Morgunblaðið - 06.06.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.06.1993, Blaðsíða 24
_L. 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JUNI 1993 + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JUNÍ1993 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Þjóðarátak um þyrlukaup Þörfin á nýrri björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæzluna er engum betur ljós en íslenzkum sjómönnum og fjölskyldum þeirra. Sjómenn vinna störf sín við erfíðar aðstæður og leggja sig oft í mikla hættu við að afla lífsbjargar fyrir þjóðina. Þegar slys verða á sjó getur skipt sköp- um að hjálpin berist fljótt og að beztu fáanleg björgunartæki séu við hendina. Áhöfn björgunarþyrlu Land- helgisgæzlunnar, TF-SIF, hefur unnið heillaríkt starf og bjargað fjölda mannslífa á undanförnum árum. Hins vegar hefur margoft verið vakin athygli á því að hin harðsnúna sveit býr ekki við nógu góðan tækjakost. Hana vantar stærri og öflugri björgun- arþyrlu, sem getur flogið lengra, staðizt verri veður og borið fleiri menn en TF-SIF, þannig að unnt sé að bjarga heilli skipshöfn í einu. Margt hefur verið rætt og rit- að um þyrlukaup á undanfömum þremur cða fjórum árum og flest- um borið saman um hina brýnu nauðsyn, sem væri á að festa kaup á nýrri þyrlu. Hins vegar hefur málinu ekki miðað áfram sem skyldi. í marz 1991 sam- þykkti Alþingi þingsályktun um kaup á björgunarþyrlu og síðgn hefur málið verið á dagskrá ríkis- stjómarinnar. Fyrir rúmum mán- uði samþykkti stjómin að leita samninga um kaup á nýrri þyrlu á næstunni með aðstoð viðræðu- nefndar þeirrar, sem hefur verið skipuð. Ráðgjafarnefnd ríkis- stjórnarinnar hefur í tvígang skilað áliti um heppilegar þyrlu- tegundir og mælir nefndin með kaupum á Aerospatiale Super Puma-þyrlu. Undirbúningur þyrlukaupa hefur þegar tekið of langan tíma. Mikilvægt er að stjómvöld vindi nú bráðan bug að því að ná samn- ingum um kaup á nýrri þyrlu. Framhjá því verður hins vegar ekki litið að fjármögnun þyrlu- kaupa er erfið og fjárskortur hefur meðal annars hamlað því að gengið væri hratt til verks. Ný þyrla kann áð kosta á bilinu 800 til 1.000 milljónir króna. Eins og staða ríkissjóðs er nú, er ljóst að öll aukaútgjöld, ekki sízt af slíkri stærðargráðu, munu reynast honum þung í skauti. Mörgum, sem bera öryggismál sæfarenda fyrir brjósti, hefur runnið til rifja hversu hægt hefur gengið að tryggja sjómönnum nýtt björgunartæki. Þyrlusjóðir hafa því verið stofnaðir víða um land, meðal annars af áhöfnum skipa, nemendum stýrimanna- skóla, sjómannafélögum, kvenfé- lögum, öðmm félagasamtökum og einstaklingum. Margir hafa látið fé af hendi rakna, en ljóst er að hvergi liggur nærri að nóg fé hafí safnazt fýrir nýrri þyrlu. Hins vegar má spyija, hvort nóg hafi verið að gert í því skyni að efna til þjóðarvakningar um öryggismál sjómanna og sameina krafta almennings í átaki til þyrlukaupa. íslenzka þjóðin hef- ur áður lyft Grettistaki með fjár- söfnun til ýmissa brýnna málefna og má þar nefna áfengisvamir, baráttu gegn krabbameini, hjartavemd, kvennaathvarf og ýmis málefni önnur, sem erfitt hefur reynzt að fá ríkissjóð til að fjármagna. Hér skal þeirri hugmynd varpað fram að á næstu árum verði efnt til árlegr- ar landssöfnunar til þyrlukaupa, til þess að almenningi í landinu gefist kostur á að auðvelda fram- kvæmd þessa brýna verkefnis. Lítill vafi leikur á að árangur myndi nást með slíku átaki, enda er málstaðurinn góður. Kaup á nýrri björgunarþyrlu geta verið spurning um líf og dauða. Flest- ir íbúar þessa fískveiðilands þekkja harðneskju hafsins af eig- in raun, hafa misst ættingja eða vin í greipar hafsins. En lands- menn allir þekkja líka þann fögn- uð og létti, sem ríkir þegar mönn- um er bjargað úr sjávarháska. Um leið og Morgunblaðið skorar á landsmenn alla að leggja þyrlukaupum lið, óskar blaðið sjómönnum og fjölskyld- um þeirra til hamingju með dag- inn. 4. NYSKOPUN ljóðstíls, svo nauðsynleg sem hún var, átti erfiðara upp- dráttar hér en annars staðar vegna þess hún beindist að þúsund ára gömlum hefðum sem höfðu ein- göngu varðveitzt hér í stuðlum og höfuðstöfum og annarri germanskri arfleifð. Formbyltingin varð því sársaukafyllri hér en víða erlendis. Það var því vart á það bætandi í upphafi að leggja ráðgátur einar á lesendur sem höfðu um nóg annað að hugsa og voru harla viðkvæmir fyrir formbyltingunni einni saman. Bylting hugarfarsins sem kom ekki einungis fram í formbreytingu held- ur ljóðmálinu öllu gat verið áreitni líkust einsog á stóð en ekki gleðileg nýbreytni sem menn fögnuðu eins- og góðum tíðindum eða nauðsynleg- um endurbótum. Það var því mikil- vægt að laða form og hugsun að þanþoli lesenda ef ljóðlistin átti að lifa af; ef hún átti ekki að visna í fjandsamlegu umhverfi; einangrast. Og þess vegna var nauðsynlegt að endurmeta nýbreytnina þegar í upp- hafi atómskáldskapar. En það var engu þakklátara verk en umbylting formsins í upphafi. Þorpið (1946) hafði aðvísu mildað afstöðuna til atómskáldskapar, svo auðskiljan- legt sem það var þótt ytra borði ljóðstíls væri umturnað. En ég tel að formbylting Þorpsins hafí í raun verið eftirminnilegri í efnistökum og opinni afstöðu til tjáningar en breytingum á ytra búningi. Og þótti mörgum þó nóg um. En nýmæli Jóns úr Vör áttu ekkert skylt við T.S. Eliot og skáldskap hans eða HELGI spjall annarra nýskapenda í ljóðlist. Aðferðin var fremur frá Edgar Lee Masters og Spoon River þótt Jón hafi kynnzt henni, að mér skilst, af verkum sænskra öreigaskálda. Þorpið er einfaldlega opinn og auðskilinn skáldskapur, með rætur í ofur venjulegu íslenzku sjávarþorpi en ekki neinum séstökum arfí eða menningararfleifð; skírskotanir fá- ar og raunar augljósar; efniviðurinn minningar skáldsins um gott fólk og fátækt í óbrotnu vestfirzku umhverfi. Hér vísa ég til ummæla minna í grein í Morgunblaðinu 1965, Spoon River í Reyjavík: „Einhvern veginn get ég ekki að því gert, að ég hafði ekki sérstaka ánægju af að lesa þær þýðingar sem Magnús Ásgeirsson gerði á ljóðaflokki Edgars Lee Masters, Úr kirkjugarðinum í Skeiðarárþorpi. Það kom mér því meira en lítið á óvart að uppgötva eitt kvöld' í síðustu viku í Tjarn- arbæ, að ljóðaflokkur þessi er ein af vörðum heimsbókmenntanna. Auðvitað á Edgar Lee Masters fyrstogsíðast þátt í því, hann leggur til efnið, skáldskapinn — en Brink- mann-flokkurinn færir sér í nyt alla þá möguleika sem fyrir hendi eru. Afleiðingamar verða þær að Brink- mann-kvöldið er ógleymanlegur listviðburður. Ljóðaflokkurinn leyn- ir sem sagt á sér, en í meðferð þessara snilldarleikara verður hánn upplifun, reynsla, sem enginn ætti að fara á mis við... Það þarf frábæra leikara til að ná úr Ijóðaflokki Edgars Lee Mast- ers þeim áhrifum sem þar leynast; Brinkmann-flokkurinn nær t.d. sér- staklega vel þeirri kímni sem hvar- vetna iðar undir yfirborðinu, en mér finnst hafa farið forgörðum í þýð- ingu Magnúsar Ásgeirssonar. Ég veit ekki hver ástæðan er, en ein- hvern veginn er miklu áhrifameira að lesa Spoon River á frummálinu en í þýðingu hans, Úr kirkjugarðin- um í Skeiðarárþorpi." Þar er aðvísu ofið úr smábæjar- andrúminu og líklegt Jón úr Vör hafi sótt heiti ljóða sinna þangað en Magnús snarar Masters fyrir 1946, þegar Þorpið kom út. Þegar ég hlustaði á Brinkmann- flokkinn, datt mér í hug að ástæðan til þess að þýðing Magnúsar náði ekki til mín hafi e.t.v. verið sú, að jafn ágætur þýðari og hann var klæðir þessi ljóð, sem yfirleitt eru óhefðbundin og laus við allt skrúð- mál, í viðhafnarbúning, notar t.a.m. stuðla og talsvert hátíðlega (en þó óreglulega) hrynjandi, þannig að manni finnst ljóðin fremur vera eft- ir Goethe eða Shakespeare en Edg- ar Lee Masters (ég tek aðeins eina setningu til skýringar: But pass on into life, segir Lyman King í sam- nefndu ljóði, en hjá Magnúsi verður þetta: En leggðu út í lífíð sjálft af stað). Það sem er einfalt, á að vera einfalt. Það vissi Edgar Lee Mast- ers. Hann yrkir ljóðaflokkinn án þess að kafna í rómantík, svokall- aðri estetík eða yfírborðslegu form- tildri. Ljóðin eru nakin og einföld eins og lífíð í Spoon River. M (meirq rweatm- sunnudag) Hlutverk ríkis og einkarekstr- ar SAGT HEFUR verið að Banda- ríkjamenn hafí festst í kapítalisma eins og Rússar í marxisma á sínum tíma. Ríkið má helzt ekkert eiga en samt er ótrúleg skriffínnska þar vestra. Samgöngur á landi eru ekki eins og efni standa til og vart hægt að tala um almenni- legt jámbrautarnet. I helzta landi kapítal- ismans í Evrópu, Sviss, hefur þó verið talið nauðsynlegt að þar séu ríkisreknar járnbrautir þó að nánast allt annað lúti þar lögmálum einkareksturs. Þjóðveijar era nú að endumýja járnbrautarkerfí sitt og hyggjast fá nýja hraðlest milli Ham- borgar og Munchen. Frakkar hafa lagt mikla hraðbraut til Lyon og suður að Mið- jarðarhafi auk þess sem þessar þjóðir hafa ásamt Bretum og Spánveijum stofnað til ríkisfyrirtækis til framleiðslu á Airbus-þot- um sem staðið hafa sig hið bezta á mark- aðnum og haft í fullu tré við flugvélafram- leiðendur í Bandaríkjunum. Bandarískir flugrekstrarmenn hafa ekki hikað við að fjárfesta í Airbus-þotum og er samkeppnin þó mikil á markaðnum þar vestra. Það er ekki endilega víst að öll fram- leiðslutæki eigi að vera í höndum einka- rekstrarmanna. Það fer eftir stærð þeirra og aðstæðum að öðru leyti. Ef einkarekst- urinn getur ekki séð um járnbrautarnet verður hið opinbera að koma til sögunnar, nákvæmlega á sama hátt og á nýsköpunar- árunum þegar einkarekstrarmenn í útgerð treystu sér ekki til að fjárfesta í nýsköpun- artogurum og lágu þeir þá undir gagnrýni formanns Sjálfstæðisflokksins, Ólafs Thors, sem hvatti ásamt Bjarna Benedikts- syni til þess að stofnað yrði til bæjarút- gerða víða um land. Hitt er svo annað mál að þegar til lengdar lét uppfylltu bæjarútgerðir ekki þær vonir sem við þær voru bundnar og svo fór til að mynd að Bæjarútgerð Reykjavíkur sem verið hafði bæjarfélaginu mikil lyftistöng fyrst fram- an af varð baggi á samfélaginu og dró til sín mikið af skattpeningum Reykvíkinga. Þá var nauðsynlegt að einkavæða þessa starfsemi en það tók mörg ár vegna venju- legs tregðulögmáls í íslenzkum stjórnmál- um. Að því kom þó að ungur borgar- stjóri, Davíð Oddsson, treysti sér ekki til að sjá hítinni fyrir rekstrarfé úr vösum skattborgaranna, tók af skarið og hafði forystu um stofnun nýs einkavædds út- gerðarfélags, Granda, sem hefur verið samfélaginu mikil lyftistöng og staðið sig með miklum ágætum enda vel rekið fyrir- tæki í höndum þeirra sem hluthafarnir hafa treyst fyrir starfseminni. En hvað sem því líður skulum við ekki gleyma því sem bankastjóri Hambros- bankans sagði nú ekki alls fyrir löngu, að íslenzk ríkisfyrirtæki væru vel rekin — og stæðu sig þá væntanlega vel á markaðnum ekki síður en stórfyrirtæki eins og Airbus sem virðist ekki gjalda þess þunglamalega kerfis sem ríkisrekstur er að öðru jöfnu. Þannig hafa íslenzk orkuver og hitaveitur einnig verið í eigu hins opinbera, en kannski er kominn tími til að einkavæða slíkar undirstöður eða grunngerðir heimila og framleiðslufyrirtækja. í löndum eins og Bandaríkjunum eru mikilvæg undirfyrirtæki sem hafa miklu hlutverki að gegna en lítið fer fyrir slíkum fyrirtækjum hér á landi og þyrfti að gera átak til að efla slíka starfsemi. Þegar álver- ið í Straumsvík var reist töluðu menn um að það gæti orðið upphaf nýs þáttar í ís- lenzkum iðnaði því að undirfýrirtæki gætu fært sér í nyt framleiðslu Isals og reynt að keppa á nýjum markaði en úr þessu hefur ekki orðið. Draumurinn um nýfram- leiðslu áliðnaðar á íslandi hefur ekki orðið að veruleika með þeim hætti sem ætlað var í upphafi. Framleiðslan hefur öll verið flutt til útlanda og seld þar. Hér á landi hafa verið framleiddar ágætar álpönnur eins og kunnugt er en að því er næst verð- ur komizt er álið ekki íslenzk framleiðsla heldur flutt inn. Við höfum ekki lagt 'íi* ' * m *.• i áherzlu á að stofna smærri fyrirtæki til iðnaðarframleiðslu en það hlýtur að mega reyna slíkt í jafn orkuríku umhverfí og hér er. Þá er einatt að því vikið að fráleitt sé að bankar komi nærri rekstri mikilvægra fyrirtækja en erlendis þykir slíkt engin goðgá og má benda á í því sambandi að Deutsche Bank á yfir 70% í Daimler-Benz- verksmiðjunum og gengur vel. Þannig er óþarfí að súpa hveljur yfír því þótt Lands- banki íslands sé rekstraraðili í fyrirtæki eins og Samskipum. Slíkan rekstur verður að meta hveiju sinni. Stundum er hann nauðsynlegur, stundum ekki. Það fer eftir aðstæðum. Hitt er aftur á móti óæskilegt að stórfyrirtæki leggi undir sig almenn- ingshlutafélög með 30% eignaraðild eða þar um bil — og í algjörri andstöðu við fijálshyggju Adams Smiths sem varaði við slíkri yfirtöku. En nauðsynlegt er að fest- ast ekki í neinu sérstöku kerfi og reyna allar leiðir til framleiðsluaukningar og lífs- kjarabóta í landi jafn fábreytilegra at- vinnuhátta og hér hafa tíðkazt. Evrópu- þjóðimar virðast staðráðnar í að festast ekki í neinu kerfi og Frakkar sem hafa búið við mikla — og augljóslega of mikla — þjóðnýtingu eru nú að losa um böndin og hyggjast einkavæða 21 ríkisfyrirtæki í iðnaði, m.a. Air France og Renault-bif- reiðaverksmiðjurnar eins og skýrt var frá í forsíðufrétt hér í blaðinu. Ríkisrekstur hefur svo sannarlega ekki verið neitt lausn- arorð, þótt hann komi að gagni þar sem hann á við. En ríkið hefur augljóslega um langt skeið tekið of mikinn þátt í iðnaðar- framleiðslu. Athyglisvert er það sem fram kemur í nýrri bók eftir Peter F. Drucker, sem nefndist Post-capitalist Society. Þar segir höfundur m.a. að kalda stríðið hafi reynst Bandaríkjamönnum þungur baggi og þær byrðar hafi átt þátt í því að Japanir og Þjóðveijar hafí skotizt fram úr þeim í efna- hagslegri uppbyggingu. Drucker segir að ástæðan sé ekki fyrst og fremst fjárútlát Bandaríkjamanna, sem hafí numið um 5-6% af þjóðarfrámleiðslu heldur sú stað- reynd að starfsorka hæfustu vísindamanna Bandaríkjanna hafí beinzt að hernaðarupp- byggingu á sama tíma og beztu vísinda- menn Þjóðveija og Japana hafí unnið kapp- samlega í þágu efnahagslegrar uppbygg- ingar. HÉR VÆRI EKKI úr vegi að geta þess að það er eitt af stefnumiðum Bills Clintons Banda- ríkjaforseta að reyna að rétta hlut Bandaríkjamanna gagnvart Japönum, Kóreumönnum ög Þjóðveijum sem hafa sótt fast inn á mark- að þeirra með þeim afleiðingum að tekjur Bandaríkjamanna hafa minnkað á undan- förnum áratug. Einn þeirra sem fjallað hefur um þetta efni og reynzt hefur opin- skárri en margir aðrir sérfræðingar er Lestar Thurow forseti viðskiptadeildar MIT en hann hefur reynt að gera sér grein fyrir því hvað hefur farið úrskeiðis vestra og lagt áherzlu á að Bandaríkjamenn þurfi að gera sér rækilega grein fyrir því hvað samkeppnisaðilar þeirra eru að gera. Bandarískur fréttamaður talaði við hann ekki alls fyrir löngu í verksmiðju Mercedes Benz í Stuttgart í Þýzkalandi því hann vildi fremur tala við hann þar sem verka- menn vinna 37 klukkutíma á viku, fá sex vikna sumarfrí á ári og Iífskjörin eru að öllum líkindum betri en við sambærilegar aðstæður í Bandaríkjunum heldur en fara austur til Asíu þar sem sjálfsfórnatstefnan ræður ríkjum, langur vinnutími og stutt sumarfrí. Thurow sagði að lífskjör þýzku iðnverkamannanna væru betri en starfsfé- laga þeirra í Bandaríkjunum. En hvernig fara þeir að þessu? Thurow segir að vinnu- brögðin séu betri, kunnáttan sé meiri en tækniþekking styrki vinnuna og auki gæði og afköst. Þjóðveijum virðist auðvelt að selja bifreiðaframleiðslu sína en Banda- ríkjamenn eiga undir högg að sækja, jafn- vel á eigin markaði. Menntað og fullþjálf- Hugmyndir og fram- leiðsla REYKJAVIKURBREF Laugardagur 5. júní »►1 %>-» Morgunblaðið/RAX að iðnverkafólk beitir nýrri og flókinni tækni með miklum árangri. Vefarar í Calv í Svartaskógi fá fjórum dollurum meira í kaup á tímann en gerist í Bandaríkjunum en samt selst framleiðslan vel og hún reyn- ist mun arðvænlegri en menn eiga að venj- ast þar vestra. Þannig mætti nefna ýmsar fleiri iðngreinar sem eiga undir högg að sækja vestur í Bandaríkjunum en skila góðum arði í Þýzkalandi. Það er ekki nóg að fá góðar hugmyndir heldur þarf einnig að gera þær að veruleika á þann hagkvæm- asta og arðbærasta hátt sem hugsazt get- ur. Þetta kunna Þjóðveijar. Þjóðveijum og Japönum hefur tekizt betur að breyta góð- um hugmyndum í arðvænlegar fram- leiðsluvörum en Bandaríkjamönnum hvernig sem á því stendur. Og jafnvel ódýrari. Betri sam- göngur bæta lífskjörin FYRRNEFND hraðlest frá Ham- borg til Munchen fer með 156 mílna hraða á klukku- stund. Þjóðveijar leggja áherzlu á slíkar samgöngur og segja að með greiðari samgöngum batni fram- leiðpi og þá einnig afköst og um leið lífs- kjör fólksins. Lester Thurow segir að einkaframtakið ráði ekki við að reka slíka hraðlest, jafnvel ekki í Bandaríkjunum. Og þegar hann var spurður að því hvers vegna bandarísk stjórnvöld hefðu ekki lagt fé í slíka grunngerð eins og þessi hraðlest er svaraði hann því til að ástæðan sé sú að henni hafi verið leyft að hraka frá 1960 eins og hann komst að orði. Band- ríkjamenn séu mjög fastheldnir og á 9. áratugnum hafí dregið meira úr sparaaði fjölskyldna en fyrr en það sýni áhugaleysi þeirra eða sinnuleysi um framtíðina. Bandarísk félög fjárfestu í byijun 9. ára- tugarins minna í búnaði en nokkru sinni fyrr í sögunni. Bandarísk fyrirtæki eru þannig áhugalítil um framtíðina, segir Thurow. Ríkisstjórnin leggi stöðugt minna fé í grunngerð og menntun en það tákni einnig áhugaleysi um framtíðina eins og hann kemst að orði. Þetta sé hinn mikli bandaríski leyndardómur. Hann bendir á að Frakkar eigi hraðlestir sem fari 32 mílum hraðar á klukkustund en hraðlestin milli Hamborgar og Mtinchen og þannig leggi Frakkar ekki síður áherzlu á mikil- vægi samgangna. Nú sé verið að gera til- raunir með lest sem fari 300 mílur á klukkutíma en slík segulaflsknúin lest færi frá New York til Washington á 60 mínútum. Nú íhugi bandarískar borgir að kaupa slíka lest en það sé kaldhæðni að tæknin kom frá Bandaríkjunum fyrr á árum en þar var myndbandatæknin einnig fundin upp svo að dæmi sé tekið af ábend- ingum Thurows en Japanar færðu sér hana í nyt og lögðu undir sig markaðinn eins og þeim hefur tekizt með framleiðslu sinni á rafeindabúnaði að öðru leyti. Fjár- festinguna skorti í Bandaríkjunum, segir Thurow, þar voru menn fastir í gamalli hugsun. Ríkið mátti helzt ekki koma ná- lægt neinni framleiðslu og einkareksturinn hefur-ekki haft bolmagn til að vinna þá grunngerð framleiðslunnar sem nauðsyn- leg er, þ.e. efla samgöngur og leggja fé í fyrirtæki sem einkaframtakið veldur ekki án opinberra afskipta. Þegar Thurow er spurður hvort slík rik- isafskipti séu sósíalismi svarar hann því neitandi og bætir við, þetta er einungis hagfræði 21. aldarinnar. Airbus-verk- smiðjurnar hafa náð þriðjungi farþegaflug- vélamarkaðarins og sýnir það vel hvaða árangri má ná með ríkissamstarfí. Banda- rísku stórfyrirtækin í flugvélaframleiðslu þurfa á öllu sínu að halda til að standast þessa nýju samkeppni. Og Thurow minnir á að Evrópumenn séu að steypa hagkerfum sínum saman í einn markað sem sé stærri en sá bandaríski, með yfir 350 milljónir íbúa. Bandaríska ríkið þurfi að veita fjár- magn til rannsókna, þróunar og iðnaðar- viðreisnar eins og Thurow segir. Án þess muni ekkert gerast, án þess verði Banda- ríkjamenn fastir í sínum þunglamalega kapítalisma og geti ekki staðið keppinaut- um sínum á sporði eða náð þeirri forystu í iðnaðarframleiðslu sem þeir höfðu fram- yfír heimsstyijöld. En það er þá aftur at- hyglisvert að Þjóðveijar mennta iðnverka- fólk sitt í einkaskólum og búa það undir hátækniframleiðslu í menntastofnunum sem skila betri árangri en Bandaríkjamenn eiga að venjast. Þessi menntun er einhver bezta fjárfesting sem fyrirtækin geta lagt í. Hún er ávísun á gæði, framleiðsluaukn- ingu, hæfni og nauðsynlega sérþekkingu til að öðlast samkeppnishæfni á erfíðum og margflóknum markaði. Framtíðartækn- in, segir Thurow, í rafeinda- og líftækni krefst meiri verkkunnáttu en áður. Hún er ekki síður mikilvæg en háskólamennt- un. Það er ekki nóg að fínna upp nýja vöru, ef verkkunnáttuna vantar nýtist uppfinningin ekki. „Nóbelsverðlaunahafar eru ágætir en bæta ekki efnahagsafkom- una.“ Það getur varla verið eftirsóknar- vert að keppa að menntun og launum sem tíðkazt í þriðjaheimslöndum. Það er þvert á móti nauðsynlegt að nýta alla möguleika hagkerfisins og losna við gamla fordóma. Ekkert hagkerfi er rekið án ríkisafskipta en margir hafa óbeit á slíkum afskiptum. Samt er hægt að beina afskiptum ríkisins í réttar áttir og slík afskipti geta eflt nauð- synlegar grunngerðir í þjóðfélaginu, aukið fjölbreytni framleiðslunnar og orðið einka- framtakinu lyftistöng. Samstarf ríkis og einstaklinga getur verið arðvænlegt — og raunar nauðsynlegt, þar sem það á við. Það má segja að slíkt samstarf sé í áttina við það blandaða hagkerfi sem við íslend- ingar höfum reynt að rækta við þær þröngu og erfiðu aðstæður sem fram- leiðsla okkar býr við. Ef framtaksleysi hins opinbera getur drepið bandarískt þjóð- líf í dróma þarf ekki að sökum að spyija í jafn fjármagnslitlu og fábreyttu þjóðfé- lagi og við Islendingar höfum reynt að byggja upp. „Ekkert hagkerfi er rekið án ríkis- afskipta en marg- ir hafa óbeit á slíkum afskiptum. Samt er hægt að beina afskiptum ríkisins í réttar áttir og slík af- skipti geta eflt nauðsynlegar grunngerðir í þjóðfélaginu, auk- ið fjölbreytni framleiðslunnar og orðið einka- framtakinu lyfti- stöng.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.