til lengd- ar lætur. Hann gengur lengra og vill í raun kenna ofbeldismyndum undanfarinna ára um ýmislegt það, sem aflaga hefur farið í bandarísku þjóðlífí. Ofbeldi telur hann hafa verið gert að almennu skemmtiefni í kvikmyndum og sjónvarpi, í vax- andi mæli, síðustu tvo áratugi. Hann telur börn og ungmenni standa berskjölduð gegn slíku áreiti, ekki síst þegar ofbeldið smeygir sér inn á hvert heimili með sjónvarpinu, verður að föstum lið í daglegu lífi, dagskammtur af and- legri fæðu, ef svo má að orði kom- ast. Hörð viðbrögð í Hollywood Þeir ruku upp til handa og fóta Hollywood-menn og þótti ómaklega að sér vegið. Þeim finnst fráleitt að kenna kvikmyndum um ofbeldi og aðra óárán úti í þjóðfélaginu, það sé álíka og þegar sendiboðar válegra tíðinda eru taldir hafa vald- ið þeim. Kvikmyndir sýna lífíð eins og það er, segja þeir, hvorki betra né verra. Medved hefur verið sakaður um að vilja koma á ritskoðun, hefta málfrelsi, setja listrænni sköpun skorður, koma kvikmyndagerð und- ir eftirlit og miðstýringu, jafnvel eitthvað þaðan af verra. Hann hefur með gagnrýni sinni undanfarin ár bent á það, sem hann hefur kallað óheillavænlega þróun í kvikmyndagerð og ekki alltaf fengið þakkir fyrir. Honum hafa ekki alltaf verið vandaðar kveðjum- ar, einstaka maður jafnvel hótað að jafna um hann, þegar dómar hans hafa ekki verið þeim í hag. Sumir hafa gengð svo langt að segja að Medved geti varla verið með réttu ráði og að aðfínnslur hans séu algjör tímaskekkja. En auk ofbeldis í kvikmyndum hefur hann gagnrýnt ljótan munn- söfnuð, kynlífssenur og klám, auk texta rokk- og rapplaga, sem marg- ir hveijir hvetja til ódæða. Hann telur þessa þætti sameiginlega vera til afsiðunar og deyfa velsæmistil- fínningu þeirra ungu. Hann hvetur í raun til siðbótar. Almenningur hefur lýst sam- Kvikmynda- gagnrýnandinn Michael Medved segir kvik- myndaframl- eiöendum i Holly- wood til synd- anna í nýrri bók sinni og segir þó bjóóa upp á ffátt annaó en hió illa og affskræmda í myndum sinum stöðu með bókarhöfundi, telur orð hans í tíma töluð. Tekið hefur verið undir ásakanir um dýrkun við ljót- leikann og hið illa og spurt fyrir hveija verið sér að gera allar þess- ar ofbeldismyndir, hrollvekjur, myndir um afbrigðilega kynhegðun og klám. Þær myndir séu ekki fyr- ir venjulegt fólk, hinn almenna áhorfanda. Það er engu líkara en gagnrýni Medved sé þegar farin að hafa áhrif í Hollywood, má þar t.d. nefna að frestað var frumsýningu síðustu myndar Arnolds Schwarzenegger, „Last Action Hero“, og hún tekin til endurskoðunar méð tilliti til of- beldisatriða. Ennfremur fékk hinn orðljóti grínari, Eddie Murphy, skip- un um að bæta talsmáta sinn í myndinni „Beverly Hills Cop 3“ áður en hun yrði tekin til sýningar. Mun sennilega ekki hafa verið van- þörf á. Jane Fonda var einhver fyrsti bandaríski leikarinn til að taka und- ir gagnrýni Medved, fleiri hafa fylgt á eftir og eru honum sammála. Síðustu vikur hafa sjónvarps- stöðvar, bæði austan hafs og vest- an, sent frá sér fréttatilkynningar þess efnis, að þar á bæjum hyggist menn draga mjög úr sýningum of- beldismynda og annars óhugnaðar. Þáttur The Sunday Times Breska blaðið The Sunday Times birti útdrátt úr bókinni „Hollywood versus America" í fjórum hlutum í mars síðastliðnum. Þau skrif vöktu strax mikla athygli, enda komu þau á tíma þegar voveiflegir atburðir höfðu rétt gerst. Börn höfðu vilj- andi orðið bami að bana, Bretar fylltust óhug og spúrðu hvað hefði farið úrskeiðis með þjóðinni. Það fór ekki hjá því að ofbeldis- myndir I sjónvarpi, og myndbönd sömu tegundar, sem börn og ung- menni eiga greiðan aðgang að bæri á góma. Margir virðast sannfærðir um að fyrirmynd þess misjafna, sem gerist úti á strætum breskra borga, sé fengin úr sjónvarpinu. Sjálfur for- sætisráðherrann, John Major, kvaðst þess fullviss að sýningar ofbeldismynda væru farnar að taka sinn toll og hefðu skaðað ungar sálir. Bresku leikararnir Anthony Hopkins, Michael Caine og Edward Woodward kváðust allir sjá eftir því að hafa leikið í ofbeldismyndum. Sá fyrstnefndi lýsti því jafnframt yfir að hann hygðist ekki taka þátt í gerð „The Silence of the Lambs“ nr. 2, þó af töku þeirrar myndar yrði. En blaðið The Sunday Times lét ekki við það eitt sitja að birta kafla úr bókinni „Hollywood vs. Amer- ica“, heldur bauð til málþings með höfundi í framhaldi af því, til að ræða bókarefnið, viðbrögð lesenda, auk áhrifa kvikmynda á nútíma menningu og þjóðfélagið almennt. Málþinginu var valið áhrifamikið nafn, eins og sjá má á eftirfarandi. Hollywood gegn siðmenningunni „Hollywood versus Civilisation" skyldi það heita, hvorki meira né minna. Málþingið var haldið 11. mars í Dominion-leikhúsinu við Tottenham Court Road í London. Húsið tekur tvö þúsund manns, var hvert sæti skipað og vel _það. Þar var í það minnsta einn Islendingur, sem lét sig málið varða, sú er þetta ritar. Andrew Neil, ritstjóri The Sunday Times, stýrði samkundunni af festu og gaf strax tóninn með inngangsorðum sínum. Hann hafði daginn áður afhent verðlaun við skóla í Birmingham og þar höfðu kennarar sagt honum, að einhveijir mestu erfiðleikar í skólastarfinu stöfuðu af óæskilegum myndbönd- um sem nemendurnir lægju yfir heima. Stjórnandinn úthlutaði frummæl-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.