Morgunblaðið - 06.06.1993, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ A1VIWWA/RAÐ/SIVIA sunMidagur 6. JÚNÍ 1993
ATVIN N UA UGL YSINGAR
i
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Leikskólastjórar
Stöður leikskólastjóra við neðangreinda
leikskóla eru lausar til umsóknar:
Austurborg v/Háaleitisbraut.
Sunnuborg v/Sólheima.
Hálsaborg v/Hálsasel.
Umsóknarfrestur er til 18. júní nk. Fóstru-
menntun áskilin.
Nánari upplýsingar gefa Garðar Jóhanns-
son, skrifstofustjóri, og Margrét Vallý Jó-
hannsdóttir, deildarstjóri, í sfma 27277.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277.
Kennarar - kennarar
Við Grunnskólann í Grundarfirði eru nokkrar
stöður lausar á næsta skólaári.
Viðfangsefnin eru:
1. Almenn bekkjarkennsla í 5. og 7. bekk.
2. Sérgreinakennsla, s.s. íslenska, stærð-
fræði og líffræði, í 8.-10. bekk.
Hannyrðir, smíðar og heimilisfræði
í 4.-1 Ö. bekk.
3. Sérkennsla.
Húsnæðishlunnindi í boði.
Upplýsingar gefa skólastjóri, Gunnar, í síma
93-86802 og aðstoðarskólastjóri, Ragn-
heiður, í síma 93-86772.
Skóianefnd.
Reykjavík
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingar eða hjúkrunarfræði-
nemar óskast til fastra starfa og sumar-
afleysinga á heilsugæslu og hjúkrunardeildir.
Ýmsar vaktir koma til greina, m.a. 8-16,
16-24, 16-22 og 17-23.
Upplýsingar veitir Jónína Nielsen, hjúkrunar-
framkvæmdastjóri, í síma 689500.
WÓÐLE1KHÚSIÐ
Forstöðumaður
saumastofu
Þjóðleikhúsið auglýsir starf forstöðumanns
saumastofu laust til umsóknar.
Kjólameistara- eða klæðskeramenntun
nauðsynleg.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist skrifstofu Þjóðleikhúss-
ins, Lindargötu 7, fyrir 21. júní 1993.
Þjóðieikhúsið.
TÆKNI- 0G TÖLVUDEILD
^ Heimilistæki hf.
SÆTÚNI • • 106 HEYKJAVlK • SlUI 6S lí 00 • BEINN SlUI MKOO-FAX 69 15 65
Tæknimaðurá
tölvusviði
Tækni- og tölvudeild Heimilistækja hf. hyggst
ráða tæknimann á tölvusviði. Um er að ræða
^starf innan tölvudeildar fyrirtækisins sem er
fólgið íviðgerðum á PC-tölvubúnaði og jaðar-
tækjum ásamt uppsetningu nýs búnaðar og
þjónustu við viðskiptavini.
Við leitum að áreiðanlegum starfskrafti með
a.m.k. þriggja ára reynslu og menntun sem
nýtist í starfið. Viðkomandi þarf að geta
hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf
sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 11. júní
nk. merkt: „T&T-1723“.
TÆKNI- OG TÖLVUDEILD
Heimiiistæki hf.
SÆTUNII. ,06 REYKJAVlK ■ SlUI M ,5 00 • BEINN SfUI «0 ,4 00 ■ FAX 60 16 55
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Fóstrur, þroskaþjálfar eða fólk
með uppeldismenntun óskast til starfa á
eftirtalda staði:
Skóladagheimilið Hagakot v/Fornhaga,
sími 29270.
Leikskólann Gullborg v/Rekagranda,
sími 622455.
Nánari upplýsingar gefa viðkomandi
forstöðumaður og leikskólastjóri.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277.
Tölvunarfræðingur
Tryggingafélag í borginni óskar að ráða
starfsmann til starfa í tölvudeild.,
Starfið er laust nú þegar.
Leitað er að tölvunarfræðingi t.d. frá Há-
skóla íslands eða einstaklingi með sambæri-
lega menntun. Starfsreynsla er ekki nauð-
synleg. Starfið felst m.a. í hugbúnaðargerð
fyrir AS/400 ásamt biðlara/miðlara forritun
fyrir PC net.
Farið verður með allar umsóknir í trúnaði.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu okkar til 12. júní nk.
CtUÐNI Tónsson
RÁÐCJÖF & RÁÐN I N CARÞJÓN LlSTA
TJARNARGÖTU 14. 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
Framhaldsskólinn
íReykholti auglýsir
eftir
matreiðslumeistara í mötuneyti skólans og
í kennslu.
Ennfremur eftir framhaldsskólakennurum og
stundakennurum í eftirfarandi stöður:
íslensku, stærðfræði, íþróttir/líkamsrækt.
Einnig leitum við að gestakennurum íýmsum
listgreinum.
Húsnæði er á staðnum.
Umsóknarfrestur er til 20. júní 1993.
Upplýsingar gefur skólastjóri og skólanefnd-
arformaður í símum 93-51200, 51201,
51112, 51210.
it-
ST. JÓSEFSSPlTALI
LANDAKOTI
Aðstoðarlæknir
á svæfingadeild
Staða aðstoðarlæknis á svæfingadeild
Landakotsspítala er laus til umsóknar. Veit-
ist frá 15. ágúst eða 1. september nk. í 6-12
mánuði.
Upplýsingar gefur yfirlæknir deildarinnar í
síma 604300.
Ræstingastjóri
Stórt hótel í borginni óskar að ráða ræst-
ingastjóra til framtíðarstarfa sem fyrst.
Um er að ræða 50-60% starf, sveigjanlegur
vinnutími. Starfið feíst m.a. í eftirliti og skipu-
lagningu á vinnu starfsfólks.
Leitað er að röggsömum, stjórnsömum og
„myndarlegum" starfskrafti, sem hefur ríka
tilfinningu fyrir hreinlæti.
Lágmarksaldur 35 ára.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu okkar til 11. júní nk.
GijðntIónsson
RÁÐCJÖF &RÁÐN1NCARÞJÓNUSTA
TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
Framhaldsskóla-
kennarar
Lausar eru 2 stöður kennara við Sjávarút-
vegsdeildina á Dalvík - V.M.A. skólaárið
1993-'94, í tölvufræðum, raungreinum,
dönsku og ensku.
Umsóknarfrestur er til 18. júní.
Upplýsingar í símum 61380 og 61162.
Skólastjóri.
FISKVINNSLUDEILDIN
DALVÍK
Svæðisskrifstofa málefna
fatlaðra, Norðurlandi
eystra.
Forstöðumaður
fyrir sambýli
Laus er til umsóknar staða forstöðumanns
á sambýli fyrir fólk með langvinna geðsjúk-
dóma. Sambýlið er ein af 18 búsetueiningum
fyrir fatlaða sem reknar eru af Svæðisskrif-
stofunni. í starfinu felst fagleg umsjón með
daglegri starfsemi sambýlisins sem mótuð
er í faglegu samstarfi við Ráðgjafar- og grein-
ingardeild Svæðisskrifstofu og sérfræðinga
geðdeildar FSA.
Umsækjendur skulu hafa menntun á félags-,
uppeldis- eða geðheilbrigðissviði og/eða
aðra reynslu af starfi með fötluðum. Staðan
veitist frá 1. júlí nk. til eins árs.
Umsóknarfrestur er til 15. júní.
Skriflegar umsóknir með upplýsingum um
menntun og fyrri störf skulu sendar
Svæðisskrifstofu fatlaðra í pósthólf 557,
602 Akureyri.