Morgunblaðið - 12.06.1993, Blaðsíða 1
72 SIÐUR LESBOK/C/D
130. tbl. 81. árg. LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Króatar ráðast á bílalest
BÍLSTJÓRAR og blaðamenn leita skjóls á bak við breskan bryndreka þegar króatískir hermenn skutu
á bílalest á vegum Sameinuðu þjóðanna í gær. Breskir hermenn skutu síðar tvo króatíska árásarmenn
til bana.
Telja friðargæsluna
í Bosníu vera í hættu
Aþenu, Llangollen, Vin. Reuter.
TALSMAÐUR bresku hersveitanna í Bosníu sagði í gær að algjör
glundroði væri yfirvofandi í Bosníu og það stefndi friðargæslu
Sameinuðu þjóðanna þar í hættu. John Major, forsætisráðherra
Bretlands, kvaðst styðja heilshugar ákvörðun breskra hermanna
um að skjóta á króatíska hermenn í Mið-Bosníu í gær og léði máls
á því að senda fleiri breska hermenn til landsins.
Breskir hermenn felldu tvo króat-
íska hermenn sem réðust á flutn-
ingabíla á vegum Sameinuðu þjóð-
anna í grennd við bæinn Novi
Travnik í Mið-Bosníu í gær. 2.400
breskir hermenn eru nú í Bosníu
og nokkrir breskir hernaðarsér-
fræðingar og stjómmálamenn
hvöttu stjórnina til að kalla þá alla
heim. Stjórnarandstöðuþingmenn
sögðu að ef hermennirnir yrðu
áfram í Bosníu kæmi að því fyrr
eða síðar að þeir lentu í stríði við
einhverja af hinum stríðandi fylk-
dngum í landinu. John Major sagði
hins vegar að stjórnin myndi ekki
taka neina „óviðunandi áhættu"
með líf hermannanna og léði máls
á því að senda þangað liðsauka.
James Myles, talsmaður bresku
hersveitanna, sagði að algjör glund-
roði væri að skapast í Bosníu og
friðargæslan þar væri í mikilli
hættu. „Sameinuðu þjóðirnar geta
ekki 'starfað almennilega þar sem
stjórnleysi ríkir,“ sagði hann.
Rússar Ijá máls á
að senda hermenn
Andrej Kozyrev, utanríkisráð-
herra Rússlands, sagði í gær að
rússneska stjórnin væri reiðubúin
að senda hermenn til friðargæslu í
Bosníu, en Sameinuðu þjóðirnar
þyrftu þó að skilgreina hlutverk og
verkefni þeirra nánar. Rússar voru
ein af fimm þjóðum sem beittu sér
fyrir áætlun Sameinuðu þjóðanna
um að koma á sex griðasvæðum
fyrir múslima í Bosníu en stjómar-
erindrekar í Brussel sögðu að marg-
ir stjórnmálamenn í Rússlandi,
þeirra á meðal Pavel Gratsjov vam-
armálaráðherra, væm andvígir því
að senda hermenn þangað.
Boutros Boutros-Ghali, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
sagði að nokkur ríki hefðu boðist
til að senda liðsauka til að vernda
Sarajevo og fimm önnur griðasvæði
í Bosníu. Hann kvaðst vongóður um
að Sameinuðu þjóðirnar gætu fram-
fylgt ályktun öryggisráðsins um
vemdun svæðanna.
Sviðsmyndin á stöðugri
hreyfíngu vegna farsíma
London. The Daily Telegfraph.
FRUMSÝNINGU nýjasta söngleiks Andrews
Loyds Webbers, Sunset Boulevard, hefur verið
frestað um 13 daga vegna þess að í hvert skipti
sem hringt er úr farsíma í grennd við leikhúsið
fer sviðsmyndin af stað. Fyrirhuguð frumsýning
átti að vera 29. júní.
Það var Webber sjálfur sem uppgötvaði fyrir til-
viljun hvað olli hinum dularfullu tilfærslum sviðs-
myndarinnar. Hann hringdi úr farsíma er hann var
staddur í Adelphi leikhúsinu og viti menn sviðsmynd-
in fór af stað. Skömmu síðar hringdi hann aftur
með sömu afleiðingum og þá þótti málið upplýst.
„Sviðsmyndin hreyfíst við minnstu truflun af völdum
leigubíla, mótorhjólasendla og hvaðeina," sagði
Webber. Hann telur að þrýstilokarnir þrír sem knýja
leikmyndina séu gallaðir. Að svo komnu máli er
ekki talið ráðlegt að hætta lífi og limum leikaranna
á sýningum og þess vegna verður skipt um þrýsti-
loka. Tafirnar eru mjög kostnaðarsamar og mun
Webber þurfa láta allt að einni milljón punda af
hendi vegna þeirra.
Þjóðverjar valda uppnámi innan EB
Sérsamningnr
við Bandaríkin
Brussel, Washington. Reuter.
ÞÝSKA stjórnin hefur valdið miklu uppnámi innan Evrópubanda-
lagsins, EB, með því að gera sérsamning við Bandaríkin um fjar-
skiptamál. Samkvæmt honum munu fyrirtæki í ríkjunum standa
jafnt að vígi við verkútboð en EB-ríkin hafa haft þá reglu að
taka eigin fyrirtæki fram yfir erlend. Hefur framkvæmdastjórn
EB hótað að lögsækja Þjóðveija fyrir vikið.
Snemma á þessu ári setti EB
nýja reglugerð, sem beinlínis skyld-
ar aðildarríkin til að taka EB-fyrir-
tæki fram yfir önnur að vissu marki,
en um síðustu mánaðamót brást
Bandaríkjastjóm við þessum við-
skiptaháttum með því að ákveða
takmarkaðar refsiaðgerðir gagn-
vart EB. Fyrir þremur dögum svar-
aði EB í sömu mynt, þar á meðal
þýska stjórnin, og því kom það á
óvart þegar Mickey Kantor, við-
skiptafulltrúi Bandaríkjastjómar,
tilkynnti um samkomulagið við
þýsku stjórnina. Það þýðir, að hvor-
ugt ríkið mun beita hitt refsiaðgerð-
um.
Sir Leon Brittan, sem fer með
íjarskiptamál í framkvæmdastjórn
EB, gaf út yfirlýsingu í gær um
þetta mál og sagði, að tvíhliða
samningur af þessu tagi væri
óheimill samkvæmt EB-lögum en
þýska stjórnin heldur því fram, að
í raun hafi enginn samningur verið
gerður, heldur hafi verið um að
ræða ítrekun á samningi, sem gerð-
ur var 1954, þremur ámm áður en
Evrópubandalagið var stofnað.
Þýski fjarskiptamarkaðurinn er
sá langstærsti í Evrópu og fyrir-
tæki í öðrum EB-ríkjum hafa notið
góðs af því. í yfirlýsingu Sir Leons
Brittans var þýska stjómin einnig
krafin skýringa á samningnum við
Bandaríkjastjórn og er litið á þá
kröfu sem tilraun til að koma í veg
fyrir formlega staðfestingu hans.
Norður-Kórea
Stjórnin
gefur eftír
Sameinuðu þjóðunum. Reuter.
STJÓRN Norður-Kóreu til-
kynnti í gærkvöldi að hún hefði
hætt við að draga sig út úr
samningnum um takmörkun á
útbreiðslu kjamavopna. Stjóm-
in sagði að hún hefði „ákveðið
einhliða að fresta eins lengi og
hún telur nauðsynlegt að draga
sig út úr samningnum“.
Sjá frétt á bls. 20.
Stoltur faðir “
RÚSSNESKI nóbelsverðlaunahafmn og rithöfundurinn Alexander Solz-
henítzyn var viðstaddur skólaslit Harvard-háskóla í Bandaríkjunum í
gær þegar elsti sonur hans, Yermolay, brautskráðist þaðan. Staðfest
hefur verið að Solzhenitzyn, sem er á 75. aldursári, flytji aftur til Rúss-
lands innan tíðar.