Morgunblaðið - 30.05.1993, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 30.05.1993, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAI 1993 R'l:)A(f 1// '!!<!tA.IH!/|' lUS-H'lf/; 4-4 ■ llmefni eru með öllu óþörf, og því fremur sem þau eru mörgum manni ógeðsleg, því nær óbærileg Blóm, skrautgripir, ilmefni og fleira Spurt er: Hvenær má bera blóm og skrautgripi? Auðvitað er ekkert stutt og skorinort svar til við því árið 1920. En þetta vegur e.t.v. þyngst: „sérstaklega skal gjalda varhuga við tískuglingri, svo sem nálum, nælum, klingjum, sem oft er fánýtt og svikið stundargaman, sem enginn vill sjá eða nota að skömmum tíma liðnum. Þannig á til dæmis alls ekki að hlaða á sig ilduðum (oxyderuðum) og smeitt- um (emailleruðum) ósóma. Slíkt gerir konur oft að athlægi í augum annara og að gikkjum í veiðistöð glingursins.“ Síðar kemur þessi ábending: „íburður er lítils virði, en smekkvísin er allt.“ Eyrna- hringunum mætti að ósekju sleppa; þeir minna, þrátt fyrir allt, á villi- mannasiðu: Að særa hold sitt til að stinga inn í sárin alls konar glingri og munurinn minnstur, hvort það hangir niður úr „siðuð- um“ evrópskum eyrum, eða svert- ingjanefjum. Og skammt er stórra högga á milli, skjótt er umræðuefnið orðið ilmefni og ekki er skafið utan af því: „Ilmefni eru með öllu óþörf, og því fremur sem þau eru mörgum manni ógeðsleg, því nær óbærileg.“ Hlátur og hnýfilyrði Og þá er það stóra spurningin^ hvernig skal hirða andlit? I „Mannasiðum" stendur: Margir eru ljótir á hörund, rauðir, blakkir, gulir eða gráir í framan, með nabba i andliti o.s.frv. Það er oft vöggug- jöf og þeim til sorgar og mæðu sem fyrir verða, einkum konum, enda leitast þær oft við að ráða bót á því með tállitum og dufti (sminke, pudder). En það er aðeins til að gera vont verra, fara úr öskunni í eldinn. Ljótur og óhraustlegur litar- háttur stafar oft af einhverri veilu inni fyrir, t.d. meltingarörðugleik- um sem oft geta lagast með breyttu viðurværi o.fl. og því gefst oft vel að leita læknis í þeim efnum. Stoði það ekki þá er ekki annað til en að hlýða reglunni, er segir: „Það, sem verður að vera, viljugur skal hver bera.“ Litir og duft gera ekki nema ógagn eitt, þau sýkja hörund- ið enn meira, með því að þau loka svitaholum þess og gera þannig sjúkt og ljótt hörundið enn sjúkara og ljótara. Auk þess er það hin mesta fásinna af konum, að þessi brögð geri þær ásjálegri og eigu- legri því að „upp komast svik um síðir“. Karlmennirnir komast fljótt á snoðir um að þessar litfögru drós- ir eru málaðar manneskjur, og skortir þá sjaldan hlátur og hnýfil- yrði í þeirra garð.“ Og ekki skiptir hárið minnamáli: „Vart mun sköllóttum körlum lá- andi, þótt þeir noti hárkollur, svo munu og ýmsir rosknir og kulvísir menn bera þær fyrir hlýinda sakir, en tæplega verður það talin nauð- syn frá fegurðarsjónarmiði. Allt öðru máli er að gegna um konur. Fagurt og mikið hár er eitt hið fegursta skart kvenna og sköllótt mær eða kona er ömurleg sjón, svo ömurleg, að þær eru í mannúðar- innar nafni næstum skyldar til að hylja skallann eða hárlýjurnar fyrir meðbræðrum sínum og systrum með annarlegu hári. En hitt, að bæta fölsuðum fléttum inn í sæmi- lega mikið meðfætt hár er að „bera í bakkafullan lækinn"; þess vegna óþarft, og gerir konu síst virðu- legri ef upp kemst. Að lita hár sitt er blátt áfram viðbjóðslegt..." Tennur!? „Hirðing tanna er hreinlætisatriði og það mjög merki- legt því undir henni er ekki einung- is fegurð tannanna, heldur og heilsa þeirra kominn. Og hvern langar til að kyssa ungan og æsku- fríðan munninn, þar sem skín í gular og óhreinar tennurnar fyrir innan, ef hlegið er, eða mælt orð frá vörum. Andremmi og óhreinn munnur hefur meyjar mörgum biðl- um svipt.“ Fram kemur eirinig, að sé stellið allt ónýtt sé nauðsynlegt að láta rífa það allt úr og koma fyrir gervi- tönnum. En áríðandi sé að fá sér góðan tannsmið, því tennurnar verði að fara vel og koma að sem bestum notum, „svo að þær særi ekki eða skrölti í munninum". Og enn eru höggin þung: „Fögur hönd er eitt af því sem prýðir bæði karla og konur, ekki síst konur; mjúk, hvít húð, litlir hnúar, langir fingur, ávalar, írauðar, hæfilega langar neglur með hreinni naglhúð hafa margan heillað, en klunnaleg hönd með kartnöglum, annöglum, löngum Kínveijanöglum, eða svo stuttum, að þær hylja ekki góminn, geta oft gert fagran konuarm að engu nýtan í augum karlmann- anna.“ Og fingrum fylgdu glófar: „Bera skal jafnan dökkleita á göt- um og á konum séu þeir svo upphá- ir, að aldrei skíni í beran arminn.“ Almenn framganga Og þessum kafla um almenna hirðingu lýkur á samantekt um framgöngu. Er nauðsynlegt að átta sig á því hvað má og hvað ekki í þeim efnum. Skráð er: „Það er ófögur sjón að sjá menn dragast um jörðina hálfbogna og því nær bæði ferhenda og ferfætta, með því að þeir hafa enga hugmynd um hvað þeir eigá að gera með höndum og fótum, að sjá menn vera að þvælast á milli stóla og vera ein- lægt að reka sig á eða húka á stól- um en sitja ekki, vel ef þeir nudda ekki hnjákollana og róa sér.“ Og ögn seinna stendur: „Menn mega ekki drúpa höfði sem aflóga húðar- klárar. Heldur skulu þeir bera sig fijálsmannlega, en þó eðlilega, svo sem manninum sæmir, kórónu sköpunarverksins.“ Og að lokum þetta: „Sönn prúðmennska hatar bæði tildur og klunnaskap. Þó er - af tvennu illu - betra að vera stirður sem naut, sé það meðfætt, en óeðlilegur api.“ Mál og viðræður, venjur og siðir A mannamótum hefur það aldrei farið vel að vera mikið að gaspra, sérstaklega þegar öllum má ljóst vera að sá sem talar hefur tak- markað og þaðan af minna vit á því sem hann er að segja. Áríð 1920 var þetta jafn gullin regla og í dag. Um þetta segir í biblíu sam- kvæmisljónsins 1920, „Fjölhæfir, liprir og smekkvísir menn munu jafnan geta fundið eitthvert það umtalsefni sem henti þeim, er þeir eiga tal við í þann og þann svip- inn, enda er úr mörgu að velja, svo eru þau mörg orðin viðfangsefnin í mannlegu lífi, og svo hraðfleygar fréttirnar úr veröldinni, að eitthvað af því hlýtur flesta að fýsa að heyra, sem ekki eru andlegir þorsk- ar, tildurdrósir eða moldvörpur." Það var ekkert annað. Það er jafn framt kvatt til þess að varast sé að ræða pólitík og trúmál, því „lít- ið ógætilegt orð geti orðið að bitr- um og særandi brandi". Þeir sem vilja „bera af öðrum“ í samkundunni eru hvattir til að kynna sér „sem best góð blöð og einkum fræðandi tímarit almenns efnis“. Það er meira að segja hvatt til þess að menn „tali tungur“ sem getur varla útlaggst öðru vísi en að sletta, ef „hugurinn leitar langt, eða að minnsta kosti út fyrir átt- haga og föðurland". Og að sjálfsögðu var ekki sama með hvaða hætti talað var, eða hvernig viðræður fóru fram: „Þá er og ljótt og ókurteist, að taka fram í fyrir öðrum. Sumum er þessi ósiður svo tamur, að það er oft ill- mögulegt að enda svo setningu, að þeir séu ekki áður byijaðir á mót- mælum eða samsinning eða viðbót- um, jafnvel áður en þeir geta áttað sig á, hvað sagt hefur verið. Þá mega menn heldur ekki vera mjög orðsárir og þykkjast við hvert græskulaust gamanyrði. Séu þeir það, þá verða þeir að venja sig af því, að öðrum kosti verða þeir ýmsum, ekki síst kátum mönnum, hvimleiðir. Enn fremur skal forðast alla áfergju, forvitni og fram- hleypni. Varistt.d. allar spurningar í garð annara um efnahag þeirra, hjúskapar- og heimilislíf og önnur þeim nákomin einkamál, sem þeim getur oft verið óþægilegt að svara. Nærgöngull maður er venjulega ósmekkvís og óprúður maður. Þrasgirni er hvimleiður kvilli. Viti menn betur en aðrir, þá má leiðrétta það sem sagt er á lipran hátt, en takist það ekki, þá er betra að hætta og byija á nýju umtals- efni, en að berja blákalt fram skoð- anir sínar, og standa á þeim eins og hundur á roði. Sumir menn eru svo þrasgjarnir, að þeir eru drep í öllum fagnaði og eru það vanalega síst vitmennin, sem hegða sér þannig.“ Áður en kafla þessum lýkur er hnykkt á tveimur stórum spurning- um. Ekki er hægt að leggja kverið frá sér án þess að líta þar á, enda eru spurningarnar þessar: 1) Hvað skal varast, til þess að verða ekki ósiðaður talinn? Og 2) Hveijir kæk- ir eru mönnum hvimleiðir? Og þá er það fyrri spurningin: „Leggið ekki handleggina upp á borðin. Nuddið ekki höndum um hné. Róið ekki í sessi. Varist skelli- hlátur; kastið ykkur ekki aftur á bak með galopinn hlæjandi munn- inn og sláið ekki á lærin eða hnén. Forðist að hnerra hátt, ef unnt er, því að þá afskræmist andlitið. Haf- ið munninn lokaðan, þegar þér eruð ekki að nota hann. Notið vasaklút- inn gætilega og snýtið yður ekki svo hrottalega, að við kveði sem Þórdrunur. Talið aldrei við nokkurn mann með vindilinn eða vindlinginn í munninum, né heldur undir borð- um með munninn fullan. Berið aldr- ei hnífinn upp í munninn og skerið ekki allt í bita, sem á diskinum er, áður en þér farið að snæða. Snert- ið aldrei fiskinn með stálhnífsegg- inni. Séu ekki fiskhnífar úr silfri á borðum, skal einnig nota matfork- inn og brauðstykki við fiskinn. Sleikið ekki af matforki né hníf að loknum málsverði. Og svo að síð- ustu: Takið eftir hvernig aðrir, sem betur kunna, haga sér. Það er besti skólinn." Og seinni spurningin sem ekki er síður áleitin: „Til dæmis sá að rífa í þann, sem talað er við, að slá á herðar honum eða handlegg, eða lær, eða taka í hnappana á fötum hans. Þá eru geyspar og hikstar einnig óhæfir og er betra að yfir- gefa samkvæmi, ef mikil brögð verða að. Oft hverfur samt hiksti, þegar bergt er nokkrum sinnum á köldu vatni eða lengi haldið niðri í sér anda. Þeir sem vanda eiga fyrir hiksta ættu jafnan að bera á sér lítið hylki með tvíkolsúru natr- óni og taka örlítið inn af því á hnífsoddi, þegar þörf gerist, þannig að lítið beri á. Hræðilegt er að sjá menn fara að stanga úr tönnum sér eftir máltíð. Þá er einn ósiður skeggjaðra manna sá, að vera ein- lægt að stijúka skeggið eða rífa í það og stara svo á hárin, sem losna, eins og tröll á heiðríkju, eða snúa þeim á milli fíngranna. Að blístra eða syngja í hálfum hljóðum, með- an verið er að tala við mann, er ósiður og ókurteisi við þann, sem menn eiga orðastað við. Þá er og leiður vani að láta lengi vera að dekra sig til að syngja eða spila, áður en menn fást loks til þess. Og þó er enn verra að geta svo aldrei hætt, þegar loksins hefur tekist að fá þá að hljóðfærinu og hið sama er að segja um hveija aðra frammistöðu í félagslegum hóp. Ýmsir eru fleiri kækir og ávani, og sumir þeirra mjög ógeðslegir, svo sem að tyggja matinn „smjatt- andi“, í stað þess að tyggja með lokuðum munni. Þá er einnig leitt að sjá menn spýta ávaxtakjörnum, smábeinum o.fl. út úr sér niður á diskinn, í staðinn fyrir að nota matforkinn sér til hjálpar, enda eðlilegt, að hann sé notaður til að losa munninn við það, sem oftast er látið af forkinum inn í munninn. Menn skulu einnig ganga hreinlega frá mat sínum og ekki káma allt út umhverfis sig, hvorki sig sjálfa, föt sín eða borðdúkinn. Matþerruna skal einungis nota til að þurrka sér um munninn, aldrei til að þurrka af sér svita eða til annarra nota, sem vasaklútnum eru ætluð. Tölum aldrei um, að vér séum í kófi, löðri, svitabaði eða því um líkt, því að slíkt vekur óþægindi hjá öðrum. Ropar eru viðbjóðslegir og engin vörn í máli, að ekki sé hægt „að gera við þeim“. Það er ógeðslegur ávani, sem hægt er að venja sig af og aldrei þarf að vera nokkrum tamur. Ljótur ávani er einnig, að naga neglur og kemur hann fram á útliti naglanna, sem oft eru nag- aðar upp í kviku. Ruddalegt er að hreinsa neglur í viðurvist annara, ekki síst í samkvæmum, en víst er það nauðsynlegt og skal gerast, sem svo margt annað þarflegt, i einrúmi. Um óhreinar neglur, eða svonefndar sorgarneglur, er áður talað.“ Mál að linni... Nú er nóg komið. í bili að minnsta kosti. En þess má þó geta, að við vorum aðeins komin að blaðsíðu 35 af 117. Það er því enn af nógu að taka. Með því að stinga niður fingri af handahófí nemur nöglin við eina brennandi spurninguna enn: Mega konur drekka bjór á opinberum stöðum? Þessi spurning og margar fleiri gera það að verk- um að það kann að verða freist- andi að líta aftur í bókina „Mannas- iðir“ síðar og velja úr henni lykilatr- iði lesendum til athugunar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.