Morgunblaðið - 30.05.1993, Qupperneq 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993
JOJO EIMDURREIST
VELGENGNIN er ekki alltaf það besta sem hljóm-
sveit getur hent. Það sannaðist á danssveitinni Jójó,
sem sigraði í Músíktilraunum 1988 og virtist í kjölfar-
ið í þá mund að skipa sér í hóp helstu ballsveit lands-
ins. Með tímanum kvarnaðist þó úr sveitinni og ekk-
ert hefur heyrst í Jójó, þar til fyrir skemmstu að
hún var endurreist.
Söngspíra Jójó, Ingimar,
segist hafa endurreist
Jójó til að skemmta sjálfum
sér „og vonandi öðrum“, en
hann er einn eftir af forðum
meðlimum sveitarinnar.
„Það gekk svo vel hjá okkur
á sínum tíma, en fyrir ýms-
ar sakir kvarnaðist smám
saman úr og á endanum var
ekki hægt að reka Jójó leng-
ur. Eftir gott hlé, þar sem
ég var meðal annars að
læra söng, leiddist mér að-
gerðaleysið og hóaði saman
nokkrum vinum rnínum."
Ingimar sagði þá félaga
þegar hafa bókað sér tíma
í hljóðveri, enda væri laga-
safnið orðið allmikið eftir
harðar æfingar. Jójó hygg-
ur og á að gefa út einhver
lög á safnplötu á næstunni,
en Ingimar segir að sveitar-
menn hafi fullan hug á að
senda frá sér stóra plötu í
haust.
Jójó einbeitti sér að leika
létta skemmtitónlist og
Ingimar segir að vissulega
haldi þeir sig við bjartari
hliðar tilverunnar, „en við
erum vaxnir uppúr barna-
skapnum, sem örlaði á hjá
Jójó hér áður fyrr“.
Bjartlr Jójó.
Morgunblaðið/Júlíus
Ljósmynd/BjÖrg Sveinsdóttir
Bjartar vonlr vakna Sagtmóðigur.
ROKKAÐ Á 22
TÓNLEIKASTAÐIR í höfuðborginni eru fjölskrúð-
ugir og sumir ólíklegir nýttir. Þannig er með efstu
hæðina á veitingahúsinu 22, sem reynst hefur ágæt-
ur tónleikastaður, þótt lítill sé. Fyrir réttri viku léku
þar Púff og Sagtmóðigur.
Púff er með betri rokksveitum og brást ekki aðdáend-
um þetta kvöld frekar en endranær. Sveitin státar
af nýjum trommara, sem er traustur, en aðal hennar er
samt sem fyrr
frábær sam-
keyrsla gítar og
bassa. Söngur-
inn er jafnan
góður, þó textar
séu enn á gagn-
fræðaensku, en
það lagast von-
andi.
Sagtmóðigur
hefur lítið látið á
sér kræla í vet-
ur, enda menn
fengist við sitt-
hvað annað. Það
mátti og heyra á leik sveitarinnar, sem venju fremur
kaótískur, en hjá Sagtmóðugi skiptir það minna máli en
flestum öðrum. Sveitarmenn voru þó stirðir í gang, og
það var ekki fyrr en í ijorða laginu sem þeir sýndu á sér
sínar bestu hliðar. Fimmta lagið, „GCD-lagið“, var einnig
gott, en eftir það fóru Sagtmóðugir út af sporinu aftur.
Þrátt fyrir það lofar endurkoma sveitarinnar góðu fyrir
sumarið og ekki annars að vænta en hún eflist með hækk-
andi sól.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Óbrigðul Púff.
Eru tvœrsólirá lofti?
KLEYFHUGAR
SSSÓL er um margt í
þeirri eftirsóknarverðu
stöðu að lifa tveimur
lífum samtímis. Annars
vegar er hjjómsveitin
sem verið hefur í fram-
línu íslenskra popp-
sveita í áraraðir, og
hins vegar sú SSSól
6em hyggur á landvinn-
inga á Bretlandseyjum.
Fyrri sveitin, og sú sem
landsmenn þekkja
gerla, brá sér í hjjóðver
fyrir skemmstu og af-
raksturinn, í bland við
eldri iög, sem áður hafa
leynst á safnplötum,
kemur út í vikunni.
Xpyrir svörum hjá SSSól
varð Eyjólfur gítar-
leikari sveitarinnar, en
hann sagði að á plötunni
nýju væru meðal annars
mmmmmmmm lög sem
orðið
hafa til
samhliða
því sem
þeir fé-
lagar
eftir Árno hafa
Motthiosson unmð að
breið-
skífunni sem gefa á út
ytra. í vinnunni á
„bresku“ plötunni kynnt-
ust þeir upptökustjóran-
um Ian Morrow, „og þeg-
ar okkur bauðst síðan að
hann kæmi hingað, slóg-
Flmmmenningar SSSól
um við til og drifum okkur
í hljóðver". Eyjólfur sagði
að þeir hefði tekið upp sex
ný lög og síðan bætt á
plötuna safnplötulögum,
sem þeim þætti fulí
ástæða að væru til á
SSSólarplötu. „Sumar-
tímann notum við ein-
göngu fyrir þennan
heimamarkað, sem við
þekkjum svo vel, en svo
er bara gaman að bregða
sér í annað," segir Eyjólf-
ur, og ieggur áherslu á
að ekki sé um neina
árekstra að ræða. Nýju
lögin verða vitanlega
áberandi í tónleikadag-
skrá sveitarinnar í sumar,
en einnig hafa SSSólarlið-
ar tekið eitt og eitt af
„bresku“-lögunum. „Það
er alltaf gaman að spila
nýtt efni,“ segir Eyjólfur
aðspurður um hvort sé nú
skemmtilegra að spila, en
eitt af margnefndum lög-
um sem tekin eru upp
fyrir breskan markað
verður á safnplötu Skíf-
unnar sem kemur út síðar
í sumar.
í ísiensku lögunum
nýju ber nokkuð á hljóm-
borðsleik og til að tryggja
að allt komist vel til skila
hafa SSSólarmenn ráðið
fimmta hjól undir vagn-
inn, Atla Örvarsson, sem
sér um hljómborðsleik
með sveitinni í sumar.
Útgáfutónleikar SSSólar
verða í Tunglinu á
fimmtudagskvöld.
MIKIL VINNA OG MIKILL METNAÐUR
LIPSTICK Lovers þekkja margir, enda hafa
sveitarmenn verið iðnir við að vekja á sér at-
hygli með ýmsum uppákomum. Liður í því var
að þeir sendu frá sér breiðskífuna My Dingaling
fyrir skemmstu.
Málpipa Lipstick Lovers
er Bjarki Kaikumo,
sem slær einnig gítar og
syngur. Hann segir plötu-
útgáfuna rökrétt skref í
sögu sveitarinnar og nauð-
synlega til að skapa henni
starfsgrundvöll. Bjarki
segir þá félaga hafa byijað
plötuvinnuna með þijátíu
laga bunka, síðan haldið í
hljóðver með sautján bestu
lögin og loks valið tólf úr
því. „Við lögðum mikla
vinnu cg mikinn metnað í
að gera plötuna sem best
úr garði, þannig að ekki
væri við nema okkur sjálfa
að sakast ef eitthvað færi
úrskeiðis."
Plötuútgáfu fylgir mikil
spilamennska og Lipstick
Duglegir Lipstick Lovers.
Lovers eru bókaðir fram í
september. Bjarki segir að
þeim félögum hafi gengið
allt í haginn undanfarið og
reyndar betur en þeir f
áttu von á.
„Við gerðum okkur
grein fyrir því þegar við
byijuðum að við ættum á
brattann að sækja að vera
að leika rokktónlist og með
enska texta, en við ákváð-
um einfaldlega að vera
duglegri en aðrir.“
Spor hf. dreifir My Ding-
aling, en eins og áður sagði
gefa Lipstick Lovers sjálfir
út.
mMARGGETÍÐe rtón-
leika S/H Draums í
Tunglinu fyrir stuttu.
Tónleikar þeir voru hljóð-
og myndritaðir með ágæt-
um árangri, en hljóðið gátu
þeir sjálfir dæmt um sem
höfðu rænu á að hlusta á
Rás 2 á fimmtudag. Á
næstunni er síðan væntan-
leg myndbandsútgáfa með
tónleikunum, en sama
hljóðrás og nýtt var í út-
varpinu verður notuð við
útgáfuna.