Morgunblaðið - 30.05.1993, Page 35

Morgunblaðið - 30.05.1993, Page 35
SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993 MORGUNBLAÐIÐ B 35 Ásmundur ásamt konu sinni Ingrid við verkið „Dýrk- Hér er listamaðurinn á efri árum við verk sitt „Trúar- brögð“. „Helreiðin" frá árinu 1944 er eitt þekktasta verk Ásmundar. SÍMTALID. . . ER VJÐ LÁRU YNGVADÓTTUR ÚTVARPSMANN LIFANDIBROS 9213800 Brosið og Suðumesjafréttir. — Góðan dag, þetta er á Morgunblaðinu, gæti ég fengið að tala við Láru Yngvadóttur? Lára. — Komdu sæl, ert þú ekki búin að vera nokkuð lengi á út- varpsstöðinni Brosinu? Jú, ég er búin að vera hér frá byrjun, sendingar hófust 13. ágúst í fyrra. Reyndar voru út- sendingar í nokkur ár í desemb- ermánuði eingöngu, en er nú orðið alvöru útvarp sem sendir út allan sólarhringinn. — Hverjir eiga þetta fyrir- tæki? Það er hlutafélagið 'Nýr miðill. Brosið og Suðurnesjafréttir eru hér undir sama þaki, með um tólf starfsmenn. — Og hvað ná sendingar langt? Þær ná yfir öll Suðumesin og ég held að syðstu húsin í Hafnar- firði nái þeim líka. — Er hlustun góð? Við erum með mjög góða hlustun, enda með marga góða þætti. Við erum með morgunút- varp, nú, svo ég nefni staka þætti þá er Jón Gröndal til dæm- is með þáttinn Ljúfur laugardag- ur, Gylfi Guðmundsson skóla- stjóri í Njarð- víkum er með Sunnudags- sveifluna, í sumar verðum við með þátt frá tíu til fjögur, þrír útvarps- menn sem fara út um öll nes og tala við fólk, Fundarfært kallast þáttur þar sem þekktir menn koma í viðtal og þann- ig mætti enda- laust telja. — Em þetta allt heimamenn sem eru með þætti? Flestir eru af Suðurnesjunum, einn kemur þó úr Reykjavík. — Þú ert búin að vera með kántríþátt lengi, er það ekki? Jú, frá byijun. Var fyrst með hann einu sinni í viku, síðan hálfsmánaðarlega í vetur, en í sumardagskránni verð ég með hann tvisvar í viku. — Eru Keflvíkingar sérstak- -■ lega hrifnir af kántrímúsik? Já, þeir eru það, enda eru fáar útvarpsstöðvar með kántrímús- kík, ég held að Rás tvö sé með þátt einu sinni í viku. — Eru þetta bandarísk áhrif? Það held ég ekki, þetta er bara skemmtileg músík sem mörgum geðjast að. Þegar ég var með þáttinn hálfsmánaðar- lega hringdi fólkið inn og kvart- aði yfir því að fá ekki að heyra þessa tegund tónlistar oftar. — Hvað um sígilda tónlist? Hún er leikin á sunnudögum. — Þetta er sem sagt mjög lif- andi dagskrá? Já, og mjög áhugasamt fólk sem starfar hér. — Hvað kom til að þú gerðist útvarpsmaður? Ég sá auglýst þriggja vikna námskeið fyrir útvarpsmenn í Reykjavík og fór af tómri forvitni. Var eini kven- maðurinn. Síðan lét ég þá vita af mér hjá Brosinu, sagði þeim hvaða hug- myndir ég hefði og var ráðin. — Og svæð- isútvarpið Bros- ið verður áfram? Það geturðu bókað Lára Yngvadóttir FRÉTTA- L JÓS ÚR FORTÍÐ Skáldsögur í vasabókarformi ÞANN 13. apríl 1954 kom út fyrsta íslenska skáldsagan í vasabókarformi, það var fyrra bindi Sóleyjarsögu eftir Elías Mar. Morgunblaðið segir frá þessu og getur þess að miðað við útgáfukostnað hér séu þessar bækur sáraódýrar, kosti 20 krónur allt að 250 síður og 40 kr. allt að 500 síður. „Ástæðan fyrir því að bækur í vasaútgáfuformi ryðja sér til rúms er ekki aðeins sú, að þær eru mjög ódýrar, heldur engu að síður hitt að þær eru hentugar," sagði forstjóri Helgafells í sam- tali við blaðið þá. „Bókin hefir í margar aldir verið dýrgripur á íslandi, sem aðeins fáir fengu að fara höndum um; ekki aðeins fyrir þá sök að þær kostuðu oft kýrverð og meira, heldur af þeirri ástæðu að erfitt var yfirleitt að ná til þeirra. Ást íslendinga á bókurn nálgast stundum geð- veiki. Eg veit fjölmörg dæmi þess að unglingar fá ekki lánaðar bækur hjá foreldrum sínum af ótta við að þær rifni úr bandinu eða týnist. En það er eins með bækur og peninga, þær þurfa að vera í umferð. Fólk tryggir sig með fé og eignum gegn hugsan- legum ytri skorti, en með bókum gegn fákunnáttu og leiðindum. En í báðum tilfellum er hætta á ferðum, ef menn tíma ekki að hreyfa við þessum eignum sín- um.“ Aðalatriðið að bækur séu lesnar „Vasabækurnar eru meira í umferð en vandaðri útgáfur og hafa aukið gífurlega lestur góðra bóka. Margir kaupa fyrst vasa- bókarútgáfu til að lesa og kynn- ast bókinni og síðan vandaða útgáfu til að leggja í bókaskáp- inn. Fólk ber einnig þessar litlu bækur á sér og grípur í þær á ferðalögum, biðstofum og kaffí- hléum. Og ef þær skemmast er ekki mikið í húfi, þær kosta ekki meira en lítil máltíð á veitinga- húsi, eða tveir sígarettupakkar. Þó ég vilji ekki kenna ungu fólki virðingarleysi fyrir bókum, þá er þó aðalatriðið að þær séu lesnar." „Fyrsta bókin í þessu broti var eins og fyrr sagði Sóleyjarsaga Elíasar Mar. Gerpla Halldórs Kiljans Laxness verður næsta bók okkar í vasabrotsformi,“ hef- ur blaðið eftir forstjóra Helga- fells, sem bætir við: „Er hún gef- in út í þessu broti fyrir áskorun margra, sem vilja hafa hana með sér á ferðalögum til að grípa í.“ Gerður Steinþórsdóttir fjallar um Sóleyjarsögu í bók sinni Sex kvenlýsingar í Reykjavíkurskáld- sögum, sem út kom árið 1979 hjá Hinu íslenska bókmenntafé- lagi. Þar segir í upphafi umfjöll- unarinnar: „Sóleyjarsaga fjallar um íslenskt þjóðerni eins og það speglast í samskiptum íslendinga við herinn. Sögutími verksins er tæp tvö ár, 1951-53. Aðalminni er samskipti íslenskra kvenna við bandaríska hermenn. Verkið ber nafn af aðalpersónunni, Sóleyju Jónsdóttur, sem er ein úr hópi ástandskvenna. Sóleyjarsaga er fyrst og fremst raunsæisverk en hefur þó táknræna merkingu." í lok umfjöllunarinn- ar um Sóleyjarsögu segir Gerður: „Sól- eyjarsaga er náma í hefðbundinni borgaralegri hug- myndafræði um eðli og hlutverk kvenna, þeirri hugmynda- fræði sem hefur átt dijúgan þátt í að viðhalda vanmeta- kennd kvenna og skipa þeim á óæðri bekk. Enginn karl- maður er svo aumur að hann vilji ekki vera meiri háttar en sú kona sem situr við hlið hans. Konur sem ekki falla inn í mynstur karlveldis- ins eru öðrum kon- um víti til varnaðar. Þrátt fyrir sósíalska skoðun höf- undar á þjóðfélaginu, sem kennir að kjörin móti manninn, nær sú skilgreining ekki til kvenna. Höf- undur efast aldrei um það sem kalla mætti „eðli“ kvenna og áhrifa gætir frá hugmyndum Freuds. Ýmislegt bendir til að höfundur hafi viljað læra af Atómstöð Halldórs Laxness í þjóðfélagsmálum. í Sóleyjarsögu vottar þó hvergi fyrir gagnrýni á stöðu kvenna eða hlutverk. Konan í bók Elísar Mar er óbreyt- anleg, ævinlega mun hún þjóna því hlutverki að vera meðhjálp mannsins.“ ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.