Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR -t l 23. MAI 1993 'ÆSKUMYNDIN.. . ERAF HELGA HALLVARÐSSYNl SKIPHERRA ÚR MYNDASAFNINU Ákveðinn og Jylginn sér HELGI Hallvarðsson er fæddur í Reykjavík 12. júní 1931, sonur Guðfinnu Lýðsdóttur húsfreyju og Hallvarðs Rósinkarssonar vél- sijóra á varðskipunum. Ilelg’i er annar í röð sex bræðra. Elstur er Agnar, þá Helgi, síðan koma Birgir, Hilmar, Gylfi og yngstur er Guðmundur. Bernskuslóðir Helga voru í ná- grenni við Skeijafjörðinn. Fyrst á Litlu-Vega- mótum á Seltjarnarnesi, nálægt versluninnni Vegamótum, og síðar á Hörpugötu 32 í Skeijafirði. Aþessum árum var byggðin í Skerjafirði og á Seltjarnamesi skýrt afmörkuð frá Reykjavík. Þarna var sambland af bæ og sveit, innan um íbúðarhúsin voru smábýli og róið til hrognkelsa. Fjaran hafði mikið aðdráttarafl fyrir strákana, ekki síst Selsvörin þar sem ruslahaugar borg- arinnar voru. Strákarnir lögðu oft leið sína þangað að gramsa í því sem aðrir höfðu fargað og til að hrella .rottumar á haugunum. Raunar dró mokkuð úr áhuga Helga á þeim leik eftir að rotta leitaði skjóls í buxna- skálminni hjá honum. Þegar Helgi var 10 ára fluttist fjölskyldan að Hörpugötu 32 í Skeijafirði, í tveggja hæða hús sem foreldrar hans höfðu fest kaup á. Magnús V. Pétursson, verslunarmað- ur og knattspyrnudómari, er einn af Skerjafjarðarstrákunum og man vel eftir Helga og bræðrum hans. „Þetta voru fjörugir strákar og galsafengn- ir. Foreldrar þeirra vom sérstakir karakterar, dugmikið og skemmti- legt fólk sem gaman var að heim- sækja. Það var mikið verið í íþróttum og svo var auðvitað farið með sverð og skildi upp á Grímsstaðaholt að beija á strákunum!" Stóri bróðir Helga, Agnar, er tveimur árum eldri. Hann segir Helga ævinlega hafa verið fylginn sér og mjög ákveðinn. „Hann hikaði ekki ef til einhvers var að vinna. Við Eldri myndin er af Helga 10 ára gömlum og er myndin tekin þeg- ar fjölskyldan var nýflutt á Hörpugötuna í Skeijafirði. biðum oft í beygjunni hjá Bergsstöð- um, nálægt Meistaravöllum, þar sem saltfískbílamir frá Kveldúlfí áttu leið um. Stundum hrutu einn eða tveir fískar af pallinum í beygjunni og þá hófst mikið kapphlaup um hver næði fengnum. Helgi var mikið lunkinn við að ná saltfisknum. Hann var líka oft í fótbolta, alltaf í marki og varði vel. Honum var mikið hælt fyrir markvörsluna." Gunnar Pétursson, vélvirki og starfsmaður Flugleiða, á einnig góð- ar minningar frá þessum árum. „Að- al knattspymuvöllur strákanna í Skeijafirði var þar sem innanlands- flug Flugleiða hefur afgreiðslu nú. Það var aðallega verið að keppa við strákana af Grímsstaðaholtinu, svo lauk leiknum venjulega með gijótk- asti og slagsmálum. Flestir strákarn- ir fylgdu Fram, en eftir að Þróttur var stofnaður held ég að flestir hafi orðið Þróttarar. Helgi var skemmti- legur og galsafenginn, eins og bræð- ur hans. Við vorum mikið hjá Georg bónda Jónssyni, bróður Finns listmál- ara. GeorgTak bú á Reynisstað og við rákum fyrir hann kýrnar upp að Öskjuhlíð, þar sem Hótel Loftleiðir er nú. Svo var verið að snudda í kringum grásleppukarlana á vorin og stundum fengum við að fara með að vitja.“ Með stríðinu varð mikil breyting á tilverunni í Skeijafirði. Byggður var flugvöllur sem klauf byggðina í tvennt, fjöldi húsa var rifínn og önn- ur, þar á meðal íbúðarhús fjölskyldu Helga, flutt inn í Laugames. Við það rofnuðu tengslin í strákahópnum í Skeijafirði. ÓLAFUR K. MAGNÚSSON FEGVRÐARDISIR ÍTÍVOLÍ Iblíðskaparveðri og sólskini flykktust Reykvíkingar þúsund- um saman suður í Tívolí, þar sem níu stúlkur komu fram í fegurðarsamkeppni mánudagskvöldið 10. júní árið 1957. Úr hópi þeirra völdu áhorfendur fímm til áframhaldandi þátttöku og föstudags- kvöldið 14. júní kvað dómnefnd upp þann úr- skurð að Bryndís Schram hefði verið kjörin fegurðardrottning Íslands 1957. Dómnefndina skipuðu Sigurður Grímsson formaður, Bára Siguijónsdóttir, Jón Eiríksson, Sonja B. Helgason og Björn Th. Björnsson. Þegar Bryndís Schram var kjörin fegurðardrottning var hún tæpra 19 ára gömul og hafði lokið prófí í 5. bekk Menntaskólans í Reykjavík þá um vorið. Hún stund- aði einnig nám í listdansi við Þjóð- leikhúsið. Fyrstu verð- launin í fegurðarsam- keppninni voru ferð til Langasands í Kaliforníu, þar sem keppnin um titil- inn „Miss Universe" fór fram, og auk þess farar- eyrir og „dýrindis klæðn- aður“, að því er segir í frétt Morgunblaðsins af þessum atburði, sem tók yfir nán- ast alla baksíðu blaðsins þann 15. júní. í öðru sæti í keppninni varð Anna Þ. Guðmundsdóttir og í þriðja sæti Guðlaug Gunnarsdóttir. Með- fylgjandi myndir voru teknar í for- keppninni, mánudagskvöldið 10. júní 1957. Þær hrepptu þrjú fyrstu sæt- in, Bryndís Schram númer eitt, Anna Þ. Guðmundsdótt- ir í öðru sæti og Guðlaug Gunnarsdóttir í því þriðja. ÉG HEITI___ ÖRLAUGUR ELÍASSON Hvort mistök voru gerð þegar Örlaugi Elíassyni var gefið nafn, verður líklega aldrei upp- lýst. Sú er þó ein af þeim skýr- ingum sem honum hefur dottið í hug hvað varðar uppruna nafns síns. „Eg heiti í höfuðið á bróður mínum, sem lést áður en ég fæddist. Ég er jafnvel á því að faðir minn hafi ætlað að segja Örlygur en einhverra hluta vegna hafi þetta au skot- ið upp kollinum. En mér datt þessi skýring ekki í hug fyrr en á gamals aldri og þá var of seint að spyijast fyrir um mál- ið,“ segir Örlaugur en hann er borinn og barnfæddur Skaga- maður. • • Orlaugur er jafnan kallaður Ölli eða Lölli af þeim sem þekkja hann. Ókunnugir telja hins vegar flestir að hann heiti Örlyg- ur. Segist Örlaugur beijast harðri baráttu við að leiðrétta þá því sér sé annt um að nafnið sé borið rétt fram. Kannski ekki furða að hann bregðist svo við þegar hon- um berast sendingar þar sem nafn hans er afbakað á ýmsan hátt, svo sem Örlögur og Örlegur. Engu að síður segist Orlaugur harð- ánægður með nafnið, nema hvað honum hafi þótt það súrt í broti í barnaskóla að vera alltaf síðast- ur í röðinni. Dóttursonur Örlaugs heitir í höfuð afa sínum. Örlaugsnafnið virðist fyrst Örlaugur Elíasson. koma fyrir á þriðja áratug þessar- ar aldar en á tímabilinu 1921- 1940 var það gefið fjórum drengj- um. Nú eru nafnberar þrír, þar af tveir að fyrra nafni. Nafnið er sett sama af lýsingarorðinu ör í merkingunni „skjótur" og viðliðn- um „-laugur". HVERNIG mmmNÁÐUST MYNDIRNAR AFNESSÍ1972? Eins og nöglþunudfingurs hjá títuprjónshausum DÝRIÐ eða dýrin ókennilegu sem menn telja að byggi hið djúpa og dimma skoska stöðuvatn Loch Ness, hafa löngum heillað menn og ýmist orðið uppsretta dramatiskra lýsinga sjónarvotta eða spaugilegra pretta brandarakarla. Þeir eru margir sem hafa lagt mikla vinnu í að sanna tilvist dýranna og framan af áttunda áratugnum var gríðarlegur kraftur í „skrímslaveiðunum". Um og upp úr 1970 fóru rannsóknar- menn að nota „sónar“-tæknina og þá brá svo við að all oft tókst þeim að finna „stóra ókennilega flekki" eins og það var gjarnan orðað. En árið 1972 voru mörkuð þáttaskil. Þá var á ferðinni hópur kenndur við „Academy of Applied Sciences" undir umsjá Dr.Robert Rines. Rines og félagar voru með ljós- myndavélar, nýja tegund til notkunar neðansjávar. Þetta var búnaður sem nefndur var „stro- boscobic" sem útleggst „snúnings- sjá“, eða „snúðssjá". Fyrirbærinu er lýst þannig, að það hafí samanstaðið af tveimur vatnsheldum hólkum. í öðrum var skært leifturljós, en í hin- um 16 millimetra myndavél sem tók eina mynd í hvert sinn sem leiftur- ljósið tendraðist. Auk þessa búnaðar voru rannsóknarmennirnir með þann besta „sónar“-búnað sem völ var á. Undir miðnætti 7. ágúst 1972 var hópurinn með búnaðinn úti í Urqu- hart-flóa og Rines bókaði síðan eftir- farandi: -Það hafði verið nökkuð öldurót, en undir miðnætti datt allt í dúnalogn. Það var mikið af fiski í flóanum, laxar að safnast saman til að ganga í ána. Þeir komu fram á ritanum sem litlir dílar, eins og títu- pijónshausar. -Um það bil kortér í tvö var Hill- ary Ross við ritann, en við Dave Wiseman dottuðum. Hillary sagði þá skyndilega að hún héldi að eitthvað undarlegt væri að koma fram á ritan- um. Við Dave litum á þetta og dílarn- ir voru að breytast í rákir, svona eins og fískamir væru að þjóta í burt af svæðinu. -Og þá. kom það! Stór, svartur blettur fór að myndast. Fyrst héldum við að það gætu verið nokkrir fiskar syndandi þétt saman, en það stækk- aði, gildnaði og dökknaði. Við trúðum vart því sem bar þarna fyrir augu, en ljóst var að eitthvað gríðarstórt var þarna á ferð, og mjög nærri myndavélinni. Við horfðum hljóð á þetta um stund, stærðin svo gífurleg í samanburði við fisk. Það virtist hreyfast hægt, en örugglega." Lýsingin heldur áfram: Vaxandi stærð, á ritanum á stærð við stóra nögl á þumalfingri, „ógnvekjandi" segir Rines og dýpið aðeins 30 fet. Þegar hér var komið sögu, rauk upp Þetta hafa menn talið vera hreyfa eða eitthvað þess háttar, framarlega á skrokki dýrsins í Loch Ness. vindur á ný og rannsóknarbáturinn snérist og færðist til. Þegar allir voru komnir í stellingar á ný var fyrirbærið horfíð af sónarnum. Það biðu allir spenntir eftir að sjá film- urnar. Útkoman fór fram úr björt- ustu vonum manna, en besta myndin fylgir þessum línum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.