Morgunblaðið - 06.06.1993, Page 6
6 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1993
Stór sýning á verkum Errós í Kaupmannahöfn 19. júní
Leggur undir sig Charlotten-
borg við Kóngsins nýja torg
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
Fimmtán stór verk eftir
Erró verða sýnd í sýning-
arhöllinni í Charlottenborg
í Kaupmannahöfn og síðan
send til sýningar í Finn-
landi og í Svíþjóð. Verkin
hafa ekki verið sýnd áður,
en eru ýmist úr einkaeigu
listamannsins eða eru mál-
verk sem hann hefur verið
að mála undanfarið sem
hluta af viðbótargjöf hans
til Reykjavíkurborgar.
Sýningin er haldin að
frumkvæði Islendinga og
skipulögð af Gunnari
Kvaran forstöðumanni
Kjarvalsstaða. Markús Örn
Antonsson borgarstjóri
mun opna sýninguna 19.
júní, en hún stendur til 8.
ágúst.
í samtali við Morgunblaðið
sagði Ole Wildt, sem sér um sýn-
ingarhaldið á Charlottenborg að
á sýningunni gæfí að líta sýnis-
horn af hinum stóru málverkum
Errós, sem væru hlaðin spennu
og uppákomum. Erró mun leggja
Listamaðurinn
ERRÓ við eitt fjölmargra verka sinna, þar sem hann tengir saman ólík timabil.
undir sig alla sýningarhöllina, sem
er eitt stærsta sýningarhúsnæði í
Danmörku.
Kristín Guðnadóttir safnvörður
á Kjarvalsstöðum sagði að hug-
myndin með sýningarhaldinu væri
að sýna útlendingum myndirnar
áður en þeim yrði komið fyrir í
Erró-safninu á Korpúlfsstöðum.
Verkin eru svo stór að þegar þau
verða komin til íslands verður
tæplega heiglum hent að hreyfa
þau mikið úr stað. Þess má geta
að lengsta málverkið er ellefu
metrar. Gunnar Kvaran hefur séð
um að skipuleggja sýninguna, en
henni fylgir vegleg sýningarskrá
og plakat.
Bæði Gunnar og Erró koma til
Kaupmannahafnar nokkrum dög-
um fyrir opnunina til að hafa
hönd í bagga með og uppsetningu
verkanna á Charlottenborg. Krist-
ín sagði að það væri einstaklega
gaman til þess að hugsa að ís-
lenskur listamaður legði undir sig
sýningarhöllina, sem er annars
mest notuð undir samsýningar
vegna stærðar sinnar.
Verkin sýnd víðar
Dönsk blöð hafa þegar birt til-
kynningar um sýninguna. Sýning-
ar á Charlottenborg hljóta alla
jafnan mikla athygli og eru vel
sóttar, enda stendur sýningarhöll-
in í hjarta borgarinnar við Kóngs-
ins nýja torg og er sambyggð
Listaakademíunni dönsku. Sýn-
ingin mun síðan fara til Pori í
Finnlandi og til Gautaborgar í
Svíþjóð, áður en þau verða send
til Islands. Norræna ráðherra-
nefndin veitti styrk upp á 2 Vi
milljón íslenskra króna til að
greiða fyrir flutningi og pökkun
verkanna.
I
>
|
►
Rekstur þriggja skóladagheimila færður til skólamálaráðs
Böm g'iftra foreldra |
geta nú fengið inni 1
Morgunblaðið/Þorkell
Bestu fyrirsæturnar
Fyrirsætukeppni Model 79 og Tónabæjar var haldin í fyrsta skipti í
Tónabæ sl. föstudagskvöld. Húsfyllir var. Alls tóku 34 unglingar þátt
í lokakeppninni. Sigurvegarar urðu Júlía Björgvinsdóttir, 15 ára, og
Ragnar Orn Arnarsson, 16 ára. í öðru sæti urðu Freyja Kristinsdótt-
ir, 14 ára, og Styrmir Karlsson, 15 ára. í þriðja sæti urðu Áslaug
Dröfn Sigurðardóttir, 13 ára, og Birgir Örn Einarsson, 16 ára. Sér-
stakt hrós dómnefndar fyrir sviðsframkomu fékk Magnea Ólafsdóttir,
15 ára.
Bætt nýting húsnæðis og betri þjónusta
STJÓRN Dagvistar barna hefur samþykkt tillögu um aukið sam-
starf við skólamálaráð vegna fyrirhugaðs heilsdagsskóla. Ráð-
gert er að breyta rekstri þriggja skóladagheimila og færa þau
alfarið undir stjórn skólamálaráðs og skólaskrifstofu. Tilgangur
breytinganna er að nýta betur húsnæði heimilanna og bjóða
jafnframt betri þjónustu, sem til þessa hefur eingöngu verið
veitt börnum einstæðra foreldra en nú eiga börn giftra einnig
að geta fengið inni, að sögn Sigríðar Sigurðardóttur forstöðu-
konu Foldakots, en hún situr í sljórn Dagvistar barna og í skóla-
málaráði.
Sigríður sagði, að gert væri ráð
fyrir að rekstur skóladagheimil-
anna í Breiðagerðisskóla, Austur-
bæjarskóla og Laugarseli við
Laugarnesskóla yrði alfarið á
hendi skólamálaráðs og viðkom-
Aukin samvinna Granda hf. og chileska útgerðarfélagsins Friosur
Starfsmenn sendir utan og sölu-
skrifstofa verði opnuð á Spáni
SAMVINNA hefur aukist í markaðsmálum, tæknimálum og fisk-
vinnslu og -veiðum milli Granda hf. og chileska útgerðarfélagsins
Pesquera Friosur, en Grandi festi kaup á 22% hlutafjár Friosur í
fyrra. Hugmyndir eru uppi um að setja á iaggirnar söluskrifstofu
á Spáni, auk þess sem markaðsnet Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna
í Bandaríkjunum hefur verið virkjað. Elín Þorbjarnardóttir, togari
Granda, sem samið var um sölu á til Friosur, fer frá íslandi áleiðis
til Chile eftir helgi. Mun togarinn eftirleiðis bera nafnið Friosur VII.
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri
Granda hf., sagði chileska áhöfn
munu sigla Elínu, en íslenskur vél-
stjóri yrði í áhöfninni. Auk þess
væri gert ráð fyrir að annar vél-
stjóri fylgdi í kjölfarið eftir tvo
mánuði og verið væri að ræða við
nokkra aðila vegna áforma um að
senda einnig skipstjóra, en einn ís-
lenskur skipstjóri er nú í Chile. Þá
væri verið væri að athuga með
ráðningu viðhaldsstjóra fyrir fyrir-
tækið.
Meðal annarra starfsmanna sem
héðan hafa farið eru netagerðar-
menn, viðgerðarmenn, útgerðar-
stjórar, framleiðslustjórar og tækni-
stjórar, auk chileskra starfsmanna
sem hafa komið í þjálfun í Granda.
Spænski markaðurinn enn
langmikilvægastur
Að sögn Brynjólfs hefur mark-
aðsnet Sölumiðstöðvarinnar þegar
verið virkjað vegna Friosur.
„Spænski markaðurinn er hins veg-
ar enn sá langmikilvægasti fyrir
Friosur. Aðalfísktegundin sem veið-
ist undan ströndum Chile er lýsing-
ur, eða merluzza australis, sem er
mikið seld á Spán. Við viljum hins
végar reyna að dreifa áhættunni
með því að fara inn á fleiri mark-
aði.“
Á Spáni verður rekin markaðs-
skrifstofa frá 1. september á vegum
Friosur og annars fyrirtækis, að
sögn Brynjólfs. Þó hafí einnig verið
í umræðunni að ganga til samstarfs
við Sölumiðstöðina um að setja á
laggirnar skrifstofu á Spáni, en
Spáni hefur hingað til verið þjónað
frá skrifstofu SH í París, þótt ekk-
ert væri enn ákveðið um slíkt.
andi skólastjóra sem mun jafn-
framt sjá um innritun og manna-
ráðningar á heimilin. „Þetta eru
skóladagheimili sem eru inni í
skólahúsnæðinu sjálfu,“ sagði Sig-
ríður. „Meiningin er að samnýta
húsnæði skóladagheimilanna og
þróa skipulega verkefni um heils-
dagsskóla.“
Flokkað eftir hjúskaparstöðu
Fram til þessa hafa eingöngu
börn einstæðra foreldra fengið inni |
á skóladagheimilum og hafa börn
því verið flokkuð eftir hjúskapar-
stöðu. Með þessari breytingu verð-
ur þjónusta við gifta foreldra bætt.
„Hvort þau fá jafna rétt ræðst af .
því hvernig skólastjórinn heldur á »
málinu,“ sagði Sigríður. „Það er
vitað mál að börn einstæðra for-
eldra þurfa oft á meiri þjónustu
að halda en það er líka vitað að
börn giftra eru oft í sömu að-
stöðu. Meiningin er að reyna að
koma betur til móts við þarfir og
óskir barna og foreldra."
Samstarfsnefnd
Þá verður komið á samstarfs-
nefnd forstöðumanna fimm ann-
arra skóladagheimila, skólastjór-
um í viðkomandi hverfum og full-
trúum stjórnar Dagvistar barna,
þar sem ætlunin er að reyna ef L
vilji er fyrir hendi hjá forstöðu- *
mönnum og skólastjórum að koma
á frekara samstarfí á milli skóla .
og skóladagheimila. „Þetta er þó f
ekki víst, það fer allt eftir starfs-
fólkinu hvernig til tekst,“ sagði í
Sigríður. Sjö önnur skóladagheim- 1
ili í borginni verða rekin áfram
með óbreyttu sniði og er aðal
ástæðan sú að breytingar sem
þessar þurfa sinn tírna.“