Morgunblaðið - 23.05.1993, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 23.05.1993, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 23. MAI 1993 Pláhnetan Það bara gerð- ist. undirbjuggum plötuna mjög vel. Við komum eig- inlega sjálfum okkur á óvart að hafa náð svona jafnri plötu.“ Að þeir Stefán og Friðrik eigi bróðurpart- inn af lögunum á plötunni segja þeir félagar ráðast af þvi að þau lög hafi ein- faldiega verið lengst á veg komin, orðin sönghæf, „enda okkur Sigga fiest betur' til lista lagt en syngja" segir Ingólfur og kímir. Tónleikaprógramm Plá- hnetunnar verður hlaðið lögunum af plötunni sem öll verða leikin í sumar, en einnig krydda þeir með nokkrum Sálarlögum, „ekki hjá því komist", segir Stef- án. Stefán og Ingólfur segj- ast stefna ótrauðir í sum- arslaginn, en þeir geri sér litla grein fyrir því hvernig samkeppnin sé í raun. „Við erum mjög ánægðir með okkar tónlist, þetta er popp og það er sitthvað gott í því, án þess við séum að setja okkur á stall,“ segir Stefán. „Þetta er ekkert sem var fyrirfram ákveðið, það bara gerðist og það er kannski það besta við tón- listina." NYALDAR SAMNINGUR FRAM hefur komið að þeir Valgeir Guðjónsson og Eyþór Gunarsson hafa gert samning við bandarisku útgáfuna Windham Hill. Sá samningur hljóðar upp á sjö breiðskífur á næstu sjö árum, en kveikjan að öllu saman var Gaia. ■■o Windham Hill er með virtustu útgáfum á svokallaðri nýaldartónlist, þó það sé einföldun að kenna það eingöngu við slíka tón- list. Sumar plötur Windham Hill hafa selst langt út fyrir raðir nýaldarfólks, enda ska- rast tónlistin iðulega við ró- lyndan jass og jafnvel popp. Heldur hefur hallað undan fæti hjá Windham Hill frá því fyrirtækið var upp á sitt besta, en bjartari tíð er fram- undan eftir að það gerði samning við BMG-risann, sem treystir mjög markaðs- stöðu þess. Eins og áður segir er kveikjan að samningi Wind- ham Hill við Valgeir og Ey- þór Gaia, sem Eyþór segir Valgeir hafa átt hugmynd að á sínum tíma, en hann komið inn í verkið á síðari stigum. Hann segir að sam- starf þeirra byggist mikið á frumkvæði Valgeirs, hann komi með hugmyndir og síð- an komi Eyþór að með sitt framlag. Eyþór segir að þeir félagar geri sér engar vonir um milljónagróða, en þetta verði ágæt aukageta, svo 1 ekki sé talað um ef plöturnar seljast vel. Ekki á hann von á að þeir þurfi að setja sam- an hljómsveit til tónleika- halds ytra, en segist þó telja að þeir fari utan í einhver viðtöl og þá gæti eins farið að eitthvað yrði gripið í hljóðfæri. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir ■ TÓNLEIKAR S/H Draums í Tunglinu fyrir skemmstu verða mörgum eftirminnilegir og þá kannski ekki síst þeim sem ekki komust fyrir ýmsar sak- ir. Utvarpsmenn, með Þor- stein J. Vilhjálmsson í broddi fylkingar, gerðu sér grein fyrir sögulegu vægi tónleikanna og hljóðrituðu þá. Sú hljóðritun, sem er víst afar góð, verður flutt í út- varpinu, Rás 2, næstkom- andi fimmtudagkl. 22. Þor- steinn hefur umsjón með útsendingunni og hyggst meðal annars rekja sögu sveitarinnar. WTÓNLEIKAR verða á veitingastaðnum 22 í kvöld, en þá lætur Sagtmóðigur á sér kræla eftir nokkurt hlé. Einnig leikur Púff. DÆGURTÓNLIST Kemur Pláhnetan á óvart? Menn meðfortíð BLESS HAM MARGIR eru kallaðir í sumarslagnum og fáir útvald- ir eins og gengur. Þar ber hátt nafn nýrrar hljóm- sveitar, Pláhnetunnar, sem sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu á næstunni. Pláhnetuna skipa þaulvanir tónlistarmenn, sem koma þó úr ólíkum hljómsveitum. Pláhnetan er hugarfóst- ur Stefáns Hilmars- sonar Sálarmanns og Ing- ólfs Guðjónssonar úr Loð- inni rottu meðal annars. Þeir fengu til liðs við sig Frið- rik Sturluson bassuleik- ara, Ing- ólf Sig- urðsson trommuleikara og Sigurð Gröndal gítarleikara. Eins og áður sagði er Pláhnetan á barnsaidri enn, því ekki eru liðnir tveir mánuðir frá því liðsskipan var kynnt. Þessum tveim mánuðum hefur verið vel varið, því sveitin hefur tekið upp breiðskífu þá sem væntan- lega er á næstu vikum, þvert ofan í ýmsar annir aðrar. Þrátt fyrir það er eftir Árna Matthíosson ekki að heyra neina fijóta- skrift á nefndri plötu, né heldur eru lagasmíðar gisn- ar. Ingó^ur segir og það hafa vakað fyrir mönnum þegar farið var af stað að setja saman plötu sem gæti hægiega lifað sveitina; plötu sem ætti eftir að eld- ast vel. Stefán segir að í upphafi hafi ekki staðið til að stofna hijómsveit hvað þá að gera plötu, en þeir Friðrik voru búnir að semja grúa laga og Ingólfur og Sigurður áttu ekki síður bunka, „við erum allir menn með for- tíð“, skýtur IngólfUr inní. „Allt í einu vorum við komnir með fimmtán til tuttugu mjög frambærileg lög,“ segir Stefán, „og því ekki eftir neinu að bíða.“ „Það skemmtilega við þetta allt,“ segir. Ingólfur, „er að við æfðum ekki neitt, við gerðum bara góð demó og ROKKSVEITIN frábæra Ham er brátt á förum til Bandaríkjanna að sinna þrálátum óskum umboðs- manna hljómsveitarinn- ar og útsendara hljóm- plötufyrirtækja. Þar hyggjast Hamar dvelja í nokkra mánuði við spilirí og aðra skemmtan, en kveðja landsmenn með tónleikum í Tunglinu næstkomandi föstudag. Tunglstónleikarnir, þar sem fram koma einnig Dr. Gunni og Moskvítsj, eru haldnir öðrum þræði til að vekja athygli á disknum Ham í stuði, saga rokksins 1980—1993, en á þeirri plötu er að finna fjórtán Hamlög. Fimm laganna eru af Pimpmobile, sem hljóm- sveitin tók upp fyrir margt löngu, en hætt var við út- gáfu á síðustu stundu. Einn- ig er á disknum . alræmd fyrsta plata hljómsveitar- innar, Hold, sem hefur verið ófáanleg um langt skeið, þá eru tvö lög sem hljómsveitin tók upp með Roli Mosiman á síðasta ári og svo eitt tón- leikalag, nýlegt. Þess má geta hér að nefndur Roli Mosiman, sem hefur tekið miklu ástfóstri við Ham, hefur meðal annarra unnið með The The, Young Gods og Megadeth og er ekki síst frægur fyrir það að hafa kennt Madonnu á trommur á sínum tíma. Að sögn Óttarrs Proppé var lítið átt við upptökurn- ar, sérstaklega Hold, því „það ekkert var hægt að eiga við hana“. Aðspurður um tónlistina sagðist hann vilja gera orð Ólafs Þórðar- sonar að sínum, en Ólafur sagði þegar hann heyrði í Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Fjölbreytnl Living Color Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Ham Djöfuilinn er nú alis staðar," sagði Sigurður Bjóla er hann heyrði í Ham á tónleikum, en Ham leikur ein- mitt á tónleik- um í Tunglinu á föstudags- kvöld. Ham í fyrsta sinn: „Þetta er ekki tónlist.“ Óttarr segir að útgáfan nú falli vel að þeirri fýrirætl- un hljómsveitarinnar að fara utan, hún þurfí þá ekki að'fylgja plötunni eftir með tónleikahaldi og svo sé ágætt að hafa eitthvað í farteskinu ytra. Nordisk Musik Disk, fyrirtæki Ham, gefur út í samvinnu við Smekkleysu og Japís, sem sér um dreifinguna. „Þetta er meðal gefíð út til að stemma við ólöglegri fjölföldun á þessu gamla efni, sem blaðamenn stórra dagblaða í Reykjavík standa fyrir,“ sagði Öttarr, „Bjólan sagði þegar hann sá Ham á tón- leikum í fyrsta sinn: „Djöf- ullinn er nú alls staðar, það er óþarfí að hann sé hér lika.“ BLETTUR LIVING Color fékk fljúg- andi start í rokkinu fyrir þá sök helsta að þar voru blökkumenn að spila þungarokk. Snemma sýndu þó Vemon Reid og félagar að það var mikil einföldun. Frá fyrstu tíð fór ekki á milli mála að Living Color var sveit gítarleikar- ans snjalla Reids, sem hefur marglýst því að hann vilji síst af öllu sitja fastur í þungarokksfrösum. Það sannaðist og á plötum sveit- arinnar að hann var sífellt að leita að betri leiðum til að koma tónhugsun sinni á framfæri. Eftir bassaleik- araskipti í sveitinni sendi Living Color frá sér fyrir skemmstu plötuna Stain. Tónlistin á þeirri plötu er fjölbreyttari og hugsaðri en nokkru sinni og Reid og bassaleikarinn nýi, Doug Wimbish, eru að færa landa- mæri rokksins út í áttir sem fæsta hefði grunað. Það hefur þann ókost í för með sér fyrir útgáfuna í það minnsta að platan þarf meiri hlustun, en fyrir bragðið á hún eftir að lifa lengur en flest það sem er á boðstólum í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.