Morgunblaðið - 06.06.1993, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1993
15
i
I
l
FLOKKARNIR A SPANI
MC.St
Spánverjar ganga aö kjörboröinu
í dag sunnudag
PSOE
Sosialistaflokkurinn
Hetur verið við völd frá 1982 undir
stjóm Felipe Gonzales forsætis-
ráðherra.
Helstu stetnumið
Að skapa ný störf
Auka útgjöld til velferðarkerfisins
og samgöngumála
Setja frjálslegri atvinnulöggjöf
Setja nýjar reglur um um fjár-
mögnun flokka
Styðja Maastricht
Pjóðarflokkurlnn
(Partido Popular) Stærsti mið- og hægri-
flokkurinn. Leiðtogi José María Aznar.
Helstu stefnumiö
Sameinaðir vinstrimenn
Þriðji stærsti flokkurinn. Leiðtogi er
kommúnistinn Julio Anguita.
Aö breyta efnahagsstefnunni til aö endurvekja traust erlendra fjárfesta
Minnka ríkisútgjöldin til að draga úr fjárlagahallanum
■ Einkavæða ríkisfyrirtæki
■ Lækka vexti
» Auka opinberar framkvæmdir til að blása lífi í efnahaginn
m Stuðla að því að pesetinn verði í EMS
Helstu stelnumiö
Minnka atvinnuleysið
Dreifa störfum með því að stytta
vinnudaginn úr átta stundum í sex.
Lækka laun, hvetja fólk til að fara
fyrr á eftirlaun og fjölga opinberum
starfsmönnum.
REUTER
ist stefna hans lítt frábrugðin stefnu
Sósíalistaflokksins. Hann er til að
mynda hlynntur Maastricht-sátt-
málanum um aukinn samruna ríkja
Evrópubandalagsins, vill að peset-
inn verði áfram í Evrópska mynt-
kerfinu (EMS) og boðar frekari
einkavæðingu eins og Sósíalista-
flokkurinn. Hann hefur þó reynt að
skapa sér sérstöðu með því að leggja
fram tillögur um að halda sköttun-
um óbreyttum í fyrstu og lækka þá
síðan smám saman. Á sama tíma
vill hann minnka fjárlagahallann og
skapa atvinnutækifæri fyrir þijár
milljónjr manna á tíu árum. Gonz-
alez þjarmaði mjög að Aznar í seinni
. kappræðum þeirra, sem sjónvarpað
var beint á mánudag, og leiðtoga
Þjóðarflokksins þótti takast illa að
. útskýra hvernig hann hygðist
* minnka fjárlagahallann án þess að
hækka skattana.
„Rauði fakírinn“
Anzar nýtur mun minni lýðhylli
en Gonzalez og samkvæmt skoðana-
könnun, sem birt var í dagblaðinu
El País á sunnudag, hefur hann
álíka mikið fylgi og Julio Anguita,
aðalritari spænska kommúnista-
flokksins og leiðtogi Sameinaðra
vinstrimanna (IU).
Anguita er 51 árs fyrrverandi
sögukennari. Þegar hann var borg-
arstjóri Cordoba, höfuðvígi mára á
miðöldum, var hann kallaður „Rauði
kalífinn"; „rauði“ vegna þess að
| hann er kommúnisti og „kalífinn"
þar sem hann er skeggjaður og
þykir máralegur í útliti.
| Anguita er ekki Andaiúsíumaður
og afkomandi araba eins og ætla
mætti heldur af baskneskum og
) gyðingaættum, fæddur í Fuengirola
á Costa del Sol. Hann er þó fyrst
og síðast kommúnisti sem iðrast
einskis og segist ætla að vera „rauð-
ur fram í rauðan dauðann". Hann
prédikar oft um neysluhyggju nú-
tímans og kveðst hreykinn af því
að hafa hvorki eignast bíl né hús
og eiga aðeins jafnvirði 50.000
króna á bankareikningi. Hann
keðjureykir og það mun hafa komið
honum í koll í kosningabaráttunni
því hann fékk hjartaáfall fyrir viku
og var á sjúkrahúsi síðustu dagana
fyrir kosningar.
Baráttan gegn atvinnuleysinu er
rauði þráðurinn í stefnuskrá Sam-
einaðra vinstrimanna. Þeir vilja
dreifa störfunum með því að stytta
vinnudaginn úr átta stundum í sex,
lækka launin um 12%, hvetja launa-
fólk til að fara fyrr á eftirlaun og
fjölga opinberum starfsmönnum í
þjónustugreinunum. Anguita er
W ennfremur andvígur Maastricht-
sáttmálanum og áformum Sósíal-
istaflokksins um einkavæðingu.
Kommúnistar njóta meiri virðing-
ar á Spáni en annars staðar á Vest-
urlöndum vegna þátttöku þeirra í
borgarastyijöldinni. Sameinaðir
vinstrimenn gætu fengið 28 þing-
sæti af 350 í kosningunum, sam-
kvæmt skoðanakönnunum.
Samstarf sósíalista og
kommúnista útilokað
Ef marka má kannanirnar fá
hvorki sósíalistar né Þjóðarflokkur-
inn nægilegt fylgi í kosningunum
til að fá meirihluta á þinginu. Þeir
þyrftu því að gera einhvers konar
samstarfssamning við Sameinaða
vinstrimenn eða flokka þjóðemis-
sinna í Baskalandi og/eða Katalóníu
til að geta myndað næstu stjórn.
Samkvæmt könnun E1 País vill
um þriðjungur þeirra, sem sögðust
ætla að kjósa Sósíalistafiokkinn, að
hann myndi stjórn með Sameinuðum
vinstrimönnum. Enn fleiri af kjós-
endum Sameinaðra vinstrimanna,
eða 62%, era hlynntir slíku stjómar-
samstarfi. Vandinn er hins vegar
sá að Anguita og Gonzalez fyrirlíta
hvorn annan. Anguita segir Gonz-
alez hafa svikið hugsjónir sínar og
gerst fijálshyggjumaður og forsæt-
isráðherranum hrýs hugur við því
að vinna með Rojo, eða rauðliða,
og það skeggjuðum. Gonzalez sagði
nýlega að hann gæti hugsað sér
samvinnu við hófsöm öfl á meðal
Sameinaðra vinstrimanna en ekki
komi til greina að mynda stjóm með
Anguita.
Þjóðernissinnar hugsa sér gott
til glóðarinnar
Stóra flokkarnir tveir beina því
einkum sjónum sínum til þjóðemis-
sinna í Baskalandi og Katalóníu,
sem era frekar hægrisinnaðir og
hafa léð máls á samstarfi við hvom
flokkinn sem er.
Basneski þjóðemisflokkurinn
(PNV) er stærsti flokkurinn í stjórn
Baskalands og búist er við að hann
fái um sex þingmenn í kosningun-
um. Þótt flokkurinn teljist til hægri
hefur hann hvað eftir annað stutt
stjórn Sósíalistaflokksins í mikil-
vægum málum. Xavier Arzalluz,
leiðtogi PNV, sagði í viðtali við EI
Pafs á mánudag að hann setti þijú
skilyrði fyrir samvinnu við næstu
stjórn. Hann krefst róttækra breyt-
inga á efnahagsstefnunni, öflugs
stuðnings við iðnfyrirtæki og auk-
inna valda til handa Baskalandi.
Hann vill jafnframt að komið verði
á beinum tengslum Baska við fram-
kvæmdastjórn Evrópubandalagsins
í Brussel í málum sem varða sér-
staklega hagsmuni þeirra.
Stærsti þjóðernisflokkurinn á
Spáni er hins vegar katalónskur,
Convergencia i Unio (CiU) sem fær
að öllum líkindum um 20 þingsæti
í kosningunum. Leiðtogi flokksins
er Jordi Pujol, sem hefur verið for-
seti Katalóníu í 13 ár, og hann gaf
til kynna um síðustu helgi að hann
vildi laustengda samvinnu við annan
hvom stóra flokkanna frekar en
formlegt stjómarsamstarf.
Forystumenn CiU hafa ekki viljað
taka afstöðu til stóra flokkanna
tveggja í kosningabaráttunni. Þeir
vilja fyrst sjá loforð um aukna sjálf-
stjóm Katalóníu. Flokkurinn leggur
áherslu á að meira af þeim sköttum
sem Katalóníumenn greiða renni til
stjórnarinnar í fylkinu. CiU vill enn-
fremur gjörbreytta efnahagsstefnu,
að vextir verði lækkaðir, útgjöld rík-
isins minnkuð um 10% á næstu fjór-
um áram og að einkavæðingu stórra
ríkisfyrirtækja verði hraðað.
Vegna borgarastyijaldarinnar og
einræðis Francos era Katalóníu-
menn og Baskar tortryggnir í garð
hægrimanna og telja að Þjóðar-
flokkurinn leggist gegn auknum
völdum til handa fylkjunum. Þeir
líta svo á að flokkurinn sé arftaki
Francos og því yrði erfítt fyrir Pujol
og félaga að réttlæta einhvers kon-
ar samvinnu við hann fýrir stuðn-
ingsmönnum sínum.
Útilokað er að Þjóðarflokkurinn
myndi stjórn með Sameinuðum
vinstrimönnum þannig að möguleik-
ar flokksins á að mynda næstu
stjóm Spánar virðast harla tak-
markaðir vegna þessa rótgróna ótta
Spánveija við vofu Francos. Spurn-
ingin er sú hvort Aznar hafi tekist
að kveða vofuna niður.
SÖNGS M IÐJAN
auglysir:
.. mk.
Stutt, hnitmiðuð
SUMARNÁMSKEIÐ
fyrir fólk á öllum aldri, laglausa sem lagvísa.
Kennd verður raddbeiting og sungin lög í léttum
sumaranda. Fyrirhuguð er
helgarferð í
Þórsmörk í lok
námskeiðs.
NYTT!
Söngleikjasmiðja fyrir
VftAKíA
Þriggja vikna dagskóli þar sem
krakkarnir læra að syngja og leika.
Námskeiðinu lýkur með uppsetn-
ingu á söngleik sem fluttur verður
í búningum og á leiksviði sem
nemendurnir sjálfir setja upp.
Upplýsingar og skráning alla virka daga
frá kl. 10.00 - 17.00 á skrifstofu Söngsmiðjunnar,
Listhúsi í Laugardal (Engjateig 19). Sími 682455.
DÉHÉilA
gerið góð kaup!