Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 6
íí rjHí 8661 ÍAM .í»íi MÍJ'ú/ JI ;J Ví /. U‘d cil<i /u.iíiýj U : MÖRGUNBLAÐIÐ ~SUlmJmGM~23r MÁrf993 Einstaht safn lækningatækga eftir Franz Gíslason f ágúst síðastliðnum hringdi kunningi minn, Atli Þór Ólason læknir, í mig og sagðist vera að fara að ná í þýskan vin sinn í flugstöðina í Keflavík. „Komdu með,“ sagði hann í símann, „ég hugsa að þú hafir gaman af að kynnast þessum náunga. Þetta er þúsundþjalasmiður með lista- mannseðli, yrkir, málar og býr til lög. Hann heitir Carl-Heinz Opolony og ætlar að gera upp fyrir okkur gamla hluti í Lækn- ingaminjasafninu í Nesstofu." Þó mér þætti uppástungan dálít- ið út í hött fór svo að ég sló til. Næstu vikur kynntist ég „Kalla“, eins og við kölluðum hann, og fannst mikið til um þennan fjölhæfa lífslistarmann. Nú er hann búinn að vera hér aftur í mánaðarheimsókn. Ekki fer milli mála að Kalli hefur verið að vinna mikilvægt björg- unarstarf í Nesstofu. En hann á sér einnig merkilega fortíð, kannski dálítið dæmigerða fyrir marga af þeim sem velkst hafa í brimi þeirra umbrota er skekið hafa okkar heimshluta undan- farin ár og áratugi. Frásögn hans kom mér því ekki á óvart en hugsanlega finnst ýmsum forvitnilegt að lesa hana. Carl-Heinz Opolony við vinnu sína í Nesstofu. Morg-unblaðið/Sverrir Hvaðan ég er? Ég fædd- ist 1948 í Magdeburg í Austur-Þýskalandi, gekk í skóla í litlum bæ í grennd við Berl- ín, tók stúdentspróf og nam járn- smíði um leið. Eftir það var ég fjög- ur ár á sjó, gegndi herþjónustu hjá flotanum. Þegar ég kom af sjónum hóf ég svo nám í Kvikmyndaháskó- lanum í Potsdam-Babelsberg og sér- hæfði mig í gerð heimildarkvik- mynda. Skamma hríð vann ég sem þáttagerðarmaður hjá austur-þýska sjónvarpinu, þ.e. DDR-sjónvarpinu sællar minningar, en hélt það ekki lengi út samvisku minnar vegna og stakk af austur til Póllands. Ég á raunar þangað ættir að rekja, nánar tiltekið til Slésíu. Nafnið Opolony er pólskt. Þar sem ég hafði strokið úr vinnu varð ég auðvitað að fara huldu höfði, læddist yfir landamærin í skjóli myrkurs og þoku með penslana mína og litina niðri í bakpokanum og gít- arinn ofan á honum.-Mig hafði lengi dreymt um að verða málari og nú ætlaði ég að láta reyna á hvað ég gæti. Ég fékk inni hjá miklu sóma- fólki af bændastétt á afskekktum stað í Póllandi, bláfátækri tíu manna fjölskyldu þar sem yngsta barnið var nýorðið tveggja mánaða en það elsta var átján ára. Oft var ég mjög svang- ur því ég vildi ekki ganga á matar- forða þessara barnmörgu vina minna. Þó var þetta ótrúlega fijór tími fyrir mig, ég málaði margar myndir og þegar ég var ekki upp- lagður til að mála rétti ég bóndanum hjálparhönd á akrinum. Ég sneri aftur til DDR níu mán- uðum seinna og lenti þá í miklum útistöðum, ekki bara fyrir að hafa hlaupist úr vinnu: sem starfsmaður sjónvarpsins taldist ég til þeirra sem vissu ýmsa hluti er leynt áttu að fara og því enn verra „brot“ að fara á laun til annars lands. Auðvitað átti ég þess engan kost að fá starf í mínu fagi og lauk þessum hremm- ingum með því að ég hrökklaðist suður í land því mér bauðst vinna á nautgripabúi. Þar vann ég í eitt ár sem fjósamaður, dráttarvélarekill og járnsmiður, einfaldlega til þess að Iifa af, en svo snerist hamingjuhjólið mér í hag því mér gafst færi á að læra nýtt starf, gera við gamla list- muni og þá einkum kirkjumuni. Því réðst ég sem lærlingur á verkstæði í eigu mótmælendakirkjunnar og þáði laun frá henni. Verkstæðið var í borginni Erfurt sem er þekkt fyrir blómarækt og blómamarkaði. Þetta var mér ákaflega dýrmætur tími því þarna kynntist ég framúrskarandi góðu fólki, kristnu fólki sem var afskaplega vel að sér og fræddi okk- ur lærlingana um marga hluti. Ég bý raunar enn að þeirri þekkingu sem þetta góða fólk miðlaði mér. Samstaða með Samstöðu Ég hafði eignast afar marga vini í Póilandi og þegar verkföllin tóku að breiðast út og Samstaða varð til fór ekki hjá því að ég fylltist hrifn- ingu og aðdáun á því, að þeir skyldu loks sýna þá djörfung að rísa upp til andstöðu. Slíku var ekki fyrir að fara í DDR, fjöldinn lét lítið til sín heyra, fólkið nöldraði bara og skammaðist á laun. En nú þyrptust Pólveijarnir út á göturnar og ég heillaðist svo af dirfsku þeirra að ég tók mig til ásamt vinkonu minni og bjó til flugrit, örsmáa flugmiða þar sem lýst var yfir samstöðu og stuðningi við verkfallsmenn í Pól- landi. Auðvitað var ekki hægt að búa til þessa flugmiða og dreifa þeim opinberlega; við vorum að þessu að næturlagi og límdum mið- ana á búðarglugga, strætisvagna- Nokkur gömul læknatól sem Carl-Heinz hefur gert upp. Carl-Heinz Opolony, pólsk- þýskur þúsund- þjalasmiður segir að í Nes- stof u sé hægt að koma upp lækningaminja- safni á heims- mælikvarða skýli og víðar, hluta af þeim sendum við í nafnlausum pósti til annarra borga. Nokkru var dreift á götunum og auðvitað hlaut svo að fara að það kæmist upp hver að þessu stóð; við vorum gripin tveimur eða þremur vikum seinna og ég lenti í níu mán- uði í sérbúnu fangelsi hjá öryggislög- reglunni, Stáki, í Erfurt. Þar var býsna nöturleg vist, ég sá til að mynda tæpast nokkru sinni dagsljós allan þennan tíma. Austur-þýsk yfirvöld höfðu reynd- ar fengið illan bifur á mér áður en „flóttinn" til Póllands og flugmiða- málið komu upp; ég hafði til að mynda fengist við að yrkja og ljóðin mín féllu ekki vel í kramið hjá ráða- mönnum. Loks var ég dæmdur „í nafni þjóðarinnar" - þótt ég sæi nú reyndar enga „þjóð“ í réttarsalnum! - til fjögurra og hálfs árs fangavist- ar. Ég var hafður í ýmsum fangels- um en tveimur árum seinna var ég skyndilega fluttur beint úr dýfliss- Án átthaga I landinu þar sem ég óx upp, þar vildu menn mig ekki, menn lokuðu mig inni, svo ég flakkaði um heiminn ótti hvergi heima lengur róðþrota oft og einn. í útlegð leitaði ég votts af hamingju, hafði einatt heimþrá en gat ekki snúið til baka og verð víst alltaf án átthaga. Eftir tíu ár sneri ég aftur til sama lands, spurðist fyrir um vinnu, þeir gátu enn ekki horfst í augu við mig, menn vildu enn ekki fá mig, menn vilja enn ekki fá mig. Nú flakka ég áfram um heiminn, eyði aurunum mínum hér og þar, átthaga á ég ei lengur, átthaga á ég ei meir. I öllum löndum hitti ég fólk sem skildi mig vel. Og gaf mér mat að borða, rúm að sofa í, og kjark, og það gaf mér kjark. Líka hér í Reykjavík hitti ég stórkostlegt fólk. Fyrir það þakka ég núna. Gætið vel landsins ykkar fagra, gætið vel átthaga ykkar. Lausleg þýðing ð frumortu Ijðði sem Kalli söng við eigið lag í kveðju- velslu 24. apríl sl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.