Morgunblaðið - 23.05.1993, Side 32

Morgunblaðið - 23.05.1993, Side 32
32 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAI 1993 Björgvin gefur lögreglunni í Eyjum nýtt björgunartæki Vcstmannaeyjum. BJÖRGVIN Sig'urjónsson, hönn- uður Björgvinsbeltisins, gaf iög- reglunni í Eyjum fyrir skömmu nýtt tæki sem hann hefur hann- að til að auðvelda við að ná upp manni sem fallið hefur í höfn- ina. Björgvin naut aðstoðar Sig- munds Jóhannssonar, teiknara og uppfinningamanns, við hönn- un tækisins, en að sögn lögregl- unnar í Eyjum telja þeir að tæki þetta geti auðveldað mikið björgun úr höfninni. Tæki Björgvins er lítið og ein- falt. Það er sett á bryggjukantinn og á því er rúlla þannig að auðveld- lega má festa taug frá þeim sem í höfninni er og í bíl og draga upp. Hugmyndin fæddist er maður féll í sjóinn „Hugmyndin að þessu kviknaði hjá mér í vetur þegar slys varð hér í höfninni. Þá féll maður í höfnina og lögregluþjónn fór út í honum til hjálpar. Það voru síðan mikil vandræði að ná þeim upp. Á endan- um tókst það með að festa taug í bíl og draga þá upp en það var ■ erfítt því spottinn lá yfir bryggju- kantinn og átakið því mikið,“ sagði Björgvin. „’Eg fór því að velta fyrir mér hvort ekki mætti hanna tæki til að auðvelda björgun við þessar aðstæður og jafnframt væri tækið það fyrirferðarlítið að hægt væri að hafa það í lögreglubíl. Eg fór síðan með hugmyndir mínar til Sigmunds Jóhannssonar, teikn- ara og uppfinningamanns, og bar þær undir hann. Honum leist vel á þær og hvatti mig til að láta - smíða svona tæki. Hann fór síðan yfir hugmyndirnar og gerði vinnu- teikningu sem tækið var smíðað eftir hjá Vélsmiðjunni Þór í Eyj- um.“ Björgvin bar allan kostnað af undirbúningi og smíði tækisins. Hann gaf síðan lögreglunni í Eyj- um það til að hafa í lögreglubíln- um. Tækið er fyrirferðarlítið þegar búið er að bijóta það saman, ekki mikið stærra en skjalamappa, en fljótlegt er að taka það í sundur og smella á bryggjukant. Bryggju- kantarnir eru misbreiðir og er því - Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Björgvin Siguijónsson, sýnir notkun nýja tækisins á bryggjukantinum í Friðarhöfn í Eyjum. Björgvin sýnir hversu lítið fer fyrir tækinu þegar búið er að bijóta það saman, þannig að auðvelt er að koma því fyrir í lögreglubílnum. mögulegt að breikka og mjókka tækið svo það passi á bryggjukant- inn. Lögreglan í Eyjum segir að tækið sem Björgvin gaf sé bráð- sniðugt, einfalt og handhægt, en geti örugglega komið að góðum notum við björgun úr höfninni. Björgvin ásamt jtveimur lögreglumönnum í Eyjum með nýja tæk- ið. Frá vinstri: Ólafur Sigurðsson, Halldór Sveinsson og Björgvin Siguijónsson. Ýmislegt í farvatninu Björgvin Siguijónsson, er þekkt- ur fyrir hönnun Björgvinsbeltisins, sem þegar hefur bjargað fjölda mannslífa. Hann sagði að öryggis- mál væru sér ofarlega í huga og hann væri alltaf að velta þeim fyr- ir sér, svo fæddust hugmyndir allt í einu að einhveiju sem kannski gæti komið að gagni. Hann sagð- ist vera með ýmislegt í farvatninu en vildi ekki segja hvað það væri, það væri ekki tímabært að svo stöddu. Grímur Ráðstefna um fjárfestingar í ferðaþjónustu RÁÐSTEFNA um fjárfestingar í ferðaþjónustu verður haldin á Hótel KEA á Akureyri nk. mánudag, 24 maí, kl. 9-17. Samgönguráðuneytið stendur að ráðstefnunni í samvinnu við Byggðastofnun. Undanfarin ár hafa íslendingar dregist aftur úr OECD löndunum á sviði ferðaþjónustu. Á sama tíma og almennur vöxtur er í komum erlendra ferðamanna til hinna OECD landanna og í tekjum þeirra af þjónustu við erlenda ferðamenn hefur orðið samdráttur hér eða minni vöxtur en annars staðar. Þetta gerist eftir að íslensk ferða- þjónusta hafði um árabil vaxið meira en annarra OECD ríkja. Fjárfesting í íslenskri ferðaþjón- ustu hefur ekki verið mikið í um- ræðu, ef undan eru skildar ein- stakar byggingar hótela og veit- ingahúsa. Fyrir liggur að mikið hefur verið fjárfest í gistirýmum á höfuðborgarsvæðinu og á nokkr- um stöðum utan þess, nýting hef- ur fallið og taprekstur blasir við á þessu sviði ferðaþjónustunnar. Vegna þessarar þróunar hefur samgönguráðuneytið ákveðið í samvinnu við Byggðastofnun að efna til ráðstefnu um fjárfestingar í íslenskri ferðaþjónustu. Fjallað verður m.a. um fjárfestingu í gisti- rými, í öðrum þáttum ferðaþjón- ustu, rætt verður um nýjar fjár- festingar, hvar þeirra er þörf, hvernig er unnt að nýta betur þá fjárfestingu sem komin er. Rætt verður um hina „gleymdu" hluta fjárfestingarinnar, markaðssetn- ingu og byijunarrekstur, um fjár- mögnunarleiðir og arðsemi. Þá verður gerð grein fyrir stöðu ís- lands og íslenskrar ferðaþjónustu í samanburði við önnur OECD lönd og sagt frá dæmum um óhefð- bundnar leiðir í fjárfestingum og fjármögnun og tekin dæmi um ferli ákvarðanatöku. Ráðstefnan er öllum opin. (Fréttatilkynning) Metsölublad á hverjum degi! NÝjASTA ÚTGÁFAN: MS-DOS 6 - sú besta til þessa ■I Tvöföldun á geymslurými haröa disksins. Hl Enn betri nýting á grunnminni. M Sérhönnun fyrir íslendinga: Fullkominn stuöningur viö íslenska stafasettiö. H Enn betri stjórnun og öryggi í meöferö gagna. ■ Innbyggö hjálparforrit sem vinna samhæft undir Windows. ■ Einföld og örugg uppsetning sem þarfnast engrar sérþekkingar. Fyrír þá sem taka ákvöröun snaríega: Kynningarverö 6.942 kr. til 1. júní nk. EINAR j. SKÚLASON HF Grensásvegi 10, Sími 63 3000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.