Morgunblaðið - 23.05.1993, Síða 28
28 B
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993
©1988 Universal Press Syndic.
,, \Ji% hófum tonList sem heJur-
i/erib hljobritub A, eJnd, spoUi scm t&tcur
cxbeins £Too fcrénur. "
Með
morgimkaffinu
meintir það sem þú segðir.
Hættu að kvarta strákur og
drekktu kartöflurnar!
HÖGNI HREKKVÍSI
BREF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691329 - Símbréf 681811
Svar biskups við fyrir-
spumum um „kvennakirlqu“
Frá Ólafí Skúlasyni:
Jóhann Guðmundsson beinir
nokkrum spurningum til mín í
Morgunblaðinu og er tilefni þeirra
messur á vegum þeirra, sem hafa
skilgreint sig undir heitinu
„kvennakirkjan“.
Þetta starf hafði ekki verið rætt
við mig og hefur það heldur ekki
enn. Það er þess vegna hvorki á
ábyrgð biskups né Þjóðkirkjunnar
og ekki skipulagt af henni. Er þetta
ekki sagt til þess að áfellast þá,
sem hér standa fyrir guðsþjónustu-
haldi, heldur aðeins til skýringar.
Mér hefur aftur á móti verið
tjáð, að hvati þessa starfs sé runn-
inn frá biblíulestrarhópum, sem
sprottið hafa af fræðslu séra Auð-
ar Eirar Vilhjálmsdóttur í Tóm-
stundaskólanum. Er um nokkra
hópa að ræða, þar sem konur koma
saman og ræða texta úr Biblíunni
og heimfæra að réynslu sinni og
lífsskilningi.
Enda þótt kvenprestar hafi leitt
guðsþjónustur, sem hafa sprottið
af þessum samverustundum, þá er
þetta starf ekki að heldur á vegum
hóps kvenpresta, sem funda reglu-
lega. Kvenprestar hafa aðeins lagt
þessu máli lið með prédikunum og
annarri þátttöku í helgihaldinu.
En heiti það, sem þessir hópar
hafa kosið að sameinast undir, þ.e.
kvennakirkja, getur auðveldlega
valdið misskilningi og hefur gert
það. Hef ég orðið var við efasemd-
ir um nafn hjá mjög mörgum, ekki
síst prestum, eftir að þessi hreyfing
haslaði sér völl með framangreind-
um hætti. Vandinn við nafngiftina
felst í því, að hægt væri að líta á
þetta sem sérstaka kirkju, þá ætl-
aða konum og fyrir konur og leidd-
ar af konum, og þá með hliðstæðu
í fríkirkjusöfnuðum eða svo leitað
sé hliðstæðu innan Þjóðkirkjunnar,
kirkju heyrnarlausra. Þetta er þó
alls ekki ætlunin, og hefði málið
verið lagt fyrir mig, hefði ég hvatt
til þess að leitað yrði að öðru kenn-
ingarorði.
Þessar auglýstu guðsþjónustur
hafa verið leiddar af prestum Þjóð-
kirkjunnar og því ekki nokkur
ástæða til að ætla að hér sé klofn-
ingslöngun að baki starfi og muni
leiða til þess, að konur velji sér
sérstakan biskup, er fram líða
stundir.
Afnot af kirkjum er á valdi við-
komandi sóknarp'rests í samráði
við sóknarnefnd, ef vafaatriði
koma upp. Sé um ágreining að
ræða milli prests og sóknarnefndar
er honum skotið til prófasts og
loks til biskups, ef samkomulag
næst ekki fyrr.
Svonefnd kvennaguðfræði hefur
verið nokkuð áberandi á síðustu
árum. Tengist hún löngun kvenna
til þess að skoða og skilgreina
stöðu sína og hafa notað til þess
bæði bókmenntir og listir, auk
sagnfræði og stjórnmála. Það er
því eðlilegt og hefði reyndar verið
óskiljanlegt, ef þessi vitundarvakn-
ing kvenna hefði ekki náð til trú-
mála og kirkjunnar. Þessu hefur
vitanlega fylgt töluverð gagnrýni
á hefðbundna framsetningu guð-
fræðinnar og þar með karlkenning-
ar og að „bræður“ einir séu ávarp-
aðir, t.d. í bréfum Nýja testament-
isins. í kvennaguðfræðinni er
margt nytsamlegt og gagnlegt á
ferðinni, en annað orkar tvímælis.
Veldur þá óljós skilgreining miklu
um slíkt eða að hugtök eru notuð
á annan hátt en hefð býður, eins
og t.d. þegar talað er um trúaijátn-
ingu kvenna eða í nefndu dæmi
kvennakirkju.
Ég skil um margt viðleitni
kvenna, en kýs þó að ekki sé alið
á aðgreiningu kynja rétt eins og
karlaklúbbar hafa tekið í móti kon-
um hin síðari ár og ekki orðið til
tjóns svo vitað sé. Og þannig vona
ég að messur kirkjunnar verði öll-
um ætlaðar og ekki öðru kyni ætl-
að að leiða fyrir kynsystur eða
bræður. En lestrarhópar kvenna
eru mjög gagnlegir og hafa orðið
að góðu liði. Vona ég starfið gagn-
ist kirkjunni allri.
ÓLAFUR SKÚLASON
biskup,
Biskupsstofu, Suðurgötu 22.
Víkverji skrifar
Víkveiji dagsins hefur horft á
þijá af fjórum „íslandssögu:
þáttum“ Baldurs Hermannssonar. í
þá er tínt til allmargt annálabrota,
sem sótt eru í sögu formæðra og
forfeðra núlifandi íslendinga, og
hrist saman í einhvers konar sjón-
varpssagfræðihanastél.
Annálabrotin, sem nær öll voru
einnar tegundar, harðneskju og yf-
irgangs, spegluðu „sakaskrá" löngu
genginna einstaklinga og kynslóða.
Þau eru ef til vill sönn á sinn hátt,
en samt sem áður hálfsannleikur,
ef ætlunin var að gefa sannferð-
uga, heildstæða mynd af hinu foma
bændasamfélagi.
Og stundum er sagt að hálfsann-
leikur sé verri en lygin sjálf.
xxx
Víkveiji dagsins gæti allt eins
tínt til hliðstæðar hrollvekjur
úr samtímanum og barið inn í sjón-
varpshorfendur sem úttekt á borg-
arsamfélaginu . Hann gæti fiskað
upp úr fjölmiðlum höfuðborgarinnar
firnlanga sakaskrá um eiturlyfjaaf-
brot, morð, meiðingar (líkamsárás-
ir), sifjaspell, misnotkun á börnum
og milljónasvik í fjármálum. Hann
gæti soðið þetta efni saman við
sorgarsögur kvenna og barna í
borgarsamfélaginu, sem flúið hafa
í Kvennaathvarfið eða Unglingaat-
hvarfið og notað í dómsorð yfir
búskapar- og kerfisþáttum þéttbýl-
isins.
Myndun þéttbýlis hefur síður en
svo leyst þau mannlegu vandamál,
sem höfundurinn hengdi á klakk
bændasamfélagsins. Búa ekki rúm-
lega sextíu af hverju hundraði
landsmanna í höfuðborgarþéttbýl-
inu? Samt sem áður hikar Víkveiji
dagsins við að útlista höfuðborgar-
herlegheitin sem mafíusiðblindu.
HÓPFERÐIR
HÖFUM GÆÐA HÓPBIFREIÐAR
FRÁ12 TIL65 FARÞEGA
# EEITIÐ UPPLÝSINGA
HÓPFERÐAMIÐSTÖÐIN
Bíldshöfða 2a,
sími 685055, Fax 674969
xxx
Það er mat Víkveija dagsins að
höfundur umræddra sjón-
varpsþátta hafi farið offari í dómum
sínum um íslenzka bændasamfélag-
ið. Það hafði sína galla, eins og
önnur samfélög, suma stóra eins
og vistarbandið, en varðveitti engu
að síður þjóðararfinn, menningar-
arfleifðina, sem við reisum fullvéldi
okkar og þjóðerni á, gegn um fá-
tækt og harðæri fyrri alda.
Baldur Hermannsson er alfrjáls
að þeirri söguskoðun og túlkun sem
þættirnir spegla. Umræðan, sem
þeir vöktu, er af hinu góða. Sem
og sitt hvað í gerð, vinnslu og fram-
setningu þeirra. Og höfundurinn og
þættir hans eru raunar íslenzkari
og bændasamfélagslegri, bæði í
kostum og göllum, alhæfingum og
svarthvítri framsetningu, en menn
gera sér í fljótu bragði grein fyrir.
Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni.
Trúlega hefur sú margfræga
aldamótakynslóð gengið of langt í
því að fegra Islandssöguna. Við
skulum hins vegar varast að þeyta
söguskýringarpendúlnum á yztu
mörk gagnstæðrar áttar. Það er
ekki nauðsynlegt að vera ýmist í
ökla eða eyra í öllu því sem við
tökum okkur fyrir hendur. Það er
til annað og farsælla vinnulag.
xxx
Höfundur þáttanna vitnár á
stundum til Bólu-Hjálmars
og annarra hagyrtra manna, sem
lifðu súrt með sætu á erfiðum tím-
um í sögu þjóðarinnar. En Bólu-
Hjálmar, sem sagði samtíð sinni
hressilega til syndanna, þagði held-
ur ekki um kosti samferðarfólksins.
Þannig mætti höfundur þessara rík-
issjónvarpsþátta velta því fyrir sér,
hvort ekki hafi stöku bóndi eða
prestlingur verið í huga Bólu-
Hjálmars þegar hann setti saman
þessar listilega gerðu hendingar á
harðindaskeiði norður í Skagafirði:
Víða til þess vott ég fann,
þó venjist oftar hinu,
að Guð á margan gimstein þann
sem glóir í mannsorpinu.
Sú er raunin enn í dag, bæði í
sttjál- og þéttbýli.