Morgunblaðið - 06.06.1993, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1993
11
Hagsmuna gætt
KRISTJÁN Ragnarsson í LÍÚ á
sæti við mörg fundaborð. Hann
er framkvæmdasljóri hagsmuna-
samtaka útvegsmanna (LÍÚ), sit-
ur í stjórn Fiskveiðasjóðs og er
formaður bankaráðs Islands-
banka svo nokkuð sé nefnt. Sú
gagnrýni hefur heyrst í hópi
hluthafa bankans að óheppilegt
sé að maður, sem gegnir trúnað-
arstarfi fyrir viðskiptavinahóp á
borð við útgerðina, sitji í forystu
bankaráðsins.
Kristján telur sig ekki hafa hnot-
ið um andstæða hagsmuni í
þessu efni. „Hagsmunir umbjóð-
enda minna hafa ekki komið fram
sem ágreiningsefni og til ágreinings
um þetta við aðra bankaráðsmenn
hefur ekki komið frá því ég settist
í bankaráðið,“ segir Kristján. Hann
telur að hagsmunir annarra banka-
ráðsmanna séu jafnvel „beintengd-
ari“ við bankann en sínir, enda eigi
sumir bankaráðsmenn í verulegum
viðskiptum við bankann. „Mér hefur
ekki fundist að þeir hugsi um eigin
hag, heldur þess fyrirtækis (bank-
ans) sem þeir eru að vinna fyrir.“
Fljótlega eftir að Kristján tók
sæti í bankaráði íslandsbanka segir
hann að menn hafi komið og viljað
ræða um viðskipti sín við bankann.
„Eg gerði hveijum þeim sem þetta
gerði ljóst að honum bæri að snúa
sér til starfsmanna bankans. Eftir
að ég settist í formannssætið í
bankaráðinu hefur enginn rætt
bankaviðskipti sín við mig, fyrir
utan einn leigubílstjóra og ég útveg-
aði honum viðtal við lögfræðideild-
ina. Mér skilst að svona persónulegt
kvabb sé áþján á mörgum banka-
ráðsmönnum."
En lenda menn aldrei í vandræð-
um vegna andstæðra hagsmuna?
Kristján kvaðst ekki hafa lent í
neinum vandræðum, en játaði að
vissulega byði seta i bankaráði upp
á vissa hættu á hagsmunaárekstr-
um. Þar væru lagðar fram upplýs-
ingar um fyrirtæki, sem í tilvikum
gætu verið samkeppnisaðilar bank-
aráðsmanna, svo dæmi sé tekið.
„Þess er gætt að menn víki af fundi
ef málefni samkeppnisaðila eru til
Krislján Ragnarsson
Kristján Ragnars-
son er formaður
bankaráðs ís-
landsbanka, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ
og í stjórn Fisk-
veiðasjóðs
umræðu,“ sagði Kristján. Hann
sagðist ekki vera beðinn um að víkja
þótt til umræðu væru fyrirtæki í
sjávarútvegi, sem jafnvel eru með-
limir í LÍÖ, því það er ekki talið
að þau séu í tengslum við hann
persónulega.
Starfsmenn íslandsbanka og
dótturfélaga hans lúta viðamiklum
siðareglum „til að forðast hags-
munaárekstra og hlutdrægni í
starfi", eins og segir í heiti regln-
anna. Þar segir meðal annars í 6.
kafla að starfsmenn bankans skuli
ekki sitja í stjórnum fyrirtækja eða
stofnana nema með leyfi banka-
stjómar. Síðan segir: „Leyfi til
stjómarsetu skal því aðeins veitt
að ekki sé talin hætta á hagsmuna-
árekstmm eða að stjórnarsetan
geti valdið tortryggni. Því skal ekki
veita leyfi til stjórnarsetu ef við-
komandi fyrirtæki er í viðskiptum
við bankann eða er væntanlegur
viðskiptavinur, né ef fyrirtækið á í
Vék úr starfi vegna
hagsmunaúrekstra
samkeppni við viðskiptavini bank-
ans eða væntanlega viðskiptavini."
Nú em bankaráðsmenn íslands-
banka forsvarsmenn fyrirtækja og
stórra samtaka. Væri ekki æskilegt
að sömu reglur giltu um bankaráðs-
mennina og starfsfólkið?
„Hvemig heldur þú að þú fyndir
þá starfhæft bankaráð?" spyr Krist-
ján á móti. „Ég held að það væri
mjög erfítt. Ég held að það verði
alltaf þannig í einkabanka að reynt
sé að gæta hagsmuna þeirra sem
eiga hlutaféð. Ákveðnir hluthafar
hafa falið mér að gæta sinna hags-
muna þama og þeir eru sameigin-
legpr hagsmunum annarra hluthafa
bankans. Ég er að gæta hagsmuna
hluthafanna en ekki einstakra við-
skiptamanna."
Kristján segist ekki vilja neita
því að víða um þjóðfélagið virðist
svo sem menn sitji báðum megin
borðs. Hann nefnir sem dæmi veið-
ar og vinnslu sjávarafla. Sjómönn-
um og fískverkendum hafi verið á
vissan hátt stillt upp sem andstæð-
ingum við ákvörðun fískverðs, en
oft reki sörnu aðilar útgerð og fisk-
verkun. „Ég varð að kveða upp úr
um það að ég settist í Verðlagsráð
sjávarútvegsins fyrir þá sem seldu
físk, þótt þeir séu í minnihluta í
LÍÚ. Meirihluti félaga í LÍÚ er í
því að veiða og verka físk. Ég sagði
að mér væri alveg sama um það,
mér væri ekki falið að gæta hags-
muna þeirra. Ég fékk aldrei gagn-
rýni fyrir þessa afstöðu innan sam-
takanna." Kristján segir að menn
verði fyrst og fremst að gera þessi
mál upp við sjálfa sig. Hann segist
hafa sömu viðhorf gagnvart setu
sinni í stjóm Fiskveiðasjóðs, sem
m.a. veitir lán til útgerðarinnar, og
setunnar í bankaráði íslandsbanka.
„Menn geta spurt hvort ég, sem
fulltrúi LÍÚ í stjórn sjóðsins, sé
ekki þar til að heimta lægri vexti
og afslætti. Ég hef valið þann kost
að vera í stjórn sjóðsins til að gæta
þess að hann sé trygg stofnun til
að geta veitt útveginum þjónustu."
Kristjáni þykir ekkert óeðlilegt
við það að menn velti fyrir sér
hættu á hagsmunaárekstrum og
hefur sjálfur komist að niðUrstöðu
í þessu efni. „Ég hef sett mér þá
grundvallarreglu að gæta á hveij-
um stað þeirra hagsmuna sem mér
hefur verið falið og vera ófeiminn
við það!“
Kristín Sigurðardóttir var
starfsmaður verðbréfafyrir-
tækisins Kaupþings þegar hún
var tilnefnd af Kvennalista í
bankaráð Landsbankans. Eftir
tilnefninguna upphófst mikil
umræða um hættu á hags-
munaárekstrum, hún væri
starfsmaður fyrirtækis sem
væri í beinni samkeppni við
dótturfélag Landsbankans,
Landsbréf. Lyktir málsins urðu
þær að Kristín sagði upp starfi
sínu þjá Kaupþingi frekar en
að gefa eftir sætið í bankaráð-
inu. Hvað finnst henni nú, rúm-
lega þremur árum síðar, um
málið?
essi mikla umræða á sínum
tíma kom mér á óvart,“ segir
Kristín. „Ég átti svo sem von á
því að það yrði spurt út í starf
mitt hjá Kaupþingi, en ekki þessu.“
Hún segir að ef niðurstaðan hefði
verið sú að hún hefði haldið starf-
inu og vikið af fundum bankaráðs-
ins þegar einhver leyndarmál varð-
andi Landsbréf bæri á góma, væri
sá fundur ókominn til þessa. Eftir
þá miklu umræðu sem spannst um
mál Kristínar segist hún hafa get-
að verið kát ef þetta hefði orðið
til breyttra hátta varðandi mannar-
áðningar og stöðuveitingar.
„Þarna kostaði ég auðvitað svolitlu
til, en það var léttvægt ef þjóðfé-
lagið hefði orðið betra. En ég er
ekkert viss um að ég sjái það hafa
gerst.“
Finnst Kristínu hún sjá dæmi
um hagsmunaárekstra, eða hættu
á þeim víða? „Ég þori ekkert að
fullyrða um það. Stundum koma
upp dæmi þar sem svo virðist vera,
en það er ekki víst að allt sé eins
og sýnist.“ Kristínu fínnst hún
stundum sjá þess merki að alþing-
ismenn villist svolítið á hlutverki
löggjafans og framkvæmdavalds-
ins. Hún segir að Kvennalistakonur
Kristín Sigurðardóttir
Kristín Sigurðar-
dóttir er fram-
kvæmdastjóri Fé-
lags vinnuvélaeig-
enda og banka-
ráðsmaður í
Landsbanka ís-
lands
hafi lagt fram ítarlegar fyrirspum-
ir á Alþingi fyrir þremur árum um
setur manna í stjómum og ráðum.
„Það varð mjög tregt um svör, því
var borið við að tengsl manna
væm ekki skráð! Það var lagður
fram langur listi yfir menn í nefnd-
um og ráðum, en á listanum var
bara nafn og starfsheiti, ekki hvar
maðurinn starfaði. Það var eins
og ekki væri mikill vilji í kerfínu
fyrir því að taka á þessu. Ég trúi
því tæpast að það sé ógerlegt að
gera þetta, svo er nú að fólk sem
velst í svona störf er ekki alveg
óþekkt og því ætti að vera hægt
að hafa upp á því hvar það starfar.“
Til sölu 2 stk. Daf 45.160.08 4WD '92, eknir 130.000 km., bílar í toppstandi.
lltbúnaður: Dana 60 RR HD fram-hásing, Rockwell afturhásing, hátt og lágt drif,
130 km drif, Borgo Worner milljkassi, no spin laesing að aftan, parabolic fjaðrir,
upphituð olíusía, upphitaðir speglar, vökva- og veltistýri, loftfjaðrandi bílstjóra-
sæti, snúningshraðamælir, útvarp/segulband, kassi, lengd 5 m, breidd 2,40, 24
md, afturhurðir, 1 hliðarhurð, Chief vörulyfta, 750 ál. Bílarnir eru á nýlegum dekkj-
um, skoðaðir '94, o.m.fl. Verð kr. 4.200.000 stk. án vsk. Mjög góð kjör.
Uppl. gefur Örn i símum 684932 og 985-38327 eða Karl í síma 674767.
WÓÐLEIKHÚSID
Rekstur
Leikhusskjallarans
Þjóðleikhúsið auglýsir hér með eftir rekstraraðila að
Leikhúskjallaranum og mötuneyti starfsmanna.
Ráðgert er að breyta rekstri Leikhúskjallarans.
Þar verður áfram veitingastaður, en einnig er fyrir-
hugað að þar fari fram ýmiss menningarstarfsemi,
tengd starfi Þjóðleikhússins.
Þeir, sem hafa áhuga á að reka nýjan og spennandi
Leikhúskjallara, séndi nöfn sín og mögulega einnig
hugmyndirtil skrifstofu Þjóðleikhússins, Lindargötu
7, fyrir 19. júní 1993, merktar: „Nýr Leikhúskjallari."
Þjóðleikhússtjóri.
Sólheimar
i Grímsnesi
Sumarbústaðafólk
- Grímsnesingar
Trjáræktardagur á
Sólheimum í Grímsnesi
Sunnudaginn 6. júní, kl. 14, verður haldið erindi
á Sólheimum um skilyrði til trjáræktar
í Grímsnesi og val á tegundum og aðferðum
til ræktunar. Leiðbeinandi er Úlfar Óskarsson,
skógfræðingur. Á Sólheimum eru seldar
trjáplöntur, runnarog sumarblóm
auk grænmetis og annarra afurða.
Allir eru velkomnir.