Morgunblaðið - 30.05.1993, Síða 34

Morgunblaðið - 30.05.1993, Síða 34
34 B MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993 ÆSKUMYNDIN . . . ER AF DR. SIGRÚNUSTEFÁNSDÓTTUR LEKTOR OG FRÉTTAMANNL Ósérhlífin og krafitmikil SIGRÚN Stefánsdóttir er fædd og uppalin á Akureyri, dóttir Petrínu Soffíu Þórar- insdóttur Eldjárn og Stefáns Árnasonar. Hún er önnur í röð sex systkina. Elstur er Þórarinn, þá Sigrún, svo koma Gunn- hildur, Árni, Páll og Ólöf. Gunnhildur Stefánsdóttir er 5 árum yngri en Sigrún og gegndi því vandasama hlutverki að vera litla systir. „Við systkinin kom- um í pörum, og langt á milli hverra tveggja, enda 20 ára aldursmunur á milli þess elsta og yngsta," segir Gunnhildur. „Sigrúri er mikill harð- jaxl og ósérhlífin í hveiju sem hún tekur sér fyrir hendur. Henni hefur alltaf legið mikið á og helst hefur hún þurft að hafa mörg verkefni í einu. Einu sinni ákvað hún að punta mig og setja rúllur í hárið á litlu systur. Hún gerði það með sínum venjulega krafti og togaði mig hrein- lega upp á hárinu meðan á hár- greiðslunni stóð. Ef ég kvartaði yfir ^því að hún meiddi mig sagði hún 'bara: „Þegiðu, allt fyrir fegurðina!" Þar með þagnaði ég, því auðvitað vildi ég verða fín.“ Gunnhildur viður- kennir að stundum hljóti hún að hafa reynt á þolrif Sigrúnar. „Þegar gæjarnir komu og spurðu eftir henni, hlupum við Árni bróðir út á næsta hom til að mæla gæjann út og baun- uðum því á hana næstu daga. Henni fannst við auðvitað algjör plága! En ég leit alltaf mikið upp til hennar, fannst hún falleg og allt svo frábært sem hún gerði.“ tr „Það hefur alltaf verið mikill kraft- ur í Sigrúnu," segir Auður Daníels- dóttir, skólasystir Sigrúnar allt frá því þær byijuðu í smábarnaskóla Jennu og Hreiðars Stefánssonar þar til þær luku stúdentsprófi frá M.A. „Hún fékk alltaf mjög gott fyrir rit- gerðir og átti gott með að tjá sig. Það bar nú ekkert á tilhneigingum í átt til fréttamennskunnar á þessum Sigrún Stefánsdóttir er fædd og upp- alin á Akureyri. Hún þótti snemma ósérhlífin og dugnaðarforkur i því sem hún tók sér fyrir hendur. árum, nema þegar við tókum að okkur að vélrita skólablaðið. Við fór- um á vélritunarnámskeið þegar við vorum í 5. bekk í M.A. og töldum okkur færar í flestan sjó þegar því lauk. En við fengum skömm í hattinn fyrir vélritunina, því aldrei hafði sést annað eins flóð af innsláttarvillum í blaðinu." Önnur vinkona Sigrúnar frá Akur- eyri er Svava Þorsteinsdóttir. „Við urðum bekkjarsystur í Bamaskóla Akureyrar. Sigrún átti heima niðri á Eyri og ég á syðri Brekkunni. Sigrún var góður félagi, kraftmikil og hafði alltaf nóg fyrir stafni." Svava segir þær stöllur hafa brallað ýmislegt en fátt minnisstætt „við vorum svo óskaplega hversdagslegar," segir Svava. Eitt það minnisstæðasta var þegar þær æskuvinkonumar ætluðu til Reykjavíkur á lánsbíl. Ferðalagið varð heldur endasleppt því lánsbíln- um var ekið út af á miðri Holtavörðu- heiði. Þær fengu hjálp við að koma beyglunni aftur upp á veg og kom- ust við illan leik suður á Akranes þar sem snúið var við. „Sigrún er einstaklega úrræðagóð og á ráð við öllu. Það hefur alltaf verið gott að leita til hennar," segir Svava. Hún segist ekki muna eftir Sigrúnu í dúkkuleikjum, en íþróttirnar hafí átt hug hennar allan. „Hún er algjört íþróttafrík og má ekki sjá fjallstind öðmvísi en að hlaupa á hann. Sigrún var alltaf að flýta sér, ég sá hana aldrei labba heldur var hún alltaf á hlaupum. Sigrún hefði látið að sér kveða, sama hvað hún hefði tekið sér fyrir hendur." ÚRMYNDASAFNINU ... ÓLAFUR K. MAGNÚSSON LISTASMUNDAR SVEINSSONAR Isíðustu viku vom liðin 100 ár frá fæðingu Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara og af því tilefni var opnuð sýningin „Náttúr- an í list Ásmundar Sveinssonar“ i Ásmund- arsafni við Sigtún, en á henni em um 50 verk sem sýna þverskurð af ævistarfi listamannsins. Elstu verkin eru frá ár- unum 1913-1914, þegar Ásmundur hafði ekki enn notið menntunar í list sinni, og hin yngstu em frá því um 1975_, Ásmundur sótti yrkisefni sín gjaman til ís- lenskrar náttúm og varð fyrir mikl- um áhrifum frá henni, bæði hvað varðar fegurðarskyn og formmótun síðar meir. Hann reisti sér fyrst hús við Freyjugötu 1933, sem nú er Ásmundarsalur, en árið 1942 hóf hann byggingu kúluhúss við Sigtún og byggði það í áföngum til ársins 1959. Hér birtum við nokkrar ljósmyndir sem teknar voru við Ás- mundarsafn í Sigtúni og em þær frá mismunandi tímum. Á þeirri elstu má sjá Ás- mund í fokheldri vinnustofu sinni, á annari er hann með Ingrid konu sinni í garðinum í Sigtúninu og á hinum tveimur við tvö verka sinna. Listamaðurinn í fokheldri vinnustofu sinni við Sigtún. ÉG HEITI____ KAÐLÍN KRISTMANNSDÓTTIR Morgunblaðið/Sverrir Kaðlín heitir í höfuðið á söguhetju úr bók föður síns. Skáldsögur hafa gefið mörgum foreldrum hugmyndir að nöfnum en þeir eru sjálfsagt færri sem heita nöfnum söguhetja úr verk- um foreldra sinna. Ein þeirra er Kaðlin Kristmannsdóttir, dóttir Kristmanns heitins Guðmundssonar rithöfundar. Hún heitir í höfuðið á Kaðlínu, úr „Þokunni rauðu“ sem út kom 1950-1952. Segir Kaðlín að söguhetjurnar í bókum föður síns hafi margar hveijar heitið sérkennilegum nöfnum. Eg þori ekki að líkja mér við söguhetjuna Kaðlínu, til þess var hún of stórfengleg persóna. Móðir mín var alla tíð hrifín að' nafninu eins og pabbi og því var það valið. Prestinum sem skírði mig leist ekki meira en svo á blik- una en setti sig þó ekki upp á móti nafngiftinni." Kaðlín er ekki eini fjölskyldumeðlimurinn sem heitir sérkennilegu nafni, alsystir hennar heitir Ingilín eftir álfkonu sem birtist föður hennar þegar hann var ungur og hálfsystumar heita Ninja, Hrefna Vildís og Randý, en hún er látin. Kaðlín var lengst af eina íslenska konan sem bar nafnið en í fyrra fæddist svo fyrsta nafnan hennar. Kaðlín er mjög ánægð með nafnið vegna sögunnar á bak við það. Þá hefur henni aldrei verið strítt á því þrátt fyrir að það vefjist fyrir mörg- um og sé oft vitlaust skrifað. Kaðlín Göngu-Hrólfsdóttir er nefnd í Landnámu en nafnið virðist ekki koma annars staðar fyrir í fombókmenntunum. Það var síðan endurvakið á þessari öld, árið 1976. Kaðlín er talið keltneskt að upp- runa, Caithlin. Merking þess er óviss. ÞANNIG HUGSAÐIKISIABSTRAKT Bdttmeð lifiurog dregið undirgafl Það er kunnara en frá þurfi að segja, að kettir eru sönn rándýr og einstaklingar innan raða þeirra ganga hart fram við veiði- skapinn. Það er einnig kunnara en frá þurfi að segja, að fólki er ekki öllu sérlega gefið um veið- arnar. Því þykir sárt að horfa á þresti, starra og maríuerlur lenda í klóm katta. Ýmsir kettir hafa notað veiðiskapinn til þess að vekja á sér athygli. Snapa hrós og hól, en oft fengið skömm í hattinn og ekki botnað almenni- lega í því. Til er saga um vest- firskan fresskött sem lenti í þessu og lærði eins og það var kallað, „að hugsa abstrakt". Sögu þessa skráði Stefán heitinn Jónsson í bók sinni „Lífsgleði á tréfæti með byssu og stöng“ og skal nú rifjað upp hvernig hið vestfirska fress veiddi og veiddi, en deyddi ekki. Kisi byijaði á því að leggja á borð með sér, kom í hús á morgnana með ýmsa fugla, sérstak- lega þó ritur og kríur, en Kisi bjó Abstrakt Aðdáunarverð aðlögunarhæfni. Morgunblaðið/Einar Fplur við sjávarsíðuna og fuglar þessir voru algengir við hjallana. En það fór ekki eins og hann hafði reiknað með, hann fékk snuprur og ákúrur og lét því af veiðunum um sinn. Fljótlega fór aftur á móti að bera á því, að þegar menn komu út á morgnanna voru kríur og ritur og einstaka kjói flögrandi inni í hjallin- um og komust ekki út aðstoð- arlaust. Töldu menn sýnt að Kisi bæri einhveija ábyrgð á þessu. Var nú ákveðið að njósna um köttinn næstu nótt. Stefán hefur nú orðið: -Upp úr lágnættinu reis kisi úr bæli sínu og hvarf út um baðstofu- gluggann. Sást svo til hans af hlað- inu þar sem hann skundaði ofan sjávargötuna til naustsins. Þar lá þá eikartunna á hliðinni þar sem bóndi geymdi þorskalifur og lét sjálfrenna til lýsis handa kindum sínum til vetrargjafar. Upp á þessa tunnu stökk nú kötturinn og krækti sér í lifrarbrodd upp um sponsgatið með loppunni og flutti síðan á hent- ugan stein þar sem hann lá síðan í leyni og greip fuglinn sem sótti eftir agninu. Fuglinn dró hann síðan lifandi upp á hlað og skreið með hann undir gaflinn á hjallinum og sleppti honum. Að svo búnu hljóp hann sem hraðast ofan í naust að nýju og beitti á steininn með sama árangri, og hafði safnað nokkrum lifandi fuglum í hjallinn áður en yfír lauk. Þeim var að vísu hleypt út á hveijum degi, en þennan veiði- skap kattarins lét fólkið á Jaðri annars óátalinn framvegis. Fór svo fram næstu vor meðan kötturinn náði í beitu, að hann stundaði fugla- veiðar með þessum hætti og reynd- ar allt þar til hann hvarf af bænum. Þau töldu að hann kynni að hafa orðið tófu að bráð, og lýkur hér með sögunni um köttinn sem hugs- aði abstrakt."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.