Morgunblaðið - 23.05.1993, Síða 18

Morgunblaðið - 23.05.1993, Síða 18
18 B_____________________________MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993_________________ - AF SPJÖLDUM GLÆPASÖGUNNAR/4. apríl 1958 fannst Johnny Stompanato myrtur í svefnherbergi ástkonu sinnar, Hollywood-stjörnunnar Lönu Turner. Sagt er að 14 ára dóttir leikkonunnar hafi orðið honum að bana. HARMLEIKUR IHOLLYWOOD CHERYL Crane er einkabarn Lönu Turner. Hún fæddist árið 1944, nokkrum mánuðum eftir að stuttu hjónabandi Lönu og veitingamannsins Stephen Crane lauk með skilnaði. Stephen Crane var annar í röðinni af þeim sjö mönnum sem leitt hafa Lönu Turner upp að altarinu. Cheryl ólst upp hjá móður sinni umkringd þjónum, íburði og frægu fólki. Þegar Cheryl var fjórt- án ára skildi Lana við fjórða eiginmann sinn, Lex Barker, og fljótlega tók hún upp samband við mann að nafni Johnny Stompan- ato. Sá var vafasamur pappír með skrautlega fortíð; hávær, skap- stór og ofsafenginn; herskólagengin stríðshetja sem sneri baki við hermennsku til að ganga í þjónustu Micky Cohens, eins þekkt- asta bófaforingja Los Angeles. Johnny var um skeið náinn aðstoð- armaður Cohens, fyrst einkabílstjóri hans og lífvörður en síðar tók hann að sér að rukka inn spilaskuldir og okurlán en þegar leiðir hans og Lönu lágu saman hafði Johnny þó um skeið starfað á eigin vegum og haslað sér völlí fagi þar sem hann virtist á réttri hillu: fjárkúgun. Johnny Stompanato þótti mynd- ar'.egur maður og honum hafði tekist að græða fé á útliti sínu. Hann stundaði nætur- klúbba borgarinnar og lagði þar snörur sínar fyrir auðugar giftar konur. Síðan lét hann taka myndir af sér með þeim við vafasamar aðstæður og hótaði að kynna eigin- mönnum kvennanna fílmurnar nema hann fengi greiddar vænar •fúlgur. Þessi bissness gekk býsna vel að talið er en Johnny taldi þó að sín biðu stærri hlutir og hann ætti vísan frama sem kvikmynda- stjama. Einhvem veginn Iágu leiðir hans og Lönu Turner saman og hann varð fljótt fastur fylgdarmaður hennar. Svo virtist sem Cheryl væri vel sátt við þennan nýjasta vin mömmu sinnar. Johnny lét mikið með hana en þáði um leið dýrar gjafir frá mömmunni sem lét til leiðast að lána Johnny 10 þúsund dali, sem var stórfé á þeim tíma. - Allt virtist í blóma í þessu sam- bandi þegar Lana Tumer tók dóttur sína með sér til Englands til að vinna við tökur myndarinnar Another Time, Another Place. Jonny fylgdi í kjölfarið til Englands og var aufúsugestur. Hann flutti inn á þær mægður í hús sem Lana fékk til ráðstöfunar. Nú fannst Jo- hnny tími til kominn að láta rætast drauminn um frægð og frama á hvíta tjaldinu og í Englandi bað hann Lönu að lána sér 50 þúsund dali til að kaupa kvikmyndahandrit sem hann hafði heyrt látið vel af. Johnny ætlaði sjálfum aðalhlutverk- ið í kvikmynd eftir handritinu. Lana Tumer neitaði. Þá varð Johnny æfur og skömmu síðar sýndi hann hvern mann hann hafði að geyma þegar hann mætti í myndverið þar sem tökur stóðu yfir, veifaði um sig byssu og hafði í hótunum um að vinna Lönu mein. Það var mótleik- ari Lönu, Sean Connery, sem þagg- aði niður í pilti með því að slá hann kaldan. Eftir þetta ætlaði Lana að henda Johnny á dyr en þá lagði hann á hana hendur, tók hana hálstaki og hótaði að „snyrta" á henni andlitið með rakhníf. Cheryl varð vitni að þessu og fékk það að sögn mikið á hana. Leikstjóri myndarinnar gekk nú í málið til að tryggja vinnufrið. Hann leitaði aðstoðar yfirvalda. Scotland Yard lét handtaka Stomp- anato, koma honum um borð í flug- vél og vestur um haf. Vildi ekki taka hann með sér á Óskarinn Þar með virtist sem farsællega hefði tekist að losa Lönu Tumer við þennan vandræðagemsa í eitt skipti fyrir öll, kvikmyndatökur héldu áfram og gerð myndarinnar lauk án frekari tíðinda. En þegar þær mæðgur sneru aftur heim til Kaliforníu lét Lana Turner hins vegar það verða sitt fyrsta verk að hringja í Johnny Stompanato, sætt- ast við hann og taka upp samband- ið að nýju. Stampanato fluttist nú inn á heimilið og fljótlega tók Lana hann með sér í sjö vikna frí til Acapulco. Þaðan komu þau heim nokkrum vikum fyrir Óskarsverð- launaathöfnina vorið 1958. Lana hafði verið tilnefnd til verðlaunanna fyrir Ieik sinn í kvikmyndinni Peyt- on Place og ætlaði því að vera við- stödd athöfnina. Hún taldi hins veg- ar ekki heppilegt að taka Johnny þangað með sér. Johnny reiddist þessu en það sem talið 'er hafa valdið því að upp úr sauð og hann missti allt vald á sínu mikla skapi var þó það að Lana neitaði honum enn einu sinni um peninga. Johnny hafði ekki brugðið þeim vana sínum að spila fjárhættu- spil og nú var svo komið að hann skuldaði stórfé. Að kvöldi 4. apríl 1958 var Johnny farið að hitna í hamsi og enn einu sinni heimtaði hann peninga af Lönu en hún sat fast við sinn keip. Cheryl var heima og heyrði Johnny Stompanato öskra á Lönu: „Þú vinnur fyrir þér með andlitinu, og ég skal skemma á þér andlitið. Þú skalt sjá eftir þessu alla ævi,“ sagði hann. Lana hljóp út úr her- berginu og í flasið á dóttir sinni, sem hafði legið á hleri. Lana bað Cheryl að fara og skipta sér ekki af deilum þeirra og svo virðist sem nærvera Cheryl hafi orðið til þess að hún ákvað að snúa við, því hún fór aftur inn í herbergið og lokaði dyrunum. Hún á nú að hafa sagt Johnny að hún vildi ekkert hafa með hann að gera og hann skyldi koma sér út í eitt skipti fyrir öll. Johnny svaraði með því að gera sig enn einu sinni líklegan til að beita valdi og enn hljóp Lana fram á gang undan ofbeldismanninum, sem elti hana mundandi herðatré ógnandi á lofti. En Johnny komst ekki langt; í dyrum svenherbergis- ins gekk hann í flasið á Cheryl sem hafði sótt búrhníf í eldhúsið. Þegar hún óttaðist að Johnny ætlaði enn að leggja hendur á móður sína steig hún fram og rak 25 sm langt hnífs- blaðið á kaf í kvið Johnnys. Hringdi i alla nema sjúkraliðið „Þetta gerðist allt svo snöggt," sagði Lana Turner seinna í réttar- salnum. „Ég sá aldrei hnífinn, ég hélt fyrst að hún hefði slegið hann í magann. En Cheryl hafði gripið til róttækari ráða en svo og nú greip Johnny Stompanato um kvið- inn og hneig niður. Það hrygldi í honum, hann reyndi að segja eitt- hvað en kom ekkki upp orði. Lana Turner náði í handklæði og hafði í frammi einhveija tilburði til að binda um sárin en allt var það til einskis þvi á skammri stundu fjaraði líf Johnnys Stompanatos út. Varla verður sagt að Lana Tumer hafi gert allt sem hægt var til að koma þessum elskhuga sínum undir lækn- ishendur. Fyrst af öllu hringdi hún í móður sína og að því búnu í þekkt-. an lögfræðing, Jerry Geisler, sem hún bað koma heim ,til sín strax. Að því búnu hringdi Cheryl Crane hringdi í föður sinn og bað hann um hjálp. Crane varð fyrstur á stað- inn og sá hvers kyns var; Stompan- ato lá lífvana á svefnherbergisgólf- inu. Crane sagði að Cheryl hefði sagt við sig: „Ég drap hann pabbi, en ég ætlaði ekki að gera það. Hann var að meiða mömmu, ég ætlaði ekki að gera þetta.“ Örskömmu síð- ar kom Geisler á staðinn og hitti hinn fræga skjólstæðing sinn í fyrsta skipti. Það var fyrst á þessu stigi, eftir að lögfræðingurinn var mættur á staðinn að einhver gaf sér tíma til að hringja í yfirvöld og tilkynna um hina voveiflegu atburði. Lögreglu- stjóri Beverly Hills kom sjálfur á staðinn með mikið lið manna. Fljót- lega streymdu blaðamenn að og sá fyrsti þeirra heyrði Lönu Turner grátbæna lögreglustjórann að handtaka sig og blanda ekki bless- uðu barninu frekar í þessar hörm- ungar. „Hún var bara að veija mig, elskan litla. Gerðu það, segðu að ég hafi gert þetta,“ sagði Lana við lögreglustjórann þegar réttarlækn- irinn tilkynnti lögreglustjóranum opinberlega að Stompanato væri dauður. Lögreglustjórinn lét ekki segjast þótt Lana Tumer segði honum tár- vot í áheym viðstaddra alla söguna um samband sitt við Johnny Stomp- anato. Að sögunni lokinni sagði lýsti lögreglustjórinn því yfir að honum væri nauðugur einn kostur að hand- taka Cheryl og grátbænir Lönu um að fá að sitja inni í stað dóttur sinn- ar komu ekki öðrum að haldi en fyrirsagnasmiðum dagblaðanna. Fjölmiðlar um Bandaríkin þver og endilöng og allan hinn vestræna heim gerðu máli þessu hin ítrustu skil í máli og myndum næstu daga og vikur. Meðan Cheryl Crane sat í ungl- ingafangelsi og beið réttarhalda vegna morðákæru rifjuðu síðdegis- blöðin upp lauslætislíf Lönu Turner og hugsanleg skaðleg áhrif fjöl- margra og stormasamra sambanda hennar á sálarlíf Cheryl. Jafnvel mátti sjá á prenti alls konar kenn- ingar um að í raun og veru hefði eittthvað allt annað og miklu sóða- legra átt sér stað á heimilinu en Lana Turner vildi halda fram en allt voru það óábyrgar spekúlasjón- ir. Stærsta stundin á ferlinum Fljótlega kom að því að réttað var í máli Cheryl Crane. Hún var ákærð fyrir manndráp. Lögfræð- ingurinn Geisler kallaði móður Lana Turner felldi mörg tár við réttarhöldin yfir dótturinni, Cheryl Crane. Johnny Stompanato var vafa- samur pappír með skrautlega fortíð; hávær, skapstór og ofsa- fenginn fjárkúgari. hennar fyrir réttinn að bera vitni og er það hald margra að stærsta stundin á leikferli Lönu Turner hafi verið daginn þann í réttarsalnum þegar hún rakti hvað gerst hefði hinn örlagaríka dag og sýndi ör- væntingu sína yfir því hvaða örlög biðu dóttur hennar. Lana Turner var óspör á tárin og móðurástina þennan dag í vitnastúkunni og er fullyrt að á meðan hún svaraði spurningum lögfræðings síns hafi hún látið í ljós dýpri umhyggju fyr- ir dóttur sinni og meiri áhyggjur af velferð hennar en hún hafði sýnt í verki samanlögð æviár barnsins fram að því. A eftir Lönu steig Cheryl í vitna- stúku og endurtók nánast orð fyrir orð söguna eins og móðir hennar hafði sagt hana. Niðurstaða réttar- ins kom svo ekki á óvart. Hún var sú að Cheryl Crane hefði framið manndráp í nauðvörn og því væri verkið refsilaust. Móður Lönu var falin forsjá barnsins en undir eftir- liti yfirvalda. Lana Turner og Cheryl áttu alla samúð almennings meðan á þessum hremmingum stóð og leikferill Lönu leið ekki fyrir þetta. Þvert á móti. Þegar næstu myndir hennar voru teknar til sýn- inga streymdu áhorfendur að sem aldrei fyrr. Af Cheryl er það að segja að ömmu hennar fólst forsjárstarfið ekki of vel úr hendi. Telpunni gekk erfiðlega að ná fótfestu í lífinu eft- ir hremmingar þessar og þar kom að dómstóll dæmdi hana til vistar í betrunarskóla. Mótþróaskeiðinu lauk hins vegar með unglingsárun- um og Cheryl Crane náði áttum. Síðast þegar af henni fréttist bjó hún í San Francisco þar sem hún naut velgengni sem fasteignasali. Cheryl hefur skrifað bók um líf sitt en þar kemur m.a. frá því að hún sé lesbía. Hvað varðar dauðdaga Johnnys Stompanatos víkur hún ekki frá hifini áður útgefnu sögu og bók hennar varð ekki til að kæfa þær raddir sem fyrr og síðar hefur mátt heyra halda því fram að enn hafi ekki verið sagður sann- leikurinn um það hvað gerðist í raun og veru á heimili Lönu Turner 4. apríl 1958. Ekki verður betur séð en vel fari á með elskhuganum og dótturinni á meðan tekið er viðtal við leikkon- una Lönu Turner.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.