Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993 B 21 Könnun á viðhorfi borgarbúa til umferðarinnar Vilja hjólreiðastíga, vistlegri götur og minni bflaumferð í NIÐURSTÖÐUM könnunar, sem unnin var að frumkvæði Borgarskipu- lags og embættis Borgarverkfræðings í Reykjavík, kemur fram að um 40% aðspurðra voru ánægð með hvernig staðið er að umferðarmálum í borginni, en 54% voru óánægð. Þeir sem voru óánægðir gagnrýndu skort á tillitssemi, hraðakstur, umferðarþunga, skort á að umferðar- reglur væru virtar og fleira. 49% tíndu til ýmis ólík atriði, sem voru allt frá því að öflugri löggæslu vantaði og gagnrýni á umferðarmerk- ingar og fleira. í úrtakinu voru 200 borgarbúar. Þeir töldu helst aðgerða þörf í gamla bænum og við helstu stofnbrautir, svo sem Miklubraut, Kringlumýrar- braut og Sæbraut. Um 65% að- spurðra voru sáttir við þann flölda af öldum og þrengingum sem eru í borginni og voru konur jákvæðari (73%) en karlar (55%). Þá töldu um 80% svarenda að borgaryfirvöld hefðu staðið sig vel í snjómokstri í vetur. Um 74% svarenda töldu ekki nægi- lega hugað að gangandi og hjólandi vegfarendum og vildu fjölga hjól- reiðabrautum, bæta mokstur gang- stétta og byggja fleiri og breiðari göngugötur. Þriðjungur aðspurðra notar bflastæðahúsin í miðbænum. Þar vekur athygli að um 24% telja of flókið að nota þau. Einkabíllinn Flestir notuðu einkabílinn til og frá vinnu, en um 75% sögðu æskilegt að minnka umferð einkabíla. Flestir töldu að bætt þjónusta SVR, tíðari ferðir, lægri fargjöld o.s.frv., væri heppilegasta leiðin til að draga þar úr. Um 70% voru reiðubúin til að sam- nýta bíl með öðrum og var yngra fólk mun jákvæðara í þeim efnum en þeir sem eldri voru. Umhverfið Um 75% töldu sig verða vara við loftmengun, en um 54% .við hávaða frá umferð. Nokkur munur var eftir kynjum, aldri og búsetu. Þannig kváðust íbúar í gamla bænum lítið verða varir við loftmengun og konur virtust næmari á umferðarhávaða en karlmenn. Stúdentafagnaður Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík verður haldinn föstudaginn 28. maí á Hótel íslandi og hefst kl. 19.00. Nýstúdent- ar og allir afmælisárgangar eru hvattir til að fjölmenna. Miðasala verður í anddyri Hótels íslands miðvikud. 26. og fimmtud. 27. maí kl. 16-19 báða dagana. Samkvæmis- Stjórnin. P Samkvæmis- klæðnaður klæönaður Qrðsending frá Laugavegssamtökunum MEST SELDU STEIKUR Á ÍSLANDI Nauta-, lamba- og svínagrillsteikur frá 690 krónum. Ódýrara en að elda heima! Sprengisandi - Kringlunni Fagna því að meimingar- líf miðborgarinnar sé eflt MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi orðsending frá Laugavegssamtökunum: „Ekki þarf að skyggnast langt til baka þegar rifjað er upp að litlu munaði að elsta hóteli í Reykjavík yrði breytt í kontór. Borgaryfirvöld björguðu hótelinu á þeim tímapunkti og síðan hefur því verið tekið rösk- lega tak að nú skartar það í sinni upprunalegu mynd og er sönn bor- garprýði. Ollum má vera ljóst og er runar alkunna að miklum fjármunum hefur verið til kostað. Markvísleg starfsemi í miðborg Reykjavíkur hef- ur átt í vök að verjast en nú er haf- in sókn í þá átt að miðborgin öðlist þann sess sem henni ber. Þeir sem stunda viðskipti í miðborginni verða þess oftlega varir að margir vilja efla margvíslega starfsemi á því svæði með því að beina þangað við- skiptum. Það kemur þess vegna á óvart og ber undarlega að, að borgar- stjóri sæti ákúrum fyrir að hafa að einhveiju marki svipaðar skoðanir. Eru þeir sem nú ráðast gegn borgar- stjóra ef til vill úr þeim sem vildu gera Hótel Borg að kontór? Mjög mikilvægt er fyrir okkur Reykvíkinga að varðveita og viðhalda mannlífi og viðskiptum okkar í hjarta borgarinnar þar sem 1.000 fyrirtæki og stofnanir hafa starfsemi og 8.000 starfsmenn sækja atvinnu sína auk þess sem miðborgin er miðstöð stjórnsýslu ríkis og borgar. Lauga- vegssamtökin fagna því að aðilar í þjóðfélaginu vilja efla menningarlíf og viðskitpi í miðborginni. Höfum það í huga að engin borg er án mið- borgar.“ Hvítlaukshylk i á góðu verði Lækningamátt hvítlauks kannast flestir við og margir nota hvítlaukshylki að staðaldri. Hvítlaukur er talinn stytkja ónæmiskerfið og stuðia að vöm gegn umgangspestum, auk þess sem margt virðist benda til að hann virki fyrirbyggjandi gegn háum blóðþrýstingi. Vegna mikillar eftirspumar eftir hvítlaukshylkjum höfum við getað tekið mikið magn í einu og boðið þau á mjög hagstæðu verði. Éh Guli miðinn tryggir gæðin. Fœst í apótekum og beilsubillum matvöruverslana. Gilsuhúsið Kringlunni sími 689266 Skólavörðustíg sími 22966 HVÍTlAUKSHVUjl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.