Morgunblaðið - 06.06.1993, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1993
KAUPMANNAHAFNARBRÉF
Hverjir köstuðu gfrjótinu?
Stjórnmálamenn, fjölmiðlafólk, fræðingar
og aðrir álitsgjafar eru þessa daga á kafi
í félagslegri naflaskoðun. Eftir óeirðirnar
að kvöldi 18. og 19. maí, þegar lögreglan
sá sig tilneydda til að skjóta á mótmælend-
ur, vaknaði eðlilega strax upp spurning um
hvaða fólk hefði verið þarna á ferð. Hveijir
fundu hjá sér hvöt til að kasta gijóti í lög-
regluna? í umræðunum hafa augu margra
lokist upp fyrir að þó meirihluti Dana álíti
þjóðfélagið lýðræðislegt og gott, þá eru til
hópar sem líta öðruvísi á málið. En fyrst
var hugað að hvað gerðist í raun og veru.
Að kvöldi 18. maí, þegar úrslit þjóðarat-
kvæðagreiðslunnar lágu fyrir, safnaðist
hópur ungmenna saman á Norðurbrú í
Kaupmannahöfn. Hverfið, sem áður var
verkamannahverfi og hálfgert fátækra-
hverfi hefur á undanförun árum skipt um
svip og þangað flust mikið af ungu fólki.
Þó atvinnu- og auðnuleysi setji enn svip á
hverfið, þá hefur lifnað mikið yfir því og
þar eru t.d. mörg lífleg kaffihús og ágætir
veitingastaðir, auk þess sem Norðurbrúar-
gata er iðandi og skemmtileg verslunargata.
Á asaneyrunum inn í
Evrópusambandið
Ungmennin, sem söfnuðust saman voru
reíð yfir úrslitum atkvæðagreiðslunnar og
fannst að stjórnmálamennimir væru að
draga þjóðina á asnaeyrunum inn í Evrópu-
sambandið. í mótmælaskyni reistu þau
götuvígi á Norðurbrúargötu og nálægum
götum, lokuðu svæðinu af og lýstu það
EB-laust svæði. Þegar Iögreglan tók að rífa
vígin niður sló i brýnu milli varða laganna
og mótmælendanna. Svo óheppilega vildi
til að þama var verið að steinleggja, svo
haugar af tilhöggnu gijóti lágu innan seil-
ingar fyrir reið ungmennin. Fyrstu fréttir
vom um að hluti lögregluliðsins hefði lent
í klemmu og neyðst til að skjóta úr skamm-
byssum sínum til að losna úr sjálfheldu og
koma særðum félögum til hjálpar. Lögregl-
an hefur ekki gripið til skotvopna síðan á
stríðsámnum
Strax að morgni þess 19. fordæmi Poul
Nymp Rasmussen forsætisráðherra að
mótmælendur skyldu grípa til ofbeldis og
ólýðræðislegra vinnubragða í stað þess að
samþykkja úrslitin og leikreglur lýðræðis-
ins, um leið og hann varði aðgerðir lögregl-
unnar, sem hefði haft réttmætar ástæður
til að skjóta. Kvöldið eftir urðu aftur átök,
en ekki líkt því eins hörð og daginn áður,
þegar sjónvarpsmyndir sýndu myndir frá
Norðurbrúargötu, sem minntu á Beirút.
Næstu daga á eftir var deilt um það fram
og aftur hvort skothríðin hefði verið rétt-
mæt. Af skýrslu lögreglunnar kom fram
að aðeins hefði verið um eina skothríð að
ræða, en sjónvarpsupptökur sýndu þijár
gusur á um 20 mínútna tímabili.
Þá var ákveðið að skipa rannsóknarnefnd
undir stjórn ríkislögmanns, en sú skipan
er umdeild og sumir segja að hann standi
of nálægt lögreglunni, en við þetta verður
látið sitja. Nefndin á að skila niðurstöðum
eftir sex mánuði. Líklegt þykir að í kjölfar
óeirðanna verði settar skorður við afskipt-
um óeinkennisklæddra lögreglumanna af
mótmælum, því sjónvarpsmyndir sýna að
þeir köstuðu gijóti til baka í mótmælendur.
Á það hefur verið bent að lögreglumenn í
höfðuborginni séu of ungir og óreyndir, því
hinir eldri og reyndari leiti frekar út fyrir
borgina í rólegri staði
Hinir „átónómu“ vísir að
borgarskæruliðum?
Samkvæmt fyrstu fréttum voru mótmæ-
lendumir hústökufólk, sem hér kallast BZ-
arar eins og í Þýskalandi. Þá risu upp ein-
hveijir sem vissu betur og sögðu að það
stæðist ekki, því ekki hefðu verið neinar
hústökur síðan 1989 og hústökuhreyfingin
væri dauð. Blaðamenn fóru á stúfana og
leituðu uppi krakka, sem verið höfðu á
götuvígjunum þann 18. Niðurstaðan var að
þama væri blandaður hópur á ferðinni,
enginn miðstýrður flokkur en ólíkir hópar
á ferðinni, sem ættu það sameiginlegt að
hafa verið viðriðnir vinstrivæng stjórnmál-
anna, án þess að tengjast hinu hefðbundna
flokkakerfi.
Athyglin hefur einkum beinst að þeim
hópum, sem kallast hinir „átónómu", eða
hinir sjálfstýrðu. Hér em á ferðinni hópar,
sem eiga það sameiginlegt að lúta eigin
reglum og venjum, en taka sem minnst til-
lit til þjóðfélagsins, Slíkir hópar þekkjast
einnig í Þýskalandi og vitað er að þeir þýsku
og dönsku hafa haft samband sín á milli.
Þetta eru sennilega herskáustu og mest
meðvituðu hóparnir. Sumir hafa dregið þær
ályktanir að í þessum hópum sé vísir að
nýrri borgarskæruliðahreyfingu í stíl við
Bader-Meinhof hópinn þýska eða Rauðu
herdeildina á Ítalíu. Dönsku hóparnir virð-
ast fremur óskipulegir, engin föst stjóm,
heldur eru þeir vettvangur ungmenna, sem
finnst þau ekki eiga samleið með skipu-
lögðu þjóðfélags- og fjölskyldulífi og ná
saman á þeim forsendum að vilja eitthvað
annað, án þess að þetta „eitthvað“ sé vel
skilgreint. Æskulýðshöllin
í flestum blöðum hafa verið viðtöl við
krakka úr þessum hópum. Mörg þeirra segj-
ast nota tíma sinn í að sækja fundi í alls
konar hópum, til dæmis á móti kynþátta-
hatri og fyrir auknum sjálfsákvörðunarrétti
barna og unglinga, svo fátt eitt sé nefnt.
Og koma þau í Æskulýðshúsið á Norður-
brú, sem er kannski ekki höll eins og Uglu
dreymdi um, en þó alla vega íverastaður,
sem er rekinn af ungu fólki fyrir ungt fólk.
Borgin gaf ungmennunum húsið 1982
eftir að það hafði verið yfirtekið af hústöku-
fólki og verið bitbein þeirra og borgaryfir-
valda. í húsinu er æfingaaðstaða fyrir
hljómsveitir, leikhús- og tónleikasalur,
venjuleg kaffistofa og önnur með bókum
og blöðum, alþýðueldhús fyrir þá sem eiga
ekki í önnur hús að venda og fjölmiðlaher-
bergi með aðstöðu til útgáfustarfsemi og
annarrar fjölmiðlunar, en á vegum hússins
er gefið'út mánaðarrit. Samkvæmt samn-
ingi borgaryfirvalda og ungmennanna sjá
krakkamir um allt viðhald hússins og borga
hitareikninginn, meðan yfirvöldin borga
húsaleiguna, rafmagn og fasteignaskatta.
Auk krakkanna, sem vinna í húsinu eða
sækja staðinn til að hitta félaga sína þá
er drykkjusjúklingum, eiturlyfjaneytendum
og öðram sem hafa misst átta í lífinu mik-
il hjálp að húsinu. Krakkarnir hafa sjálf
eftirlit með drykkju innan dyra og eiturly-
fjaneysla og sala er þar stranglega bönnuð.
Vegalausir krakkar eiga þar líka innhlaup
og fá þá hjálp frá jafnöldrum sínum í hús-
inu, bæði með því að fá einhveija til að
tala við en einnig hafa krakkamir í húsinu
samband við ýmsa þá staði sem eiga að
hjálpa börnum og unglingum.
Áður var mikil pólitísk starfsemi í hús-
inu, því margir pólitískir hópar notuðu hús-
ið sem bækistöð. Undanfarið ár hefur sá
hluti starfseminnar að mestu dottið upp
fyrir, því krakkarnir segja að lögreglan
hafi hvað eftir annað gert húsleit og þau
hafa hana grunaða um að hlera símann.
En hóparnir hafa einnig dregið sig út því
þeim fannst veran í húsinu draga broddinn
úr pólitíkinni, sem snérist of mikið um nota-
legheit og of lítið um byltinguna.
Hvað menntun varðar era þau blandaður
hópur, sumir eru i framhaldsnámi, aðrir
flosnaðir upp og enn aðrir hafa enga mennt-
un. í þau skipti sem ég hef tekið krakka
úr slíkum hópum tali eða hlustað á þau í
fjölmiðlum, þá hafa áhrifin alltaf verið þau
sömu. Þetta eru krakkar sem eiga það sam-
eiginlegt að vera á móti föstum skorðum
bæði í einkalífinu og hinu opinbera. Þau
tala mikið um samstöðu og kraftinn sem
þau fá af því að vera saman. Hvað þau
vilja hins vegar í staðinn fyrir ríkjandi þjóð-
félagsmynstur er allt miklu óljósara. Mörg
koma frá heimilum þar sem foreldrarnir era
að mörgu leyti sammála þeim, þótt þeir
kasti ekki steinum í lögguna. Kannski er
líka svolítið erfitt að vera ungur og upp-
reisnargjam en mæta ekkert nema velvild
og kæfandi skilningi.
Og þó þau kvarti hástöfum yfir skorti á
umræðum og umræðuvilja hjá þeim sem
sitja í skorðunum þá er erfitt að sjá hveijar
forsendur slíkra umræðna ættu að vera,
því þau tala oft býsna samhengislaust og
slagorðakennt. Þó margt sé óvitlaust, þá
er ég alla vega í of föstum skorðum til að
geta alveg fylgt þeim eftir og finnst að þau
séu svolítið einföld og úti að aka. En þau
þurfa ekki að kvarta undan athyglisleysi
sem stendur. í vikunni var hér fundur dóms-
málaráðherra EB-landanna og tilkynnt
hafði verið um mótmælafund skammt frá
fundarstaðnum og göngu þaðan að Æsku-
lýðshúsinu. Fréttamenn voru næstum jafn
margir fundarmönnum og ein sjónvarpsstöð
með beina útsendingu frá mótmælunum í
fréttatímum sínum allt kvöldið. Óneitanlega
dulítið bröslegt að sjá fréttamanninn voká
yfir mótmælendum og tilkynna æ ofan í æ
að allt færí rólega fram. Og því miður fyr-
ir hinn árvökula fréttamann, kastaði enginn
steinum né var skotið.
Með atvinnuleysið hér í huga er vissulega
hreystimerki að taka sjálfur til höndunum
í stað þess að bíða með hendur í skauti.
En ef einhver ungmenni einangrast í þess-
um heimi sínum, þar sem þjóðfélagið er
gert að einum allsheijar óvini og lögreglan
holdtekning hans, þá gæti einangranin
hugsanlega orðið fijósamur akur ofbeldis
gegn óvininum mikla líkt og gerðist á átt-
unda áratugnum í kynslóð foreldra krakk-
anna í Æskulýðshúsinu
Sigrún
Davíðsdóttir
Evrópubandalagsríkin herða eftirlit með innflytjendum
Óskir um pólitískt hæli
hafa tífaldast á tíu árum
AÐILDARRÍKI Evrópubandalagsins (EB) ætla að herða eftirlit með
innflytjendum til bandalagsins og samræma sín á milli skilyrði sem
sett eru þeim sem æskja pólitísks hælis. Á síðustu tíu árum hefur
Qöldi pólitískra flóttamanna sem ber að dyrum í Vestur-Evrópu
tífaldast, úr 71.000 árið 1983 í rúmlega 700 þúsund á síðasta ári
Dómsmála- og innanríkisráð-
herrar EB fjölluðu um sameigin-
legar aðgerðir til að draga úr fjölda
innflytjenda á fundi í Kaupmanna-
höfn í byijun síðustu viku. Þó svo
að ekkert samkomulag hafi verið
gert um tilteknar aðgerðir er sam-
staða um að ríkisstjómir allra að-
ildarríkjanna taki málið föstum
tökum. Vandinn snýst ekki einung-
is um pólitíska flóttamenn heldur
og milljónir farandverkafólks og
ólöglegra innflytjenda.
Pólitískir flóttamenn eru
viðkvæmt mál
Öll aðildarríki EB eru bundin
af sáttmála Sameinuðu þjóðanna
um rétt á póli- __________
tísku hæli frá ár-
inu 1951. Sam-
kvæmt sáttmál-
anum er það ekki
háð duttlungum
ríkisstjórna hvort
pólitískum flóttamanni er veitt
hæli eða ekki, heldur er það ský-
laus réttur hvers sem sannanlega
er ofsóttur vegna uppruna, trúar-
bragða, þjóðernis og stjórnmála-
skoðana að æskja hælis og fá það.
Stjórnmálamenn á hægri kant-
inum hafa fullyrt að innflytjendur
til Vestur-Evrópu eigi ekkert skylt
við pólitískar ofsóknir heldur séu
þeir á flótta undan fátækt og
skorti. Það er a.m.k. ljóst að þeir
sem nú flýja hörmungarnar i fyrr-
um Júgóslavíu falla varla undir
skilgreiningar SÞ-sáttmálans. Það
er hins vegar erfitt fyrir EB-ríkin
að vísa þessu fólki frá. Að sögn
breska blaðsins Financial Times
hafa ríkisstjórnir í Vestur-Evrópu
skotið sér undan því að taka af-
stöðu til óákveðins tíma. Á síðasta
ári var að sögn blaðsins fjallað um
25 þúsund beiðnir á Bretlandi. Þar
af var 6% veitt
BAKSVID
eftir Kristófer M. Kristinsson
hæli, 20% var
hafnað en 74%
fengu að vera
áfram án
nokkurra rétt-
inda eða
trygginga.
Svo virðist sem ráðherrafundur
í EB í Kaupmannahöfn hafi m.a.
ákveðið að leggja til atlögu við
þetta fólk.
Sum lönd eru opnari en
önnur
Á síðustu fjóram árum hafa
rúmlega tvær milljónir flótta-
manna óskað eftir hæli í Evrópu-
ríkjum. Þýskaland eitt hefur tekið
á móti rúmlega helmingnum. Á
síðasta ári voru 438 þúsund flótta-
menn skráðir í Þýskalandi. Skýr-
ingin felst í mun fijálslyndari inn-
flytjendareglum þar en annars
staðar í Evrópu og svo verður
sennilega áfram þrátt fyrir ákvörð-
un _um hertar reglur.
Á síðasta ári tóku Frakkar á
móti 27 þúsund manns en nýkjörin
íhaldsstjóm þar í landi hefur sett
sér það markið að koma fjölda
innflytjenda niður í núll og helst
niðurfyrir það. Flest Evrópuríkin
'hafa þegar gripið til aðgerða til
áð draga úr fjölda innflytjenda og
flóttamanna.
Innri markaður EB krefst skil-
virkara eftirlits við ytri landamæri
aðildarríkjanna með fólki sem
kemur inn í bandalagið þó svo að
ljóst sé að fullu ferðafrelsi verður
ekki komið á innan EB á næst-
unni. í Kaupmannahöfn sam-
þykktu ráðherrarnir að hefja þegar
aðgerðir til að hafa upp á ólögleg-
um innflytjendum og vísa þeim
tafarlaust úr landi. Fjölskyldum
farandverkafólks verður gert erfítt
Ólga og ofbeldi
Reuter
Innflytjendastraumurinn til Evrópu hefur getið af sér ólgu á stjórn-
málasviðinu sem flestir rekja til efnahagskreppu og atvinnuleysis,
sem ríkir á meginlandinu. í Þýskalandi hafa Tyrkir mótmælt meintu
misrétti og krafist þess að stjórnvöld veiti innflytjendum aukin
réttindi og tryggi öryggi þeirra gegn ofsóknum öfgamanna. Til
átaka kom í Köln á fimmtudag er minnst var fimm tyrkneskra
kvenna sem myrtar voru í Solingen um síðustu helgi og sýnt þykir
að ólgan fari vaxandi í Þýskalandi og víðar í Evrópu.
að sameinast og hagræðishjóna-
bönd til að tryggja landvist verða
undir smásjánni.
Ljóst er að starfsmenn erlendra
fyrirtækja og fjölþjóðlegra skrif-
stofa verða ekki taldir farand-
verkamenn í þessu samhengi.
Tæplega tlu milljónir
„úlendinga“ innan EB
Talið er að tæplega níu milljónir
manna frá ríkjum utan EB séu
búsettar í öðrum aðildarríkjum.
Rúmlega 80% þessara aðskotabúa
eru í þremur aðildarríkjum, Þýska-
landi, Frakklandi og Bretlandi, og
að sama skapi eru 79% þeirra EB-
þegar sem eru utan heimalands í
einhveiju þessara ríkja. í Lúxem-
borg er hins vegar lang hæsta hlut-
fall útlendinga eða 28,8% af íbúa-
fjöldanum, flestir þessara eru inn-
flytjendur frá öðru EB-ríki. Nærri
helmingúr innflytjenda til EB kem-
ur frá öðrum Evrópuríkjum, sér-
staklega Tyrklandi og Júgóslavíu.
Nærri fjórðungur er frá Maghreb-
rílqunum, Túnis, Alsír og Mar-
okkó. Til þess er tekið að lang-
stærstur hluti innflytjenda innan
EB er yngri en 50 ára, flestir era
á bilinu 25 ára til 40 ára. Innflytj-
endurnir eru því yfirleitt fólk á
besta aldri með fulla starfsorku
enda hafa margir þeirra verið lað-
aðir til Evrópu að vinna óþrifaleg
láglaunastörf. Nú harðnar hins
vegar á dalnum og þá er þetta
fólk ekki lengur þeir aufúsugestir
sem áður var.