Morgunblaðið - 23.05.1993, Síða 8

Morgunblaðið - 23.05.1993, Síða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993 ÍÞRÓTTIR - LEIKIR - STUTT FERÐALÖG - KYNNISFERÐIR LEIKJANÁMSKEIÐ KFUM OG KFUK verða haldin í sumar á eftirtöldum stöðum: Félagsheimili KFUM og K við Holtaveg, Suðurhól- um 35, Lyngheiði 21, Kópavogi og safnaðarheimilinu Borgum, Kópavogi. í safnaðarheimilinu Borgum verða tvö námskeið: 1. námskeið: 1. júní - 11. júní 2. námskeið: 14. júní - 25. júní Á hinum stöðunum er boðið upp á fjögur námskeið: 1. námskeið: 1. júní - 11. júní 2. námskeið: 14. júní - 25. júní 3. námskeið: 28. júní - 9. júlí 4. námskeið: 12. júlí - 23. júlí Námskeið 1-3 eru fyrir 7-10 ára börn en námskeið 4 fyrir 6-8 ára börn. Verð á námskeið er kr. 5.800 fyrir barn, en kr. 5.300 ef um systkini er að ræða. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu KFUM og K við Holtaveg í síma 678899. Þar fer einnig fram innritun. ÍÞRÓTTIR - LEIKIR - STUTT FERÐALÖG - KYNNISFERÐIR TILBOÐ ÓSKAST í Chevrolet Camaro R.S., árgerð ’89, Ford Bronco U-15 XLT 4x4, árgerð ’86 og aðrar bif- reiðar, erverða sýndará Grensásvegi 9 þriðju- daginn 25. maí kl. 12-15. Ennfremur óskast tilboð í A.M.C. dráttarbifreið M-818 6x6, árgerð ’71 og dráttarvagn (Semi trailer) 40 feta, 12 tonna. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA FÉLAC ÍSLENSKRA STÓRKAUPMANNA VERSLUN A KR0SS60TUM Útbreiðslunefnd Félags íslenskra stórkaup- manna boðartil morgunverðarfundar þriðjudag- inn 25. maí kl. 8.00 í Skálanum, Hótel Sögu. Dagskrá: Anders Budilsen, forstjóri Massive Scandinavia: Dreifing sérvöru á innri markaði Evrópu. Birgir Rafn Jónsson, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna: Er umboðsmannakerfið að hrynja? Jón Gunnar Jónsson, framleiðslustjóri Sláturfélags Suðurlands: Nýjar lausnir í vörudreifingu. Að loknum framsöguerindum verða umræður. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu félagsins í síma 678910. Þátttökugjald með morgunverði er kr. 1.000. FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN. LÆKNISFRÆÐI///‘i^ erþaö sem voöanum veldur? Hvíti dauðinn ísókn BERKLAVEIKI eykst nú hröðum skrefum víða um lönd og í apríl í vor lýsti Alþjóðaheilbrigðisstofnunin því yfir að hvorki meira né minna en „heimsvoði" væri hér á ferð. Talið er að þriðjungur mann- kyns, eða seytján hundruð milljónir, hýsi berklasýkilinn og af þeim mikla fjölda sé tíundi hver maður berklaveikur. A mörgum svæðum í veröldinni má segja að sjúk- dómurinn leiki lausum hala enda falla þijár milljónir í valinn af völdum hans á hveiju ári og um aldamótin má búast við að það verði hátt í fjórar. „Þetta nær vitanlega engri átt þegar um læknanlegan sjúkdóm er að ræða,“ segir háttsettur maður hjá Heilbrigðisstofnuninni. Enn sem komið er virðast van- þróuð ríki verst sett í þessum efnum eins og flestum öðrum. Þar er berklaveikin útbreiddust, þar eru minnst fjárráð til kaupa á lyfjum, jafnvel þeim ódýru eins og flest berklalyfin eru, þar er stopula læknishjálp að fá — og þar er líka víða takmarkaður skilningur á nauðsyn nákvæmrar og langvarandi notkunar berkla- lyfja. Tökum dæmi: í Eþíópíu skammtar hið opinbera hveijum og einum innan við hundrað krón- ur á ári til lyijakaupa og annars kostnaðar af heilsufarsástæðum en æðimargir fá nokkra úrlausn til viðbótar þegar gjafir berast frá útlöndum. Og fleiri steinar liggja í götunni. Margir sjúklingar ruglast í ríminu eða gerast óþolin- móðir þegar til þess er ætlast að þeir gleypi fjórar tegundir lyfja á hveijum degi í sex mánuði sam- fleytt. En óvíða er nægilegu starfsliði heilsugæslunnar á að skipa til þess að fylgjast með lyfjanotkun og tala um fyrir þeim sjúklingum sem öðrum fremur þyrftu á uppörvun eða umvöndun að halda. Hósti, sótthiti og fleiri einkenni veikinnar réna einatt eftir lyijatöku í nokkrar vikur og þá halda margir að þeim sé batn- að og leggja töflurnar á hilluna. En sá sem hættir meðferð fyrr en til stóð er óafvitandi að breyta vanheilsu sinni úr læknanlegum sjúkdómi í lífshættulegan. Annað dæmi úr þriðja heimin- um: Indland sækir nú um fjórtán milljarða króna lán í Aiþjóða- bankanum til eflingar baráttunni við berklana. Þar í landi munu vera að minnsta kosti 10 milljón- ir berklaveikra og einn af hveijum ijórum þeirra er háskalegur um- hverfi sínu vegna smits. Árlega er hálfönnur milljón nýrra sjúkl- inga skráð og hálfri milljón verða berklarnir að íjörtjóni. Þessar töl- ur segja meira en mörg orð um það hversu hrapallega Indveijum hefur mistekist sú fyrirætlan sem kunngerð var fyrir 31 ári að „hefta sem fyrst framgang berklaveikinnar svo mjög að hún ógni ekki lengur heilbrigði þjóðar- innar“. Ástæða þess að verr fór en skyldi er útgjöldin vegna lyfja, segja yfirvöldin. Fæstir eru borg- unarmenn fyrir þeim sjálfir og því verða þau baggi á þjóðinni allri. Það er víst óhætt að segja að næst sjálfum sýklinum eigi ör- birgð mesta sök á berklaplágunni. eftir Þórorin Guðnason þjóðlífsþankarí;,///«/ viö veriö einstceö? Brotið blað í Þjóðarsögunni? VIÐ íslendingar erum að vissu leyti orðin einstæð þjóð. Bandaríkja- menn eru ekki lengur eins hlýlegir við okkur og þeir voru, og það kemur illa við marga hér. Frá því land vort sleit sig laust úr ný- lenduböndunum við Dani hafa Bandaríkin gegnt hlutverki stóra bróður í þjóðarvitund okkar. Við höfum unað í skjóli þeirra, á stund- um skákað í skjóli þeirra. Við höfum litið upp til þessa stóra bróð- ur og þegið frá honum ómæld áhrif. essi náðarsól hefur á oss skin- ið í krafti þeirrar aðstöðu sem okkar litla land gat boðið i hernað- arlegu tilliti. Misglaðir hafa lands- herrar okkar fylgst með stóra bróður athafna sig á Miðnesheið- □ eftir Guórúnu Guðluugsdóttur legir og þess vegna ætlar víst stóri bróðir að kalla heilmikið af sínu liði heim, segja upp okkar mönnum og sendir okkur hótunarbréf útaf hvalveiðum í þokkabót. Það er von að mönnum hér bregði í brún. Á þessu máli eru margar hliðar. Þeir sem verið hafa á móti veru herliðsins hér á landi gleðjast vafa- laust margir í hjarta sínu þegar til stendur að fækka mjög í röðum Bandaríkjamanna hér, en sú gleði er vafalaust engum óblandin; at- vinnuástand á Suðurnesjum er svo slæmt að það má varla við svo mikiili blóðtöku sem missir íjöl- margra starfa á Keflavíkurflug- velli er. Ef litið er framhjá þessum alvar- lega þætti þessa máls er hins veg- ar ýmislegt jákvætt við þessar breyttu kringumstæður. Alveg án tillits til þess hvaða skoðun menn hafa haft á Bandaríkjunum og veru hers þeirra hér, þá er það hollt fyrir Islendinga að verða að standa einir og óstuddir. Það er kominn tími til að við hættum að lifa eins og dekurbörn, sem vita að ef á móti blæs er alltaf hægt að skríða í skjól hjá stóra bfóður. Laxness sagði sem frægt er að næst því að missa móður sína væri barni hollt að missa föður sinn. Vissulega er bæði fólki og þjóðum hollt að læra að standa á eigin fótum, án stuðnings forsjár- aðila. Nú bendir allt til þess að komið sé að þeirri stundu hjá okk- ur íslendingum. Með hinni breyttu afstöðu Bandaríkjamanna í okkar garð sýnist brotið blað í þjóðarsög- unni. Við höfum ekki lengur neinn til að halla okkur að, við höfum siitið okkur laus frá Dönum og Bandaríkjamenn virðast hafa ýtt okkur út úr hreiðrinu. Við verðum að bjarga okkur ein. Evrópusamvinna getur aldrei komið í stað þessa. í henni tökum við þátt á jafnréttisgrundvelli, að svo miklu leyti sem það er hægt vegna smæðar okkar. Þar er allt- ént ekki uppi neitt sérstakt verndarsjónarrriið hvað okkur snertir og við verðum að vera fólk til þess að taka því. Við verðum að haga okkur í samræmi við það í andlegum sem efnahaglegum skilningi. Við .verðum að leggja okkar fjárhagsáætlanir með það fyrir augum að við eigum hvergi höfði að halla ef dæmið gengur ekki upp. Á sama hátt og það kostar að vera manneskja, þá kost- ar það að vera fullvalda þjóð. inni, búa þar út fullkomna her- stöð, þó oftast með fullu tilliti til aðstæðna inn- lendra. En nú snýr allt upp sem áður sneri niður. Rússar eru hætt- ir að vera hættu-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.