Morgunblaðið - 06.06.1993, Síða 16

Morgunblaðið - 06.06.1993, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JUNI 1993 BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR BEIÐ í SEXTÁN MEÐ AÐ GERA SÓLÓPLÖTU OG SEGIR PLÖTU ÞAÐ BESTA SEM HUN HAFI GERT FYRIR UTAN AÐ EIGNAST BARN ÁR N A eftir Árna Matthíasson, mynd Björg Sveinsdóttir BJÖRK Guðmundsdóttir hefur verið áberandi í ís- lensku tónlistarlífi allt frá því hún söng inn á sína fyrstu plötu á barnsaldri. Síðan má segja að Björk hafi fengist við tónlist, í ýmsum hljómsveitum, þeirra frægastri Sykur- molunum, en eftir að Syk- urmolana þraut örendi (í bili a.m.k.) á síðasta ári ákvað Björk að láta lang- þráðan draum rætast og taka upp sólóplötu; en hana segist hún hafa gengið með í maganum síðan hún var ellefu ára. A ðal allra hljóm- sveita sem Björk hefur sungið með hefur verið rödd hennar og raddbeiting, þó tónlist- in hafi verið ólíkrar gerðar. Annað sem sett hefur svip sinn á feril Bjarkar er að hún hefur alltaf viljað vera að gera eitthvað nýtt og til að mynda hætti hún í Tappa Tíkarrassi á sínum tíma, því henni fannst tónlist Tappans ekki nógu ögrandi, en gekk þess í stað í Kukl- ið, sem naut mikillar virðingar en lítillar hylli fyrir tyrfna og óaðgengilega tónlist. Fyrsta sólóplata Bjarkar, Debut, kemur út um heim allan í júlí- lok, en fyrsta smáskíf- an kom út hér á landi rétt fyrir helgi. Þeirri smáskífu, sem heitir Human Behaviour, hefur verið vel fagnað ytra, þó ekki komi hún út þar fyrr en á morg- un, og meðal annars var hún valin smáskífa vikunnar í Melody Maker líkt og Birthday Sykurmolanna á sínum tíma. Reyndar hefur Björk mjög verið í sviðsljósi fjölmiðla ytra síðustu vikur; verið í forsíðuviðtölum í breskum poppblöðum og fjallað um hana í svo ólíkum blöðum sem Vogue og I-d, aukin- heldur sem hún hefur verið fasta- gestur hjá tónlistarsjónvarpsstöð- inni' MTV, sem tekið hefur við hana þrjú viðtöl. Umstangið í kringum breiðskífuna, sem enn er ekki komin út, minnir um margt á lætin í kringum Sykurmolana síðsumars 1987, en Björk, sem var stödd hér á landi um síðustu helgi til að vinna að þætti með MTV, segir erfitt fyrir sig að bera þetta saman, „því þá var ég á íslandi og þekkti þetta svo lítið. Ég er samt tortryggin, því platan er ekki komin út og allt er að verða vit- laust.“ Neyddist til að flytja út Björk flutti búferlum til Lund- úna um síðustu áramót til að sinna sólóferlinum betur, enda segir hún að hjá því hafi ekki verið komist. „Ég vil búa hér og hef alltaf viljað, ég neyddist til að flytja út þegar Sindri byrjaði í skóla. Ég hef alltaf getað tekið hann með mér út, en þegar hann byrjaði í Vesturbæjarskólanum í haust átt- aði ég mig á því hvað ég var mik- ið úti. Ég varð því að velja þá borg sem ég vann mest í og valdi Lundúnir meðal annars vegna þess að hún var næst íslandi. Þar á ég eftir að búa á meðan þetta endist, ég get alltaf komið aftur, því það er best að búa hér.“ Björk segir reyndar að líklega væri umstangið ytra enn meira ef hún byggi enn á íslandi, „Bretar eru svo snobbaðir fyrir því sem er eitthvað öðruvísi. Það er ein af ástæðunum fyrir því hvers vegna svo mikil læti urðu út af Sykurmol- unum. Þeir héldu að við værum eskimóar frá öðrum heimi, þegar þeir komust að því að við vorum það ekki urðu þeir hálf spældir." Margir hafa talað um að tölvu- danspoppinu, sem meðal annarra tónlistarstefna skýtur upp kollin- um á plötu Bjarkar, svipi mjög til pönksins á sínum tíma; það sé ekki spurning um að geta, bara að gera, eins og Bragi Ólafsson Purrkur sagði eitt sinn, og Björk segir að það hafi meðal annars hrifíð hana varðandi danstónlist- ina hvað hún minnti hana á pönk- ið, sem heillaði hana í árdaga. „Það er ekki svo mikið að ger- ast í Bretlandi og Bretar eru hund- leiðir hvorir á öðrum og sjálfum sér og æstir í eitthvað sem hljóm- ar öðruvísi. Það er vitanlega smekksatriði, en mér fínnst mest vera að gerast í breskri tónlist hjá 18-19 ára tölvustrákum, það er að koma ný bylgja af nútíma tón- list. Fólk er margt búið að gefast

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.