Morgunblaðið - 06.06.1993, Page 4

Morgunblaðið - 06.06.1993, Page 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1993 ERLENT INNLENT Samráð í efnahags- málum DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra lagði til á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag að stofnaður verði starfshópur ríkisstjórnarinnar, stjórnarandstöðu og aðila vinnu- markaðarins til að reyna að ná samstöðu um leiðir til að laga stöðu sjávarútvegsins í kjölfar væntanlegra ákvarðana um afla- mark þorskveiða. Sú vinna færi fram samhliða undirbúningi sjáv- arútvegsráðuneytisins að tillögu um kvóta fyrir næsta fískveiðiár. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar tóku þessum hugmyndum forsæt- isráðherra með undrun og nokk- urri tortryggni, en Davíð taldi við- brögðin byggð á misskilningi. Árangurslaus leit að ungum manni Fjölmennt lið björgunarsveita víða af landinu tók þátt í leit að ungum manni, Charles Agli Hirt, sem saknað hefur verið frá því á þriðjudag. Leitað var á Snæfells- nesi, en ökuskírteini hans fannst í húsagarði í Ólafsvík á fímmtu- dagskvöld. Leitin bar engan árangur. Langtímakvóti talinn eign Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í vikunni úr gildi úrskurð ríkisskattanefndar sem hafði heimilað útgerðarfélaginu Hrönn á ísafirði að færa kaupverð lang- tímakvóta að fullu til gjalda í rekstrarreikningi á því ári sem kaupin áttu sér stað. í niðurstöð- um dómsins kom fram að litið væri svo á að með kaupum á lang- tímakvóta hafi fyrirtækið öðlast réttindi sem falli undir eignarhug- takið í lögum um tekju- og eigna- skatt, enda sé aflahlutdeild bæði varanlegt og verulegt verðmæti. Samkvæmt niðurstöðum dómsins ber að eignfæra keyptan lan- tímakvóta og afskrifa um 20% á ári. 40 kíló af dínamíti Unglingar á ísafírði fundu um 40 kíló af dínamíti í gamalli trillu við Sundahöfn. Mildi þykir að ekki varð af stórslys, en efnið er afar viðkvæmt fyrir höggi og það eitt sér getur orsakað sprengingu. Sprengjusérfræðingar Landhelg- isgæslunnar fóru til ísafjarðar og sprengdu dínamítíð. Heildarlaunin hafa lækkað Heildarlaun hafa dregist saman um rúmlega 931 milljón króna fyrstu þijá mánuði þessa árs mið- að við saman tímabil síðasta árs samkvæmt útttekt Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Stað- greiðsluhlutfall sveitarfélaga hef- ur á sama tímabili dregist saman um 130 milljónir króna. Sundmenn veikir frá Möltu Nokkrir sundmenn sem tóku þátt í Smáþjóðaleikunum á Möltu fengu salmonellusýkingu og komu veikir heim í byijun vikunnar. ERLENT Ikveikju- árás varð fimm kon- umaðbana ÞRJÁR tyrkneskar telpur og tvær konur voru myrtar í íkveikjuárás í Solingen sl. laugardag. Mikils óróa hefur gætt í Þýskalandi í kjölfar morðsins og hafa óeirðir brotist út hvað eftir annað í nokkrum helstu borgum landsins. Stjórnvöld hafa sætt mikilli gagn- rýni fyrir stefnu sína í málefnum innflytjenda einkum fyrir það að láta hjá líða að samlaga tyrkneska innflytjendur þjóðfélaginu. Rich- ard von Weizsacker forseti Þýskalands sagði við minningar- athöfn um fórnarlömbin í Köln að Tyrkir ættu að hafa kosninga- rétt. Skotið á starfsmenn líknarsamtaka í Bosníu Virðing deiluaðila í Bosníu fyrir starfsmönnum hjálparstofnana virðist fara þverrandi. Gerðu Bosníu-Serbar árás í vikunni á bflalest SÞ, sem flutti hjálpar- gögn, með þeim afleiðingum að tveir danskir bflstjórar biðu bana. Áætlun Sameinuðu þjóðanna um griðasvæði fyrir múslima í Bosníu og hvernig megi veija þau virðist vera í molum því Serbar hafa haldið uppi látlausri skothríð á Gorazde sem er á umræddu griða- svæði. Kvað fréttamaður útvarps: ins í Sarajevo borgina víti líka. í öryggisráði SÞ hefur verið gert ráð fyrir því að senda 5.000 her- manna liðsauka til að gæta vemd- arsvæðanna sex í Bosníu. Mafíósi gómaður í neðanjarðarbyrgi Glæpaforinginn Giuseppe Pulvirenti var handtekinn í neð- anjarðarbyrgi nærri Kataníu á Sikiley eftir 11 ára flótta undan réttvísinni. Pulvirenti, sem er 63 ára, er lýst sem einum illræmd- asta mafíósa ítala. Hann hefur verið eftirlýstur fyrir fjölda morða og hvers kyns glæpastarfsemi. Hugsanlegar hefndaraðgerðir hafa vakið ugg í bijósti yfírvalda og talið er að mafían eigi heiður- inn af sprengjutilræðinu í Flórens í síðustu viku þar sem fímm manns biðu bana. Tankskip alelda eftir árekstur Breskt tankskip varð alelda eftir árekstur við vöruflutninga- skip fímmtán sjómílur undan Oostende í Belgíu. Um borð vora 24.000_tonn af bensíni sem flytja átti til Ítalíu. Bensínið fuðraði upp í einni alsheijar eldsúlu og 36 manna áhöfn neyddist til að stökkva í logandi sjóinn. Sjö manns brannu til bana og tveggja er saknað. Þeir era taldir af. Nýr blaðafulltrúi til að bæta ímynd Clinton-stjómar George Step- hanapolous, blaðafulltrúi Bandaríkja- stjórnar, var leystur undan skyldum sínum sakir reynslu- leysis. í stað hans var skip- aður David Gergen sem er atvinnumaður á sviði fjölmiðlunar og almanna- tengsla. Stephanapolous, sem er 31 árs, hefur haft margt klúður Clintons á sinni könnu á sinni stuttu starfsævi sem blaðafulltrúi forsetans. Ber þar helst að nefna 76.000 dala klippingu forsetans, sem sat rólegur í rakarastól á Los Angeles flugvelli og lét tafír sem flugvél hans olli ekki á sig fá. Gergen Síðasta hálmstráið SPÁNVERJAR ganga að kjörborði í dag og kjósa nýtt þing. Samkvæmt skoðanakönnunum þykja úrslit kosninganna afar tvísýn. Stærstu flokkarnir, Sósíalistaflokkur Felipe Gonzalezar forsætisráð- herra og Þjóðarflokkur Maria Aznars, voru þó taldir hnífjafnir að fylgi. Gæti því svo farið að aðrir flokkar réðu úrslitum við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Miklar líkur eru taldar á að bundinn verði endi á 11 ára valdatíma sósíalista. Kosningabaráttunni lauk á föstudagskvöld með miklum útifundum. Á útifundi í Madríd biðlaði Gonzalez til kjósenda um áframhaldandi stjórnarumboð og í lok fundar- ins fieygði hann rauðum rósum til fundarmanna. Var það síðasta hálmstráið í kosningabaráttu hans. Sjá „Anzar bers við vofu ...“ á bls. 14-15 Öngþveitiskenningin fær aukið vægi Stýrimerki geta skapað fellibyl ÚTLIT er fyrir að hægt sé að færa eðlisfræðikenninguna um ringulreið sér í nyt, að sögn Ueuíers-fréttastofunnar. Niðurstaðan er byggð á grein eðlisfræðings við Maryland- háskóla í Bandaríkjunum sem birt var í nýjasta hefti vís- indatímaritsins Nature og segir að hugsanlega megi stjórna fellibyljum eða koma í veg fyrir þá í framtíðinni. Hafliði Gislason prófessor í eðlis- fræði segir að með öngþveitiskenn- ingunni megi hugsanlega komast til botns í fyrirbæram á borð við fellibylji. Frægasta dæmi kenning- arinnar hljóðar þannig að hárfínn vængjasláttur fíðrildis sem magn- ast í ringulreið gufuhvolfsins geti komið af stað fellibyl. Hafliði segir að með því að skoða kenninguna um handahófskennda mögnun einhvers fyrirbæris megi hugsanlega koma af stað fyrirbæri á borð við fellibyl á rannsóknar- stofu með réttum stýrimerkjum. „Fellibylur verður hugsanlega til vegna þess að einhver traflun í andrúmsloftinu magnast gífurlega af handahófi. Menn skilja ekki ná- kvæmlega af hveiju þeir orsakast. Þeir verða og hljóta. því að eiga sér eitthvert upphaf. Öngþveitiskenn- ingin snýst um takmarkalausa mögnun einhvers, t.d. suðs í raf- eindarásum sem verður að braki og brestum í útvarpssendi. Kenn- ingin sem slík er fræðileg en hefur verið notuð undanfarin ár í sívax- andi mæli til að skýra raunveralega atburði. Allt tal um að hana megi nýta til að koma í veg fyrir felli- bylji verður að teljast fremur mikil bjartýni sem stendur. Nýjustu dæmi þar sem reynt hefur verið að beita öngþveitiskenningunni teygja sig yfír í lífvísindi þar sem reynt hefur verið.að komast til botns í óútskýr- anlegum farsóttum." Reuter Eiturgöng MEXÍKÓSK yfírvöld hafa upp- götvað 350 metra löng jarðgöng sem verið var að grafa undir landamæram Mexíkó og Banda- ríkjanna í því augnamiði að smygla fíkniefnum norður fyrir landamærin. Göngin era um einn og hálfur metri í þvermál, upp- lýst og steypustyrkt. Talið er að mexíkóski eiturlyfjakóngurinn Joaquin Guzman hafí staðið að baki gangagerðinni, en allt að sjötíu prósent þess kókaíns sem selt er í Bandaríkjunum kemur frá Mexíkó. Á myndinni ýtir lög- reglumaður vagni í göngunum sem notaður var við gröftinn. Farþegum boðið upp á fíárhættuspU í flugvélum Florida. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara MorgunbiaAsins. ENSKA flugfélagið Virgin Atlantic mun vænt- anlega verða fyrst ailra flugfélaga til að bjóða farþegum sínum á Atlantshafsleiðinni upp á fjárhættuspil svipuðum þeim sem vinsælust eru í spilavítum. Ef áætlanir félagsins standast verður það næsta vor, sem farþegar þess geta freistað gæfunnar á sérstökum sjónvarpsvélum sem verða við hvert sæti í flugvélum félagsins. Blaðafregnir herma að nota verði greiðslukort við fjár- hættuspilið; vinningur eða tap færist á greiðslukorta- reikning þátttakenda. Fleiri flugfélög eru með hugmynd- ina til athugunar þar á meðal TWA, Lufthansa og Un- ited Airlines en hafa engar ákvarðanir tekið. Virgin Atlantic er í samvinnu við tölvufyrirtækið Hughes Avicons um framkvæmd iiugmyndarinnar en það er eitt nokkurra fyrirtækja, sem hafa framleitt víxl verkandi myndbandskerfí fyrir farþegaflugvélar. Á þess um myndbandstækjum geta menn horft á kvikmyndii farið í alls konar leiki, verslað eða stundað fjárhættuspi Kannanir sem gerðar hafa verið sýna að um fjórðung ur flugfarþega myndi taka þátt í fjárha-ttuspili ef þa væri á boðstólum og hreinar tekjur flugfélaganna gset' numið 150 milljónum dollara eftir 3-4 ára reynslutíms Samkvæmt bandarískum lögum eru allir leikir bannað ir í flugvélum yfír Bandaríkjunum en það þykir óljós hvort það nær til flugs á alþjóðlegum flugleiðum. Sum flugfélög hafa látið í ljós ótta við afleiðinga fjárhættuspils flugfarþega. „Ef einhver farþegi okka tapaði 10 þúsund dollurum í fjárhættuspili á leiðinni t London er hætt við að hann myndi aldrei fljúga me okkur aftur,“ er haft eftir fd#áWdra TWA. _____________f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.