Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993 BLOMLEGT BYGGÐASAFN I ár eru 20 ár liðin frá eldgosinu í Vestmannaeyjum. Þessa viðburðar er minnst með athyglis- verðum sýningum á Byggðasafni Vestmannaeyja eftir Guðna Einarsson BÆJARSTJÓRN Vestmanna- eyja samþykkti í fyrrasumar að gera eldgosinu í Heimaey og sögu þess skil með eftirminnileg- um hætti. Gegnir Byggðasafn Vestmannaeyja þar lykilhlut- verki. Vestmannaeyingar minnt- ust upphafs jarðeldanna í Heimaey fyrir 20 árum hinn 23. janúar siðastliðinn. Þann dag var opnuð gosminjadeild í Byggða- safninu og í júlí verður gosloka minnst með fleiri sýningum, af- hjúpun listaverks og fleiru. Byggðasafn Vestmanna- eyja var stofnað fýrir forgöngu Þorsteins Þ. Víglundssonar skóla- stjóra árið 1932 og safn- aði Þorsteinn munum til safnsins meðan hans naut við. Þorsteinn hafði einnig forgöngu um að Safna- húsið, þar sem Byggðasafnið og Bókasafn Vestmannaeyja eru til húsa, var byggt ofan við Stakka- gerðistún. Ragnar Óskarsson yfir- kennari tók við safninu af Þorsteini og síðar Sigmundur Andrésson bakarameistari. í vor er leið varð Jóhann Friðfinnsson umsjónarmað- ur Byggðasafnsins. Jóhann hefur lagt gjörva hönd á margt um ævina. Arum saman starfaði hann sem kaupmaður og var þá þekktur undir nafninu „Jói í Drífanda“. Hann var bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum, sat lengi í bæjarstjórn, fyrr- um forstjóri Bátaábyrgðarfélags- ins, formaður sóknarnefndar Landakirkju og er þá fátt eitt talið. Margir sendu muni Menningarmálanefnd bæjarins, undír forystu Unnar Tómasdóttur, var falinn undirbúningur minning- arársins. Akveðið var að stofna gosminjadeild við Byggðasafnið og safna til hennar gögnum og gripum sem minntu á hina örlagaríku mán- uði fyrir 20 árum. Jóhann Frið- finnsson hafði veg og vanda af söfnun muna til sýningarinnar, enda í miðri hringiðu atburða á gostímanum sem bæjarstjórnar- maður. Ritaði hann fjölmörgum stofnunum og félögum, sem komu við sögu, og falaðist eftir safngrip- um og skjölum úr þeirra fórum. Sendu flestir sem til var leitað gögn og minjar til sýningarinnar. „Mér þótti verst að fá ekkert frá Raun- vísindastofnun, Náttúrufræðistofn- un og Norrænu eldfjallastöðinni, eins og þær stóðu okkur nærri í gosinu, en það stendur nú til bóta,“ segir Jóhann. Fulltrúar Slökkviliðs- ins á Keflavíkurflugvelli komu og afhentu dælustútinn af slökkvibif- reið Sveins „Pattons" Eiríkssonar sem kom mjög við sögu hraunkæl- ingarinnar. Fyrir utan Safnahúsið stendur ein af dælunum 40 sem varnarliðið lánaði og stóðu á Bása- skersbryggju. Landhelgisgæslan flutti dæluna frá Akranesi þar sem hún var niður komin. Eimskip og Flugleiðir létu sitt ekki eftir liggja og sendu ýmsa góða muni. Veður- stofan sendi veðurkort, Sjómæling- ar sjókort, Landmælingar loft- myndir og svo mætti lengi telja. Ragnhildur Vigfúsdóttir safna- og Morgunblaðið/Sigurgeir HEIMTURHAFI STÍGVÉLIN, stunnan og kjalbúturipn, sem komu í troll Ófeigs VE hinn 6. desember sl. ______-------- _ _ _ _ m I gostískan ‘ “"“-'"»=»5! sem klMd er Morgunblaðið/Sigurgeir GOSMINJASAFN RRAGI Ólafsson, forseti bæjarstjórnar, opnaði gosminja- Sar sl wJ 20 ár voru liðin frá upphaf, gossins. sagnfræðingur og Nanna Þóra Askelsdóttir bókasafnsfræðingur stjórnuðu uppsetningu sýningar- innar. Slqöl og skeyti Á sýningunni er saga gossins rakin í máli og myndum. Kort og línurit sýna gang eldsumbrotanna, mikið er af skjölum frá bæjaryfir- völdúm, hjálparstofnunum og handskrifaðar tilkynningar til Vestmannaeyinga meðan á gosinu stóð. Þar á meðal er miði sem Jó- hann setti í gluggann í Versluninni Drífanda og hékk þar meðan gosið stóð. Á miðanum stendur einungis: „Skrapp frá“. Sýnir hann í hnot- skurn viðhorf Eyjamanna sem héldu í vonina um að fjarveran frá heimaslóðum yrði bara skreppitúr. Viðamikið úrklippusafn með frétt- um og frásögnum af gosinu liggur frammi á safninu. Margar kveðjur og skeyti sem bárust innanlands og að utan eru til sýnis, þá er stillt upp frímerkjum sem gefin voru út erlendis í tilefni gossins. Jóhann safnvörður væntir þess að ferða- menn sem koma að skoða gosstöðv- arnar og nýja hraunið leggi einnig leið sína á safnið og kynni sér sögu jarðeldanna. Stígvél hundadagakonungs? Auk gosminjadeildarinnar er á Byggðasafninu mikið af munum sem tengjast atvinnuháttum í Eyj- um, sjósókn og bjargveiði, í fortíð og nútíð. Mörg líkön af fiskibátum frá ýmsum tímum eru áberandi. Sjómenn í Eyjum eru vakandi fyrir því að gauka að söfnum sínum því sem rekur á fjörurnar, á það jafnt við um Byggðasafnið og Náttúru- gripasafnið. Stór þvottabali fullur af vatni vakti athygli blaðamanns. í honum lágu í bleyti tröllvaxin leðurstígvél, sem Jóhann álítur að geti verið frá tímum Jörundar hundadagakonungs. „Þeir fengu þessi stígvél og skipshluta úr segl- skipi, stunnu og kjalarbút, í trollið á Ofeigi VE um 30 mílur suðvestur af Surtsey," segir Jóhann. „Ég lagði stígvélin í bleyti, til að ná úr þeim saltinu, svo verða þau aldurs- greind á Þjóðminjasafninu. Kannski eru hér komin stígvélin hans Jörundar hundadagakonungs, en sagan segir að hann hafi yfirgef- ið konungsríki sitt hér á landi á tveimur skipum, Orion og Margaret and Ann. Fyrir sunnan Eyjar kvikn- aði í Margret and Ann og bjargaði Jörundur skipshöfninni yfír í skip sitt Orion. Fræg er frammistaða hans þegar hann hætti lífi og limum með því að fara yfir á brennandi og sökkvandi skipið og kom á sokkaleistunum til baka!“ Líklega fæst aldrei úr því skorið hvort hér séu komin stígvélin hundadaga- kóngsins. Ef aldursgreining leiðir í ljós að stígvélin séu frá hans dög- um, þá er víst að sagan af Jörundi verður gjarnan rifjuð upp í tengsl- um við stígvélin. Gosloka minnst í sumar Hinn 3. júlí í sumar verður gos- lokanna minnst með verðugum hætti og stendur mikið til í Safna- húsinu. Þar verður afhjúpað gler- listaverk eftir Leif Breiðfjörð og sett upp sýning með verkum hans. Þá stendur til að setja upp ljós- myndasýningu með myndum at- vinnu- og áhugaljósmyndara. Að sögn Jóhanns eru að verða síðustu forvöð að senda inn myndir. Einnig verða kynnt úrslit í teiknisam- keppni barna. Vígður verður endur- bættur k'nattspyrnuvöllur við Há- stein, sigling um Eyjasund með Herjólfi og haldin messa á nýja hrauninu svo nokkuð sé nefnt. Seg- ir Jóhann að Eyjamenn eigi von á fjölda gesta af þessu tilefni, brott- fluttum Eyjarn,önnum sem öðrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.