Morgunblaðið - 23.05.1993, Síða 31

Morgunblaðið - 23.05.1993, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ ðMAð 23. MÁÍ 1993 b Ap 31 Stúlkurnar níu sem tóku þátt í forkeppninni. Stúlkurnar komu fram í kvöldkjólum í kvöldsól- inni í Tívolí. SÍMTALID. ÚTGEFANDA , £/? VIÐ ERNU SÖRENSEN OKEYPIS LESEFNI 614258 Nesútgáfan. - Góðan dag, þetta er á Morg- unblaðinu, mig langaði aðeins til að forvitnast um útgáfustarfsemi ykkar, mér var sagt að þetta væri skrifborðsútgáfa í æðsta veldi? Jú, það má víst til sanns vegar færa. Við erum stærstu útgefend- ur á upplýsingaefni fyrir erlenda ferðamenn hér innanlands. En gefið þið ekki út efni fyrir erlenda aðila? Jú, við gefum út upplýsingaefni fyrir Færeyinga líka og það ýmist prentum við heima eða erlendis. - En aðallega eru þetta upplýs- ingar fyrir útlendinga? Upplýsingarnar eru að lang- mestu leyti um ísland fyrir er- lenda ferðamenn. - Eru það svo ferðaskrifstofur sem kaupa bæklingana? Nei, við prentum þetta í stóru upplagi, frá 25 þúsund eintökum og upp í 150 þúsund eintök eftir því hvað efnið er, og síðan er því dreift ókeypis. Það eru augiýsend- ur sem borga útgáfuna. - Eruð þið mörg sem vinn- ið við útgáfuna? Við höfum starfað við þetta hjónin, aðallega verið tvö en fáum að- stoð ef mikið er að gera. - Þetta er þá fjölskyldufyrir- tæki. Hvernig varð það til? Fyrir sjö árum seldi ég augiýs- ingastofu sem ég átti með tengda- syni mínum og svo keyptum við hjónin útgáfu á blaði sem heitir „Around Iceland". Við höfum síð- an bætt við útgáfuna íslands- korti, Reykjavíkurkorti, Reykja- víkurblaði og Færeyjablaði. Við, gefum líka út eina bók fyrir ís- lendinga sem heitir „Á ferð um ísland“, stóra bók rúmar 200 síð- ur, og hún er fjármögnuð á sama hátt. Einnig höfum við unnið fyr- ir Ferðamálaráð og ýmsa aðila á þessu sviði. - Eruð þið hjónin ekki orðnir sérfræðingar um ísland? Það má segja að landafræði- þekkingin hafi aukist, en sérfræð- ingar erum við ekki. - Hvaða stöðum mælið þið helst með fyrir ferðamenn? Það eru auðvitað margir staðir sem eru einstakir. En ef við vild- um nefna nokkra og förum hring- inn, er það Snæfellsnes, Horn- 5A strandir, Mývatn, Jökulsárþjóð- garðurinn, ferðir á jökul, Skafta- fell og Vest- mannaeyjar. - En hvert ætlið þið í sum- ar? Það er nú al- gjörlega óráðið. Við höfum farið á alla þessa staði nema Horn-* strandir. Það gæti verið draumurinn að fara þangað. - Það get ég tekið undir. En ég þakka fyrir spjallið. Erna Sorensen GUÐMUNDUR Kjærnested skipherra var um langt árabil á hvers manns vörum á íslandi. Einkum í stríðum, þeim einu sem íslendingar hafa háð, þorska- stríðunum. Þá stóð Guðmundur í brúnni. I þriðja og síðasta þorskastríðinu um miðjan átt- unda áratuginn var hann skip- herra á Tý, þegar breskt her- skip reyndi að sigla varðskipið niður, svo sem frægt er. Nú um hríð hefur lítið heyrst í fréttum af Guðmundi, enda kvaðst hann hafa ákveðið að hætta að tala við blöðin um leið og hann hætti störfum. Hvar er hann nú? Nú situr hann í annarri brú og frið- samlegri. Við komuna í utanrík- isráðuneytið er allt eins víst að á móti manni taki Guðmundur Kjærnested og leiðbeini á réttan stað. /'^uðmundur Kjærnested hætti VJ hjá Landhelgisgæslunni fyrir 8 árum. Hann verður þó ekki sjötugur fyrr en nú í júní- lok. Þá átti hann langan starfs- feril að baki. Hálf öld síðan hann kom fyrst um borð í Ægi og skipherra var hann allt frá 1954. Líklega er hann eini maðurinn sem gætti landhelginnar allt frá því hún náði þijár mílur út og upp í 200 mílna lögsögu og tók þátt í öllum landhelgisstríðunum og þar til þeim lauk. Það var ólíkt að gæta þriggja mílna belt- is út frá landinu og upp í það að reka úr þessu gríðarstóra svæði efnahagslögsögunnar. Á móti kemur að upphaflega höfðu Hvar eruþau nú? Skipherr- ann íutan- ríkisráðu- neytinu þeir ekki hjálpartæki á borð við radar. í þorskastríðunum hlaut Guðmundur mikið og verðskuld- að lof, ekki hvað síst í því síð- asta. Honum er það minnisstæð- ast þegar breska herskipið sigldi á Tý, sem var nýjasta varðskipið í flotanum í þriðja þorskastríðinu. Það var líka það síðasta, því skip- ið var óbardagahæft á eftir. Þetta var í apríl 1976, rétt undir lokin í síðasta stríðinu, því samið var í júní. Þá var Guðmundur ásamt forstjóranum víðs fjarri. Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra hafði sent þá til Bandaríkjanna í leit að hraðbátum.„Kannski sendi hann okkur bara úr landi svo að hægt væri að semja“, seg- Morgunblaðið/Kristinn Guðmundur Kjærnested skipherra í móttökunni í utanríkisráðu- neytinu. ir Guðmundur kankvís. Hann var að koma úr sundi um 10 leytið að morgni er við höfðum samband við hann. Fer í sund í Laugardalslaugina fimm daga vikunnar. Gengur að því eins og hverri annarri vinnu og finnst dagurinn ekki hafinn fyrr en að því loknu. Síðan fer hann í utanríkisráðuneytið þar sem hann er í hálfu starfi sem mót- tökustjóri á móti Óskari Ólasyni fyrrv. yfirlögreglumanni. Byijaði þar skömmu eftir að hann hætti á sjónum og líkar ákaflega vel.„Það var nýtt fyrir mig að vinna innan um svona margt kvenfólk. Konur voru rétt að byija að þreifa fyrir sér á varð- skipunum þegar ég hætti. Nú er helmingurinn af vinnufélögunum konur. Mér líkar það vel og sakna þess bara að hafa ekki gert þetta fyrr“, segir Guðmundur. Hann kveðst líka njóta þess að vera heima. Þegar hann hætti á sjónum 1984 var hann búinn að vera yfir 40 ár og fannst það alveg nóg. Þótti starfið ekki höfða lengur til sín. Hann vildi fara að vera heima hjá konunni, sem ekki hafði séð mikið af hon- um tímunum saman. Svo voru komin barnabörn, sem Guðmund- ur segist ekki hafa ætlað að missa af. Hann er líka orðinn langafi. Fyrstu tvö árin eftir að hann hætti var hann önnum kafinn við að skrifa með Sveini Sæmunds- syni æviminningar sínar, sem vöktu mikla athygli og seldust. vel. Hann var rétt byijaður á því í hjáverkum þegar hann hætti.„Maður má ekki vera of gamall þegar maður gerir það. Eftir að maður er farinn frá starfinu veldur fjarlægðin því að maður lítur það öðrum augum. Er ekki eins náinn því“. Guðmundur Kjæmested kveðst mjög ánægður með lífið. Getur notið þess að fullu að vera kominn í land af því að hann er svona hress, var ekkert farinn að láta sig þegar hann hætti. n

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.