Morgunblaðið - 06.06.1993, Blaðsíða 48
UPPLÝSINSASÍMI 63 71 90
-------h--------------
MORGVNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJA VÍK
StMI 691100, SIMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1566 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
varða i
IF Landsbankl
ffll íslands
Kmttt BW Banki allra landsmanna
SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Beðið eftir æti
Morgunblaðið/Jóna Margeirsdóttir
VARP hefur eftir því sem best er vitað gengið fyrir sig með eðlilegum
hætti nú í sumar þrátt fyrir rysjótt tíðarfar víða á landinu. Að sögn
Ævars Petersens, fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnun, hefur æðar-
varp þó verið óvenju snemma á ferðinni en varp bjargfugla aftur á
móti mun seinna en gengur og gerist. Á myndinni sem tekin var á
Vestfjörðum sjást þrastarungar í hreiðri sínu bíða óþreyjufullir eftir æti.
Seglskúta í
hafvillum
var lóðsuð
til hafnar
ÞÝSKA seglskútan „Only you“
lenti í hafvillum út af Austfjörð-
um aðfaranótt laugardags.
Björgunarsveit Slysavarnafé-
lagsins í Neskaupstað var kölluð
til og lóðsaði hún skútuna til
hafnar i Neskaupstað.
Skútan var stödd rétt utan við
Norðfjörð með bilað staðsetningar-
tæki þegar leitað var aðstoðar.
Fjögurra manna áhöfn er um borð.
Þúsundir tóku
þátt í íþróttadegi
ÞÚSUNDIR manna tóku þátt í
íþróttadeginum í Reykjavík í gær,
en hann var haldinn í Laugardal.
Um hádegisbil höfðu um 1.000
manns skráð sig í Krabbameins-
hlaupið og þátttaka í götukörfu-
bolta var mjög góð, um 1.100
manns. Þá lögðu fjölmargir leið sína
í sund í góða veðrinu en aðgangur
í laugarnar var ókeypis í tilefni
dagsins. Veður var hið besta sem
komið hefur á sumrinu, logn og
glaðasólskin.
Ríkið vill fremur skjóta
greiðslu en hærra verð
LÁN Framkvæmdasjóðs íslands vegna fiskeldis námu um
2,2 milljörðum króna þegar sjóðurinn hætti útlánum og var
settur í umsjá Lánasýslu ríkisins. Framkvæmdasjóður hefur
um 17 fiskeldisstöðvar og eigur tengdar fiskeldi til sölu.
Snorri Tómasson hjá Framkvæmdasjóði segir það stefnu
stjórnvalda að slá af verði gegn skjótum og tryggum greiðsl-
um.
Snorri Tómasson hjá Fram-
kvæmdasjóði sagði að sjóðurinn hefði
orðið að leysa til sín meginhluta
þeirra veða sem stóðu að baki 2,2
milljarða kr. útlána til fiskeldisins.
Hann sagði sjóðinn eiga nú um 17
fiskeldisstöðvar og fasteignir, að
hluta eða öllu leyti, flesta- á Suður-
Merkur fundur mannvistarleifa við forsetasetrið á Bessastöðum
Svarthol kon-
ungs hugsan-
lega fundið
MANNVISTARLEIFAR frá landnámsöld fram á okkar
daga hafa komið í ljós við fomleifauppgröft vegna bygging-
ar þjónustuhúss austan Bessastaðastofu í vor. Hugsanlegt
er talið að komið hafi verið niður á svokallaða þrælakistu
eða svarthol konungs í Konungsgarði við uppgröftinn.
Meðal elstu rústanna eru leifar hefur verið komið niður á rústir
Kortlagning
FORNLEIFAFRÆÐINGAR og aðstoðarmenn þeirra vinna nú að
kortlagningu á Bessastöðum.
landi og Reykjanesi, og einnig væru
þtjár eignir í Reykjavík. Sjóðurinn
ætti ennfremur sérhæfðan þjónustu-
bát fyrir kvíaeldi.
Framkvæmdasjóði hefur tekist að
selja nokkrar eignir fyrir u.þ.b. 50
milljónir króna. Þar vega þyngst
eignir sem sjóðurinn hefði haft veð
í og leysti til sín vegna gjaldþrots
ÍSNÓ, þar voru seldar eignir fyrir
24 milljónir en ein eign frá ÍSNÓ
væri enn óseld. Aðspurður sagði
Snorri Tómasson að lán Frarh-
kvæmdasjóðs til þessa fyrirtækis
hefðu numið um 120 milljónum.
Verðmætin matsatriði
Snorri baðst undan því að leggja
mat á verðmæti þeirra eigna sem
sjóðurinn ætti og vildi selja. Hann
benti á að mjög skiptar skoðanir
væru um raunverulegt verðmæti
fjárfestinga tengdum fiskeldi. Þetta
væru sérhæfðar eignir og það væru
erfiðir tímar í fiskeldinu á Islandi og
bankar hefðu dregið að sér hendur.
Stjómvöld hefðu tekið ákvörðun um
að draga mjög úr styrkjum. Menn
ælu samt þá von í brjósti að fá góða
menn tii að nýta þessar eigur. Því
hefði sú stefna verið valin að slá frek-
ar af verði gegn því að greiðslur
væru þeim mun örari og tryggari.
Helst væri selt gegn staðgreiðslu.
Framkvæmdasjóður Islands með eignir sautján fiskeldisstöðva til sölu
af skálalaga íveruhúsi, hringlaga
garður og hleðsla, sennilega af
útihúsi. Ofar skálarústunum hafa
greinst tóftir frá miðöldum, þá
frá 16. til 18. öld en undir þeim
reyndust rústir af Konungsgarði
og landfógetabústað, sem hugs-
anlegt er talið að geti verið svo-
kölluð þrælakista eða svarthol
konungs í Konungsgarði.
Fyrstu heimildir um staðinn eru
frá því um 1200, en komið hefur
verið niður á rústir sem em mun
eldri og sýna að þarna hefur ver-
ið stórbýli frá því um landnám.
Sjá bls. 7: „Rústir stórbýlis..."
Snorri sagði hag skattborgaranna
og ríkissjóðs verða bestan með því
að nýta þessa fjárfestingu með arð-
bæmm hætti og skapa útflutnings-
tekjur.