Morgunblaðið - 30.05.1993, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.05.1993, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993 2 B Lestur Ijóðabóka gegnir ekki einungis því hlut verki að menn njóti fallegra Ijóða og listar, heldur er gott Ijóð nauðsynlegt framlag til málsins. eftir Kristínu Marju Baldursdóttur LISTIN lifir aðeins ef einhver kaupir hana, en geta viðskipti blómstrað án listarinnar? Hinn harði heimur viðskiptalífsins virðist í fljótu bragði eiga fátt sameiginlegt með hinum skap- andi heimi bókmennta og lista, en Sverrir Kristinsson fasteigna- sali, framkvæmdastjóri Hins ís- lenska bókmenntafélags og ákaf- ur listaverkasafnari, segir að sá sem vilji stunda viðskipti af ein- hveiju viti verði að kynna sér heim bókmennta og lista. Okunnugir sem koma inn á fast- eignasölu Sverr- is gætu haldið að þeir hefðu óvart álpast inn á gallerí þar sem höndlað væri af mikilli grósku með listaverk. í hveiju herbergi og hveiju horni eru listaverk eftir þekktustu listamenn þjóðarinnar, perlur sem fá hjartað til að slá örar. Sverrir, sem er ann- ar eigandi og framkvæmdastjóri Eignamiðlunarinnar, hefur safnað listaverkum í aldarfjórðung og bók- um frá fermingaraldri. Jafnhliða fasteignasölunni hefur hann starfað fyrir Hið íslenska bókmenntafélag og verið framkvæmdastjóri þess í 23 ár. Þegar ég spyr hann hvor heimurinn sé honum hugleiknari, hvort yrði ofan á, viðskiptin eða bókmenntirnar, mætti hann velja, segir hann að erfitt sé að gera þar upp á milli. „Hvort tveggja er skemmtilegt og gefur hvort öðru gildi. Bók- menntir og viðskipti tengjast vel saman. Það er æskilegt að sá sem tengist útgáfustörfum hafi svolítið vit á fjármálum og ég tel það bráð- nauðsynlegt að sá sem stundar við- skipti kynni sér bókmenntir og list- ir. Það veitir meiri innsýn og skiln- ing á viðskiptum. í Bandaríkjunum eru menn valdir úr hinum ýmsu greinum til að stjórna atvinnu- rekstri, ekki endilega viðskipta- fræðingar eða hagfræðingar, held- ur menn úr óskyldum greinum. Ég er þó alls ekki að kasta rýrð á sér- menntun á þessu sviði með því að segja þetta. En viðskipti yrðu þurr og leiðinleg ef menn ætluðu að ein- angra þau alveg frá menningu og listum." Harður bisnessmaður Sem nýútskrifaður stúdent vann Sverrir í síldarverksmiðju á Eski- firði, en hvað tók við þegar áhyggjuleysi æskuáranna var liðin tíð? _ „Ég lauk forprófum í lagadeild- inni og fór að fást við fasteignasölu sem sölumaður,“ segir Sverrir. „Bauðst svo skyndilega til kaups fasteignasalan Éignamiðlunin sem þá var í algjörri lægð og hélt áfram rekstri fyrirtækisins í Vonarstræti 12. Þar var ég í áratug við sölu á fasteignum og réðst jafnframt sem bókavörður hjá Hinu íslenska bók- menntafélagi. Þar var komið á fót sérstakri afgreiðslu fyrir bækur fé- lagsins, en þær höfðu áður verið í kjallaraherbergi í Tjarnargötunni á vegum AB og víðar.“ - Hvað varð til þess að þú sner- ir þér að bókaútgáfu jafnhliða fast- eignasölu? „Eins og flestir íslendingar hef ég afskaplega gaman af bókum og byijaði fjórtán ára gamall að safna þeim. Það -má segja að með því að ráðast til félagsins hafi þessi áhujgi færst yfir á útgáfustarfsemi. Eg var eini fasti starsmaðurinn á þessu vinnusvæði fyrst, en mjög fljótt bættust góðir liðsmenn við.“ Starfsemi fasteignasölunnar og Bókmenntafélagsins hefur þróast, Eignamiðlunin er nú ein stærsta fasteignasala landsins með tólf starfsmenn, og í afgreiðslu bók- menntafélagsins eru fastir starfs- menn tveir. Ennfremur er fjöldi starfsmanna við ákveðin verkefni, auk stjórnar og forseta félagsins. Bæði fyrirtækin eru undir sama þaki, í stóru og björtu húsnæði í Síðumúlanum. - Mér er sagt að þú sért harður bisnessmaður og að þér takist að selja fasteignir sem öðrum gengur illa að selja? „Ég mundi nú orða það þannig að við séum frekar heppnir hér með sölu á eignum. Við höfum hér mjög gott starfsfólk og ráðum menn úr ýmsum greinum. Við erum til dæm- is með fjóra lögfræðinga, löggiltan fasteignasala, matstækni og líf- fræðing, stjórnmálafræðing, stór- meistara í skák, landfræðing og fleiri góða menn. Til að árangur náist þarf að vera valinn maður í hveiju rúmi og þá höfum við hér.“ Breytingar á fasteignamarkaði Miklar sveiflur hafa verið á fast- eignamarkaðinum síðustu áratugi og þær ekki ætíð upp á við. „Árið 1968 var til dæmis talað um kreppu í þjóðfélaginu og atvinnuleysi sem hafði það í för með sér að margir fluttust til annarra Norðurlanda, einkum til Svíþjóðar," segir Sverrir. „Ég man líka eftir góðum tíma- bilum eins og á gengisfellingarár- unum, 1970-78 og einnig eftir Vestmannaeyjagosið. Á þessum árum voru mjög fáir kostir til. að tryggja sparifé og steinsteypan þótti nánast eina góða fjárfestingin hér á landi. Frá árinu 1980 gefast hins vegar aðrir og fleiri kostir og menn fara að ávaxta sparifé sitt með öðrum hætti. Kaup á íbúð eru fyrst og fremst öryggisatriði fvrir fjölskylduna, segir Sverrir. „Fé flestra manna er þó bundið í húsnæði og því er það fjárfesting í sjálfu sér. En menn ieggja nú síður áherslu á að byggja eða kaupa sem stærst húsnæði í þeim tilgangi að fjárfesta. Þvert á móti hefur framboð á stórum ein- býlishúsum aukist og verð jafn- framt lækkað. Það hefur verið mik- ið byggt af íbúðum fyrir roskið fólk og eigendur stórra og vandaðra ein- býlishúsa hafa talið það góðan kost að selja húsin og koma sér fyrir þar sem ákveðin þjónusta er og þægindi sem henta þeirra aldri." - Er þetta ef til vill mesta breyt- ingin sem orðið hefur í fasteignavið- skiptum? „Greiðslukjörin er önnur stór breyting. Þegar ég byijaði í þessu starfi fyrir aldarfjórðungi, var lánað í íbúðum til tíu eða tólf ára, óverð- tryggð lán með 5-6% vöxtum. Þá brann þetta fé á báli verðbólgunn- ar. Ef við aftur á móti erum að selja stór hús núna er í flestum til- vikum greitt með húsbréfum og peningum. Húsbréf eru ríkistryggð bréf bundin lánskjaravísitölu og bera 6% fasta vexti, þannig að menn eru að fá raunverulegt endur- gjald. Að tala um afföll er nánast fráleitt í þessu sambandi, vegna þess að afföll fyrir daga húsbréf- anna voru margfalt meiri. Ég tel húsbréfin vera mjög góðan kost. Með þeim er verið að binda eignirnar með stórum, hagkvæmum lánum, það er verið að lána út á ákveðna fasteign og síðan fylgir lánið eigninni. Þegar búið er að veðsetja nógu mikið af eignum, minnkar útborgun eðlilega og mun auðveldara er að eignast íbúð en áður.“ Flottræfilsháttur Nágrannaþjóðir byggja oftast hús eða kaupa íbúðir með það fyrir augum að búa þar ævilangt. Á ís- landi tíðkast það hins vegar að fólk kaupi og selji fasteignir ekki síður en bifreiðir. Hvaða skýringu hefur fasteignasalinn á þessu fyrirbæri? „Fasteignaviðskipti ganga fljótt fyrir sig hérna. Menn eru fljótir að svara tilboðum og taka ákvarðanir. Ungt fólk sem byijar að búa kaup- ir sér gjaman tveggja herbergja íbúð og þegar fjölskyldan stækkar er tiltölulega h'tið átak að stækka við sig húsnæði. Það virðist vera draumur margra þegar þeir nálgast miðjan aldur að búa sér, eignast sérhæð, raðhús eða einbýlishús og hafa sinn eigin garð og bílskúr. Hins vegar gerist það oft hér að menn reisa sér hurðarás um öxl, fara kannski úr lítilli íbúð og byrja á því að byggja einbýlishús. Ég held að menn ættu að huga að því að taka þessi eignaskipti í skrefum því þau eru tiltölulega einföld. Allt- of margir þurfa að hætta við bygg- ingar eða búa í hálfbyggðum hús- um. Það er óhagstætt bæði fyrir þann sem hlut á að máli og þjóðfé- lagið í heild. Þetta em óarðbærar fjárfestingar sem kosta of mikið álag og of mikla vinnu. Þetta er séríslenskt fyrirbæri.“ - Er þetta ekki óeðlileg ókyrrð í fólki? „Við erum haldin ákveðinni ein- staklingshyggju. Á verðbólgutím- um byggðu menn stór hús. Þegar dró úr verðbólgunni komu aðrir fjárfestingarkostir, opinbert mat á húsum varð nær raunvirði en fyrr og þá hækkuðu bæði fasteignagjöld og eignarskattar. Fólk fór að hugsa málin, vildi ekki eyða hærri fjárhæð í þessa hluti en nauðsyn bar til. Menn eiga auðvitað að spara og byija á því sem fyrst. Það þarf að kenna sparnað og leggja áherslu á sparnað. Einn bresturinn í íslensku þjóðfélagi er sá, að það má ekki tala mikið um sparnað og það má ekki tala um hagnað.“ - Hvers vegna heldurðu að við séum svona feimin að tala um spamað? „Hér er ríkjandi svolítill flottræf- ilsháttur. Það þykir ekki fínt að spara. Allar alvöm þjóðir eins og Þjóðverjar og Danir kunna þetta. íslenski bóndinn varð nú reyndar líka að kunna þetta þótt ætla megi að hann hafi tilheyrt stétt villi- manna samkvæmt þeirri einkunn sem hann fær nú í fjölmiðlum. Þessi stétt hélt þó tóru í þjóðinni og varð- veitti tunguna. En þá erum við komin að öðru sem er hin íslenska poppmenning. Hún miðast við það að gera ekki of nákvæmar rannsóknir, heldur hafa þær meira á yfirborðinu. í fjöl- miðlum er helst greint frá hinu neikvæða eða því sem óvenjulegt er og sagnaritarar sem voru blaða- menn síns tíma hafa að öllum líkind- um gert hið sama. En sparnað þarf að innræta fólki og kenna hann í skólum. Hitt er svo annað mál að það fólk sem ég hef átt viðskipti við kann flest að spara, er ótrúlega nákvæmt í fjár- málum og traust." Arðbær fjárfesting Fjárfestingarmöguleikar eru fleiri nú en áður og því fróðlegt að heyra hvernig fasteignasalinn sjálf- ur íjárfestir. Hann segir að fyrirtækið hafi flust í Síðumúlann árið 1990 og að það hafi verið byggt nánast upp frá grunni. „Við höfum reynt að fá gott starfsfólk og fengið nýjar inn- réttingar, húsgögn og tölvubúnað, og komið upp aðstöðu fyrir hund- ruðir ljósmynda í gluggum skrif- stofunnar." - En Sverrir Kristinsson sjálfur? Þessari spurningu er ekki svarað of fljótt. Éftir langa þögn segir hann: „Ég hef ekki verið á blaði með fjárfestum. Umsvif mín hafa fýrst og fremst tengst fasteignasölu og bókaútgáfu. Ég á dálítið af fal- legum myndum, á að kalla það fjár- festingu eða ekki? Ég tel hiklaust að kaup á góðri myndlist sé góð fjárfesting ef menn vilja njóta pen- inganna. Miðað við að geta notið arðsins alla daga og horft á þessi verk er þetta fjárfesting sem gefur góðan arð!“ - Hvernig mundir þú ráðleggja mönnum að fjárfesta? „Ef menn búa í húsnæði sem hentar fjölskyldunni, hvet ég ekki til breytinga í þeim efnum. Orugg- asta fjárfestingin að öðru leyti er án vafa spariskírteini ríkissjóðs, traust og áhættulaus íjárfesting miðað við það sem þekkist á ís- landi. Einnig er hægt að kaupa ýmiss konar verðbréf, til dæmis skammtímabréf hjá öruggu verð- bréfafýrirtæki. Á vissan hátt er hlutabréfamarkaður hér þó á frum- stigi en með kaupum í nýjum og frumlegum hlutafélögum til dæmis á sviði hugbúnaðar, styrkja kaup- endur nýsköpun í landinu, geta átt góða vinningsvon en taka jafnframt vissa áhættu. Það er miklu heppi- legra að vita af áhættunni og taka hana sjálfur, en kaupa bréf með dulinni áhættu.“ Ný tegund villimanna Ekki þarf að ganga nema fáein skref frá myndlistinni í fasteigna- sölunni til að komast yfir í heim bókmenntanna sem bíða lesenda af stóískri ró í afgreiðslu Hins íslenska bókmenntafélags. Þegar við ræðum um bókmenntir og bókaútgáfu læð- ist að manni sá grunur að aurinn hafi nú ekki eingöngu farið í mynd- listina hjá fasteignasalanum en auk þess að sjá um útgáfu á hinum ýmsu ritum fyrir Bókmenntafélagið hefur Sverrir sjálfur gefið út bækur um myndlist og fleira. Ég spyr hvað hann lesi sjálfum sér til ánægju og hann nefnir fyrst lærdómsritin sem bókmenntafélag- ið gefur út. „Þau eru afskaplega fjölbreytt, fjalla um stjórnmál, trú- arbrögð, vísindi, hagfræði, bók- menntir og fleira. Ég hef líka mjög gaman af lestri ljóða og ævisagna og í vetur var ég að lesa Islendinga- sögumar. Var á tveimur námskeið- um uppi í Háskóla hjá Jóni Böðvars- syni, las þar Njálu og Eglu.“ - Og hver er nú uppáhaldsper- sónan úr þeim ritum? „Ætli það sé ekki Egill, vegna skáldskapar hans.“ - Mér skilst að ekki sé flóafriður fyrir mönnum sem vilja selja fólki skáldskap í gegnum síma á kvöldin, bendir það ekki til þess að bókaút- gáfa sé í andarslitrum?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.