Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993 B 17 LÍF AF LÍFI Myndlist Bragi Asgeirsson Þjóðhátíðardagur Norðmanna er svo sem flestir vita 17. maí, sem bar upp á mánudag sl., og í and- dyri Norræna hússins er mjög smekkleg kynning á tónskáldinu ástsæla Edward Grieg. En kjalla- rasalirnir eru undirlagðir litkröft- ugum myndverkum listakonunnar Mai-Bente Bonnevie sem hér verð- ur fjallað um. Sjálfur naut ég þess að vera óvænt trakteraður á norsk- um mat á Akureyri að kvöldi sama dags. Hér er vafalítið fyrir sumt um tilviljanir að ræða, en þær eru upplífgandi og mættu endurtaka sig hvað hinar Norðurlandaþjóð- imar snertir, því þetta veit á nor- rænt bróðurþel sem er dálítið alveg sérstakt í heiminum. Listakonan Mai-Bente Bonnevie hóf feril sinn sem skapandi lista- maður nokkuð seint, þó hún hafi annars frá unga aldri málað og teiknað að staðaldri og var þannig kominn á miðjan aldur er hún lauk námi við Ríkislistaskólann í Osló (Statens Kunstakademi). Löngu áður hafði hún að vísu stundað nám við Listiðnaðarskólann (Kunst- og Handverksskolen) auk þess að taka seinna háskólagráður í listasögu og bókmenntum. Kenndi um árabil í framhalds- og listaskólum m.a. einnig í Japan, þar sem hún var búsett í þijú ár og er nú kennari í listasögu og myndgreiningu við Osló Tegne- og Malerskole. Þá hefur hún skrifað greinar í blöð, haldið fyrirlestra og var á tímabili blaðamaður við kvennablaðið „Sirene“. Var þannig allan tímann í tengslum við listina, þótt lengst af væri hún ekki virkur myndlistarmaður, og það kemur líka fram í myndverkum hennar sem bera djúphygli og þroskuðum listrænum kenndum vitni. Liturinn skiptir sköpum í mál- verkum listamannsins og þau eru öðru fremur óður til sköpunar- verksins og geijunarinnar í lofti og gróandi. Þannig er hann í senn loftkenndur sem jarðrænn og býr yfir safa og vaxtarmagni. Það er mikii birta og ljósmagn yfir þess- ari sýningu og það má vera auðséð að gerandanum er annt um lífið á jörðinni og varðveislu þess. Litirnir eru heitir og kraftmiklir, fyrir sumt suðrænir en einnig eins og glittir í japönsk áhrif. Eða eins og Bonnevie orðar það sjálf: „Ég vil láta eigin birtu litarefnanna njóta sín eins og best má verða, ég vinn sem sagt ekki samkvæmt hefð með Ijós og skugga. Liturinn ræður. Það er hann sem stjórnar eins og hann sameinar efni og ljós í óhlut- bundnum myndum. Eg fylgi inn- sæinu, ég vil gera það sýnilegt sem ég veit ekki.“ Litrófið í myndum hennar er líka áberandi samstillt og gengur frá dökklifrauðu um purpuralit til hlýrra mógulra lita og mettaðs háguls grunntóns. Maður verður fljótlega var við að Bonnevie vill koma ákveðnum boðskap á framfæri og að henni liggur mikið á hjarta og slíkt kann ég mun betur að meta en tilfinn- ingalausa rökhyggju, hugmynda- fræðileg nýsannindi og léttvægan sandkassaleik, sem svo mikið ber á í núlistum tímanna. Það er lífið og sköpunarverkið sem markar kjarna sýningarinnar, enda gengur listakonan út frá hinni kunnu orðspeki „Af jörð ert þú kominn, að jörðu munt þú verða. Af jörðu skalt þú aftur rísa“. Þó er mun frekar höfðað til fram- rásarinnar en forgengileikans og boðskapur sýningarinnar er lífs- geijun og bjartsýni. Hold konunnar og sköp hennar, sem hefur í aldir verið tákngerfingur hins óhreina, — syndarinnar, sem konunni bar að blygðast sín fyrir, er hér sett fram sem hið fegursta við sköpun- arverkið. Líkt og í upphafi menn- ingarinnar hjá Súmerum og Egypt- um, en konurnar í myndum þeirra eru oftar en ekki áberandi óléttar, fullar af innbyrgðum krafti, fijó- semi og lífi. í röð litilla mynda, sem nefnast „Potent form“, er höfðað til lífs- frumunnar og vaxtarmagnsins og myndirnar eru svo einfaldar að vísar til naumhyggju. Lífsfruman heldur svo áfram á ýmsa vegu í málverkunum, sýnileg sem ósýni- leg og á stundum er eins og ófreskt andlit sé að mótast á fletinum svo sem í hinni sérstæðu mynd „Kep- huru myndast" (4). Þótt í myndverkunum séu sterk- ar táknrænar vísanir eru þær mjög óhlutlægar í útfærslu. En þó sér í tvo hárrauða kvenmannsbúka í innri sal „Vita“ (I og II) sem eru sem tákn hins ástþrungna nakta kvenlíkama og lífsmögn jarðarinn- ar, en kona Oðins hét Jörð og hún var móðir Þórs. Einnig sér í líki manns inni í kjarna, sem nefnist „Sólmálarinn" (23). Mai-Bente Bonnevie fer vel með liti og ber auðsjáanlega mikla virð- ingu fyrir þeim í'jákvæðri merk- ingu, því hún er ekki hrædd við þá og það er styrkur hennar. I þeim er mikið birtu- og ljósflæði, oftast í hægum og jöfnum form- rænum stígandi, en á stundum er úthverft innsæi ríkjandi eins og í myndinni á endaveggnum „Mund- us“ (8). Af öðrum myndum sem ég veitti sérstaklega athygli má nefna „Gegnum múra“ (1), Fram- tíðarminni" (22), „Uppljómun" (24) og „Arfur Diomitas" (25). Listakonan áréttar svo kjarna sýningarinnar með samstillingunni „Án titils", sem er ljós á toppi keiluformaðrar moldar- og malar- hrúgu og gerir það sýninguna sér- stæðari og boðskap hennar aug- ljósari. Píanó- leikur Tónlist Jón Asgeirsson Jóhannes Andreasen frá Færeyj- um kom fram á tónleikum EPTA í Islensku óperunni sl. þriðjudag. Á efnisskránni voru verk eftir Beethov- en, Sunleif Rasmussen og Debussy. Tónleikamir hófust á „appasion- ata“ sónötunni op. 57, eftir Beethov- en og þrátt fyrir skýran leik, vantaði það sem tengist nafninu eða með öðrum orðum þau skáldlegu tilþrif, sem er tilfinningaleg uppistaða verksins. Frumflutt var fallega unnið verk, „Sem sólargull", eftir Sunleif Ras- mussen. Verkið er samið fyrir píanó og raftæki, sem í síðari köflunum vinnur sem ekkó maskína. Allt slíkt er orðið svo gamalt og það sem verra er, gerir verkið ónýtt til flutnings, nema að tiltæk séu tæki til upptöku píanóhljóðanna. Fyrri bók forspilanna eftir De- bussy er í raun tvískipt og var margt gert og af þokka en eins og tónleik- arnir í heild, án þess að snerta við innihaldi verkanna. I verki Rasmuss- ens, en hann notar fallegt kvæði um leik norðurljósa, stjömublik og „göl- drótta gráleita ármorgunskímu", eft- ir Heinesen (birt í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar), sem stemmningu til að tónsetja, var leikur Andreasen þokkafullur og best útfærður í 4. þættinum. 30 tegundir flísa í öllum stærðum. í vor bætast við margar nýjar gerðir. Þess vegna lækkum við verðið hressilega á öllum gólf- og veggflísum á meðan birgðir endast. Allar flísarnar eru í I. gæðaflokki. Flísalím með 20% afslætti. Notið tækifærið og sparið þúsundir króna. Við leigjum út flísaskera og sögum flísar eftir þínum óskum. Bendum á fagmenn til flísalagna. OPIÐ VIRKA DAGA 9. - 18. 33 • LAUGARDAGA 10. - 14. ffil UMBOÐSMENN UM LAND ALLT TEPPABÚÐIN ÖLL GÓLFEFNI Á EINUM STAÐ TEPPI • FLÍSAR • PARKET • DÚKAR • MOTTUR • GRASTEPPI • VEGGDÚKAR • TEPPAFLÍSAR • GÚMMÍMOTTUR • ÖLL HJÁLPAREFNI ® GÓLFEFNAMARKAÐUR • SUÐURLANDSBRAUT 26 • SÍMI 91-681950 af hlífðaráklæðum (cover) á bílsæti. Verð frá GIoriaKarpinski Fyrirlestur 26. maí, ld. 20:00 í sal Stjómunarskólans, Sogavegi 69. Þar mun Gloria fjalla um mátt okkar til sköpunar og heilunar. Hvernig breytingar í lífinu geta aukið sjálfsvitund okkar ogleitt okkur til frekari þroska. Hvernig við getum notað guðskraftinn hið innra. Hugleiðslunámskeið 3.-6. júní, að Reykhólum, Reykhólasveit. Gloria mun kytina hugleiðsluaðferðir frá ólíkum menningarsvæðum. Skoðaðar verða aðferðir með tónlist, möntrum, dansi og jrögn. Einnig aðferðir til að kyrra hugann, skoða hugsunina, opna innri sjón, miðla og auka næmni. Athugið: Takmarkaður fjöldi þátttakenda á námskeiðið. Nánari upplýsingar veita Fanný Jónmundsdóttir í síma 91-671703 og Linda Konráðsdóttir í síma 91-611025.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.