Morgunblaðið - 06.06.1993, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1993
17
upp á popptónlist og til að mynda
eru seldir miklu fleiri tölvuleikir
en diskar með tónlist. Einna best
selst tónlist sem ekki er popp, tón-
list sem er nær daglegu lífí, nær
því sem lífíð er í borginni, að labba
niður götu og heyra í bílum og
fólki. Mjög mikið af popptónlist
er komið úr fasa við það sem er
að gerast í lífínu. Rokkið er borg-
artónlist líka, en sú tónlist sem
er vinsælust í Lundúnum er um
Lundúnir, en ekki einhveijar kýr,“
segir Björk og hlær að samlíking-
unni.
„Þegar þú ert að semja rokk
undir áhrifum frá annarri tónlist
ertu bara að borða kúkinn úr sjálf-
um þér. Þú átt að semja tónlist
út frá lífrænum hlutum, hlutum
sem gerast, götulífí og svoleiðis.
Það er það sem tónlist á að vera,
þú skrifar ekki bók um bók.“
- Ert þú þá að semja að ein-
hveiju leyti undir áhrifum af stór-
borginni, t.a.m. af Lundúnum?
„Mín tónlist er ekki um Lundún-
ir, ég samdi öll þessi lög áður en
ég flutti þangað. Sum þeirra eru
eldgömul, það eru lög þarna sem
eru orðin sjö ára gömul. Mér fínnst
þau samt ekki gömul, því ég var
með svo mikið úrval áð ég gat
pikkað út það sem mér fannst
standa í dag.“
„Debut er ekki beint um stað,
heldur um það að eignast heimili
og um það að ferðast, enda hef
ég gert mikið af því undanfarin
ár. A henni eru líka mjög prívat
lög eins og t.a.m. Airplane sem
samið var á kirkjuorgel í Borgar-
firði og því varla borgarlag.“
Sextán ára meðganga
Ekki segir Björk að þessi lög
séu einhveijar hugmyndir sem
ekki hafí hæft Sykurmolunum,
enda „tíðkaðist ekki innan Sykur-
molanna að mæta á æfingar með
sín eigin tónverk. Þú áttir þín lög
heima en mættir á æfingar án
allra hugmynda til að búa til lög,
Sykurmolamúsík var bara Sykur-
molamúsík. Ég er búin að vera í
hljómsveitum síðan ég var ellefu
ára og það má segja að þetta hafi
verið að vaxa með mér síðan þá,
en alls ekki að þetta sé eitthvað
eldgos út úr Sykurmolunum."
Björk segir að jafnhliða því sem
lögin urðu til fann hún hvaða hljóð-
færi ættu við í þeim og hvaða
stemmning. Til að ná því fram
fékk hún til liðs við sig Nellee
Hooper, sem meðal annars hefur
starfað með bresku danssveitinni
Soul II Soul. Hún segir að hann
hafí verið einskonar verkstjóri og
liðsinnt henni til að ná fram því
sem hún vildi á þessari fyrstu sóló-
plötu sinni, því þó hún hafi áður
sungið ein inn á plötu þá vill hún
ekki telja það mikla sólóplötu.
„Þetta er spuming um hvers
draum þú ert að uppfylla og í
þetta sinn er það minn draumur.
Ég spila flest hljómborð og sem
auðvitað öll lögin og textana og
fæ síðan gesti til að spila, en þeir
koma þá til þess. að uppfylla minn
draum og mína sýn, sem ég hef
mjög oft gert með aðra, t.d. þegar
ég var að vinna með Megasi, sem
mér finnst mjög gaman, að vera
hálfgert verkfæri og hlusta á ein-
hvern lýsa einhveiju sem er bara
í hausnum á honum sem maður
þarf uppfylla.“
Utsetningar á plötunni eru fjöl-
breytilegar og ólíkar flestu því sem
áður hefur heyrst, t.a.m. voru tvö
lög send til Indlands og þarlend
strengjasveit lék inn á þau, og því
ekki gott að gera sér grein fyrir
hvernig eigi eftir að ganga að setja
saman hljómsveit til að leika lög-
in. Björk segir reyndar að hún
hafi ekki átt von á því að geta
sett saman hljómsveit til að fara
í tónleikaferð í kjölfar plötunnar;
„það var bara of gott til að vera
satt. Fyrst platan fær svo góðar
viðtökur vona ég að ég fái pening
frá plötufyrirtækinu til að geta
sett.saman þá hljómsveit sem ég
vil. Ég fæ pening til að setja sam-
an venjulega hljómsveit en ég þarf
indverska strengjasveit, hörpu-
leikara, slagverksleikara; ég þarf
því svolítið skrýtna upphæð.“
Byijað á óvenjulega endanum
- Ég heyrði hjá þér nokkur lög
af plötunni í haust og þá fannst
mér sem hún yrði óvenjulegri en
hún er í raun.
„Ég byijaði á óvenjulega endan-
um en hún varð í raun og veru
eins og ég hafði hugsað mér hana.
Ég vildi nútímabít, en ekki með
venjulegu dansdóti ofaná. Platan
er mjög svipuð og ég hafði hugsað
mér í upphafi, en bara miklu betri,
hún er atvinnumannslegri en ég
þorði að vona.
Þessi plata er það besta sem
ég hef gert, fyrir utan að eignast
barn, og mér fínnst þetta rosalega
gaman. Þegar ég byijaði að taka
fannst mér ég vera að gera eitt-
hvað ofsalega sérviskulegt. Ég var
að vera mjög eigingjörn og bara
að setja inn Öll skrýtnu hljóðin sem
ég fíla án þess að reyna að geðj-
ast einum eða neinum og ég bjóst
ekkert við því að fólk kynni þessu
neitt sérstaklega, kannski þú, Ási,
Bragi og álíka furðufuglar, en í
það heila hélt ég að fólk myndi
alls ekki hafa hugmynd um hvert
ég væri að fara, það kemur því
skemmtilega á óvart.“
- Platan er það ijölbreytt að
líklega finna allir eitthvað við hæfí.
„Það er reyndar bara vegna
þess að ég hef ekki neina sérstaka
fordóma gagnvart neinni tónlist.
Ef fólk er eitthvað að láta það
þvælast fyrir sé hverrar gerðar
tónlistin er þá er það bara komið
í ógöngur. Það er eins og að segja
'ég eignast bara vini sem eru með
blá augu, ég vil ekki kynnast fólki
með brún augu.“ Hér þagnar
Björk smá stund og hugsar og
bætir síðan við og hlær: „Eina
tónlist sem ég kann ekki að meta
er nýaldartónlist.“
Á lög á margar plötur
- Nú þegar ísinn er brotinn,
langar þig þá ekki til að halda
áfram, byija strax á næstu plötu?
„Ég er með lög og hugmyndir
og lög á margar plötur; sérstak-
lega þar sem þessi gekk svona
vel, ég er veik í að byija á ann-
arri plötu, ég er búin að gera
prufuupptökur af rúmri hálfri
plötu sem ég gæti þess vegna far-
ið í stúdíó á morgun að vlnna.
Annars er ég hálf hrædd við allt
þetta fjölmiðlaumstang, það tekur
frá mér svo mikinn tíma, það fer
svo mikið blaður og rugl í það,
og svo þýðir það að maður skellur
bara niður aftur. Ég hefði í raun
kunnað því best að fá að vera úti
í horni í rólegheitunum og að nógu
margir myndu kaupa plötuna til
að ég fengi að gera aðra, því þessi
plata er ekkert sérstök, mig lang-
ar að gera fímm plötur og sú
fim.mta verður góð.
Ég þekki þetta umstang og veit
um leið hvað það getur verið eyði-
leggjandi, en ég' get samið hvar
sem er, hvort sem ég er að vinna
í frystihúsi eða bókabúð, og hve-
nær sem er. Þessi plata var ódýr
í vinnslu því ég var með allt til-
búið svo ég þarf ekki að selja svo
rosalega. mikið til að geta haldið
áfram. Ég held ég tolli alveg þó
ég fái rassskell," segir Björk og
hlær, og er rokin í ferð með MTV-
liðum út úr bænum í ijölmiðlaum-
stang.
Sumarfrí í Skandinavíu!
Skandinavía bíður, full af spennandl ferðamögulelkum.
Fjölmargir gistimöguleikar í boöi, allar upplýsingar era að finna í
SAS hótelbæklingnum. Flogið er til Kaupmannahafnar alla daga,
allt að þrisvar sinnum á dag og þaðan er tengiflug til annarra
borga á Norðurlöndum. Hafðu samband við söluskrifstofu SAS
eða ferðaskrifstofuna þína.
Verð gildir til 30. september og miðast við dvöl erlendis í 6 - 30 daga.
Barnaafsláttur er 33%. Bókunarfyrirvarl 21 dagur.
Innlendur flugvallarskattur 1.310 kr., danskur flugvallarskattur 664 kr.
H///SAS
SAS á íslandi - valfrelsi i flugi!
Laugavegl 172 Síml 62 22 11
Sumarleyfisfargjöld SAS Keflavík - Kaupmannahöfn 28.900,-
Kefiavík - Gautaborg 28.900,-
Keflavik - Malmö 28.900,-
Keflavík - Stokkhólmur 29.900,-
Keflavfk - Norrköplng 29.900,-
Keflavík - Jönköping 29.900,-
Keflavík - Kalmar 29.900,-
Keflavík - Váxjö 29.900,-
Keflavík - Vesterás 29.900,-
Keflavík - Örebro 29.900,-
Keflavik - Osló 28.900,-
Keflavík - Stavanger 28.900,-
Keflavík - Bergen 28.900,-
Keflavík - Kristiansand 28.900,-