Morgunblaðið - 23.05.1993, Side 23

Morgunblaðið - 23.05.1993, Side 23
MORGUNBLÁÐIÐ FÓLK í FRETTUWI SUNNÚDAGUR 23. MAÍ 1993 B 23 Bergljót (t.v.) og Gerður Gíslason á fermingardag- inn. Systurnar héldu upp á fimmtugsafmæli sitt í apríl síðastliðnum, Bergljót (t.v.) og Gerður. 1. júní 1943. Börnin voru hvort um sig vafin inn í kodda og fengu hvorki móðir né aðrir viðstaddir að sjá þau. Kom síðar í ljós, að orð séra Ásmundar rættust, því batinn magnaðist og allt varð bjartara. Fengu stúlkurnar að fara heim í ágúst, þá orðnar fjögurra mánaða. Þegar Bergljót var orðin 6 mánaða og farin að standa upp í grindarrúminu blossaði upp falin ígerð. Gróf þá úr hálsi upp í munn og er ör sjáanlegt utan frá. Við þetta áfall missti hún kraftinn og höfðu veikindin mikil áhrif á framþróunina. Þegar mestu erfiðleikarnir gengu yfir var ástand í þóðfé- laginu erfitt vegna stríðsrekst- urs og var enga hjálp að fá. Faðirinn var einn með tyær dætur Þóru 5 ára og Ragnheiði 9 mánaða, þannig að hlaupin urðu mörg milli ættingja og skrifstofunnar. Sjö árum síðar bættist þeim hjónum við fimmta dóttirin, Ása, og var þá kvenna- ríkið fullkomnað. Njáll Torfason, aflraunamaður með meiru, hefur um áraraðir skorað á Hrekkjalóma í einhveija keppni. Hann mætti á árshátíðina og lék list- ir sínar. Meðal þess sem Njáll gerði var að ganga og dansa á glerbrotum. Logi Snædal Jónsson, Hrekkjalómur og skipstjóri á Smáey VE, lét sér fátt finnast um glerbrotadans Njáis. Vipp- aði sér úr skóm og sokkum og dans- aði yfir glerbrotin á eftir Njáli eins og fagmaður í greininni. MANNAMOT Hrekkjalómar gera allt vitlaust í Reykjavík Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Þórarni Sigurði Sigurðssyni, forseta Hrekkjalómafélagsins, var færð- ur þessi „forréttur" við upphaf borðhalds. Var þar á ferð Islands- meistari kvenna í vaxtarækt sem hnyklaði vöðvana og sýndi kropp sinn á borðinu framan við forsetann sem starði á hana agndofa enda ekki áður fengið slíkan „forrétt" á borð. Hrekkjalómar í Eyjum fögnuðu fyrir skömmu 10 ára afmæli Hrekkjalómafélagsins. Var það gert með pomp og pragt, haldið til höf- uðborgarinnar þar sem hátíðarhöld stóðu frá föstudegi til sunnudags. Fyrirtæki og stofnanir voru heim- sótt, slegið á létta strengi og að sjálf- sögðu voru hrekkjabrögð höfð í frammi. Hrekkjalómar hófu yfirreið sína í höfuðstaðnum með því að heim- sækja Seðlabankann, klæddir í kjól og hvítt. Þar voru húsakynnin skoð- uð og bankastjórunum síðan færðar ýsuspyrður, svona rétt til að minna þá á hvaðan gullið kæmi sem þeir sjá um að varðveita í bankanum. Hrekkur dagsins var heimsókn til útvarpsstjórans, Heimis Steinssonar. Hrekkjalómar færðu honum að gjöf uppstoppaðan hrafn til að hann gæti haft hann á skrifstofu sinni sér til augnayndis og skemmtunar. Heiðursgesturinn verður að hafa verið í sviðsljósinu Afmælishófíð var haldið á Hótel Sögu um kvöldið. Hrekkjalómar hafa haft það fyrir venju á árshátíðum sínum að bjóða heiðursgesti til hátíð- arinnar. Verður gesturinn að hafa verið í sviðsljósinu á árinu fyrir að hafa hrekkt eða hafa verið hrekkt- ur. Heiðursgesturinn að þessu sinni var Hrafn Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri sjónvarpsins, sem hafði til að prýða báða þá kosti sem áður eru nefndir. Dagskrá hátíðar- innar stóð í fimm tíma og var nán- ast stanslaus dagskrá allan tímann. Hrekkjalómarnir stóðu sjálfir fyrir flestum dagskrárliðum og fór Omar Ragnarsson á kostum í sínum þætti. Ofurmennið Njáll Torfason mætti með fríðu föruneyti og sýndi listir sínar. Gekk og dansaði á glerbrotum, lét brjóta gangstéttarhellur á bijósti sér og þreytti ýmsar aflraunir við Hrekkjalómana. Á laugardag heimsóttu Lómarnir og Læðurnar, en svo kalla þeir eig- inkonur sínar, Hard Rock Café og þreyttu þar ýmsar keppnir. Starfs- fólk Bylgjunnar og Stöðvar 2 var heimsótt, spjallað við endurnar á Tjörninni og formlegum hátíðarhöld- um lauk um kvöldið í syngjandi sveiflu með Geirmundi á Hótel ís- landi. Grímur FALLEGT LRVAL AF VÖGGLSETTUM OG LNGLINGARLMFATNAÐI Einnig í fjölbreyttu úrvali, sængur, koddar, teygjulök og handklæði. H Ú Póstendingaþjónusta Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-14. SÆNGURFATAVERSLUN NJÁLSGATA 86 - SÍMI 20978 ■ I I Opel Corsa vsk. - bíll Er þrælsterkur, sparneytinn og lipur sendibíll. Tilvalinn í atvinnureksturinn Verð kr 696.000.- árg. 1992 Verð kr. 559.000.- án vsk. -0- BÍLHEIMAR Qpgl_ Höfóabakka 9, sími 634000 og 634050 "0- □PEL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.