Morgunblaðið - 06.06.1993, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1993
21
Brosin
Þ AÐ þurfti ekki dauðan lax á bakkann til að framkalla brosin á þessum andlitum.
„Flugan“ hrífur
Friðrik byijar í Konungsstreng,
veiðir hann niður með Skeijunum
og niður á Brot. Þegar hann er
kominn svo neðarlega á Brotið að
hann er að hugsa um að hætta, er
þrifið í. Hvatningahróp berast hvað-
anæva frá, enda margt um mann-
inn. Þetta er kærkomið, enda voru
viðstaddir nánast farnir að norpa
með sultardropana. Rétt áður hafði
veiðimaður á mótbakkanum sett í
físk en misst hann skjótt. Þessi
hékk á og eftir um það bil 15 mínút-
ur landaði formaðurinn fallegri níu
punda hrygnu við dynjandi lófatak.
Síðar átti að vísu eftir að koma í
ljós að Halldór Þórðarson setti í lax
neðar í ánni tveimur mínútum fyrr.
Formaðurinn fékk því ekki heiður-
inn að hafa dregið fyrsta laxinn að
þessu sinni.
Það er til marks um vaxandi
áhuga almennings á stangaveiði,
að hópurinn sem er á vappi'á bökk-
um vatnanna 1. júní ár hvert, en
tilheyrir ekki hópi veiðimanna og
fylgifólks þeirra, fer vaxandi ár
hvert. Er Friðrik formaður hafði
við Brotið neðan Laxfoss í Norðurá
og hlutskipti hans, umbunin, er að
kasta á Brotið. Ofan úr brekku
höfðu menn séð að minnsta kosti
einn lax á kunnum tökustað og ef
marka mátti haukfrán augu veiði-
og sveitamanna næstu daga á und-
an mátti búast við því að þeir væru
fleiri þarna ofan í djúpinu. En það
var kalt. Fjandi kalt. Vatnshitinn
aðeins tvær gráður og því ekki víst
að laxinn nennti eða yfirleitt gæti
staðið í því að elta flugur við slíkar
kringumstæður.
Ætla mætti að það væri vand-
kvæðum bundið að velja hvaða
flugu byija ætti með. En hvað Frið-
rik varðar, er það í raun sjálfgefið.
Þeir eru nefnilega nokkrir félagarn-
ir sem hnýta saman á vetrum. Þeir
hnýta þá gjarnan „Fluguna", sem
er alltaf ný uppskrift á hveiju vori.
Hver fluga hlýtur nafn er hún ér
vígð „í laxi“. Og veiðifélagamir
keppa um það innbyrðis, hver veiði
flesta laxana á „Fluguna" á hverri
einstakri vertíð. „Flugan“ að þessu
sinni er í túpulíki. Friðrik leyfir
aðeins skyndiskoðun og agnið virð-
ist kynleg blanda af bláu og gulu,
sjaldgæfri samsetningu í laxaflugu.
Flugan er auk þess greinilega hönn-
uð undir sterkum áhrifum frá veiði-
klónni Frances, sem er gjöfulasta
fluga sem sett hefur verið í íslenskt
vatn fyrr og síðar. Það sést á þvíað
„Flugan" er með kunnuglega stinna
ljósa fálmara aftan úr stéli.
Lúsatalning
FEÐGARNIR Halldór Þórðarson t.h. og Þórólfur
Halldórsson t.v. kanna sjólúsastuðul á níu punda
hrygnu sem Halldór veiddi. Laxinn reyndist vera
fyrsti stangarlax sumarsins 1993.
Vaktarlok
HALDIÐ til veiðihúss, fisklaus, en létt í skapi ...
landað laxi sínum og rotað hann,
sló áhorfendaskarinn um hann hálf-
hring er hann blóðgaði laxinn, það
small í myndavélum. Skömmu síðar
bættust báðar sjónvarpsstöðvarnar
við hina litríku samkundu. Reyndar
var það sláandi, að allan þennan
fyrsta morgun óku fulltrúar átta
fjölmiðla fram og aftur um Borgar-
fjörðinn og óku menn hvað eftir
annað frám á hveijir aðra og hvetj-
ir um aðra þvera.
Snýst ekki um laxinn_____
Áður en skálmað var af stað til
veiðistaða þennan morgun við
Norðurána mælti einn veiðimanna
að í raun og veru snerist þessi veið-
itúr ekki um laxinn. Hann snerist
um „allt hitt“. Við jaðraði að um
helgiathöfn með fastmótuðum helg-
isiðum væri að ræða. Svo mörg
voru þau orð og myndu vafalaust
margir vilja jafnvel þrátta um stað-
hæfínguna. En þessir kappar
standa á kenningunni eins og hund-
ar á roði og benda á að því fari
ijarri að á yísan sé að róa í þessum
opnunarferðum í Norðurá. Veiðin
hafí verið frá engum laxi upp í á
fímmta tug físka. Síðast var „núll-
að“ vorið 1989 og oft hefur veiðin
verið lítil.
í lok vaktar er ljóst að veiðin
hefur verið lítil. Á móti kemur að
veðrið hefur skánað til mikilla
muna. í morgunsárið var rudda-
kuldi, en upp úr miðjum morgni
lægir norðanvind og sól skín í heiði.
Það verður heitt. Efist einhver um
orð veiðimanns að opnunin snúist
ekki um laxinn hefði hann ef til
vill sannfærst við þá sjón sem sjá
mátti er menn reyttust til veiði-
húss, flestir með öngulinn innan
landhelgi.
Skellihlátrar óma í skóginum.
Einn birtist og fer með rómantískt,
hugljúft ljóð. Óð til veiðistangar
sinnar og árinnar. Sá næsti hefur
hátt, gengur til allra sem hann rekst
á og heilsar þeim með faðmlagi.
Sá þriðji er físklaus, en vanur að
veiða vel. Hann varði morgninum
á„dauðu“ svæði. Aðspurður um við-
brigðin svarar hann: „Þetta er búinn
að vera dásamlegur morgunn.“
Hann mælir þessi orð af þvílíkri
sannfæringu að það er ekki hægt
að efast um einlægnina. Svona geta
menn sem bundnir eru í hlekki
hversdagsleikans og vinnustritsins
varpað þeim af sér og gengið til
leiks eins og glöð lítil böm. Nei,
þetta snýst ekki um laxinn. Ekki
einvörðungu! Þetta snýst um nálgun
við upprunann. Náttúruna. Lífið
sjálft .. .
Verö á BMW-3 línunni er frá kr. 1.969.000,- (Bíll á mynd er búinn ýmsum aukabúnaöi sem fáanlegur er í 3-línunni).
BMW ráöleggur: Akiö varlega.
Ef þú ættir að lýsa BMW myndir þú líklega nefna sportlegt útlit, afburða
ökuhæfni, glæsileika eða annað sem skapar þá sérstöku tilfinningu sem fylgir akstri
á BMW. Öryggi myndi líklega ekki bera á góma fyrr en síðar - kannski vegna þess
að flestir telja öryggi í BMW svo augljóst atriði að óþarfi sé að nefna það sérstaklega.
Traust veggrip, rétt þyngdardreifing, þaulhugsuö fjöðrun, auðveld stýring, örugg
hemlun, nægjanlegt afl við framúrakstur, þægileg ökustelling, krumpusvæði, styrktarbitar og
sjálfstrekkjandi öryggisbelti tryggja hámarksöryggi við allar aðstæður.
Bílar í BMW-3 línunni eru meðal annars búnir glæsilegri innréttingu, kraftmiklum
vélum, samlæsingu með þjófavörn, lituðu gleri, rafdrifnum útispeglum, þjónustutölvu,
hraðatengdu aflstýri, hæðarstillanlegum framljósum, 6 hátalara BMW
hljómkerfi og Blaupunkt útvarpstæki með þjófavörn. Hægt er að velja
um mikið úrval af öðrum búnaði.
Söludeildin er opin alla virka daga Ðflaumboðið hf.
kl. 8-18 og á laugardögum kl. 13-17. Krókháisi 1, Reykjavík, simi 686633
Engum
líkur