Morgunblaðið - 06.06.1993, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1993
35
JPm ■ ■r ■NIW
Sölufólk á
Reykja víku rsvæði nu
Nýjung - einstakt tækifæri
Við leitum að aðilum, sem hafa áhuga á því
að selja og kynna góðar vörur sem ekki eiga
sér hliðstæðu á markaðnum.
• Æskilegt er að viðkomandi sé vanur
heimakynningum.
• Aðeins 10-15 aðilar verða ráðnir.
• Vörurnar eru bylting í meðferð og
geymslu matvæla og seljast því sem
raunhæf kjarabót.
Sérstakt tækifæri til þess að skapa sér um-
talsverðar aukatekjur um langan tíma.
Upplýsingar veitir Brynhildur Bárðardóttir,
markaðsstjóri, í síma 91-676869 frá mánu-
degi til föstudags.
Alþjóða verslunarfélagið hf.,
Fákafeni 11,
108 Reykjavík.
RIKISSPITALAR
Reyklaus vinnustaður
OLDRUNARLÆKNINGADEILD
Hjúkrunarfræðingur
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á öldr-
unarlækningadeild 3 frá 9. ágúst nk. Unnið
er samkvæmt einstaklingshæfðri hjúkrun
með höfuðáherslu á sjálfstæði í starfi og
teymisvinnu. Deildin hefur 22 sjúkrarúm og
lögð áhersla á endurhæfingu aldraðra, m.a.
eftir skurðaðgerðir og ýmiskonar sjúkdóma.
Um fullt starf er að ræða með helgarvakt
aðra hverja helgi.
Upplýsingar gefur Lúðvík H. Gröndal, hjúkr-
unardeildarstjóri, í síma 602263 og Anna
Guðmundsdóttir, hjúkrunarframkvæmda-
stjóri, í síma 602266.
RONTGEN- OG
MYNDGREININGADEILD
Sérfræðingur
Staða sérfræðings í röntgen/myndgreiningu
er laus við röntgen- og myndgreiningadeild
Landspítalans frá 1. september 1993.
Sérfræðingurinn skal hafa staðgóða þekk-
ingu og reynslu á sviðum æðarannsókna,
tölvusneiðmyndunar og segulómunar.
Þátttaka í kennslu og handleiðslu áskilin.
Upplýsingar um stöðuna veitir forstöðulækn-
ir, Asmundur Brekkan, prófessor.
RANNSOKNASTOFA
HÁSKÓLANS í MEINAFRÆÐI
Sérfræðingur
Staða sérfræðings (100%) í líffræðameina-
fræði við rannsóknastofu Háskólans í meina-
fræði er laus til umsóknar. Nauðsynlegt er
að umsækjendur hafi staðgóða menntun og
starfsreynslu í hagnýtri notkun rafsjár og
aðferða í ónæmisvefjafræði til greiningar
sjúkdóma í mönnum.
Umsóknir á þar til gerðum eyðuþlöðum, með
upplýsingum um starfsferil og vísindastörf,
skal senda stjórnarnefnd Ríkisspítala fyrir
20. júní 1993.
Frekari upplýsingar veitir Jónas Hallgríms-
son, prófessor, í síma 601900.
RIKISSPITALAR
Rlklsspftalar eru einn fjölmennasti vinnustaöur á Islandi meö starfsemi
um land allt. Sem háskólasjúkrahús beltir stofnunin sór fyrir markvissri
meðferö sjúkra, fræöslu heilbrigöisstótta og fjölbreyttri rannsóknastarf-
semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem viö störfum fyrir og meö,
og leggjum meginóherslu á þekklngu og virðingu fyrir einstaklingnum.
Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu viö almenning og viö höfum
ávallt gæöi þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni aö lelöarljósi.
VINNUEFTIRLIT RIKISINS
Administration of occupational safety and health
Bíldshöfða 16 • Pósthólf 12220 • 132 Reykjavík
Véltæknifræðingur
- sumarstarf
Vinnueftirlit ríkisins auglýsir eftir véltækni-
fræðingi eða vélfræðingi til afleysinga í sumar.
Starfið felst í eftirliti með vinnuvélum á
höfuðborgarsvæðinu.
Viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða.
Umsóknir sendist til Vinnueftirlits ríkisins,
Bíldshöfða 16, Reykjavík, með upplýsingum
um menntun og fyrri störf, fyrir 14. júní ’93.
Hárgreiðslumeistari
/sveinn
óskast til starfa. Góðar prósentur í boði.
Verður að geta unnið sjálfstætt.
Upplýsingar í síma 653544 á daginn
og 654252 á kvöldin.
Hjallahrauni 8, Hafnarfirði.
Frá fræðslustjóra
Reykjanesumdæmis
Umsóknarfrestur um áður auglýstar kenn-
arastöður við grunnskóla Reykjanesumdæm-
is er framlengdur til 18. júní nk.
Snælandsskóli, Kópavogi:
1A> staða tónmenntakennara.
Myllubakkaskóli, Keflavík:
staða tónmenntakennara.
Holtaskóli, Keflavík:
almenn kennsla, skrift, tölvukennsla.
Sandgerðisskóli: staða sérkennara.
Stóru-Vogaskóli, Vatnsleysuströnd:
mynd- og handmennt og enska.
Umsóknir berist til skólastjóra viðkomandi
skóla, sem einnig gefa nánari upplýsingar.
Einnig vantar talkennara við grunnskóla
Hafnarfjarðar.
Upplýsingar um starfið eru veittar á Fræðslu-
skrifstofu Reykjanesumdæmis.
Fræðslustjóri Reykjanesumdæmis.
Fjölbreytt
skrifstofustarf
Landssamtök með aðsetur í Reykjavík óska
eftir að ráða skrifstofumann til framtíðar-
starfa nú þegar.
Starfið felst í skrifstofu- og bókhaldsstörfum,
þ.m.t. ritvinnsla (WP), merking fylgiskjala og
færsla fjárhagsþókhalds (TOK). Einnig mun
viðkomandi vinna við útgáfu fréttabréfs auk
annarra almennra skrifstofustarfa.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi góða
bókhalds- og ritvinnslukunnáttu og gott vald
á íslensku og einu Norðurlandamáli.
Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og
lipurð í mannlegum samskiptum.
Vinnutími er frá kl. 13-17.
Umsóknarfrestur er til og með 9. júní nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9-15.
Afleysinga- og rádningaþjónusta
Lidsauki hf.
Skólavördustig 1 a - 101 Reykjavlk - Slmi 621355
Hjúkrunarfræðingar
Okkur vantar hjúkrunarfræðing til vinnu í
sumar vegna afleysinga.
Frítt húsnæði og ferðir.
Allar upplýsingar veita Amalía Þorgrímsdótt-
ir, hjúkrunarforstjóri og Ásmundur Gíslason,
forstöðumaður, símar 97-81221/81118.
Skjólgarður,
Höfn, Hornafirði.
Frá fræðslustjóra
Vesturlands-
umdæmis
Umsóknarfrestur um áður auglýstar stöður
grunnskólakennara við eftirtalda skóla í Vest-
urlandsumdæmi framlengist til 16. júní 1993:
Grunnskólana Akranesi.
Grunnskólann Hellissandi.
Grunnskólann Grundarfirði.
Grunnskólann Búðardal.
Heiðarskóla Leirársveit.
Grunnskólann Ólafsvík.
Grunnskólann Stykkishólmi.
Laugaskóla Dalasýslu.
Umsóknir berist til skólastjóra viðkomandi
skóla sem veita allar nánari upplýsingar.
Fræðslustjóri
Vesturlandsumdæmis.
Eitthvað fyrir þig?
Matreiðsluklúbbur Vöku-Helgafells, Nýir eft-
irlætisréttir, hefur hlotið frábærar viðtökur.
í hverjum mánuði berast klúbbfélögum upp-
skriftir af girnilegum og fjölbreyttum réttum
sem fljótt verða eftirlætisréttir allra á heimilinu.
Þess vegna óskum við eftir að ráða áhuga-
samt fólk til kynningarstarfa í tengslum við
klúbbinn.
Vinsamlegast hafið samband við Elínu Garð-
arsdóttur í síma 688300, mánudag, þriðjudag
og miðvikudag frá kl. 9-12.
Vaka-Helgafell.
Sölufólk
á landsbyggðinni
Nýjung - einstakt tækifæri
Við leitum að aðilum, sem hafa áhuga á því
að selja og kynna í sinni heimabyggð góðar
vörur sem ekki eiga sér hliðstæðu á mark-
aðnum.
• Æskilegt er að viðkomandi sé vanur
heimakynningum.
• Aðeins einn aðili kemur til greina á hverj-
um stað.
• Vörurnar eru bylting í meðferð og
geymslu matvæla og seljast því sem
raunhæf kjarabót.
Sérstakt tækifæri til þess að skapa sér um-
talsverðar aukatekjur um langan tíma.
Upplýsingar veitir Brynhildur Bárðardóttir,
markaðsstjóri, í síma 91-676869 frá mánu-
degi til föstudags.
Alþjóða verslunarfélagið hf,,
Fákafeni 11,
108 Reykjavík.