Morgunblaðið - 06.06.1993, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1993
Krístinn H. Guð-
bjömsson - Minning
Fæddur 4. apríl 1922
Dáinn 29. maí 1993
Eftir langvarandi veikindi knúði
dauðinn dyra og nú hefur frændi
minn kvatt þetta líf. Hann hét fullu
nafni Kristinn Hannes Guðbjörns-
son, fæddur í Reykjavík 4. apríl
1922, sonur hjónanna Guðfinnu
Gunnlaugsdóttur og Guðbjöms
Hanssonar yfirlögregluvarðstjóra.
Við Kristinn vorum mikið skyldir,
mæður okkar systur og feður okkar
tvíburar. Samgangur foreldra okk-
ar og bamanna var afar mikill, svo
segja má að við höfum verið eins
og ein stór fjölskylda. Margar vom
ánægjustundirnar sem við áttum
saman í þá gömlu og góðu daga
og minnist ég enn þessara æsku-
og bernskuára með mikilli ánægju.
Kristinn, eða Kiddi eins og hann
var alltaf kallaður, var elstur sinna
systkina. Helga er næst í röðinni,
fædd 13. apríl 1923. Hún er gift
Magnúsi Þorsteinssyni fv; skip-
stjóra og eiga þau fimm böm. Jó-
hann er yngstur, fæddur 3. júní
1925, kvæntur Emilíu Kristjáns-
dóttur og eiga þau þrjú börn. 1.
mars 1952 kvæntist Kristinn eftir-
lifandi eiginkonu sinni Agnesi Mar-
inósdóttur og eignuðust þau tvö
börn, Marinó og Helgu. Marinó er
rafeindameistari, fæddur 1. október
1953. Hann var kvæntur Ásdísi
Sigurðardóttur og eiga þau þrjú
börn; Kristinn Bjöm, f. 25. maí
1975, Agnesi, f. 2. maí 1980, og
Hjördísi, f. 4. desember 1981. Fyrir
átti Ásdís soninn Sigurð sem Mar-
inó gekk í föður stað. Helga er
prentsmiður, f. 6. nóvember 1956.
Hún er gift Flosa Sigurðssyni verk-
fræðingi og eiga þau þrjú böm;
Finn Marinó, f. 15. ágúst 1981,
Agnesi Rún, f. 28. janúar 1986 og
Fannar Már, f. 27. september 1989.
Ungur að ámm stundaði Kiddi
íþróttir af miklu kappi. Hann komst
í úrvalsflokk KR i fimleikum undir
stjóm hins þekkta íþróttakennara
Vignis Andréssonar. Fór mikið orð
af snilld þeirra er flokkinn skipuðu
og sýndu þeir listir sínar við fjöl-
mörg tækifæri við mikla hrifningu
áhorfenda. Snemma fékk hann líka
mikinn áhuga á veiðiskap. Hann
átti ekki langt að sækja veiðiáhug-
ann því feður okkar vom miklur
áhugamenn um laxveiði sem þeir
stunduðu um langt árabil. Tóku
þeir Kidda með sér á stundum í
laxveiðiferðimar sem urðu honum
síðar á lífsleiðinni ógleymanlegar í
minningunni.
Kiddi var glaðlyndur og hrókur
alls fagnaðar í góðra vina hópi, hlát-
ur hans smitandi og græskulaust
grínið aldrei langt undan. Ef betur
var að gáð var hann í raun dulur,
íhugull og alvarlega þenkjandi með
ríka réttlætiskennd og viðkvæma
lund. Hann fylgdist vel með því sem
var að gerast í samfélaginu og hafði
fastmótaðar skoðanir á þeim mál-
efnum sem honum vom hugleikin.
Hann var góðgjam og umburðar-
lyndur og vissi að tvær hliðar em
oftast á hveiju máli.
Mestan hluta starfsævi sinnar
var hann sem loftskeytamaður í
þjónustu Pósts og síma, eða alls
um 40 ára skeið, lengst af á Vatns-
enda og í Gufunesi en einnig um
nokkurt árabil að Gufuskálum á
Snæfellsnesi. Öll árin vann hann
meira og minna vaktavinnu þar sem
um helmingur vinnutímans var
næturvinna, og það vita þeir best
sem til þekkja hve þreytandi slik
vinnutilhögun er og fer illa með
fólk. Bíður mér í gmn að sú hafi
líka verið raunin með frænda minn.
Síðustu árin glímdi hann við erf-
ið veikindi. Þó heyrði ég hann aldr-
ei kvarta. Veit ég að hann mat
mikils umönnun og umhyggju konu
sinnar og bama sem kveðja góðan
dreng sem nú hefur lokið sínu dags-
verki.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég Kidda frænda minn, um
leið og ég og systkini mín þökkum
honum samfylgdina og vottum
Agnesi, bömunum og öðmm að-
standendum samúð okkar.
Gunnlaugur Lárusson.
Mér er ljúft að minnast mágs
míns sem lést skyndilega á heimili
sínu 29. maí síðastliðinn. Þrátt fyr-
ir vanheilsu síðustu árin kom frá-
fall hans á óvart.
Kristinn var fæddur í Reykjavík
4. apríl 1922, sonur þeirra hjóna
Guðbjöms Hanssonar, fv. yfirlög-
regluþjóns í Reykjavík, og Guðfinnu
Gunnlaugsdóttur, sem bæði eru lát-
in, en þau bjuggu seinast á
Skeggjagötu 14 í Reykjavík. Hann
átti tvö systkini, Jóhann, bifreiða-
stjóra, og Helgu, húsmóður, bæði
búsett í Reykjavík.
Kynni mín af Kristni hófust fyrir
hartnær 40 ámm þegar hann byij-
aði að vera með systur minni,
Agnesi Marinósdóttur. Þau giftust
1. mars 1953 og eignuðust þijú
böm. Dreng sem dó við fæðingu;
Marinó, f. 1. október 1953, sím-
virki, hans kona var Ásdís Sigurðar-
dóttir. Þau eiga 3 böm, en fyrir
átti Ásdís einn dreng. Ásdís og
Marinó slitu samvistir; Helga gift
Flosa Sigurðssyni, verkfræðingi,
þau eiga þijú böm.
Fyrstu búskaparárin bjuggu
Kristinn og Agnes í Blönduhlíð 13
í sama húsi og ég og faðir okkar.
Seinna eða um 1960 byggðu þau
ásamt systur Kristins hús í Glað-
heimum 6 og bjuggu"þar að mestu
t
Ástkær kona mín, móðir,
stjúpmóðir, amma og systir,
ANNA SJÖFN STEFÁNSDÓTTIR,
Brekkustíg 31 c,
Njarðvík,
verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkur-
kirkju þriðjudaginn 8.júní kl. 13.30.
Maron Guðmundsson,
Guðrún Maronsdóttir, Eyjólfur Stefán,
Guðbjörn Maronsson, Stefán Eyjólfsson,
og systkini.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
BRYNHILDUR INGIBJÖRG
JÓNASDÓTTIR
Ijósmóðir,
verður jarðsungin frá Garðakirkju, Álfta-
nesi, mánudaginn 7. júní nk. kl. 13.30.
Þórunn Haraldsdóttir, Þórmundur Þórarinsson,
Elsa Haraldsdóttir, Sigurður Guðjónsson,
Jóna Haraldsdóttir,
barnabörn
og Valdimar S. Jónsson.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
GUNNAR GUÐBRANDSSON,
Karfavogi 38,
Reykjavík,
lést í Borgarspítalanum 4. júní.
Olga Óladóttir,
Ásgeir Gunnarsson, Margrét Gunnarsdóttir,
Tinna K. Gunnarsdóttir.
t
Utför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
ÞÓRHÖLLU ÞÓRARINSDÓTTUR
frá Valþjófsstað
■ Fljótsdal,
fer fram í Fríkirkjunni þriðjudaginn 8. júní kl. 15.00.
Ingibjörg Björnsdóttir, Björn Magnússon,
Þuríður Björnsdóttir, Anton Erlendsson,
Björn Björnsson, Jóna Finnbogadóttir
og barnabörn.
Heiður Baldursdóttir
rithöfundur - Minning
Fædd 31. maí 1958
Dáin 28. maí 1993
Okkur Iangar að minnast Heiðar
Baldursdóttur rithöfundar í nokkr-
um orðum. Seint á síðasta ári hóf
hún að starfa með SÍUNG, sem er
samstarfshópur um málefni ís-
lenskra bama- og unglingabókahöf-
unda. Vegna veikinda og langdvalar
erlendis hafði hún ekki tekið þátt
i starfí okkar fyrr, en við vissum
þó af henni og hún af okkur. Á
jólaföstu var starfið blómlegt og
þá varð okkur ljóst hvílíkan liðs-
mann starfshópurinn hafði eignast
þar sem Heiður Baldursdóttir var.
Hún hreif alla með sér, var áræðin,
ósérhlífin og forkur dugleg. Við
hugðum gott til samstarfs við hana
á ókomnum ámm. Það fóm ekki
aðrir í fötin hennar. Þó vissum við
öll að hún gekk ekki heil til skógar.
„Nú ætla ég að lifa lífínu í botn,“
sagði hún kvöld nokkurt þegar við
gengum út af löngum vinnufundi.
Hún var meðvituð um tímann sem
okkur er gefinn og nýtti hann fram
á síðustu stund. í maíbyijun lögðum
við enn á ráðin símleiðis. Heiður
átti hugmyndir og þrek til að koma
þeim á framfæri. Nú verður ekki
lagt á ráðin framar. En við emm
þakklát fyrir að hafa kynnst henni
og notið starfskrafta hennar. Fjöl-
skyldu og ástvinum sendum við
okkar bestu kveðjur. Blessuð sé
minning Heiðar Baldursdóttur.
F.h. SÍUNG,^
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson,
Andrés Indriðason,
Iðunn Steinsdóttir,
Kristín Steinsdóttir,
Olga Guðrún Árnadóttir.
Heiður Baldursdóttir rithöfundur
og kennari er látin. Jafnvel þótt vit-
að hafí verið um skeið að hveiju
stefndi er dauðinn mönnum ætíð
harmsefni, ekki síst þegar fólk er
hrifið burt úr þessum heimi í blóma
lífsins, en Heiður átti aðeins þijá
daga í að ná 35 ára aldri.
Leiðir okkar starfsmanna hjá
bókaforlaginu Vöku-Helgafelli og
Heiðar lágu fyrst saman á vordögum
1989. Fyrr um veturinn hafði hún
sent inn handrit í samkeppni Verð-
launasjóðs íslenskra barnabóka.
Þetta var í fjórða sinn sem sam-
keppnin var haldin. Þær bækur sem
borið höfðu sigur úr býtum fram til
þess tíma voru allar frumraun höf-
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐMUNDUR ELÍNUSSON
frá Heydal,
Hjallabraut 33,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn í Víðistaðakirkju,
Hafnarfirði, mánudaginn 7. júní
kl. 13.30.
Þóra S. Guðmundsdóttir, Hilmar Antonsson,
Ólöf S. Guðmundsdóttir, Gunnar Þ. Jónsson,
Einar E. Guðmundsson, Jóna Gunnarsdóttir,
Hulda Guðmundsdóttir, Guðni Guðlaugsson,
Guðmundur R. Guðmundsson, Karóli'na Geirsdóttir,
Ragna K. Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
síðan. Kristinn tók loftskeytapróf
1946 og hóf störf hjá Pósti og síma
og starfaði lengst af í Gufunesi.
Árið 1961 hóf Kristinn störf við
Lóransstöðina á Gufuskálum á
Snæfellsnesi og starfaði þar til 1966
er þau fluttu aftur til Reykjavíkur.
Hóf þá Kristinn aftur störf í Gufu-
nesi, nú sem tæknifulltrúi við fjar-
skiptastöð. Þar starfaði hann þar
til hann lét af störfum fyrir fáeinum
árum. Hafði hann þá starfað hjá
Pósti og síma yfir 40 ár.
Kristinn átti sér mörg áhuga-
mál. Hann var mjög góður íþrótta-
maður. Um árabil var hann í úrvals-
flokki í fimleikum í KR undir stjórn
Vignis Andréssonar. Ferðuðust þeir
víða um land við sýningar og einn-
ig til Norðurlanda. Einnig hafði
hann áhuga á flugi og stunaði svif-
flug um nokkurt skeið. Kristinn lét
ekki starf sitt sem loftskeytamaður
duga, heldur beitti hann morselykl-
inum sem radioamatör af mikilli
leikni. Heima fyrir hafði hann her-
bergi fullt af fjarskiptatækjum, sum
smíðuð af honum sjálfum. Þannig
komst hann í samband við fólk um
allan heim og eignaðist góða vini
sem hann hafði reglubundið sam-
band við í mörg ár. Herbergið var
þakið póstkortum víðsvegar að úr
heiminum. Hann hafði áhuga á
garðyrkju og gróðurrækt. Og svo
var það veiðin, þar var hann í ess-
inu sínu. Hann stundaði laxveiðar
á yngri árum og hafa kunnugir
menn sagt að hann hafí verið mjög
fær veiðimaður, hafi haft þetta í
sér eins og sagt er. Hann átti trillu
ásamt öðrum og stundaði mikið sjó-
inn, fór oft í róðra á milli vakta
þegar hann var í Gufunesi. Seinna
eignuðumst við trillu saman og átt-
um í mörg ár.
unda og beið dómnefnd samkeppn-
innar eftirvæntingarfull eftir því að
nafn nýs verðlaunahöfundar yrði
opinberað. Sagan sem fór með sigur
af hólmi var Alagadalurinn. Höfund-
ur hennar reyndist vera kennari í
Reykjavík, Heiður Baldursdóttir, og
var þetta fyrsta bók hennar. I
Álagadalnum leiddi Heiður okkur
inn í ævintýraveröld sem er engri
lík. Sagan segir frá tveimur systrum
sem hitta meðal annars píslir sem
líkjast börnum en eru þó ekki börn,
fugladrottningu með silfurfjaðrir og
kött sem talar mannamál.
Nú eru liðin fíögur ár frá því
Heiður hlaut íslensku barnabóka-
verðlaunin en hún lét ekki staðar
numið á rithöfundarbrautinni heldur
skrifaði eina bók á ári og liðlega
það, fyrst Leitina að demantinum
eina sem var sjálfstætt framhald
verðlaunabókarinnar, þá Leyndar-
mál gamia hússins þar sem hún tók
sér fyrir hendur að skrifa spennandi
unglingasögu og í fyrra kom út eft-
ir hana Háskaleikur sem er sjálf-
stætt framhald þeirrar bókar. Einnig
skrifaði hún kennslubók sem út kom
hjá Námsgagnastofnun, Að lesa
umhverfíð, með myndum eftir Hall-
dór, bróður hennar. Þegar hún féll
frá var hún að ganga frá handriti
að nýrri barna- og unglingabók.
I kennslu sinni hafði Heiði reynst
vel að nota sögur og ævintýri til að
víkka út reynsluheim bamanna. Það
varð henni hvatning til að skrifa
Álagadalinn. Hún barðist fyrir aukn-